Tíminn - 17.05.1956, Side 8

Tíminn - 17.05.1956, Side 8
6 TÍMIN N, fimmtudagurinh 17.maí 1956. :□ □ O □ D □ O □ □ □ □ □ □ □ O □ □ □ □ a □ □ □ cO □ □ □ Q □ Q □ O □ O □ □ □ Oo □ a □ □ □ □ □ o □ □ g 6 i c i nnm i nrrm mzxiTTi r □ !□ : ’i □ □ D0oaaDaDCDaDoaan noDoDaDaaoaaDaDn ísiendingajpætúr □ □ o □ □ □ Minningarorð: Björn Benjamínsson .........iiiiiiiiiiiiiiiiiii......... | SKRIFSTOFA | | Happdrættis HúsbyggingarsjótSs Framsóknarmanna í Edduhúsinu vitS Lind- | | argötu vertiur framvegis opin kl. 8—10 e. h, alla virka daga, nema Iaug- 1 í Hinn 21. apríl s. 1. lézt í Osló aldr- Hinn 21. apríl síðastliSinn lézt í Osló aldraður íslendingur, Björn Benjamínsson frá Ingveldarstöðum í Hjaltadal. Hann var einn hinna hljóðlátu manna, sem ekki eru mik ið gefnir fyrir að láta á sér bera, en þeir, sem áttu þess kost að kynn ast honum vel, munu ekki gleyma honum. Björn Benjamínsson var fæddur á Ingveldarstöðum hinn 17. júlí 1881, sonur hjónanna Elínar Guð- mundsdóttur, og Benjamíns Frið- finnssonar bónda. Eru þær ættir kunnar og vinsælar í Skagafirði. Björn lærði ungur trésmíði, fór til Bíoregs nokkru eftir aldamótin — 1906 að mig minnir — og átti þar heima æ síðan. Hann var alla ævi ókvæntur. Þegar ég kom til Oslóar sem ung tir stúdent haustið 1928, var þar Jslendingafélag, sem starfaði af miklu fjöri, þótt félagar væru ekki margir, eitthvað 20—30. Björn átti sæti í stjórn þess félags, oftast sem gjaldkeri, og rækti það starf af þeirri samvizkusemi, sem honum var eiginleg. Ég veitti þessum manni áthygli þegar í stað. Hann hafði þá dvalizt erlendis í meira en tvo áratugi en í öllu fasi og hátt- um var hann íslenzkur bóndi. Bann var hlédrægur og virtist við fyrstu kynni frekar ómannblend- inn, en hýr i bragði og hlýlegur, pegar á hann var yrt. Síðar kynnt- ist ég Birni vel og hitti hann næst um daglega árum saman. Hann var vel greindur maður, fróðleiks- fús og minnugur, las mikið og var sífellt að velta fyrir sér ráðgátum tilverunnar. Hann var trúhneigður maður og tók þátt í ýmis konar trúmálastarfsemi í Osló, en því starfi hans var ég annars lítt kunn ungur. Löngum var þó Björn með hugann heima, ekki sízt í átthög- unum í Skagafirði. Þegar talið Samvinnuskólinn (Framhald af 5. síðu.) qm stað, þótt jafnvel að félagið leystist upp. Því, að í samþykkt- um um samvinnufélög er sagt, að hætti félag störfum, skal fjár- magni þess skilað í hendur sveita eða bæjarstjórnar til geymslu, en ekki skipt upp, heldur notað er stofna skal nýtt félag. Fræðslustarfsemi, er éitt af verk efnum margra samvinnufélaga Athyglisvert er, að okkar sam- vinnusamband var búið að starfa í þrettán ár, áður en það fór að verzla, en þá var lögð svo mikil á- herzla á fræðslu um samvinnustefn una. Eins og samvinnuhreyfing- unni er nauðsynlegt að mennta það fólk sem starfar í þágu henn- ar, er hitt einnig nauðsynlegt að fræða aðra meðlimi hennar. Sam- vinnusamtökin hafa nú lokið nýrri sókn í fræðslumálum sínum, með breyttri og bættri aðstöðu í skóla sínum, og er nú svo komið, að vafa samt er, að fyrirfinnist skóli á ís- landi, sem veitir nemendum sín- um svo góða aðstöðu til náms, enda ekkert til sparað að búa sem bezt að öllu og gera allt sem full- komnast. Ilíðan úr Bifröst skal samvinnuæska þessa Iands koma út í fylkinguna með varanlegt vega nesti, og vil ég taka undir með skólabróður mínum er hann segir í kvæði sínu „Bifröst": Og heill sé öllum, sem hingað sækja, er hafa skyldu þá sömu að rækja, er vilja af einlægni styrkja starfið og stríðið vinna við okkar hlið. Ef samstarf ríkir á fjöldans ferðum mun framtíð byggja á sterkum herðum bvo landið blómgast, en ljósið hækkar og lífið þróast í ást og frið. I l__.. .. Halldór K. Halldórsson. barst að æskuárum hans í Hjalta- dal ljómaði andlitið, og þessi hlé- drægi og duli maður gat orðið mælskur og leikið við hvern sinn fingur. Hann var ljóðelskur, eins og títt er um Skagfirðinga, kunni ógrynni af lausavísum og er mér ekki grunlaust um, að einhverjar gamlar skagfirzkar ferskeytlur hafi farið í gröfina með honum. Ég fékk fljótlega mætur á Birni og komst að raun um, að þar fór óvenjulega góðviljaður maðúr og vandaður til orðs og æðis. En það var þó ekki fyrr en á árunum 1931 —1933, —- kreppuárunum miklu, — að mér varð tii hlítar ljóst, hver ágætismaður hann var. Margir ís- lenzkir námsmcnn, sem dvöldust erlendis á þessum árum, komust í hin mestu vandræði, vegna þess, hve seint og erfiðlega gekk að fá gjaldeyri yfirfærðan. Sumir okkar íslendinganna í Osló komumst í hann krappan, fengum oft enga peninga, svo mörgum mánuðum skipti, lifðum á lélegum skrínu- kosti og vorum hálfsveltandi vik- um og mánuðum saman. Björn Benjamínsson komst fljótlega að raun um þessa erfiðleika okkar, og þá sýndi hann hvern mann hann hafði að geyma. Hann fór þá að bjóða okkur upp á mat, svona rétt eins og af tilviljun, stundum þrisv ar og fjórum sinnum í viku. Við vorum annars svo stoltir í okkur, þrátt fyrir alla eymdina, að ekkert var okkur fjær skapi, en að þiggja beiningar. En hér var boðið oft af slíkri nærfærni og skilningi, að við fundum ekki til þess. Birni gekk ekki annað til en hjartagæzka og góðvild, því að þakklæti vildi hann aldrei heyra nefnt. En ég og fleiri íslenzkir námsmenn, sem þá voru í Osló, munum aldrei gleyma drengskap hans og hjálpfýsi á þess um árum, drengskap, sem við því miður höfum aldrei getað endur- goldið. Stundum hvarfláði þéirri liugs- un að mér, að Björn væri á rangri hillu í lífinu, hann hefði átt að verða bóndi norður í Skagafirði, en ekki eyða ævi sinni í umhveríi, sem að sumu leyti var honum æ- tíð framandi. En., ef til. vill hefir þetta verið misskiíiiingur. Þó að Björn væri í sumum skilningi allt- af íslendingur og aðkomumaður í Osló, var honum farið að þykja vænt um borgina, þessa undarlegu borg, sem skilur ekki svo við neinn, að hann beri hennar ekki alltaf einhver merki, eins og Ham- sun segir. Á efri árum .sínum hugsa ég, að Björn hefði ekki get- að hugsað sér að dveljast annars staðar en í Osló. Og þó var hann ávallt öðrum þræði hafrekið sprek á annarlegri strönd. Við gömlu íslendingarnir frá Osló, sem þekktum Björn Benja- mínsson bezt, munum alltaf minn- ast þessa hægláta ágætis- og dreng skaparmanns með djúpri virðingu og innilegu þakklæti. Ólafúr Hansson. Sambandsþing S U F (Framhald af 5. síðu.) í baráttunni fyrir málstaðnum. Þingfulltrúar mætið að Bifröst á föstudag. Að framan er rætt um allan und- irbúning. Þing hefst kl. 8,30 e. h. að Bifröst föstudaginn 25. þ. m. Formaður sambandsins Þráinn Valdimarsson setur þing með ræðu og síðan verða kjörnir starfsmenn þingsins og fastanefndir. Á laug- ardag halda fundir áfram. Kvöld- vaka verður á laugardágskvöld og verður til hénnar vandað eftir föngum og er öllúm heimilt að sækja hana. Þingi verður fram- haldið á sunnudag og síðari liluta sunnudags fara fram kosningar í sambandsstjórn og fleira. Heimilt er gestum að sitja þingið. | ardaga. | Komið og gerið skil á seldum miðum! | HAPPDRÆTTISNEFNDIN | tiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiil Vitnisburður hjartalagsins geymist þótt fyrnist yfir bóklega kunnáttu Skólaslitaræða eftir Knút Þorsteinsson, Höfn í Hornafirði ÞAÐ ER VISSULEGA bæði gaman og gagnlegt að taka góð próf í skóla sínum og vera þar framarlega í flokki. — Á tímum þeim, sem við nú lifum á, er kraf- izt lærdóms og menntunar tii flestra hluta og þeir, sem bezta hafa sýnt frammistöðu á þeim sviðum eiga oft greiðari leið að komast áfram, sem kallað er, en hinir, er lakari árangri hafa náð. En þótt lærdómur og sæmileg menntun sé hverjum manni í nú- tíma þjóðfélagi nauðsynleg, skyldi þó engum sjást yfir það, að hvor- ugt það er einhlítt til að skapa gildi mannsins 1 lífinu, hvorki fyrir sjálfan hann né samborgara hans. FRÆGASTI ÍSLENDINGUR, sem nú er uppi, Nóbelsverðlauna- skáldið Halldór Kiljan Laxness, kemst svo að orði á einum stað: „Enginn skyldi halda að hann vissi nú alla hluti, þótt hann hafi lesið slangur af bókum, því sann- leikann er ekki að finna í bókum, ekki einu sinni í góðum bókum, heldur í mönnum, sem hafa gott hjártalag.“ Þessi orð, — þessi spöku lífs- sannindi hins fræga skálds vildi ég biðja ykkur börnin góð, að leggja ykkur vel á minnið, nú í dag og alla daga, betur en nokk- uð annað, sem ykkur hefir verið sagt hér í skólanum í vetur og fullyrði ég þó, að enginn af okk- ur, kennurum ykkar, hefir sagt ykkur neitt það, sem ykkur mætti til ógagns verða að festa ykkur í huga. En í þessum gullvægu orðum, hins djúphuga skálds og skyggna sjáanda, felast einmitt þau rök lífs ins, sem flestum okkar svo oft — alltof oft hættir svo til, því miður, að sjást yfir. Okkur hættir svo til að virða hvern annan eftir ýmsum annar- legum sjónarmiðum, auði, mstorð- um, lærdómi eða gáfum og mið- um lífsbaráttu okkar og hamingju- vonir svo mjög við slík sjónar- mið. Árás á fangelsi (Framhald af 7. síðu.) telja saman, kom í ljós, að fjórar vélar höfðu farizt, en myndirnar sýndu að árásin hafði heppnast sér staklega vel. Þremur klukkustund um eftir að vélarnar lentu, barst skeyti frá Frakklandi í gegnum London. Þar stóð að nær hundrað föðurlandsvinum hefði tekizt að flýja úr fangelsinu. Undirbúið þingið sem bezt. Sambandsstjórnin beinir þeim til mælum til formanna sambandsfé- laganna að þeir undirbúi þingið þegar og vísast í því efni til bréfs, sem sambandsstjórnin hefir sent félögunum og formenn hafa þeg- ar fengið. Gerum sambandsþingið að Bifröst hið glæsilegasta í sögu samtakanna. En ÞÓTT ÞAÐ sé áreiðanlega rétt, sem ég sagði áðan, að mennt- un og góð próf séu bæði napðsyn leg og ánægjuleg og þótt allir menn séu víst sammála um það, að góðar námsgáfur séu ein af náo argjöfum lífsins, ,þá getur ekkert af því nægt til að skapa okkur fullkomið gildi, nema hugarfarið, sem því fylgir, sé fagurt og rétt. „Sjálft hugvitið, þekkingin hjaðnar sem blekking, sé hjartað ei gott, sem undir slær“, segir annað íslenzkt stórskáld, Ein- ar Benediktsson. Ofar öllum lærdómi, öllum próf- um, öllum námshæfileikum er manngildið sjálft, göfgi hugarfars- ins, réttlæti hjartans og fágun og drengskapur framkomunnar í öll- um samskiptum við samfélaga okk- ar. Það er hinn mikli sannleikur lífs ins, sannleikurinn, sem gerir hvern mann stóran, hver sem staða hans í þjóðfélaginu er. ÞAÐ VÆRI HÆGT að segja ykkur margar raunasögur þess efn is, þar sem gáfur og lærdómur hafa að engu liði komið, vegna þess að þeir, sem slíkum hæfi- leikum voru þó búnir, áttu ekki það manngildi, að öðru leyti, sem til þess þurfti að leiða skynsemi þeirra og þekkingu hinar réttu leiðir. Þeir höfðu aldrei öðlazt þann skilning á lífinu, sem skáld- ið Laxness talar um, að sannleik- ann er fyrst og fremst að finna í því góða hjartalagi er gildi og gæfu mannanna skapar. Þegar tal að er um gáfur eins eða annars, er það tíðast að menn meini þær gáfur, sem miðast við það, hversu mönnum gangi að tileinka sér og nema bókleg fræði og kenningar. En athugið það ávallt börn, að það er fleira gáfur en það eitt. Það eru gáfur og áreiðanlega þýð- ingarmestu gáfurnar, sem hverjum og einum eru gefnar, að þroska með sér það hjartalag, að vilja hvarvetna koma fram til góðs í samskiptum sínum við menn og málefni, að finna í öllu þær skýld ur er lífið leggur okkur á herðar og að vilja vera vaxandi og batn- andi menn alla daga. Það eru þær gáfur, sem fyrst og fremst skapa gildi mannsins, | sem búa okkur þá hamingju, er jvið öll þráum að finna. Og það er jþeim gáfum, sem lífið á allt sitt bezta og fegursta að þakka. Þar er hinn mikli sannleikur tilverunnar hér á jörð falinn og þangað er hags að leita. UM EINN af fyrstu biskupum landsins, — og um hann hafið þið lært í íslandssögunni ykkar, —. Jón Ögmundsson, hinn helga á Hólum, segir svo í Biskupasögum, að göfgi hans og hjartagæzka hafi verið slík, að hann hafi svo aldrei nálægt neinu eða neinum komið, að ekki hafi það af því fengið „ein hverja lagfæran". Slíkur hefir um margar aldir geymzt vitnisburður um þennan fræga og helga mann. Og slíkur mun á öllum tímum geymast vitnisburður um hvern þann mann og hverja þá konu, hvar í stöðu eða stétt sem er, sem ræktar og þroskar með sér hjarta- lag réttlætis og dyggða. Sá vitn- isburður geymist, þótt fyrnist yfir bóklega kunnáttu og tölur á próf- skírteinum máist. Ég vildi að lokum óska þess, börnin góð, að ykkur mætti á ófar inni leið fullorðinsáranna takast að þroska með ykkur það hjarta- lag, er aflaði ykkur hins sama vitnisburðar og Jóni biskupi helga, að öllum ykkar störfum, hver svo sem þau verða, allri ykkar fram- komu og öllum ykkar afskiptum af mönnum og málefnum fylgdi lagfæring á sem flestan hátt. ÞÁ ÖÐLIST ÞIÐ sannleikann — og þá verður sannleikann í ykk- ur að finna. Og ef sú fræðsla, sem við höfum hér í vetur reynt að veita ykkur, mætti verða ykkur leiðarvísir á þeirri braut, getum bæði við kennarar ykkar og þið öll verið ánægð með vetrarstarfið, hvernig svo sem prófeinkunnirnar eru. iiiiiiiiiiiiiiii!iiiiiiiiiiiii(iiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiin*niiiiiiiiiiiiiiiia VERKAMENN Nokkrir menn geta fengið atvinnu 1 glerverksmiðj- unni. — Umsóknareyðublöð fást í skrifstofu verksmiðj- unnar að Hverfisgötu 50. GIERGERÐIN MiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiitrniiiiiivHiiiiiiiiuainmiTniiiiiisiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii umftam aUt

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.