Tíminn - 09.03.1956, Blaðsíða 1
12 síöur
Flokksþingið hefst í dag kl. 9 að
Hótei borg. Hermann Jónasson
flytur ræðu um stjórnmálin.
Skemmtun FUF er að Röðli
annað kvöld.
40. árg.
Flokksþing Framsóknarmanna hófst í gær
og er fjölmennara en nokkru sinni fyrr
Þingsetning og nefndaskipun í gær.
Yfiriitsræða formanns flokksins og
umræður um stjérnmál í dag
Ellefta flokksþing Framsóknarflokksins var sett að Hót-
el Borg kl. 2,30 í gær, og er þetta fjölmerríiasta fiokksþing
Framsóknarmanna til þessa. í gær vorU komnir til þings um
370 fulltrúar ásamt miðstjórnarmönnum og þingmönnum
flokksins, en þó vantar a'ilmarga fulltrúa, sem koma munu
til þings í dag, og er auðsýnt að þingið munu sitja yfir 400
manns, auk gesta. Er þetta því fjölmennasta flokksþing
Framsóknarmanna til þess, enn fjölmennara en þingið 1953.
Formaður Framsóknarflokks '.ns,
Hermann Jónasson, setti þingio og
bauð fulltrúa velkomna. Eftir það
voru kjörnir starfsmenn þingsins.
Forseti þingsins í gær var kjör nn
Bernharð Stefánsson, alþingismað-
ur, en síðan verður forseti kjörinn
hvern dag frá fuhdarbyrjun. Ritar-
ar þingsins voru kjörnir Björn Har
aldsson, Austurgörðum, Bjarni
Guðbjörnsson, isafirði, Halldór
Kristjánsson, Kirkjubóli og Magn-
ús Gíslason, Frostastöðum.
Kosið í nefndir.
Forseti þingsins tók síðan við
fundarstjórn og var næst kosin
kjörbréfanefnd. Eru í henni Sigur
vin Einarsson, Guttormur Óskars-
son, Óskar Jónsson, Þorsteinn Sig
fússon og Þráinn Valdemarsson.
Tók nefndin þegar til starfa.
í dagskrárnefnd þingsins voru
kjörnir Guðbrandur Magnússon,
Björn Björnsson og Sigtryggur
Klemen~:on.
Kosið í fastanefndir þingsins.
Þessu næst tók til máls Ólafur
Jóhannesson, formaður skipulags-
nefndar flokksins, og bar fram til-
lögur um starfshætti þingsins og
síðan var kjörið í fastanefndir
þingsins.
Álit kjörbréfanefndár.
Klukkan hálffjögur að loknum
nefndarkosningum var gefið kaffi
hlé ■ frá þingstörfum, en klukkan
hálffimm hófst fundur að nýju.
Lá þá fyrir álit kjörbréfanefnd
ar. Framsögumaður hennar var
Sigurvin Einarsson. Lýsti hann yf
ir, að nefndin hefði athugað fram
komin kjörbréf og las upp tölu
fulltrúa í hverju kjördæmi. Voru
þá komnir til þings 370 fulltrúar
ásamt miðstjórnarmönnum og
þingmönnum flokksins. Voru kjör
bréf þeirra, sem nefndin hafði
yfirfarið, samþykkt. Vitað er hins
vegar um allmarga fulltrúa, sem
ókomnir voru til þings og vænt
anlegir í dag.
(Fr^mhald á 2. síðu.)
HERMANN JÓNASSON
formaður Framsóknarflokksins
setti flokksþingið í gær með
stuttri ræðu. Hann flytur þinginu
yfirlitsræðu sína um stjórnmálin
árdegis í dag.
■ w
DAGSKRÁ
| flokksþingsins í dag |
FUNDUR HEFST á flokks-1
I þingi Framsóknarmanna kl. 9 |
1 árdegis í dag að Hótel Borg. Þá 1
| mun formaður Framsóknar-1
I flokksins, Hcnnann Jónasson, |
1 flytja yfiriitsræðu sína um |
; stjó nmálaviðhorfið. Að henni |
j loldnni hefjast almennar um- |
! ræður um hana og stjórnmálin |
| og verður þeim fram haldið á |
i síðdegisfundi að Hótel Borg, er i
| hefst kl. 14,30. Klukkan 20,30 I
í verður svo enn framhaldsfund- i
1 ur í Iðnó, og halda umræðurn- |
| ar um stjórnmálin þá enn á- 1
I fram. — |
5 =
• •miimniiiiiiiiuiiiiiniMiiiitiniimtiiiituiiiiiumiiiKia
Akraborg tekur
250 íarþega
MýSdir þessar voru teknar við setningu flokksþingsins í gær að Hó tel Borg. Sést yfir stærsta salinn á Hótel Borg, sem er aðalsamkomu-
staður flokksþingsnS og rúmar hanu þó ajla fiilitrúanna og g esti þá sem sitja þiugi«___ Ljósm.: Guðni Þórðarson
Kaupmannahöfn í gær. Morgun-
blöðin í Kaupmannahöfn birtu
myndir af íslenzka farþegaskipinu
Akraborg, sem að aflokinni reynslu
för hefir verið afhent eiganda
þess, en hann er sem kunnugt er
Skallagrímur h. f. í Borgarr.esi.
Segja blöðin, að Akraborg sé
stærsta skipið, sem skipasmíðaverk
stæði Christensens í Marstal hafi
smíðað hingað til. Akraborg hefir
tvær skrúfur og með 900 hestafla
vél. Hún tekur 250 farþega. Aðils
Handknattleiksmót
íslands hefst í kvöld
Handknattleiksmeistaramót fs-
lands hefst í kvöld kl. átta að
Hálogalandi og mun forseti ÍSÍ,
Ben. G. Waage, setja mótið með
stuttri ræðu. í kvöld fara fram
þrír leikir, tveir í meistaraílokki
karla milli Ármanns og Fram, og
Víkings og F. H. í þriðja ftokki
keppa Ármann og Þróttur. Níu
félög senda lið á mótið, Ármann,
Afturelding, F. H., Fram, ÍR, KR,
Valur, Víkingur og Þróttur, en sein
gestir keppa lið frá Skandinavisk
Boldklub.
Mótinu lýkur 22. apríl, en mef-
an það sendur yfir verður keppfc
oftast fimm kvöld vikunnar. E-ffc-
ir mótið verða stúlkur valdar tH
Norégsfarar í sumar.