Tíminn - 09.03.1956, Blaðsíða 5

Tíminn - 09.03.1956, Blaðsíða 5
5 T í M I N N, föstudaginn 9. marz 1956. Gís/i Magmlsson: Orðið er frjálst Hvað er framundan? Um 7 ára skeið liafa tveir stærstu st.iórnmálaflokkarnir stað- ið að sameiginlegri ríkisstjóm. Alla þá stund hafa ríkisstjórnir þessara flokka liaft að baki sér xnikinn meirihluta þings og þjóðar. Þær hafa verið „sterkar“ stjórnir, sem svo er kallað. Þær hefir ekki brostið bolmagn til að hrinda fram þeim málum, er þær voru einhuga um, að fram skyldi ganga. Stjórn- arandstaðan hefir staðið sundruð og reynzt nauða ómerkileg. And- ófsflokkarnir hafa komið sér sam- an um það eitt, að krefjast ábyrgð- arlausrár evðslu ríkisfjár — og svo að sjálfsögðu að níða niður allt, sem ríkisstjórnin hefir vel gert og viiurlega. ATVINNA ER NÆG, þótt mis- skipt sé milli staða. Lífskjör al- mennings aldrei betri. Landið flóir í krónum. Hvað er þá að? Ekki annað en það, að efnahags- mál þjóðarinnar eru af sér gengin og uppíloft. Ekki annað en það, að þjóðin getur ekki framleitt vörur til út- fiutnings nema til komi opinber aðstoð,. sem, gert er ráð fyrir að nemi um hálfu öðru hundraði mill.ióna króna á þessu ári — og þó verður framleiðslan að standa undir þörfum þjóðarinnar. Ekki annað en það, að verðbólga og önnur óáran, sem henni fylgir, færist óðum í auka og kaffærir okkur innan stundar í krónum, verðlausum krónum, ef þeir, sem verðmætin skapa með vinnu sinni, bindast ekki samtökum til við- náms meðan höfuðið stendur enn upp úr. Ríkisstjórnin er sterk. Og þó er, á henni snöggur blettur: Hún nýtur hvoi’ki samúðar né trausts hinnar fjölmennu verkamanna- og sjómannásféttar. Á þetta einkum við um þá ráðhérra, sem fara með sjávarútvpgsmál og viðskipta. En það er höfuðnauðsyn hverri ríkis- stjórn, áð olga ósvikin ítök í röð- um hinna fjölmennustu vinnu- stéttá, bænda og verkamanna. Ella er hætt við að áhalli verði og allt fari sjð lokum um hrygg, hversú „stérk“, sem ein ríkisstjórn virðist vera. NÚ SKAL ÞAÐ í lireinskilni játað, að ég hef frá öndverðu haft ótrú á pólitísku samstarfi við íhaldið. Og sú ótrú hefir í engu þorrið með árunúm nema síður sé, enda hefir löng reynsla og nokkur nasasjón á íslenzkum stjórnmálum rennt undir hana æði styrkum stoðum. Hítt er mér að sjálfsögðu ljóst, að sú ótrú má ekki leiða til þvílíkra öfga, að hún skyggi á staðreyndir. En hvort tveggja er staðreynd,. — það fyrst, að bæði á öridverðu ári 1950 og einnig eft- ir kosningar 1953 átti Framsóknar- flokkurinn ekki annars úrkostar en að garigá til samstarfs við Sjálf- stæðisfiokkirin, ef ekki átti allt að lendá i gfænum sió — og hitt ann- að, áð'enda þótt ýmislegt hafi íil óheilla snúizt upp á síðkastið, þá hefir þó þetta- samstarf leitt til góðs á öðrum sviðum og margt verið stórvel gert, síðan er það hófst. Framsoknarflokkúrinn setti skil- yrði fyrlr , sarristarfi. Árangurinn er m. a.: Glæsileg afkoma ríkis- sjóðs — eftir márgra ára óstjórn íhaldsins á fjármáiunum; stórauk- ir. framlög tií Búnaðarbankans; áætlun um rafvæðingu landsins alls og geysimiklar raforkufram- kvæmdir; stórfelldara átak í hús- byggingarmálum en dæmi eru til áður; tugmilljóna framlög til at- vinnujöfnunar; alger stefnubreyt- ing i framkvæmd varnarmálanna, enda furðu hljótt nú orðið um þann hinu mikla ásteytingarstein. Um stórhug og framkvæmdir í þeim málum öllum, er nú voru nefnd, og að vísu fleiri, hefir skipt svo mjög um frá því, sem áður var, að nálega er sem hvítt «g svart. Og þess ber að minnast, eð það eru ráðherrar Framsóknar- flokksins, er um þessi mál hafa 6érsfaklega fjallað. Þégar forsæt- isráðherrann í eldhúsdagsræðu sinni tíundaði afrek ríkisstjórnar- innar, kom upp úr kafinu, að þar höfðu Framsóknarmenn verið að verki. Hins vegar minntist hann ekki einu orði á eigin afrek eða samflokksmanna sinna í ríkis- stjórninni. Skyldi það hafa verið fyrir hógværðar sakir og lítillæti? Meðan ríkisstjórn Steingríms Steinþórssonar fór með völd, færð- ist efnahagslífið óðum í átt til jafnvægis. Verðlag var orðið sæmi- lega stöðugt. Trú á gildi peninga fór vaxandi. Fjárfesting takmörk- uð meir en síðar varð, enda svo við hóf, að eigi leiddi til ofþenslu. Eftir stjórnarskiptin fór allt þetta að snúast til verri vegar, m. a. vegna lagábreytinga, er íhaldið knúði fram. Sá er ljóður á ráði íhaldsins, einn af átján, að það lætur á stundum stjórnast af hags- munahvötum sérgæðinga sinna, meir en af sjónarmiðum um al- manna heill. Svo kom verkfallið mikla og rak smiðshöggið á allt saman, pólitískt verkfall að veru- legu leyti, en einnig knúið fram af kapphlaupi um vinnuafl í Reykjavík og nágrenni, og að nokkru af sanngjarnri þörf. Komm únistar eru allsráðandi í Alþýðu- sambandinu. Nú blasa við sjónum afleiðingarnar af verknaði þeirra annars vegar og pólitík íhaldsins hins vegar. NÚ ER VINNUFRIÐUR um stund. En hversu lengi helzt hann? í okkar fámenna þjóðfélagi eru öfgaflokkarnir tveir, íhalds og kommúnista, mikils til of öflugir til þess að vel megi fara og von sé um, að borgið verði efnahags- legu jafnvægi að öllu óbreyttu. Þeir efla hvorn annan þessir flokk- ar, með óbeinum hætti, magna sundrung og tortryggni. Gengi þeirra verður ekki hnekkt nema með því móti einu að allir frjáls- huga menn í þessu landi, — allir þeir, sem ekki eru haldnir blindri trú á íhald eða kommúnisma, cam- einist af fullum héilindum til átaka svo öflugra, að endast megi til gagngerðrar stefnubreytingar á þeim sviðum, þar sem okkur hefir borið af réttri leið. Þetta er vissulega hægt. Og þar kemur, að það verður gert. En því lengur, sem það dregst, þeim mun torveldara verður að snúa til réttrar áttar. HÖFUÐMEINSEMD ísl. stjórn mála er og hefir um hríð verið sú, hversu sundruð standa þau öfl, sem andstæð eru íhaldinu og sérhags- munastefnu þess. Meðan svo standa sakir, getur Sjálfstæðis- flokkurinn staðið með pálmann í höndum og gefið okkur hinum langt nef, enda þótt kjósendum hans fari hlutfallslega fækkandi, svo sem raun er á. En vitaskuld reynir hann í lengstu lög að varð- veita þessa aðstöðu sína með ýms- um ráðum, því að ekkert í þessum heimi óttast hann eins og vinstra samstarf, svo sem flokksblöðin sýna ótvírætt. Þess vegna rær hann undir sundrung andstæðinga sinna. Þess vegna rægir hann sam- an bændur og verkamenn, þykist vera beggja vinur á víxl. Hann treystir því, að lýnd sé og tröllum gefin sú staðreynd, að um langt skeið varð Framsóknarflokkurinn, með aðstoð og atbeina Alþýðu- i flokksins, að toga með látlausri : hörku úr harðkrepptum krumlum íhaldsins á alþingi hverja einustu umbót til handa bændum og verka- ur á vettvangi ísl. athafnalífs og leysa margan vanda, sem nú er torráðinn, ef skammsýnu íhaldi hrekkur eigi afl til að leggja á hana langþráð helsi. SAMSTARF þeirra flokka, er standa að ríkisstjórninni, hefir á margan veg lánast miklu betur en búast mátti við. í krafti þess, og fyrir atfylgi Framsóknarflokksins sérstaklega, hafa stórvirki verið gerð, eins og áður er að vikið. Og þó er öldungis víst, að hvorki er það eðlilegt né heldur sanngjarnt og rétt, að önnur af tveim fjöl- mennustu stéttum þjóðfélagsins, — þeim stéttum, sem með vinnu sinni afla meginhluta þjóðartekn- anna, — hafi til lengdar, enga í- hlutun um stjórn ríkisins, frekar en hitt mun reynast affarasælt, að flokkur, sem á sinn höfuðstyrk í heildsalastétt, fjáraflamanna og margs konar mangara, hafi þar til langframa mikil ráð og óskoruð um sumt. Sjálfstæðisflokkurinn er íhalds- sinnaður hentisstefnuflokkur. Hann telur sig vera svarinn ó- vin kommúnista, en á sínum tíma efldi hann þá til áhrifa í stærstu verkalýðsfélögunum — til þess að lama lýðræðissinnaðan flokk, Al- þýðuflokkinn. Hann heimtar ein- staklingsrekstur atvinnutækjá þeg- ar gott er í ári og gróðavon er, þjóðnýtingu eða einhverskonar fé- lagsrekstur, þegar undan hallar. Hann vil út af lífinu frjálst fram tak, frjálsa verzlun. Þó heldur hann dauðahaldi í einokun á sum- um sviðum. Meðan samvinnufélögin voru veikburða og lítils megnug, voru þau hin mestu þarfaþing. En eftir að þeim óx fiskur um hrygg og þau urðu máttug og umsvifamikil í verzlun, í tryggingum, í rekstri kaupskipa, urðu þau hinn sárasti fleinn í holdi íhaldsins. Og svona mætti lengi telja. Flokkurinn hefir ótal ásjónur. NAUMAST MÁ ÆTLA að til góðs geti leitt, að flokkur, sem hefir jafn augljósa hentistefnu og I Sjálfstæðisflokkurinn, — stefnu, j sem ósjaldan virðist markast fyrst ; og fremst af því, hvað bezt kann að henta ýmsum máttarstólpum flokksins og gæðingum hverju sinni — hafi mikil pólitísk völd lengur en um sinn. Atvik geta leg- ið þannig, að eigi verði hjá því komizt að vinna með slíkum flokki um stund, meðan hann hlífir skipu lagi lýðræðis og hægt er að knýja hann til að gangast undir fylgi við mikilsverð uppbótamál. En svo djúpstæður munur er á eðli hans og ógrímuklæddri stefnu ánnars vegar og umbótastefnu Framsókn- arflokksins hins vegar, að sam- starf þeirra flokka getur naumast orðið mosagróið. Til þess vill í- haldið hafa of mikið fyrir snúð sinn. Hvaða andlit, hvaða grímu, sem Sjálfstæðisflokkurinn kann að setja upp í þann og þann svipinn, þá er hann og verður aldrei ann- að en íhaldsflokkur, harðsnúinn hagsmunavörður takmarkaðs hóps manna. Þetta skyldu allir frjálslyndir menn muna — og muna vel. Gísli Magnússon. mönnum. Hann treystir því, Sjálf- stæðisflokkurinn, að bændur séu svo andlega volaðir, að þeir viti það ekki, finni og skilji, að hann hefir svarið samvinnustefnunni eilífan fjandskap, að hann myndi hvergi skirrast við, ef hann fengi neytt aflsmunar, að vinna varan- legan geig þeirri þjóðfélagsstefnu, er bezt hefir enzt ísl. bændastétt til aukins sjálfstrausts, félags- þroska og efnahagslegrar viðrétt- ingar. Samvinnustefnan hefir vald- ið aldahvörfum í verzlunarháttum, og hagsmunabaráttu bænda. Og enn á hún eftir að rema víðar lend- Svíar mótmæla loftbelgjum Stokkhólmi, 7. marz. — Sænska ríkisstjórmn hefir sent mótmæli til norsku ríkisstjórnarinnar svo og Bandaríkjastjórnar vegna loftbelgja með' bandarískum útbúnaði, sem sendir hafi verið upp frá Noregi og reynzt hafi hættulegir flugsamgöng um í Svíþjóð. Segir, að belgir þessir séu útbúnir með ljósmynda- og sendi tækjum. Sé sannanlegt að belgirnir hafi verið sendir upp í Noregi. — Telja Svíar, að með belgjum þess- um yfir sænsku landi, sé framið brot á hlutleysi, Svíþjóðar og alþjóðalög- ’Of! .1 (1-, . Ú. < Ameríkubréf frá Indriða: Sólin skín jafnt á hvíta og svarta - Kemst Lucy í Alabamaháskólann? - Svartir bursta skóna og bera töskuna, en verkstjórinn er hvítur Birmingham, Alabama, 4. marz. í IDAHO stóð Heimsins fræg- asta kartafla á skiltum bifreiða- númeranna. Hér stendur: Hjarta Dixie. Það svarar til þess að þeir í Flóanum hefðu: Landsins stærsta áveita og í Þingeyjarsýslu: Mesta menningarhéraðið. En að öllu gamni slepptu þá er sumarveðr- átta í Alabama og sólin skín jafnt á rangláta og réttláta, hvíta og svarta. Deilan í Tuscaloosa er bú- in í bili, nema hvað menningar- samtök svertingja, Autherine Lucy og önnur svertingjastúlka hafa ver ið krafin um fjórar milljónir doll- ara í skaðabætur fyrir ljótt orð- bragð um fjóra hvíta menn, og Lucy hefir verið rekin úr skóla fyrir að segja eitthvað afar slæmt um skólastjórann, annars veit ég að félagar mínir við blaðið hafa fært ykkur fullnægjandi fréttir. Af þessu sést að morgundagurinn verður enginn merkisdagur i sögu Dixie. Það vérðúr ekki brotið blað í sögu Suðurríkjanna og 5. marz verður ekki dagurinn, sem svert- ingjar hófu almennt nám við há- skóla afkomenda bómullarræktar- manna og þrælahaldara. Kannske er gott að svona fór í þetta sinn og enginn hefði grætt á þeim ó- hjákvæmilegu óeirðum, sem hefðu orðið á morgun, ef Lucy hefði far- ið í skólann, og það má jafnvel ætla hún hefði misst lífið. Þetta stafar af því málin eru nú einu sinni þannig vaxin hér í hjarta Dixie að fólkið telur sig hafa tap- að orrustunni en unnið borgara- styrjöldina. Eftir ósigurinn hefir Suðurríkjamaðurinn að sjálfsögðu ekkert getað sagt þótt svarti mað- urinn fengi frelsi, en mér skilst að það séu honum nokkrar stríðs- skaðabætur að viðurkenna ekki vilja löggjafans í málum svert- ingja og halda sig heldur við erfða venjuna um aðskilnað hvítra og svartra. SKYNSAMT FÓLK hér vestra heldur því fram, að enn sé langt í land að svartir og hvítir komizt á réttan kjöl hvað snertir hleypi- dóma og jafnrétti. Hvað viðkemur hinu eiginlega kynþáttahatri er það að segja, að alltaf er til múg- ur sem vinnur hryðjuverk eða er tilbúinn að vinna þau samkvæmt boði múgmenna, en mér er bent á það með nokkru stolti, að ekki hefir farið fram aftaka svertingja án dóms og laga síðastliðin fimm ár. Hér í Birmingham hefi ég ekki orðið var þess opinskáa ótta, sem svertinginn er sagður bera fyrir hvíta manninum. Svertingjar eru hér útaf fyrir sig, eins og í Norð- urríkjunum, meira verður ekki séð í skyndiferð. Langt er frá að Norð- anmenn (Yankees) eigi hreinan skjöld í negravandamálinu. Eins og er með allar hugsjónir, þá eru í munni orðhagurra manna, en í þær ákaflega fellegar á pappír og framkvæmd gegnir öðru máli. Ekki bætir ef satt er, að borgara- styrjöldin hafi verið undirbúin af iðjuhöldum i Norðurríkjunum, er mikluðust yfir ódýru vinnuafli Suð urríkjanna. Og þá erum við aftur komin að því glotti mótþróans, sem gleðst yfir að vinna stríðið þótt oiTustan hafi tapazt. -»«- ÖLL BARÁTTUMÁL þeirrar teg- undar, sem hér um ræðir eiga langa sögu. Mér er nær að álíta, að eins og það var nauðsynlegt að reyna koma Lucy í Alabama-há- skólann í Tuscalóosa, eins var nauðsynlegt að hún kæmist ekki þangað. Þótt þetta sé skrýtin rök- fræði held ég að frávísunin hafi verið geymd uppi í erminni sem bezta lausnin, eftir að óumflýjan- legur dómur var fallinn í málinu. Hefði dregið til alvarlegra átaka 4 morgun, er ekki að vita, hvenær þeim hefði linnt, og hve víðtæk þau hefðu orðið. Það er svo annað mál, að svertingjar hér og vinir þeirra hvítir munu ekki láta líða á löngu þar til annar nemandi sækir um háskólavist í Tuscaloosa. Kannske verður hægt að spenna bogann enn hærra þá? -s>«- LUCY-MÁLIÐ er ekki nema lítill hluti þeirrar sóknar til raunveru- legs jafnréttis, sem svertingjar heyja í framtíðinni. í því efni gild- ir það sama um öll Bandaríkin. Dixie er þar engin undantekning. Hvarvetna sér maður svertingja vinna verstu verkin. í Washingtqn D. C. virtust þeir vinna alla algeng ustu erfiðisvinnu undir stjórn- hvíts verkstjóra. Þeir bursta skóna manns og bera töskurnar. Enn hefi ég aldrei séð svartan mann borða þar sem ég liefi borðað, en ég hefi oft notið þjónustu þeirrar oftast ágætrar á matsölustöðum. Og nú þegar ég fer að hugsa um það, þá veit ég alls ekki hvar lit- aðir menn borða í Washington, Detroit, San Francisco, Bosie eða Birmingham. Suður og norður skipta engu máli í þessu efni. Að- skilnaðurinn virðist því nær al- gjör. í Detroit eru Ford-verksmiðj- urnar skyldaðar til að hafa svert* ingja í vinnu sem nemur tíu af hundraði starfsfólks. Ef um jafn- rétti væri að ræða þyrfti ekki að skylda neinn til að ráða eitthvért magn af lituðu fólki. Og við há- skóla allnorðarlega á landabréf- inu, að minnsta kosti nógu norð- arlega, hafa verið gerðar tilraunir til að fara í kringum úrskurð hæstaréttar um samskólun. Dixie á því enga sérstöðu í viðhorfi sínu til litaðra manna. Vert er að geta þess að hér eru svertingjar yfir- leitt fátækir. Gegn fátækt hafa hæstaréttarúrskurðir lítið að segja nema þá að úrskurðuð sé hærri prósenturáðning litaðra manna. Og ég vona ég fari ekki með rangt mál, þegar ég segi að byggi svert- inginn almennt við sömu lífskjör og hvítur þegn þessa ríkis, myndi hinn rómaði lífsstandard hér setja ofan. Það getur nefnilega verið nokkuð þægilegt að hafa hóp manna til að taka við fátæktinni og er þá miðað við hin ýmsu lög afkomu og lífsskilyrða neðanfrá og uppúr. -»«- ÉG HEFI EKKI komizt til að skrifa um bandarísku verkalýðs- hreyfinguna en hún hyggst nú vinna ný lönd hér í Dixie og það þýðir bætt lífskjör svertingja. Það er mikilvægt atriði að hafa að- gang að skólum og fá viðurkennd- an rétt til jafns við hvíta menn, en þó er og verður afkoma manns- ins stært-i spurning. Svertingjan- um kemur ekki að gagni að hafa próf í heimspeki ef hann er samt sem áður látinn sópa götur og hirða sorp, að minnsta kosti er prófið tilgangslaust, . Eðlilegt er að hvítir menm.hér óttist þann dag, að kúgaður svart- ur maður fái pólitískt vald í gegn- um atkvæði sitt. Sums staðar hef- ir verið komið í veg fyrir þetta með háu atkvæðisgjaldi, sem hver kjósandi verður að greiða áður en hann fær að kjósa. Þessu gjaldi er stefnt gegn fátækum svertingja. Það er opinberlega viðurkennt að öðrum aðferðum hefir verið beitt til að halda svertingjum í hæfi- legri fjarlægð frá kjörklefunum. Þetta er dálítið alvarlegt mál fyrir þjóð sem státar af jöfnum rétti allra til forsctatignar. Samt skal þess minnst, þrátt fyrir alla þessa andstöðu, að málinu er stöðugt stefnt fram á við. Það kemur í Ijós að þeir Bandaríkjamenn, sem standa mest og bezt með réttind- um svertingja hafa haft minnst af sambúðinni við þá að segja. Þetta í^ramhald á 8. siðu.) ,01» * vho'i'

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.