Tíminn - 03.05.1956, Blaðsíða 1

Tíminn - 03.05.1956, Blaðsíða 1
Áskriftarsími Tímans er 2323 og 81300: — Fylgist með tíman- , um og lesið Tímann. 10. árg. Reykjavík, fimmtudaginn 3. maí 1956 I blaðinu í dag: T\ Um Hörpu Davíðs á 4. síðu. 1 Frá starfsemi S. þ. á 5. síðu. Erlent yfirlit á 6. síðu. Ræða Steingríms Steinþórssonar 1. maí á 7. síðu. 99. bla». Þýðingarmikill fundur Atlantshafsráðsins að hefjast Líklegt, að mikilvægar ákvarðanir verði íekn- ar um aukna samvinnu í efnafiagsmáfum Talið er að Dulles muni leggja írani víðtækar tillögur um þessi mál NTB—París, 2. maí. — John Foster Dulles kom flugleiðis til Parísar í dag til að sitja fund Atlantshafsráðsins, sem hefst hér á föstudag, en þar m'æta allir utanríkisráðherrar aðildarríkja Norður Atlantshafsbandalagsins. Fór hann strax á fund Pineau, utanríkisráðherra Frakka og var rætt um alþjóðaniál. Þessi NATO fundur er talinn verða hinn merk- asti á marga lund, þar sem bandalagið standi nú á eins konar tímamótum. Talið er víst, að aðalmál fundarins verði að tryggja mun víðtækara samstarf í efnahagsmálum, stjórn- málum, félagsmálum og menningarmálum um leið og tryggt sé, að varnir bandalagsins séu í lagi. Ráðherrar aðildarríkjanna koma un, svo og Halvard Lange, utanrík- nú óðum til Parísar. Selwyn Lloyd isráðherra Norðmanna, sem verið er væntanlegur frá London á morg- hefir á ferðalagi í Júgóslavíu og Framsóknarf lokkurinn oc Al- þýoöfL boða marga fundi Framsóknarflokkurinn og Alþýðuflokkurinn hafa að undan- förnu fcaldið allmarga kjósendafundi víðs vegar um landið. AUir eiga þessir fundir sammerkt í því, að þeir hafa verið ágætlega sóttir, máli ræðumanna frábærlega tekið og ríkjandi á fundun- um mikill áhugi og öflugur sóknarvilji til þess að gera sigur þessara flokka sem mestan í kosningunum. Er kosningasamstarfi flokkanna hvarvetna mjög fagnað. Þessir samstarfsflokkar boða enn á næstunni til margra funda, og skal hér getið þeirra, sem ákveðnir eru nu að' öllu leyti. Fundir á Vestfiörðum / Næstu daga verða haldnir sjö fundir á Vestfjöroum, ag verða frumm'ælendur á fundunum Hermann Jónasson, formaður Fram- sóknarflokksins, og Gylfi Þ. Gíslason, ritari Alþýðuflokksins. Sigurvin Einarsson, frambjóðandi Framsóknarflokksins í Barða- strandarsýslu, verður einnig frummælandi á fundunum á Pat- reksfirði og Bíldudal. Fundirnir verða annars sem hér segir: Á Bíldudal í dag kl. 8,30 síðd. Á Patreksfirði 4. maí kl. 8,30. Á Þingeyri 5. maí kl. 8,30. Á Suðureyri 6. maí kl. 2 e. h. Á Flat- eyri 6. maí kl. 8,30 síðd. Á fsafirði 7. maí kl. 8,30 og í Bolungar- vík 8. maí kl. 8,30 síðd. Fundir í Dalasýslu Tveir fundir verða haldnir í Dalasýslu nú um helgina og verSa frummælendur á þeim Eysteinn Jónsson, ráðherra, og Ragnar Jóhannesson, skólastjóri. Fundirnir verða að Kirkjubóli í Saurbæjarhreppi laugardaginn 5. maí kl. 3 e. h. og að Nesodda í IVliðdöIum sunnud. 6. maí kl. 3 e. h. Furtdir í Eyjaíirði í Eyjafirði er boðað til þriggja funda upp úr næstu helgi. Meðal ræðumanna verða frambjóðendur f sýslunmi, en aðrir frummælendur verða tilkynntir síðar. Fundirnir verða að Sól- garði i Saurbæjarhreppi sunnud. 6. maí kl. 2 e. h., á Dalvík mánudaginn 7. maí kl. 9 síðd. og í Ólafsfirði þriðjudaginn 8. maí kl. 9 síðd. Fundur í Keflavík Þá er ákveðinn fundur í verkalýðshúsinu í Keflavík þriðju- daginn 8. maí kl. 8,30 síðd. Frummælendur verða Eysteinn Jóns- son, ráðherra, og Guðmundur í. Guðmundsson, bæjarfógeti. Fundur á Biönduósi Fundur er ákveðinn á Blönduósi fimmtudagimu 10. maí kl. 4 síðdegis. Frummælendur á honum verða Þórarinu Þórarinsson, ritstjóri, og Haraldur Guðmundsson, alþingismaður. Fúndur á Hólmavík Loks er ákveðinn fundur á Hólmavík sunnudaginn 13. maí. Frummælendur á konum verða Haraldur Sigurðsson, sveitar- L ] stóri, og Emil Jónsson, alþingismaður.. ítalíu. Talið er fullvíst, að utanrík- isráðherrar Breta og Grikkja muni ekki taka Kýpurdeiluna til meðferð ar. Dulles með víðtæka áætlun. Joim Foster Dulles hefir nýlega lagt áherzlu á nauSsyn á víðtæk-. ara samstarfi og samvinnu NATO i þjóðanna á sem flestum sviðum.: ftrekaði hann þetta við brotiför- ina frá Washington eftir að hann hafði rætt við Eisenhoaer forseta. Talið er víst, að Duiles muni leggja fram víðtæka áætlun um stóraukið samstarf NATO-þjóð- anna á öðrum sviðum en í varn- armálum. Líklegt er, að Dulles muni strax í byrjun fundarins flytja ræðu um nýjustu aðferðir Rússa og ræða hver sé hin raun- verulega stefna kommúnisía í al- þjóðamálum. Rætt um heimsókn B og K til Englands. Á NATO-fundinum mun verða rætt um afleiðingar af heimsókn rússnesku kommúnistaleiðtog- anna til Englands og hvaða álykt- anir megi draga af viðræðum (Framhald á 2. sfSuJ Sinfóníuhljómsveiiin leikur nor5anlant3s um hvítasunnuna. Ákveðið er, að Sinfóníuhljóm- sveit íslands fari í hljómleikaför til Akureyrar um hvítasunnuna. Mun hljómsveitin leika í Akureyr- arkirkju á annan í hvítasunnu. Ennfremur fer hún austur í Mý- vatnssveit og leikur í hinu mynd- arlega félagsheimili Mývetninga, Sólgarði. Ágúst Þorvaldsson Vigfús Jónsson " ramboðslisti Framsóknar- okksins í Árnessýsiu FramboSslisti Framsóknarflokksins í Árnessýslu hefir nú verið ákveðinn. Var að fullu gengið frá honum á fulltrúa- ráðsfundi félaganna á Selfossi s. 1. sunnudag. Á listanum verða Ágúst Þorvaldsson, bóndi, Brúnastöðum, Vigfús Jóns- son, oddviti, Eyrarbakka, Guðmundur Guðmundsson, bóndi Efribrún, og Gunnar Halldórsson, bóndi á Skeggjastöðum. Jörundur Brynjólfsson hefir sem kunnugt er óskað að draga sig í hlé fyrir aldurs sakir. Ríkir um þennan lista fullkom- in eining í héraðinu og mikill sóknarhugur í stuðningsmönnum Framsóknarflokksins og Alþýðu- flokksins um að gera sigur listans sem mestan. Um efsta sætið fór fram prófkjör í Framsóknarfélög- unum í sýslunni, og hlaut Ágúst Þorvaldsson yfirgnæfandi meiri- hluta atkvæða. Ágúst Þorvaldsson er fæddur á Eyrarbakka, 48 ára að aldri, en hefir alllengi búið að Brúnastöð- um. Hann er oddviti sveitar sinnar og hefir verið síðan 1946 og gegn- ir fjölmörgum öðrum trúnaðar- störfum fyrir sveit sína og hérað. Hann nýtur óskoraðs trausts í hér- aði og þykir að því mikill fengur, 'FYamhald á 2. sJSu.» Bíiðiim lokað kl. 12 á laugardöguei Næsta laugardag breytist lokun- artími sölubúða og verður tekinn upp sá háttur, sem gilda mun alla sumarmánuðina eða til 20. sept. Búðum verður nú lokað kl. 12 á hádegi á laugardögum en ekki kl. 1 eins og verið hefir síðustu ár. Búðir verða síðan opnar til 'kl. 7 á föstudögum eins og verið hefir. 1. maí hátíðahöldin í Reykjavík i ¦ i.'i-* i "u i ,.^ ^-. , „ . . ,. Liósm.: Sveinn Stemundsson 1. mai hatiðahold verkalyðsfelaganna í Reykjavik voru fjölmenn að þessu sinni, enda var veður mjög gott. Við Iðnó var safnasí saman til kröfugöngu og síðan gengið um Vonarstræti, Suðurgötu, Aðalstræti, Hafn- arstræti, Hverfisgötu, upp Frakkastíg, niður Skólavörð.ustíg og Bankastræti og staðnæmst á Lækjartorgi. Þar hófst svo útifundur. Ræðumenn voru Óskar Hallgrímsson og Eðvard Sigurðsson. Myndin er tekin í þann mund er kröfugangan kemur Bankastræti, en eins og sjá má, hafði margt fólk safnast saman áiorg- inu.: Wðrasveitin Svanur og Lúðrasveit verkalýðsfélaganna lékufyrir gongunni. Myndir af ræSumönnua- um eru í hornunum. að ofan. Óskar Hallgrímsson til vinstrt »g Eðvard Sigurðssoa til hægri.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.