Tíminn - 24.04.1956, Blaðsíða 4

Tíminn - 24.04.1956, Blaðsíða 4
4 T í MIN N, þriðjudaginn 24. apríl 1956, Er draugurinn komst inn í húsið Eftirfarandi grein er eftir hinn kunna bandaríska rit- höfund, James Thurber, og er tekin úr bók hans, My Life and Hard Times. Draugurinn sem komst inn í húsið okkar að kvöldi þess seytj- ánda nóvember 1915 olli slíkum firna misskilningi að mér þykir miður að ég lét hann ekki bara halda áfram rápinu og fór í rúmið. Tilkoma hans kom móður minni til að kasta skó í gegnum glugga á næsta húsi og málið endaði með því að afi minn skaut á lögregluna. Eins og ég hef áður sagt, þykir mér miður, að ég skyldi taka eftir íótatakinu. Umgangurinn byrjaði klukkan um stundarfjórðung gengin í tvö um nóttina, háttbundið og hratt fótatak í kringum borðstofuborðið. Móðir mín var sofnuð uppi .í einu herberginu, Herman bróðir minn í öðru; afi var í þakherberginu, í gamla hnotviðarrúminu sem féll í einn tíma á föður minn. Ég var nýstiginn úr baðkarinu og var í óðaönn að nudda mig með hand- klæðinu, þegar ég heyrði fóta- takið. Þetta var fótatak manns, sem gekk hratt í kringum borð- stofuborðið niðri. Ljósið úr bað- herberginu féll á bakstigann, sem lá beint niður í borðstofuna; ég gat séð daufan glampann af disk- unum á diskahillunni; ég sá ekki borðið. Fótatakið hélt áfram hring- inn í kringum borðið; með reglu- legu millibili brakaði í gólffjöl, þegar stigið var á hana. í fyrstu áleit ég að þetta væri faðir minn eða Roy bróðir, sem hafði farið til Indianapolis en var vænzt á hverri stundu. Þarnæst grunaði takið. Við horfðum á hana. „Inn- brotsþjófur“, hrópaði hún. Ég reyndi að róa hana með því að leggja tindilfættur af stað niður stigann. „Komdu, Herman", sagði ég. „Ég verð kyrr hjá mömmu", sagði hann, „hún er svo æst“. Ég steig aftur upp á skörina. „Þið hreyfið ykkur ekki, hvor- ugur ykkar“, sagði mámma. „Við köllum á Iögregluna“. Þar sem síminn var niðri, gat ég ekki skil- ið, hvernig við áttum að kalja á lögregluna og þar fyrir utan vildi ég ekki lögregluna. En mamma tók eina af sínum skjótu og óviðjafnanlegu ákvörðunum. Hún þeytti upp svefnherbergis- glugganum, sem sneri við svefn- herbergisgluggum nágrannans, þreif skó og henti honum í gegn- um rúðu hinum megin. Glerbrot- in skörkuðu í svefnherbergi, sem notað var af leturgrafara á eftir- launum er hét Bodvvell og konu hans. Bodwell hafði verið heilsu- tæpur undanfarin ár og fékk væg „köst“. Næstum allir sem við þekktum eða bjuggu í nágrenn- inu fengu einhvers konar köst. Bcdwell kom eins og örskot út í gluggann, hrópaði og froðufelldi dálítið og skók hnefann. „Við skulum selja húsið og fara aftur til Peoria", heyrðum við frú Bod- well segja. Það leið dálítil stund, þar til mamma „náði sambandi" við Bodwell. „Innbrotsþjófar“, hrópaði hún. „Innbrotsþjófar í mig þetta væri innbrotsþjófur. Mér kom ekki í hug fyrr en síð- ar, að þetta væri draugur. Eftir að umgangurinn hafði staðið yfir í þrjátíu mínútur, lædd- ist ég á tánum iil herbergis Her- mans. ,,Psst“, sussaði ég í myrkr- inu og hristi hann. „Hva “, sagði hann lágri vonleysislegri rödd; hann hálfvegis grunaði allt- af eitthvað myndi „koma fyrir“ hann að nóttu til. Ég sagði hon- um hver ‘ég væri og það væri eitthvað niðri. Hann fór framúr og fylgdi mér að stigagatinu. Við hlustuðúm báðir. Það heyrðist ekk ert. Herman leit undrandi á mig. Hann vildi komast aftur í rúmið, en ég tók um handlegg hans. „Það er eitthvað þarna niðri“, sagði ég. Á samri stundu heyrðist fóta- takið á ný umhverfis borðstofu- borðið eins og einhver hlypi og kæmi upp í stigann, þungstígt, tvö þrep í einu. Fölt ljósið skein enn í stiganum; við sáum ekkert koma; við heyrðum aðeins fóta- takið. Herman þaut inn í herberg ið sitt og skellti hurðinni. Ég skellti hurðinni fyrir stigaopið og hélt við með hnénu. Eftir langa mínútu opnaði ég dyrnar. Það var ekkert þar. Það heyrðist ekkerl hljóð. Ekkert okkar heyrði framar í draugnum. Mamma hafði vaknað við hurð- arskellina; hún leit fram á gang- inn. „Hvað í veröldinni eruð þið gð gera drengir?1*, spurði hún host ugt. Herman kom út úr herbergi sínu. „Ekkert“, sagði hann manna- lega, en hann var, hvað lit snertir, Ijósgrænn. • „Hvaða hlaup voru þetta r»iðri“, sagði marnma. Svo hún hafði þá éinhig heyrt fóía- ! húsinu". Hvorki Herman né ég höfðum þorað að segja henni að ; þetta væru ekki innbrotsþjófa'r heldur draugar, af því hún var jafnvel hræddari við drauga en þjófa. Bodwell hélt í fyrstu hún I ætti við það væru innbrotsþjóf- | ar í hans húsi, en að lokum jafn- j aði hann sig og kallaði á lögregl- iuna fyrir okkur. Er hann var I horfinn úr glugganum, gerði mamma sig líklega til að kasta öðrum skó, ekki vegna" þess að þess væri þörf, heldur, eins og hún . sagði okkur síðar, af því henni fannst spennandi að varpa I skó í gegnum rúður. Ég hindraði hana. Lögreglan kom í miklum flýti; full Fordbifreið af þeim, tveir á mótorhjólum og salatfat með ein- um átta og nokkrir blaðamenn. Þeir börðu á útidyrnar. Ljósgeisl- ar frá vasaljósum þeirra þreifuðu eftir húsveggjunum, yfir garðinn og eftir gangstígnum milli okkar húss og Bodweils. „Opnið þið“, kallaði einhver. „Við erum frá j aðalbækistöðvunum“. Ég vildi fara niður og hleypa þeim inn, fyrst þeir voru þarna, en mamma mátti ekki heyra það nefnt. „Þú ert klæðlaus“, ságði liún ,.þú gæt- ir dáið“. Ég vatt handklæði um mig miðjan. Að lokum settu menn irnir axlirnar í hurðina og brutu hana upp. Ég heyrði brothljóðin I neðan úr anddyrinu. Þeir beindu I ljósum sínum um alla dagstofuna j og færðu r t síðan varlega inn | í borðstofuna. Þeir komu að mér I á stigariminni. Stór lögregluþjónn þaut upp þrepin. „Hver ert þú?“, sagói hann skipandi,- „Ég bý hér“, isagði ég. „Nú, og hvað er að. Ertu að leita hans?“ Ég fór inn til mín og fór í buxur. Þegar ég kom til baka, stakk einn þeirra byssu- hlaupi í síðu mína. „Hvað ert þú að gcra hér?“, sagði hann. „Ég bý hér“, sagði ég. Fyrirliðinn kom íil móðug minn ar og sagði: „Það finnst enginn hér. Hlýtur að liafá sloppið í burtu. Hvernig leit hann út?“ „Þeir voru tveir eða þrír“, sagði mamma, „aö skella hurðum og með aðra skruðninga.“ „Einkennilegt“, sagði fyrirlið- inn. „Allir gluggar og hurðir cru harðlokaðar. Niðri hcyrðist í hinum lögreglu- þjónunum. Það voru lögreglumenn um allt; dyr voru rifnar opnar, skúffum skellt, húsgögn féllu um með þungu hljóði og skarkað var í gluggum. Það leið enn nokkur stund með enn meiri íyrirgangi „Ilér sjást ekki merki neins“, sagði fyrirliðinn. Hinir kinkuðu kolli og í þeirri andartaksþögn, sem varð við þetta, heyrðist brak úr þakherberginu. Afi var að snúa sér í rúminu. „Hvað var þetta“, sagði einn. Fimm eða sex lög- regluþjónar stukku til þakher- bergisins áður en ég gat útskýrt málið. Mér var ljóst það myndi verða slæmt, ef þeir ryddust inná afa óboðnir og jafnvel boðnir. Hann lifði nú í þeim tíma, að hann hélt að menn Meade hers- höfðingja, undir stöðugri skothríð frá Stonewall Jackson, væru að byrja að láta undan síga og jafn- vel farnir að flýja úr hernum. Þegar ég komst inn í herbergið var allt á ringulreið. Afi hafði sýnilega komizt að þeirri niður- stöðu, að lögreglan væri liðhlaup- ar úr her Meade, sem væru að fela sig í þakherberginu hans. llann þaut upp úr rúminu í skó- síðum náttserknum, með náttkollu og í leðurjakka utanyfir. Lögregl- unni hlýtur að hafa orjjiið ljóst á stundinni, að þessi hvíthærði öld- ungur var einn af fjölskyldunni, cn þeim gafst ekki tími til að segja það. „Til baka, bleyðimenni og hundar“, þrumaði afi. „Aftur til skotgrafanna þú gul-lifraði naut peningur“, og með það sama sló hann einn niður. Hinir lögðu á flótta, en ekki nógu fljótt; afi náði byssunni af einum og lét fjúka. Herbergið fylltist af reyk, en einn lögreglumannanna bölvaði og tók um aðra öxlina. Einhvern veginn komumst við allir niður og gátum skellt hurðinni á gamla manninn. Hann skaut einu sinni eða tvisv- ar í myrkrinu og fór síðan aftur í rúmið. „Þetta var afi“, sagði ég. „Hann heldur að þið séuð liðhlaupar.“ „Það mætti álíta það“, sagði Joe. Lögreglunni þótti illt að ýfir- gefa liúsið án þess að koma ekki höndum á aðra en afa. Þeir hó.fu leit að nýju. Einn blaðamaður- inn kom til mín og spurði hvað væri eiginlega um að vera, „Það voru draugar hér“, sagði ég. Mað urinn horfði á mig vonleysislega og gekk síðan út úr húsinu. Lög- reglan fór á eftir honum og sá sem afi hafði skotið hélt um reif- aða öxlina. Mjög tregur afli hjá Faxaflóabátum í gær var mjög lélegur afli hjá Faxaflóabátum og hefir svo verið um langt skeið að undan- förnu. Á Akranesi var afíi. þó með allra lélegasta móti í gær, 3—7 lestir á bát. Hásetahlutur á Akranesi eru nú lægri á flest- um bátum, en í fvrra. Segja fróð ir menn að hlutir nú séu víða um 10 þús. krónum lægri en á sama tíma í fyrra. í Keflavík var afli ákaflega mis jafn í gær. NoUkrir bátar róa þaðan með net og öfluðu þeir heldur betur en linubátar í gær. Aflahæstu bátarnir voru með 8 —10 lestir, en flestir voru að- eins með um 5 Icstir og minna í róðrinum. Sjóveður var mjög gott hjá Faxaflóabátum í gær og reyndu þeir á ýmsum miðum, en at'li virðíst véra mjög trc^Ur alls stað ar í flóanum. Jón Þórarinsson ávarpar meðlimi Sinfóníuhljómsveitarinnar á fyrstu æfingunni í vor. Efling sinfónsuhEjómsveitar er hans starf og hjartans má! Jón Þórarinsson er framkvæmdasíj, hljóm- sveitarinnar, sem heldur fyrstu hljómleik- ana í kvöld f kvöld lieldur Sinfóníuhljóm- sveit fslands fyrstu hljómleika' sína. Mikið starf liggur á bak i við endurfæðingu hljómsveitar- ] innar, og hafa margir Iagt þar | hönd að verki. En þegar fenginn ] var fjárhagslegur grundvöllur að-; starfi hennar var enn eftir að ■ koma henni á laggirnar, ráða | hljóðfæraleikar og hljómsvcitar-1 stjóra, utvega húsnæði til æfinga, og ótal margt annað. Þetta hefir að lang mestu leyti lent á herð- um framkvæmdastjóra hljóm-, svéitarinnar, Jóni Þórarinssyni i tónskáldi. Jón kemur ekki a'ð- hljómsveit' inni sem neinn vi'ðvaningur í rekstri hljómsveita. Þegar Sinfón- íuhljómsveitin var stofnuð árið 1950, en þá má segja að brotið hafi verið blað í sögu hljómsveitarmála hér, var hann skipaður fulltrúi Ríkisútvarpsins í stjórn hennar, og var hann formaður stjórnarinnar í þrjú ar, eða þar til er Ríkisútvarp- ið tók að sér rekstur hljómsveitar- JON ÞORARINSSON lauk stúdentsprófi við Menntaskólann á Akureyri, en réðst snemma til Rík- isútvarpsins, og vann þar bæði sem fréttamaður og þulur. Á þeim ár- um vakti hann fyrst á sér eftir- tekt sem tónskáld, samdi þá m. a. lögin „Fuglinn í fjörunni" og „ís- lenzkt vögguljóð á Hörpu“, sem löngu eru orðin alþekkt. Árið 1944 fór Jón til tónlistarnáms í Yaíe- háskólann. Þar lauk hann Bachel- ors-prófi í tónfræði, og meistara- prófi í tónsmíði. Aðalkennari Jóns var Paul Hindemith, en hann er eitt þekktasta tónskáld samtíðar- innar, og auk þess mikill hugsuður og rithöfundur um tónlist. Meðan Jón var í Ameríku stund- aði hann einnig nám í dagskrár- gerð fyrir útvarp og öðru varðandi útvarpsstarfsemi við The Juliard School óf Music í New York. Þegar Jón kom heim að loknu námi gerðist hann fulltrúi í tón- listardeild Ríkisútvarpsins og aðal- kennari í tónfræði og tónsmíði við Tónlistarskólann í Reykjavík og hefir gegnt þeim störfum síðan að undanteknu síðastliðnu ári, en þá dvaldist hann í Austurríki. Hann hefir nú fengið ársfrí frá störfum við Ríkisútyarpið til þess að gegna störfuim framkvæmdastjóra Sinfón- íuhljómsveitar íslands. MEÐ JÓNI komu nýir straum- ar inn í tónlistarlífið hér. Hann hafði á námsárunum lagt eyrun eftir þyí hvað var að gerast í hin- um stóra lieimi, og í tónsmíðum hans kvað við nokkuð annan tón en mc-^-i áttu hér að vcnjast. Þær eru tuítugustu aidar tónlist, og bera á sér sterkan persónulegan blæ, en alltaf finnst, mér vera i þeim sarhl, lýriský undjrtonninri, cr auðkennt hefir verk Jóns frá því hann fyrst fór að fást við tónsmíði. Ekki hafa öll verk Jóns verið flutt hér heima og má það undarlegt teljast. Af þeim, sem hér hefir ver- ið flutt má telja Sónatíuu íyrir píanó, Sónötu fyrir klarinet og píartó, „Of Love and Death“ (þrjú lög fyrir einsöngvara, og hljóm- syeií) og tónlist fyrir hljómsveit við leikritið „Lofið mönnunum að lifa“ eftir Per Lagerqvist. í Banda- rílcjunum hefir verið fluttur For- leikur fyrir liljómsveit og Sónata fyrir fiðlu og píanó. Þá má geta scx laga fyrir börn er Jón samdi við gamla húsganga, og notuð eru hér við kennslu, meðal annars í barnatónlistarskóla dr. Edelstein. MEÐAN TÓNSKÁLD okkar verða að hafa tónsmíðar í hjáverk- um er vel að þau skuli taka að sér framkvæmdastarf í tónlistarlífinú, en einhverntíma kemur vonandi að því, að þjóðfélagið sjái sér fært að tryggja þeim aðstöðu til að fylgja köUun sinni, því án íslenzkr ar tónlistar getur ekki til lengdar verið neitt íslenzkt tónlistarlíí. Jón Þórarinsson á mikið starf framundan á næsta ári. í hans hlut kemur það meira en nökkurs eins manns annars að tryggja það að hljómsveitin leggist aldrei framar í dauðadá, eins og hún gerði síðast liðið haust. í því starfi fylgja hon- um góðar óskir allra tóriíistárúnn- enda í landinu. Háiniuulur. TiE útlanda Ég var að enda við, að lesa ferðabók Vigfúsar Guðmundssonar: Umhverfis jörðina. . Finnst mér sízt ofmælt um gildi hennar í þeim vinsamlegu ritdómum, er ég hefi lesið í ýmsum blöðum um þessa bók, en skal ekkert bæta þar við utan að minnast á eitt atriði í henni sem^ég hefi hvergi séðigetjð. Þetta er kaflinn, sem í cru leið- beiningar og viðvaranir til þeirra, er ætla sér að fara til útlanda. — Það er æði margt, sem fólk þarf að vita viðvíkjandi því að ferðast j erlendis og þægilegt að geta kynnt sér sem flest af því hér heima í tæka tíð. Mun ekkert hafa verið skrifað um þetta efni fyrr á ís- lenzku. Og þó að V. G. kenni ekki allt, sem þarf að vita fyrir þá, er ferðast í útlöndum, þá tekur hann býsna margt fram af því nauðsynlegasta og eru leiðbeining- ar hans mjög athyglisverðar og ættu að vera mörgum kærkomnar. Sannast að segja er fóllc almennt hálfgerð börn í ferðalögum fyrst þegar kómið er til útlanda, þó cink j um þagar komið er iangt suður í heim. Og tekur langan tíma vcnju (Framh. á 8. síðu.)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.