Tíminn - 09.03.1956, Blaðsíða 9
TÍHTI N'N", föstuðaginn 9. marz 1956.
9
f/?/>HANS
MARTIN
57
unum, og leit á hann forviðg.
— Skilur þú ekki, Soffía, áð
breytingin hér mun ef til vill
vara um aldur og ævi? sagði
hann. — Og við getum fyrst
orðið heilbrigð í Hollandi,
einnig Maríanna. Við höfum
ekki meirá hér að gera.
— Ekki meira? Þú, sem
komst hingað hughraustur, og
skipaðir Japananum að hafa
sig tafarlaust á brott?
— Já, hughraustur, en hugs
unarlaus, Nú verðum við að
flýta okkur. Ég er ekki örugg'v
ur hér lengur.
Hún leit hrærð á hann. Ení
hann fór að tína eigur sínar
út úr skápunum, rólegur að
vanda.
Þessa nótt hélt fjölskyldan
af stað. Flutningavagn flutti
farangur hjónanna, Maríönnu
og Siti. Mandurinn sat við
hlið Prawiro, en vinnumaður
ók flutningavagninum.
Um sólsetur hafði komið
regnskúr. Nú var stytt upp og
tunglskin.
Þau komu til Bandung um
morguninn og óku til katl-
mannafangabúðanna. Vörð-
urinn leyfði Walter aðgang.
Skömmu seinna kom hann
aftur.
— Ef til vill getum við dval-
ið hér. Komið á eftir mér,
sagði hann.
Gömul kennslukona hafði
haldið’húsi sínu í lagi, og vildi
ekki yfirgefa það, þótt bæði
Kínverjar og innfæddir gerðu
sitt bezta til að reka hana
burt. Gamall nemandi hennar
hafði gert sitt bezta til að
vernda hana fyrir ásóknum.
Þar sem hún hafði engar tekj-
ur, vildi hún gjarna hýsa Soff-
íu, Walter og Maríönnu.
Mandurinn átti að dvelja í
Bandung, þar sem hann
myndi áreiðanlega geta feng-
ið vinnu. Hann óttaðist Hei-
hoo ungmennin í Lembang.
Peawiro varð að reyna að lifa
af vagninum og hestunum.
Siti varð eftir hjá húsbændum
sínum. Það var ekki hægt að
senda hana á brott.
Mandurinn og Prawiro yfir-
gáfu litla hópinn með miklum
söknuði og innilegum óskum
um heill og hamingju.
Eftir sátu þau Soffía, Walt-
er og Maríanna í dapurleg-
um hugsunum.
— Ég á ekkert te, sagði
gamla konan afsakandi.
— Ég á dálítið eftir ennþá,
svaraði Walter og fór allt í
einu að skellihlæja, þegar hon
um kom í hug, að áður*fyrr
hafði hann selt te, sem ekki
rúmaðist í mörgum vöru-
geymslum.
— Það er ekki vert að sitja
á fremri svölunum, sagði
kennslukonan aðvarandi. —
Á þeim aftari getur enginn séð
mann.
Þangað fóru þau. Þar var
veL heitt. Litli garðurinn var
í blóma, Þau sátu þögul, heim-
ilisl'ausir flóttamenn, sem
urðú að leita á náðir ann-
arra.
Walter og Soffía fengu rúm
á ,§fri hæðinni til að sofa í.
M^ta»u0:; íJá .^á rúmdýnu á
ganginum, og Siti á ábreiðu
fyrir neðan stigann.
í tvo daga þorðu þau ekki
út fyrir dyr. Þá birtist hin
dökka vinkona Maríönnu öll-
um á óvart. Hún hafði gengið
alla leið frá Lembang, og hún
skýrði frá því, að frelsissinn-
arnir hefðu rænt hvíta húsið
og kveikt í því. Þeir höfðu
varpað handsprengjum í hvert j
einasta herbergi. Einnig 'nöfðu i
þeir brennt hliðarbygging- ^
arnar og flúið síðan. Innfædd j
ur maður hafði fundizt myrt
ur á tröppunum.
Nú var einskis meira að
sakna í Austur-Indíum. Allt
var eyðilagt.
— Við verðum að komast til
Hollands, sagði Walter eftir
langa þögn. — Heim til Jules,
ef hann er þá enn á lífi. Við
munum að vísu verða hálf-
gerðir útlendingar þar, að
minnsta kosti ég, og þú reynd-
ar líka.
— Hvað sakar það? spurði
hún örmagna. — Við eigum
þó lífið ennþá, og við höfum
hvort annað. Hversu margir
eru þeir ekki, sem hlotið hafa
alvarlega sjúkdóma, eða verið
skotnir? Við höfum það betra
en flestir aðrir. Ég vil líka
gjarna fara til Hollands með
þér og Maríönnu.
— Fyrst verðum við að reyna
að komast til Batavíu.
Maríanna kom ekki að
kvöldborðinu, og heldur ekki
heim þessa nótt.
Næsta morgunn fór Siti til
að grennslast fyrir um hana,
og kom aftur með þær fréttir
að lögreglan hefði tekið stúlk-
urnar tvær höndum og fært
þær til kvennafangabúðanna.
— Nú fékk hún vilja sínum
framgengt, sagði Walter bit-
urlega, — Nú er hún að
minnsta kosti undir eftirliti,
svo að þú þarft ekki að hafa
eins miklar áhyggjur.
Skorturinn á matvælum
hafði í för með sér verðhækk-
un á þeim, og þar sem bank-
arnir voru lokaðir, urðu þau
að verða sér út um þá á ann-
an hátt.
Kennslukonan og Siti fóru
út til að selja nokkra af skart
gripum Soffíu Kínverja nokkr
um. Þær þráttuðu og prútt-
uðu, og komu loks heim með
tvö þúsund gyllini.
Prawiro sagði elnnlg frá
meðferðinni á hvíta húsinu.
Hinu þjónustufólkinu hafði
tekizt að sleppa burt, en óþokk
arnir höfðu myrt síðustu vin-
konu Henks frænda.
— Við verðum að komast til
Batavíu, Prawiro. Heldur þú,
að það sé hægt?
Gamli hestasveinninn
skellti í góm og lyfti upp ein-
um fingri aðvarandi. Hann
kvað vegina ótrygga, en ef til
vill færi lest þessa leið endr-
um og eins. í marga daga voru
tilkynningar hans neikvæðar.
Ræningjarnir höfðu eyðilagt
brautina á nokkrum stöðum.
Vikur liðu. Þá komu nokkr-
ir flutningavagnar frá hern-
um til þess að aka fólki burt
frá fangabúðunum til Bata-
víu. Það kostaði bæði erfið-
leika og talsvert nf -pening-
um fyrir þau Sofflu, Walter
og Maríönnu að tryggja sér
far í þriðju ferðinni, og ekki
var viðkomandi, að þau r.ækju
meira með sér en handtösk-
urnar. Aftur urðu þau að
skilja við ýmislegt, sem var
þeim dýrmætt.
En þau ypptu öxlum. Þau
höfð.u þegar misst svo mikið,
að tilfinningarnar fyrir slík-
um hlutum voru farnar aö
dofna. En uppvafið málverk
Bernards setti Soffía niður í
tösku sína.
Þegar að þvi kom, að hún
varð að skilja við Siti gömlu,
var hryggð hennár svo mikil,
að hún brasj, í gr^f,. Það hafði
alltaf vakað fyri’r henni að
leyfa gömlu konunni að eiga
þægilega elli í allsnægtum.
Hún gat því varla afborið að
skilja nú við hana í armæðu
og óvissu.
Gamla kennslukopan átti
að hafa Siti hjá sér, og Soffía
ætlaði enn á ný að selja eitt-
hvað af skartgripum, til þess
að geta skilið eftir peninga.
Hjarta Siti var kramiö af sökn
uði.
Lengi sátu þær grátandi
saman síðasta daginn.
í fullar sex klukkustundir
óku þau samfleytt í kæfandi
rykmekki frá bifreiðunum,
sem á undan fóru. Ensklr her-
SAPUVERK5M IÐJAN S J Ö F N, A K U R E Y R I
Vinnið ötnllega að útbreiðslu Tímans
Á KVENPALLI
Hásmæður og hósbyggingar
Erlend kona, sem búið hefir í
Reykjavík síðustu áratugina, gat
þess við mig fyrir nokkru, hve
henni fyndist húsmæðrum þar
hafa farið fram síðan hún fyrst
fluttist til landsins. „Ég gleymi
því aldrei“, sagði hún, „þegar sagt
var við mig skömmu eftir að ég
kom hingað, að ég gæti ekki verið
þekkt fyrir að þvo sjálf gólfin í
íbúðinni okkar og þannig var hé-
gómaskapurinn á fleiri sviðum.
Nú þekki ég margar húsmæður,
sem vinna einar heimilisstörf á
stórum heimilum og þó sér enginn
á þeim, að þær drepi hendi í kalt
vatn“.
Þessi ummæli komu mér í hug,
er ég mætti kunningjakonu minni,
sem bauð mér inn til sín að fá
kaffisopa.
„Svo þarftu að sjá, hvernig okk-
ur miðar með rishæðina“, bætti
hún við.
Þarna inni var allt með frábær-
um snyrtibrag og húsgögnum var
komið fyrir af mikilli smekkvísi.
Af því að mér var að nokkru
kunnug byggingarsaga hússins,
bað ég kunningjakonu mína að
segja mér nokkru nánar frá því
hvernig þeim tókst að koma sér
upp svona prýðilegu húsi. Það er
kjallari, hæð og ris, grunnflötur-
inn 90 fermetrar.
„Við höfum ekkert gert, sem í
frásögur er færandi“, segir vin-
kona mín. „Margt fólk leggur
fram langtum meiri eigin vinnu
við að koma upp húsum sínum“.
Samt fæ ég hana til að gefa mér
eftirfarandi upplýsingar.
„Það var vorið 1950, sem við
byrjuðum að grafa grunninn“.
„Sem þið byrjuðuð"?
„Já, ég hjálpaði til eftir beztu
getu. Fjárhagurinn var ekki svo
álitlegur. Við vorum búin að borga
allt\ sem við gátum við okkur
lösað í fyrirframgréiðslu á husa-
leigu og áttum eiginlega ekki íyr-
ir öðru en timbrinu í uppsláttinn
fyrir kjállaranum, þegar við byrj-
uðum að byggja“.
„Þið hafið þá strax orðið að
taka lán“?
„Já, svo reyndi ég að auka tekj-
ur heimilisins eftir beztu getu —
vann oft utan heimilis um helgar
og eftir því sem tími vannst til“.
„Hvenær fluttuð þið svo í kjall-
arann“?
„Haustið 1951. Þá vorum við
húsnæðislaus og fluttum í kjallara-
íbúðina með börnin okkar tvö.
Ekki var það of aðgengilegt í
fyrstu — vantaði hurðirnar og
lausu gluggana — og svo urðum-
við auðvitað að mála sjálf, eftir
að við fluttum.
„Hvað höfðuð þið mikið hús-
næði þar“?
„Tvö herbergi og eldhús, steypi-
bað og geymslu“.
„En var ekki lokið allri steypu-
vinnu við húsið, þegar þið flutt-
uð“?
„Nei, blessuð vertu. Það var
eftir að steypa stafnana í risinu.
Þvilik læti — þá hélt ég, að allt
ætlaði að koma ofan í hausinn á
roér“.
„Hvernig gekk svo næsti
áfangi“?
„Ágætlega_. Maðurinn minn ein-
angraði sjálfur alla veggi á hæð-
inni og þannig þokaðist þetta
áfram. Annars vildi svo til, að um
sama leyti og við byrjuðum að
byggja, þá skipti hann um starf.
Hann vildi skapa sér sjálfstæðari
atvinnu, en til þess varð hann
að evða miklum tíma í háskóla-
nám og vinna fyrir lægra .kaupi
en áður“.
„Hvenær fluttuð þið upp á hæð-
ina“?
„Eftir jvö ár og þá leigðum við
út, kjallaraibú^na og liöfum gert
það síðan“.
‘J b.Héizt'þú áfranr að vinna utan
heimilisins“?
„Já, auðvitað. Finnst þér ekki
líka það vera jafnt skylda okkar
kvennanna, að reyna að sjá íjár-
hag heimilisins xarborða"?
„Jú, sannarlega. Gætir þú hugs-
að þér að vita ekkert hvernig
fjárhagsafkoman er“?
„Nei, það væri fjarstæða, enda
kemur það í okkar hlut að ákveða
hvernig verja skuli miklum hluta
þeirra tekna, sem aflað er“.
„Segðu mér eitt — þú fórst í
héraðsskóla eftir að þú laukst
barnaskólanámi. Kostaðir þú sjálf
það nám“?
„Ójá! Pabbi sendi mér 100 krón-
ur yfir allan námstímann, að öðru
leyti vann ég sjálf fyrir mér“.
„Og eftir það fórstu í iðnnám“?
„Já, ég lauk iðnskólanum á ein-
um vetri og fór svo til útlanda til
frekara náms í eitt ár“.
„Svo að við víkjum aftur að
húsinu — er ekki að verða þröngt
um ykkur á hæðinni eftir að börn-
in stálpuðust"?
„Jú, eins og þú sérð, þá höfum
við aðeins þrjú herbergi, eldhús og
steypibað hér, .en nú fer að stytt-
ast í það, að rishæðin verði full-
! búin og þá fá krakkarnir hvort
I sitt herbergi þar og við hjónin
jfáum svefnherbergi, auk baðher-
; bergis og geymslu. Annars hef ég
j haft geymslu og þvottahús í kjall-
J aranum fram að þessu. En eins og
: ég sagði þér áðan, þá höfum við
engu af að státa í sambandi við
: þessa húsbyggingu“.
Það má vel vera, að það sé ekki
í frásögur færandi að fólk leggi
nótt við dag ti! að búa í haginn
fyrir sig og börn sín, en ég fyllist
samt alltaf aðdáun, þegar ég geng
framhjá þessu húsi og öðrum, sem
komið er upp með slíkri elju.
Beinist sú aödáun ekki' sízt að
ungu konunum, sem vinna baki
brotnu við hlið eiginmanna sinna
að byggingunum, — grafa grunna,
múra og mála, — en líta svo út
eins og stássmeyjar,' þegar þær
taka sér stundarhvíld.