Tíminn - 04.05.1956, Blaðsíða 1

Tíminn - 04.05.1956, Blaðsíða 1
Áskriftarsími Tímans er 2323 og 81300. — Fylgist með tíman- um og lesið Tímann. 40. árg. Reykjavík, föstudaginn 4. maí 1956. f blaSinu í dag: > ! Pierre og Hannibal, bls. 5. Lundúnabréf, bls. 5. Athugasemd út af landsmundar- ræðu dómsmálaráðherra, bls. 7. 100. blað. Reykvískar konur héldu f rú Bodol Begtrup veglegt kveðjusamsæíi Á anna'S hundraí konur sátu hófilS Reykvískar konur héldu frú Bodil Begtrup, ambassador Dana á íslandi, veglegt kveðjusamsæti í Sjálfstæðishúsinu í fyrrakvöld. Frú Begtrup kveður senn ísland eftir sjö ára starf hér og tekur við starfi heima í Danmörk. Á annað hundrað konur sátu kveðjuhófið og voru þeirra á með- al fulltrúar allra helztu kvenna- samtaka höfuðstaðarins. Veizlu- stjóri var frú Guðrún Pétursdóttir, en ávörp og ræður fluttu formenn ýmissa félaga og samtaka. Snerust ræður mjög um áhuga frú Begtrup fyrir réttindamálum kvenna og hvernig hún hefði með starfi sínu sannað, að konur eru ekki síður hæfar til hárra embætta en karlar. Kom og fram, að konurnar kunnu vel að meta hvern áhuga sendi- herrann hefur haft á málefnum íslenzkra kvenna og á menningar- og atvinnumálum íslands. Konurn- ar færðu frú Begtrup fagra vatns- litamynd eftir Ásgrím Jónsson að gjöf. Frú Begtrup þakkaði konunum vinsemd þeirra með snjallri ræðu og minntist dvalar sinnar hér á landi mjög hlýlega. Eftir að staðið var upp frá borð- um voru ýmis skemmtiatriði, auk 'ræðuhalda. Þuríður Pálsdóttir söng, Arndís Björnsdóttir las upp og Jórunn Viðar lék einleik á píanó. Eisenliower vill að Ailanisfiafsbandalagið færi úí vettvang sinn Baldyr rVlöIler efstur á Skákþinginu Nokkrar biðskákir á Skákþingi íslendinga voru tefldar í fyrra- kvöld, og urðu úrslit þessi. Úr 2. umferð. Benóný Benediktsson vann Sigurgeir Gíslason; Úr 3. um- ferð. Sigurgeir vann Hjálmar Theo dórsson. Úr 4. umferð. Jón Páls- son og Freysteinn Þorbergsson gerðu jaíntefli. Úr 5. umferð. Ól- afur Sigurðsson vann Eggert Gilf- er, Árni Snævarr vann Inga R. Jóhannsson og Freysteinn og Arin- björn Guðmundsson gerðu jafn- tefli. Ennþá er ólokið sex skákum úr fyrstu fimm umferðunum. Stað an er nú þannig, að Baldur Möller er eí'stur me'ð 4,5 vinning, en næst ur er Freysteinn með 4 vinninga. Skákþingið heldur áfram í kvöld í Sjómannaskólanum og hefst kl. 8. Norðmenn fá 25 millj. dollara lán í Alþjóða- bankanum NTB-Osló, 3. maí. — Alþjóðabank- inn í Wasnington hefir veitt Norð mönnum 25 milljón dollara lán til 20 ára og eru ársvextir 4%%. Lán þetta á að nota til að byggja orku ver við Tokke í Noregi. Var bygg ing þess samþykkt af norska Stór- þinginu 23. apríl s. 1. Orkuver þetta mun 'skv. áætlun kosta 490 milljónir norskra króna. Lánsupp hæðin svarar hins vegar ekki til nema um 178 milljóna norskra kr. Samningar um lántökuna voru undirritaðir í Washington í dag. mvinna á efnahagssviðinu helzta umræðu- fnið á fundi A-bandalagsins, sem hefst í dag Boðað til kjósenda- f undar á Hólmavík Framsóknarflokkurinn og Alþýðu flokkurinn bo'ða sameiginlega til fundar á Hólmavík sunnudaginn 13. maí n.k. Frummælendur á þessum fundi verða Emil Jóns- son, alþingiámaður, og Halldór E. Sigurðsson, sveitarstjóri, Borgar- nesi. Utanríkisráðherra farinn á Parísarfund Utanríkisráðherra, dr. Kristinn Guðmundsson, er farinn flugleiðis til Parísar, þar sem hann mun sitja ráðherrafund Norður-Atlants hafsbandalagsins, sem haldinn verður þar 4. og 5. þessa mánaðar. (Frá utanríkisráðuneytinu). París, 3. maí. — Búizt er við, að höfuðumræðuefnið á ráð- herrafundi Norður-Atlantshafsbandalagsins, sem hefst í París í fyrramálið, verði hin nýja lína Rússa í alþjóðamálum og aukin athafnasemi bandalagsins á sviði viðskipta- og efna- hagsmála. Ráðherrarnir 15 munu einnig ræða ýms önnur mál, sem nú eru efst á baugi, m. a. hina nýju viðskiptasókn Rússa í Arabaríkjunum og í Austur-Asíu. f dag hefir Dulles rætt við Seiwyn Lloyd og fleiri ráðheerra. Þá ræddust þeir einnig við von Brentano og Pineau, utanríkisráðherra Frakka. Ismay lávarður, sem næsta ár lætur af framkvæmdastjórn banda lagsins, gerði nokkra grein fyrir dagskránni á fundi með blaðamönn um í kvöld. Kvað hann ekki mega gera sér vonir um víðtækar sam- þykktir eða nakvæmar fram- kvæmdaáætlanir á þessum fundi. Árvekni þörf sem fyrr. Miklar vonir væru bundnar við aukið starfssvið bandalagsins á efnahagssviðinu. Það væri þó per- sónuleg skoðun sín, að erfitt gæti reynzt að finna raunhæfar leiðir til að hrinda slíku samstarfi í fram Fjölmennum fundi formanna og starfs manna ræktunarsambandanna lokið Síðustu tvo dagana hafa formenn og starfsmenn ræktunar- sambandanna í landinu setið á fundi í Reykjavík og rætt um starfsemi og rekstrargrundvöll sambandanna. Var fundurinn fjölmennur og nokkrar ályktanir gerðar. Dregið í happdrætti DAS í gær í gær var dregið í 1. flokki Happdrættis Dvalarheimilis aldr- aðra sjómanna um 3 vinninga. Stærsti vinningurinn, þriggja her- bergja íbúð kom á nr. 1174 í um- boðinu á Eskifirði, umboðsmaður Kristján Tómasson. Vinninginn hlaut frú Sigríður Kristinsdóttir, Eskifirði. Annar vinningurinn, hnattflug fyrir tvo, kom á nr. 63294 í , umboði Sjóbúðarinnar, Kvík, umboðsmaður Ásgeir Ásgeirs son. Vinninginn hlaut Viggó Jó- hannesson, Jófríðarstöðum. Fá vinninginn öldruð hjón, sem búin eru að koma upp börnum sínum, og er nú fróðlegt að vita, hvort þau bregða sér í hnattflugið. Þessi sami maður vann einnig í happ- drætti DAS dráttarvél á fyrsta starfsári happdrættisins. Þriðja vinninginn, Fiat-bifreið, hlaut Högni Jónsson, stýrimaður á Þyrli, §kipholti 6. Kpm hann á nr. 35754 í uniboði Sigríðar Hplga- dóttur, Reykjavík. (Birt án ábyrgð ar). — Til fundarins var boðað af Bún- aðarfélagi íslands samkvæmt til- lögu um að efna til slíks fundar, sem samþykkt var á síðasta bún- aðarþingi. Páll Zóphóníasson, bún aðarmálastjóri, setti fundinn. Fund arstjórar voru kosnir Garðar Hall- dórsson, bónid á Rifkelsstóðum, og Þórður Hjaltason í Bolungarvík. Ritarar voru kjörnir Jóhannes Davíðsson bóndi í Hjarðardal og Egill Bjarnason, Sauðárkróki. Fundinn sóttu um 30 íulltrúar. Björn Bjarnason ráðunautur B.í. flutti yfirlitserindi um starfsemi ræktunarsambandanna. Haraldur Árnason, framkvæmdastjóri Véla- sjóðs, flutti erindi um', reikninga og íjárhagsafkomu ræktunarsam- bandanna. Síðan fóru fram miklar almennar umræður. Eftirfarandi ályktanir voru samþykktar: Fyrningargjald véla og verkfæra. „Fulltrúafundur ræktunarsam- bandanna haldinn í Reykjavík dagana 2.—3. maí 1956 lýsir sig mótfallinn breytingum þeim, sem gerðar voru á Alþingi 1955 á lög- jum um jarðræktar- og húsagerðar samþykktir í sveitum, er ákveða að' Búnaðarfélagi fslands sé skylt að halda eftir af jarðræktarfram- lagi jarðabótamanna á árinu 1955 og síðar, ef viðkomandi ræktunar- sambönd og félög hafa ekki greitt fyrningargjöld af vélum og verk- færum þeim, sem notið hafa fram lags úr ríkissjóði samkvæmt greindum lögum. Hins vegar íelur íundurinn sjálfsagt, að vélar og verkfæri sambandanna verði fyrnt í sam- ræmi við gildandi lög en gerir kröfu til að samböndin fái að hafa kvæmd. Jafnframt taldi hann, að enn væri full ástæða til að leggja áherzlu á hernaðarlegt öryggi og aukin samvinna á efnahagssvið- inu mætti ekki verða á kostnað þess. Eisenhower vill aukið starfssvið. í Washington er á það bent, að tillaga Dulles um aukið efnahags- samstarf hafi hlotið góðar undir tektir. Eisenhower forseti ræddi málið á seinasta blaðamannafundi sínum og kvaðst jafnan hafa ver ið þeirrar skoðunar, að bandalag- ið ætti mikilvægu hlutverki að gegna fyrir utan hið hernaðarlega. Karl Krist jánsson í kjöri í S-Þing. fyrningarsjóðina í rekstri sínum, hliðstætt því, sem er um lög- ákveðna sjóði samvinnufélaga. 2. Fundurinn beinir þeim til- mælum iil landbúnaðarráðherra, að hann hlutist til um að frestað verði að framfylgja því lagaákvæði að halda eftir af jarðræktarfram- lagi upp í greiðslur ræktunarsam- bandanna til fyrningarsjóða þar til næsta alþingi kemur saman í trausti' þess, að þegar á því þingi fari fram heildarendurskoðun laga og reglugerða um ræktunarsam- bönd og að umrætt lagaákvæði verði þá felld úr gildi". Varhugavert að fjölga iegundum dráttarvéía. „Fulltrúafundur ræktunarsam- bandanna haldinn í Rvík 2. og 3. maí 1956 telur að fenginni reynslu mjög varhugavert að fjölga teg- unuum drattarvéla nema íyrir liggi álit verkfæranefndar um ótvíræða yfirburði yfir þær vélar, sem áður hafa verið íluttar inn. (Framhald & 2. sfðu.i Mynd þessi var tekin á fundi formanna og starfsmanna ræktunarsambandanna í fyrradag. Fulltrúafundur Framsóknarfé- laganna í Suður-Þingeyjarsýslu var haldinn að Laugum s. 1. mánu- dag og sátu hann fulltrúar úr öll- um hreppum sýslunnar. Á fundin um var einróma samþykkt, að Karl Kristjánsson, alþingismaður, yrði í kjöri fyrir Framsóknarflokk ina í kjördæminu við kosningarn- ar í sumar, og er framboð hans því ákveðið. — Alþýðuflokkurinn býður ekki fram í kjördæminu, heldur styður framboð Karl sam- kvæmt kosningasamstarfi flokk- Munk verðer yf ir- borgarstjóri í Höfo Kaupmannahöfn: — Sigvard Munk ver'ður yfirborgarstjóri í Kaup- mannahöfn 31. maí n. k., er H. P. Sörensen lætur af embætti. —. Munk er nú borgarstjóri í 3. borg- arhluta í Kaupmannahöfn og hef- ir einkum haft með að gera líkn- ar- og menningarmál. Hann er 65 ára gamall Jóti og hefir lengi verr ið framarlega í bæjarmálastarfi jafnaðarmannal

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.