Tíminn - 10.05.1956, Page 2

Tíminn - 10.05.1956, Page 2
2 Rangar fregnir iFramhald af 1. sí3u). araskapurinn að öðrum þræði. Að þessum málflutningi standa sömu öflin, sem stóðu íastast gegn því að flugvöllurinn væri girtur. Ætlunin var að hafa hömlulausa umferð um völlinn og lofa svartamarkaðsbraskinu með gjaldeyri og vörur að þró- ast hindrunarlaust. >etta eru sömu öflin, sem ekki vildu að menn þyrftu að hafa vegabréf til að fara um flug- völlinn, en eftirlitið í sambandi við þau og girðinguna hefir mjög torveldað tollsvik og aðra spillingu, sem þróaðist meðan þessi mál lutu íorsjá Bjarna Benediktssonar. óetta eru sömu öflin, sem raka saman stórgróða af veru hers- ins hér á landi og reyna nú að hrella landsfólkið með stríðs- hættu til þess að hersetan verði sem lengst og gróðamöguleik- arnir sem mestir. Þetta er sú óþjóðholla gróðaklíka. sem í rauninni á sér enga hug- sjón, en lifir fyrir peninga- gróða og sællífi. Þetta er hin gjörspillta klíka, sem stjórnar Sjálfstæðisflokknum. Þegar aðstöðu hennar er ógn- að, skirrist hún ekki við að gera málstað landsins út á við tortryggilegan, ef hún heldur, að það gagni gróðasjónarmið- um og stundarhagsmunum. Frétíamennska Morgunblaðsins og Vísis af NATO-fundinum er runnin undan rifjum þessarar klíku. Það er eklci nóg með að þessi blöð mistúlki á alla lund það, sem gerist á alþjóðlegum fundum. Þar á ofan skrökva þau hreinlega upp fregnum um að það hafi vakið einhverja sérstaka athygli • að ufanríkisráðherra íslands hóf ekki að ræða ályktun Al- þingis í varnarmálunum ut- an dagskrár NATO-fundar- ins, Allar fregnir Mbl. og Vísis um þetta eru uppspuni frá rótum. í helztu blöðum Evrópulanda og Bandaríkjanna, sem skýra frá fundinum, er alls ekkert rætt um afstöðu íslendinga í tilefni NATO- fundarins. Ekkert kom heldur fram á fundinum, sem gaf tilefni til þess. Og málið var alls ekki á dagskrá. Peningarnir fyrst Hér er allt á sömu bókina lært. Þetta eru sömu vinnubrögðin og þegar lygin var símuð út um all- an heim af skrifstofu þessara blaöa og sagt að hér hefðu orðið stjórn arslit út af varnarmálunum. Allt er miðað við eitt og hið sama: AS halda í völd og gróðastöðu meðan stætt er. „Við hugsum um hagsmuni okkar, flokks okkar — og þjóðar". í þessa stefnuyfirlýs- ingu er að sækja skýringuna á makalausu framferði íhaldsblað- anna að undanförnu. fluglijAii í Tifltahutn Tónlisiarskóla r .... — Arnessýslu siiíið Tónlistarskóla Árnessýslu var slitið í Selfósskirkju laugard. 5. þessa mánaðar. Við skólaslitin léku nokkrir nemendur.skólans á píanó. í skólanum stunduðu nóm yfir 60 nemendúr frá, 10 hreppum sýsl- unnar. Námsgreinar voru 7, skóla- stjóri og jafnframt aðalkennari skólans var Guðmundur Gilsson. en auk hans kenndu við skólann þau Zíta Benediktsdóttir og Jón Ingi Sigurmundsson. Eins og kunn- ugt er rekur hið nýstofnað.a Tón- listarfélag Árnessýslu þennan skóla. Auk þess vinnur félagið að útbreiðslu tónlistar í Árnessýslu, og verða aðrir tónleikar þess þetta starfsár haldnir í Selfoss- kirkju á uppstigningardag kl. 3 eftir hádegi. Liklegt að síldveið- ar hef jist senn i Faxafióa Svo virðist sem. mikið sc af síid í Faxaflóa og við Jökul. Einn •bátur frá Akranesi, Hrefna, fór út með reknet fyrir nokkrum dögum, og veiddi um 30 tunnur af síld, sem send var til Póllands til reynslu. Stendur til að selja þangað núkið magn af frystri síld, ef þessi reynist vel og mumt nokkrir Akranesbátar þá heíja reknetaveiðar. Sjómenn á Akranesi hafa veitt því athygli að undanförnu, að mik ið af síld kemur upp úr fiski, sem veiðist í flóanum og er þessari miklu síldargengd að nokkru kennt um aflatregðuna undir ver- iíðarlokin. » Glæsilegir fundir (Framhald af 1. síðu). að leggja allt kapp á að vinna meirihluta í komandi kosning- um. Það væri hægt, ef enginn lægi á liði sínu. Lögð var sér- stök áherzla á þá miklu mögu- leika, sem bandalagið hefði til að hljóta bæði þingsætin í Ey.ja firði, svo og að sigra bæði á Ak- ureyri og I Siglufirði. Var máli framsögumanna frábærlega vel tekið og þeini klappað óspart lof í lófa. Sjálfstæðismaðurinn, Ásgrímur Hartmannsson og' kommúnistinn Sigursteinn Magn ússon kvöddu sér liljóðs og komu fram með fyrírspurnir. Var þeim þegar svarað og hlutu -íhalds- maðurinn og kommúnistinn lít- inn heiður af. j -ifwixm a n mim-siiffimsa SlysavarnafélagiíS (Framhald af 1. síðu.) lands í viðleitni sinni til varnar slysuni. Öll skulum við liafa það hug- fast að stuðningur við góð mál niiðar til þjóðþrifa og göfgar hvern þann sein að þeim vinnur. KVIKMYNDIR Svo lengi má brýna vont afl.. Það var frægt á sínum tíma, þegar nokkrir hórumangarar og spila- vítastjórar í tiltölulega fámenn- um bæ í Alabama tóku sig fram um að drepa saksóknara fylkis- ins, af því þeir bjuggust við að hann myndi hreinsa til í borg- inni og reka þá út með starf- semi sína. Myndin Saga Phenix City, sem nú er sýnd í Trípólíbíó. er sann- söguleg lýsing á aðdraganda og endalokum þessa hneykslismáls, að svo miklu leyti sem endir verður bundinn á svívirðingu með því að kalla á þjóðvörð og láta hann brenna spilaborðum. Stórblöðin vestra fluttu ýtarlegar frásagnir af atburðunum í Phen ix City og er stuðzt við þær frá- sagnir við gerð myndarinnar og jafnframt munu höfundar kvik- myndahandrits. hafa gist borg- ina til að kynna sér aðstæður enn betur. Um leikinn í mynd- inni er það að segja, að honum er vel skilað, og verða ekki frekari kröfur gerðar til hans, þar- sem ekki er um listaverk að ræða, heldur frásögn í mynd um, þar sem staðgenglar eru notaðir. Saga Phenixborgar er góð saga að því leyti, að svo lengi má brýna vont afl, að það verði 'sigrað að lokum. Og þess utan er hún spennandi eins og raun- veruleikinn. I.G.Þ. T í M I N N, fimmtudaginn 10. maí 1956. Haustmeistarar Vals 1951, Valsmenn ern að koma npp myndar- Afmælisleikur Yals legu íþróttaheimili við Öskjuhlíð Félagið heldur upp á 45 ára afmælið um j)ess- ar mundir. Það var síofnað af séra Friðrik og drengjum hans í KFUM Knattspyrnufélagið Valur á 45 ára afmæli um þessar mundir og verða afmæliskappleikir háðir í tilefni af afmæl- inu. Stjórn félagsins ræddi við blaðamenn í gær að félags- heimili þess að Hlíðarenda við Öskjuhlíð og var þar sagt nokkuð frá starfsemi félagsins. taka að einhverju leyti þátt í fé- Tildrög a'ð félagsstofnun voru þau að ungir drcngir í K.F.U.M. undir forustu liins ástsæla æsku- lýðsleiðtoga, séra Friðriks Frið- rikssonar, stofnuðu knattspyrnu- félag innan vcbanda samtakanna. En séra Friðrik var mikill úhuga- maður um holla leiki æskunnar og er það einn þátlurinn í því mikilvæga starfi, sem hann hefir unnið fyrir æskuna í þessu landi. Oft íslandsmeistarar. Félagið var stofnað 11. maí 1911 og með árunum efldist það 'til keppni. Sígursælast hefir félagið verið á árurium 1930—1940, en þá varð það oft íslandsmeistarar og síðast 1945, en alls hefir það unn- ið þann heiðurstitil ellefu sinnum. Félagið er nú ekki lengur form- lega sérstök deild í K.F.U.M. en tengsl þess við samtökin, eru samt nokkur og góðra og hoilra áhrifa frá þeim æskulýðsfélagsskap gætir ennþá í starfi Vals og sögðu for: ráðamenn félagsins á blaðamanna- fundinum í gær, að þeir óskuðu þess að svo mætti enn lengi verða. Félagsheimili og íþróttaleikvangur. í Rótt í byrjun síðasta stríð réðst félagið í það stórvirki að kaupa eignina Hlíðarenda við Öskjuhlíð. Er þar nú æfingavöllur félagsins og félagsheimili. Siðan hafa félagsmenn unnið mikið starf við að koma upp þarna góðri aðstöðu til leikja og sam- komuhalds. Félagsheimilið, sem upphaflega var innréttað í gamalli hlöðu er hið vistlegasta og var það vígt 1948. Árið eftir var malarvöll- ur félagsins á Hlíðarenda tekinn í notkun og vígði séra Friðrik Frið riksson völlinn. Síðan var unnið að grasvallargerð og völlurinn tekinn í notkun fyrir fimm árum og nokkrum sinnum verið notaður íil keppni. Stórt íþróttaliús í smiðum. í fyrra var hafizt handa um byggingu á stóru fþróttahúsi, sem nú er fokhelt, en félagið vantar' fjármagn til áframhaldsfram- kvæmda. Kostar húsið um hálfa milljón króna, auk mikillar gjafa vinnu félagsmanna. Var húsið reist með stuðningi rikis og bæj- ar og ætlunin er að hraða fram- lialdsbyggingu þess eftir föng-| um, svo þa'ð geti sem fyrst komiö að notum fyrir æskuna í bænum. Verður þessi bygging vegleg i- þróttahöll, þegar fullgerff verSur. í Val cru nú um 500 virkir íe- lagsmenn, sem greiða árgjöld og við Akurnesinga verður 24. maí Hinn 24. maí verður háður af- mælisleikur Vals í meistara- flokki og keppir Valur þá við Akurnesinga á íþróttavellinum í Reykjavík. Er þessi leikur einn af mörgum afmælisleikjum félags ins, sem stofnað er til vegna' 45 ára afmælis félagsins. Sama dag fer fram keppni í 1. fl. milli Vals og KR. Hinn 16. maí keppa Valsmenn í 2. fl. við Fram og næsta sunnudag verður afmælisleikur í 3. fl. við KR. og í 3. fl. við FH. Á laugardag keppa Valsmenn í 4. fl. við B-Iið Víkings og þá keppa B-lið Hauka og Fram. Á -föstudagskvöldi'ð verður áf- mælishóf Vals í Tjarnarkaffi. lagsstörfum. Auk þess eru í félag- inu margir unglingar, sem ekki hafa náð þeim aldri að greiða ár- gjöld. Vaxandi áhugi er nu hjá ungum drengjum að stunda knattspyrnu og verður þess vart á æfingavelli félagsins. Þar komu til dæmis á síðustu æfingu hjá yngsta flokki um 100 drengir til að stunda knatt spyrnu. í félaginu er lögð áherzla á þrjár íþróttagreinar, knattspyrnu, hand- knattleik og skíðaíþróttina. Á fé- lagið myndarlegan skíðaskála uppi í fjöllum. Tékkóslóvaska menntamálaráðu- 1 stjórn Vals eru nú Gunnar neytið hefur boðið Róbert A. Vagnsson, formaður; Frímann Ottóssyni hljómsveitarstjóra að Helgason; Baldur Steingrímsson; : vera við tónlistarhátíðina „Vor í Þórður Þorkelsson; Guðmundur! Prag 1956“, sem hefst 11. maí og Ingimundarson; Gunnar Gunnars- j lýkur 3. júní n. k. I sambandi við son, Friðjón Friðjónsson. Auk i hátíðina verður haldin vísindaleg stjórnar starfar svo 17 manna full í ráðstefna um tónverk og störf trúaráð, sem mikinn þátt tekur í I Mozarts og mun Róbert einnig félagsstarfinu. i taka þátt í henni. Róbert A. Ottóssyni boðið til Tékkó- slóvakíu Fréttir frá landsbyggðinni Hraðkeppni á Akureyri Akureyri í gær. — Um helgina var fyrsti knattspyrnukappleikur sumarsins. Var það hraðkeppni og tóku tvö félög þátt í keppninni, Knattspyrnufélag Akureyrar og íþróttafélagið „Þór“. K.A. bar sig- ur úr bítum í hraðkeppninni. Skor- aði K. A. eitt mark um miðjan síðari hálfleik og laulc leiknum þannig með sigri þeirra. I. Þ. Aðalfundur Framsóknar- félags Saurbæjarhr. var haldinn að Sólgarði sl. sunnu- dag. Hina nýskipuðu stjórn skipa: Benedikt Júlíusson, Hvassafelli, Daníel Sveinbjörnsson, Saurbæ, og Halldár Friðriksson, Hleiðargarði. Tregur afli í Bolungavík Hér er mjög sæmilegt veður og fer gróðri stöðugt fram. Mjög treg- ur afli er á stærri báta, en minni bátar hafa aflað mun betur. Þ.H/ 6 sýningar L. R. á Akurevri Akureyri í gær. — Sýningar Leik- félags Reykjavíkur ',á „Systir María“ hafa verið mjög vel sóttar. Alls voru þSer 6 og uppsélt á allar þeirra. Eru slíkar heimsóknir vel þegnar úti á landi og mættu gjarn- an vera fleiri. Lítil atvinna á Ólafsfiríi Ólafsfirði í gær. — Hér er allgott veður og hlýnandi. Gróðri fer held- ur hægt fram, sökum kalsaveðurs undanfarið. Nú er gróðraveður — rigning annars slagið, en lield- ur hlýtt. Mkið aflaleysi hefir ver- ið undanfarið og fer sízt batnandi. Varla hefir verið fært á sjó síð- ustu daga. í dag fór ein trilla á sjó, en fékk heldur lítið. Vegna hins sífellda aflaleysis ríkir hér vand- ræða ástand í atvinnumálum. Mest af unga fólkinu er í alvinnu fyrir sunnan. B. S. Tugþúsundir trjáplantna gróðursettar í Kjarna- landi Akureyri í gær. — Skógræktarfél- ag Eyfirðinga er nú að hefja gróð- ursetningu trjáplantna í Kjarna- landi við Akureyri. Hafa fjölmarg- ar ferðir verið farnar frá Akur- eyri og mikill fjöldi manns hefir tekið þátt í þessu þarfa starfi. Frflmkýaemdagýóri - Skógrœktarfél- ags Eyfirðinga er Ármann- Dal- mannsson. E.D.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.