Tíminn - 24.04.1956, Blaðsíða 6

Tíminn - 24.04.1956, Blaðsíða 6
6 T í M I N N, þriðjudaginn 24. apríl 1956, r- Cítgefandi: FtMDJÓlœarflokkurinn. Sitstjórar: Haukur Snorrason Þórarinn Þórarinsson (áb.). Skrifstofur I Edduhúsi við Lindargötu. Sfmar: 81300, 81301, 81302 (ritstj. og blaðamenn), auglýsingar B2523, aígreiðsla 2323. Prentsmiðjan Edda h.f. FaSir og sonor T7inn af fyrrverandi ^ forvígismönnum ijálfstæðisflokksins, sem áður fyrr hafði tekið virkan þátt í baráttunni gegn Dönum, lét svo ummælt eftir að hafa lesið í Mbl. ræðu Bjarna Benedikts- sonar á landsfundi Sjálfstæðis- flokksins: Gott á Benedikt Sveinsson að vera nú ekki leng ur ofar moldu. Slíkan reginmun taldi hann á ræðu Bjarna og baráttu föð- ur hans fyrir sjálfstæði þjóð- arinnar, að hann áleit Bene- dikt hamingjusaman vegna þess, að hann þyrfti ekki að horfa upp á niðurlægingu son- arins og sjá hann fótumtroða þann rétt, er Benedikt og sam- herjar hans höfðu með löngu og skeleggu starfi sínu tryggt þjóðinni. Og vissulega er þetta meira en rétt. ÞEGAR SLEPPT er öllum blekkingum, útúrsnúningum og málalengingum í ræðu Bjarna stendur ekki eftir nema eitt meginatriði. Það felst í um- mælum hans um ályktun Al- þingis um varnarmálin, en hann talar um hana sem þá „fráleitu aðferð að taka ákvörffunina fyrst en leita upplýsinganna, sem á- kvörðunin er undir komin, . ekki fyrr en búið er að fast- binda sig við hana.“ Þær upplýsingar, sem Bjarni á hér við, er álit Atlantshafs- ráðsins á því, hvort hér þurfi hersetu eða ekki. Eftir framangreindum ummælum Bjarna á ákvörðun íslendinga um það, hvort hér sé herseta eða ekki, að vera komin undir áliti Atlantshafsráðsins. Réttur Islendinga til að ráða þessu máli er eftir því ekkert annað en gildislaust formsatriði. ÞESSI TÚLKUN Bjarna er í fyllsta ósamræmi bæði við At- lantshafsbandalagssáttmálann frá 1949 og varnarsamninginn frá 1951. Samkvæmt báðum þessum samningum hefir ís- iand einhliða rétt til að ráða því, hvort hér sé herseta eða ekki. Allar yfirlýsingar ís- tenzkra stjórnarvalda við undir ritun samninganna hnigu í þessa átt. Það er að vísu rétt, að sam kvæmt varnarsamningnum á að leita álits Atlantshafsráðsins um nauðsyn hersetunnar eftir aff Alþingi eða ríkisstjórn hafa krafizt endurskoðunar samn- ingsins. Þetta verður lika fyrsta skrefið samkv. ályktun Alþing- is um varnarmálin, og því að öllu leyti farið rétt að. En samkvæmt samningnum er þetta álit ekki á neinn hátt bindandi fyrir íslendinga og þeir geta látið herinn fara eftir sem áður. Þetta verður Bjarni líka að játa á öðrum stað í xæðu sinni, þar sem hann er að hæla sér' af samnmgagerð- inni 1951. Hann segir þar: „Ég setti þaff ætíð sem ó- frávíkjanlegt skilyrði, aff ís- lendingar gætu einhliffa sagt lionum (þ. e. varnarsamningn um) upp og látið liðiff hverfa úr landi meff skönimum fyrir- vara, þegar þeir hefðu sann- færzt um, aff ekki væri leng- ur ástæffa til aff liafa það hér.“ ÞAÐ, SEBl BJARNI er að gera nú með þeirri íúlkun sinni, að ákvörffun íslendinga eigi aff vera komin undir áliti Atlantshafsráffsins, er ekkert annað en það, að íslend- ingar eigi að afsala sér þeim samningslega rétti sínum að ráða því einir, hvort hér sé herseta eða ekki. Það er með öðrum orðum verið að láta af hendi þennan mikilvæga sjálfs- ákvörðunárrétt og leggja hann í hendur Atlantshafsráðsins. Hér skal ekki sagt neitt hnjóffsyrði um Atlantshafs- ráðið. En þrátt fyrir allt á- gæti þess, er óhætt aff full- yrða þaff, að ekkert af þátt- tökuríkjum þess vildi samt eiga það undir niati þess, hvort þaff skuli leyfa erlenda hersetu effa ekki, effa Iivaða augum þaff skuli líta á alþjóð- leg niálefni. Flest effa öll rík- in hafa líka liafnaff ýmsum tillögum bandalagsins um heruaðarlegar kvaðir, t.d. um lengd herskyldutímans*.. Meff því að láta framandi aðila meta það þannig fyrir sig, hvaffa stefnu skuli fylgt í ut- anríkis- og varnarmálum, væri líka viffkomandi ríki aff af- sala þeim sjálfsákvörðunar- rétti, sem er sjálfur grund- völlur sjálfstæðisins. STEFNAN, SEM Bjarni BenediktsSon beitir sér nú fyrir, er að þjóðin afsali sér skýlausum sjálfsákvörðunar- rétti sínum um varnarmálin og leggi hann í hendur Atlants- hafsráðsins. Eftir mati þess á það að fara, hvort hér sé her eða ekki. Vissulega hefði þessi stefna mætt harðri andstöðu allra frjálshuga ísWtidinga, sem á fyrstu áratugum þessarar ald- ar börðust fyrir rétti þjóðarinn ar til að ráða málum sínum ein, og án nokkurrar íhlutunar eða fyrirmæla framandi valds. Nú sem þá munu frjálshuga fslendingar fylkja sér um sama merki. Þeir munu bera fram til sigurs hið gamla merki Benedikts Sveinssonar, merki sjálfsákvörðunarréttar og sjálf- stæðis þjóðarinnar, en forðast merki hins óhamingjusama sonar hans, sem vill láta sjálfs ákvörðunarréttinn falan vegna þess, að það hentar hagsmun- um húsbænda hans, sem græða á hersetunni og vilja því fyrir hvern mun halda í hana. | Dönsk listsýning Fvönsku listsýningunni ” var ætlað að gefa ís- lendingum tækifæri til að sjá nokkra yfirlitsmynd um þróun og stöðu myndlistar í Danmörku á síðustu áratugum. Er þetta fyrsta yfirlitssýning erlendrar þjóðar, sem hingað kemur. Þessu hlutverki gegndi sýn- ingin mæta vel enda þótt ekki væru þar mvndir eftir alla beztu listamenn dönsku þjóðarinnar. En þar komu fram nægilega margir fulltrúar til þess að sýna og sanna, að á þessu sviði er 0 mikill þróttur í dönsku menn- ingarlífi. Listaverkin voru mjög ólík, þótt þau væru öll dönsk. Listamennirnir leita úrlausnar á verkefnum eftir mjög mis- munandi leiðum. Að því leyti var sýningin mjög fjölbreytt og lærdómsrík. íslenzkir áhorfend ur hafa því áreiðanlega haft Skólahald í Aþenu, hin fræga vegg aynd eftir Rafael í Vatíkaninu í Róm Gunnar Dal rliíiöfundíir: Aþena á Nafni heimspekingsins Zeno frá Elea kom til Agóru þegar Sókrates var mjög ungur að ár- um, ef trúa má Plató. Hann var þá í fylgd með meistara sínum öldunginum Parmenidesi. Báðir þessir menn höfðu mikil áhrif á Sókrates og gríska heimspeki, en um það verður rætt síðar. Parm- enides og Zeiio frá Elea voru þó engan veginn einu heimspeking arnir sem Sókraíes ræddi við á Agóru. í raun og veru varð þetta iorg á dögum Sókratesar vettvang- ur heimspektnnar og um leið há- borg heimsmenningarinnar. Grísk- ir heirnspekingar á 5. öld urðu að koma til Agóru til.að reyna gildj kenninga sinna og kynnast skoðun- um og verkuni annarra meistara. Þannig gat Sókrates á þessu torgi kynnzt allri þeirri heimspeki sem uppi var í heiminum á hans tíð. Stundum beint frá stórmeisturun um sjálfum, annars að þeim fjar- verandi frá hinum mikilhæfustu lærisveinum og arftökum þeirra. Allra leið lá til Agóru. Sókrates var fæddur í Aþenu og hafði vaxið upp með stórtorginu. Þess vegna hafði hann hina beztu aðstöðu sem á varð kosið til að safna saman heimspeki gullaldarinnar grípku og tileinka sér hana, vaxa með henni og verða í hinum gríska heimi fulltrúi 5. aldarinnar fyrir Krists burð í sögu menningarinnar. Hinn frægi heimspekingur An- axagoras kom tii Aþenu, þegar Perikles var barn að aldri og er sagður hafa kennt honum mælsku- list. Ef trúa má Plató virðist sem gagn og gaman af því að kynnast þessum dönsku verkum. Þau eru eins ólík islenzkri list og dansk náttúra er ólík íslenzkri nátt- úru. En með því að kynnast þeim, Víkkar sjónhringurinn og aukast tækifærin til að skynja og skilja það,-sem bezt er gert hér í okkar eigin landi. Danska sýningin var því í vissum skiln ingi gluggi út til hins stóra heims fvrir þá, sem sjaldan eða aldrei eiga þess kost að sjá þar og nema það sem fagurt er og gott. NÚ • ÞEGAR dönsku list- sýningunni er lokið og lista- verkin aftur á ieið til danskra safna, eða í hendur eigenda ,og listamanna, er því nokkuð eflir hér hiá okkur til að hugsa um og iæra af. Og sú spurning vaknar, hvort í framtíðinni gef ist ekki fleiri tækifæri en hing- að til að fá erlendar yfirlits- sýningar hingað tjl lands. Slíkt mundi þroska sannan lista- smekk og efla áhuga fyrir góðri list ó öllum sviðum og um leið verða til að efla fagra íslenzka list, auka skilning og eyða fordómum. dögum S< — Önnur grein — Sókrates hafi verið of ungur til að ræða við Anaxagoras meoan hann hafðist við í Abenu. Hins vegar taiár Plato um, að Sókrates hafi kynnt sér bók hans vandiega. Anaxagoras var flæmdur í úflegð frá Aþenn vegna skoðana sinna, og vináttu við Perikles. Þó að Sókra tes hafi því ekki haft persónu- kynni af Anaxagorasi kynntist hann þó heimspeki hans mjög vel, vegna PLATO þess að aðeins sautján ára að aldri gerðist har.n nemandi Archeiaos. Archeiaos var heLzti nemandi Anaxagoraaar og eftirmaður, þegar meistarinn varð a'ð flýja Aþenu. Háborg. orísins Annar heimspekíngur sem Sókr- ates fræddist af á Agóru var lOio- genes frá Appólóniu. Hann var fuiltrúi gömlu heimspekinganna í Miietos og kom hugmyndum þeirra til Sókratesar. Prótagoras frá Ab- dera, maður iiins nýja tíma, kom t:l Áþenu um svipað leyti og Parmenides og Zenö. Hann var t.alinn mestur og gáfaðastur sóf- ista. Hann vingaðist við Pertkles og háði harða orustu á Agóru við Zeno frá Elea. Ungmennið Sókrates er nálægur og tekur þátt í viður- eigninni. Þegar Frótagoras kom til Aþenu nokkrum árum síðar hefur hann ekki gleynvt þessum unglingi og lætur orð um það faila, ao af öllum mönnum sem hann hafi mætt dái hann Sókrates mest, — og spóir honum mikilli framtíð. Ann- ars urðu sófisíarnir á Agóra höfuð andstæðingar Sókratesar. Fremstir þeirra vóru Gorgias, Hippias, Prodikos og Anfifón. Antifón hæddi eiakum Sókrates fyrir fá- tækt og i'yrir þá heimsku að taka ekki gjald fyrir fræðslu sína: Sú fræðsla,. ályktaði Antifón, sem ekkert gjald er iekið fyrir, er einskis virði! En Sókrátes var ekki einn sír.s liffs á tojrglau. Haaa neltar því ao vísu i varnaræðu sinni, að hann ratesar hafi haft iærisveina, mathetes. En félaga, hetairos, eignaðist hann marga um ævina. Meðal þeirra Aþeninga sem honum voru hand gengnastir og leituðu með honum þekkingar. nefnir Plato þá Apollo- doros, Krito og son hans Kritohond- los, Hermogenes, Epigenes, Aich- ines, Antisþenes, Ktesippos. Menex enes, Chairefón c.g við þennan hóp verður að sjálfsögðu að bæta Plato sjálfum. í fylgd með Sókratesi voru á Agóru einnig heimspekir.gar, sem komnir voru langt að. Þannig var um Pybagóringana Simias og Kebes frá Þebu, og Echekrates frá Phleious. Mjög senr.ilegt verour að telja að arftaki Pythagorasar, Philolaos hafi sjálfur komið til Agóru. Sókrates kynntist fræðum Pyþagóringanna svo vel að eftir að Philolaos fór til ftalíu var litlð ,á Sókrates, sem yíirhöfuð þeirra Pyþagóringa, sem eftir urðu í Grikklandi. Og m. a. í samræðum bessara manna hefur sú heimspeki mótazt, sem við þekkjum í ritum Platós um ríki hugmyndanna. Su.m ir komu tii Agóru aðeins til að sjá og ræða við Sókrates. Þannig var umTer.osipn og Énkleides (til hans , flúði Plató eftir dauða Sókratesar) | frá Megara og Aristippos frá Cyrene. i Af öðrum, sem dáðu Sókrates, en voru ekki í „skóla“ har.s má nefna Alkibiades, Aristeides ög Charmides föðurbróðir Piatós. — Jafnvel sjálfur Per:kles staklraði yið á torginu til.að hlýða á Sókra- tes. Þannig gekk gókrates os hlrS | hans um Agóru, tprg kaupmennsku i stjórnmála og bænahalda og Ieit i aði skjóls undan sól og regni undir i svalir og súlnagöng hpforesta, | dómara og kaupmangara td að ræða við hina frægustu heimspek inga og auðga andann. | Hvað rætt hefur verið undir (þessum súlnagöngum Agóru vitum | við ekki — aðeins hvernig þessar : samræður endurspegluðust í ritum Platós, Aristótelesar og annarra grískra heimspekinga eftir daga Sókratesar, Aþeningar um miðja 15. öld skrTuðu ekki bækur. Hins : vegar mátti Já r>t eldri manna i eins og t. d. bók Anaxagorasar i keypta eða lesna upphátt gegn yægu verði í bókhlöðunni í Orchestra/— sem annars var dans og söngleikhús torgsins. — Löngu eftir dag Sókratesar hélt ; Agóra áfram að vera háborg orðs ins. Og þegar Páll nostuli kom til Aþenu til að boða Grikkjum kristna i trú. (50—51 e. k.), talaði hann daglega á þessu torgi við hvern sem á hann vildi hlýða. Aðrir sögustaíir 1 Fyrir brúðkaup sitt voru meyj- : ar Aþenu vanar að ganga austur i (Framhald á 8. síðu).

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.