Tíminn - 17.05.1956, Side 9
T f M I N N, fijnmtudagurinn 17. maí 1956.
uiiiiiiiiKmtiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimmmmiiiiiimiiiniiniHiiiiiiiiiimuiiiiiimiiimitfMwuuiuuiuiimuimiui
— Jæja, j.æja, andvarpaði
Karlotta. — Þaö er kannske
ekki svo kalt í dag. Sem betur
íer — þá getum við sparað
okkur eldiviðinn.
Elsa hrifsaði peninginn, sem
lá á borðinu, og stakk honum
í veski sitt. Veskið var lika
slitið, hugsaði húft;
— Vertu sæl, mámma, sagði
hún og var þegar komin af
stað.
— Vertu sæl, Elsa mín, kall
aði móðir hennar á eftir henni.
Veslings stúlkan, hugsaði
hún, þegar Elsa var farin. Það
var ekki auðvelt að bera aðals
nafn, og eiga enga peninga.
Karlotta var sjálf fædd Peter-
sen. En hve allt hefði verið
auðveldara, ef að von Kipping
hefði líka verið fæddur með
því nafni, hafði hún oft hugs
að. Einu sinni hafði hún sagt
. honum það. Hún gat ekki var
izt brosi,' þégar hún hugsaði
til þess, hvernig hann brást
við. Hann var svo stoltur, og
Karlotta þótti afar vænt um
hinn stolta eiginmann sinn.
Þegar Elsa kom á Friðriks-
borgartorgið leit hún á torg-
klukkuna. Hana vantaði tíu
rnínútur í tíu.
Var hægt að komast inn á
gistihúsið svo snemma? En á
hinn bóginn, ef hún kæmi
seinna, gat hún átt á hættu,
að hann væri farinn út. Hann
myndi áreiðanlega ekki dvelja
á gistihúsinu allan daginn.
Hún flýtti sér upp í strætis-
vagninn og um leið kom henni
til hugar, að ef til vill væri
hann ekki heima. Hún gæti
þá alla vega farið aftur heim,
hugsaði hún.
Hún steig af vagninum á
Ráðhústorginu. En hve veör-
ið var yndislegt. Myndi ham
ingjan einnig brosa til hennar
í dag? Bara að svo færi. Það
var áreiðanlega ekki ein ein-
ast sál í allri Kaupmanna-
höfn, sem þurfti eins mikið
á því að halda, sagði hún við
sjálfa sig.
Aiidartak hikaði hún fyrir
utan gistihúsið.
— Nú gild,ir það, tautaði
hún.
Hún gekk upplitsdjörf inn í
gistihúsið.
— Býr- herra Andrés de
Borch hér, spurði hún mann-
inn í skrifstofunni með ró,
sem henni var alls ekki eigin-
leg á þessari stundu.
Maðurinn leit á skrána, ,og
~ kinkaði síðan kolli.
— Á ég að hringja upp til
hans?
— Já, þakka yður fyrir.
— Og hvaða nafn á ég að til
Hún brosti til hans. Ef hún
segði pafn sitt, myndi hann ef
til vill finiía upp á einhverri
afsökun. Enn einu sinni sendi
hún bróður sínumj Jótlandi
,i óblíðar hugsanir. •
— Segir aðeins, að það sé
ung stúlka, sem_ laftgi til að
tala við hauftj Ég ilSætla að
koma honum á óvart, bætti
hún við.
Maöurinn brosti skilnings-
14. KAFLI.
Á herbergi númer 25 á Carl-
ton gistihúsinu í Kaupmanna
höfn var Andrés de Borch
upptekinn við að láta niður í
ferðatösku sína. Það hafði ver
ið ætlunin, að hann dveldi
einum degi lengur, en vorveðr
ið hafði vakið löngun hans til
að hverfa heim á Borchholm.
Hann hafði aldrei verið þar að
vorlagi.
Hann hafði komið til höfuð
borgarinnar í viðskiptaerind-
um. Hann var hreykinn af
því, að faðir hans hafði trú-
að honum fyrir því verkefni.
Hann hafði verið svo áfjáð
ur í að gera sitt bezta, að
viðskiptin höfðu gengið eins
og í sögu þegar á fyrsta degi.
Hjelm hæstaréttarlögmaður
hafði haft gaman af óþolin-
mæði unga mannsins og hafði
líka látið að vilja hans, jafn
vel þótt það kostaði hann
fimm klukkustunda óslitna
vinnu.
Þessi drengur hlýtur að
vera de Borch að skapi, hafði
hann hugsað. Hann hefir
greind föður síns, og einnig
józka varkárni. Hann undir
ritar ekkert plagg fyrr en
hann hefir lesið það ná-
kvæmlega nokkrum sinnum,
hugsaði hæstatéttarlögmaður
inn.
Lögmaðurinn hafði ekki
litiSt á blikuna, þegar de Borch
hringdi í hann og kvaðst
mundu senda son sinn til að
annast málið. En nú skildi
hann, að de' Borch hafði ■'.’it
að, hvað hann var að gera.
Hann var jafnvel í vaía, að
de Borch hefði sjálfur náð
slíkum árangri í málinu.
Hann var of óþoiinmóður í
slíkum málum. Slíkt var ekki
að segja um son hans.
Andrés ígrundaði hvort
hann ætti að hringja heim
og tilkynna komu sína. Nei,
það var betra að koma þeim
á óvart. Faðir hans hafði að
vísu sagt, að hann skyldi fá
sér nokkra daga frí í Kaup
mannahöfn, þegar hann hefði
lokið viðskiptunum, en Andr-
és langaði ekki til þess. Honum
féll borgarlífið ekki í geð.
Kvöldið áður hafði hann ver
iö í Konunglega ieikhúsinu.
Það hefði verið skemmtileg
ur atburður, enda í fyrsta
sinn, sem hann hafði komið
þar. Frábærir hæfileikar Paul
Raumert höfðu hrifið hann.
Fram að þeim tíma hafði hann
haldið, að leikarar væru hálf
gerðir angurgapar, en nú
skildi hann, að þeir voru reglu
legir listamenn. Að minnsta
kosti margir þeirra.
Hann blistraði lagstúf glað
ur í bragði. Hann hlakkaði til
ökuferðarinnar yfir Sjáland.
Faðir hans hafði gefið honum
litla sportvagninn í jólagjöf.
Hugsa sér, að hann skyldi
vera oröinn bíleigandi. Hvern
einasta dag undraðist hann,
hve hamingjan hafði brosað
við honum.
Og þó hafði hann alls ekki
unnið til alls þessa, en hann
ákvað með sjálfum sér, að
hann skyldi sýna foreldrum
sínum í verki, hve mikið hann
átti þeim að þakka.
Hann hafði garnan af því
að hugsa til þess, að faðir
hans myndi ávíta hann, þeg
ar hann kæmi heim og gerði
upp við hann.
Hann skildi ekki, hvers
vegna hann hvatti hann stöð
ugt til þess að láta peninga af
hendi. Eyðslusemi var ekki
Andrési að skapi. Ef faðir hans
hefði ekki beinlínis sagt hon
um að búa á þessu dýra gisti
húsi, hefði Andrés valið sér
annað, miklu ódýrara.
En faðir hans hafði sagt, að
ef menn væru í viðskiptaer-
indum, yröu þeir að búa á
góðum gistihúsum, til þess að
kaupsýslumenn gætu komið í
heimsókn utan vinnutíma. Það
gat Andrés vel skiliö. En eng-
inn gat fengið hann til að
borga tíu krónur fyrir mál-
tíð, þegar hægt var að fá tvo
ágætis rétti hjá K.F.U.M. fyrir
tvær sjötíu og fimm. í Konung
lega leikhúsinu hafði hann
setið í ódýrustu sætunum. Það
var ekki hægt að segja, að
peningaráðin hefðu stigið hon
um til höfuðs. Ef að móðir
hans hefði ekki farið með hon
um til klæðskerans, hefði
hann heldur ekki fengið sér
ný föt. Hann hafði mótmælt
kröftuglega, þegar móðir hans
valdi dýrasta efnið, en hún
tók það ekki til greina.
— Ef þú ert ekki vel klædd
ur, þá kvænist þú aldrei, sagði
hún hlæjandi.
— Ef það er aðeins ástæö
an, hafði hann svarað, — þá
get ég eins vel verið í gömlu
fötunum — ég ætla ekki að
kvænast.
Móðir hans hafði brosað.
— Við skulum sjá til, hafði
hún svarað.
Hve móðir hans var dásam
leg, hugsaði Andrés og lokaði
töskunni. Hann ákvað að
kaupa einhvern smáhlut til að
gefa henni. En hvað átti þaö
að vera? Það var verst, að það
var allt til á Borchholm.
Síminn á náttborðinu
hringdi.
Andrés hrökk við. Hvað gat
þetta verið? Hann tók síma-
tólið.
— Halló.
— Þetta er á skrifstofunni.
Það er hér ung stúlka, sem
vill hafa tal af herra de Borch.
— Hver er það?
Maðurinn hikaði.
— Hún ætlað víst að koma
yður á óvart, svaraöi hann.
Andrés varð steinhissa.
— Ég kem niður þegar í
stað, sagði hann.
Hann lagði símatólið á.
Hver í ósköpunum gat þetta
verið? Hann þekkti engar ung
ar stúlkur. Ekki nema Lísu, og
hún hlaut að vera heima á
Borchholm.
Hann flýtti sér í jakkann, og
þaut út.
Hann gekk niður stigann,
herbergið hans var á fyrstu
hæð, og honum fannst kjána
skapur að nota lyftuna. En
m*DI MAAfe.
KALDIR
BÚÐINGAR
Köldu ROYAL-búðingarmr eru Ijúf-
fengasti eftirmatur, sem völ er á.
Svo auðvelt er að matreiða þá, að ekki
þarí annað en hræra innihaldi pakk-
ans saman við kalda mjólk, og er búð-
mgurinn þá tilbúinn til framreiðslu.
Reynið ROYAL-búðingana, og þér
verðið ekki fyrir vonbrigðum.
•nstant
pUODlNG
A Produci Stondord bror.ds Ltd„ Liverpod. 9 .
iiiiiiiiiiiiifiiiiiliiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiinfnuuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiim
KJORSKRA
tll alþingiskosninga í
Reykjavík 24. júní 1956
jni£*u K'i -
| (gffdir frá 15. júní 1956 til 14. júní 1957) ligg- 1
| ur frammi aímermmgi til sýnis í skrifstofu borg- §
| arstjóra, Austurstræti 16, frá 17. maí til 2. júní 1
| næst komandi aft bá(Sum dögum me'ðtöldum, |l
| alla virka daga klukkan 9 f. h. til kl. 6 e. h.
| Kærur yfir kjörskránni skulu komnar til borg- |
| arstjdra eigi sífar en 3. júní næst komandi.
| Bogarstjórinn í Reykjavík, 16. maí 1956.
| GUNNAR THOROÐDSEN [
uiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii
lllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllillllllllllllllllllllllllillllllllilllllllllllllllllllllllillllllllllllHillllllllilllíllllllU
| BaSker
| Handlaugar
| • ý W. C.-skálar
| W. C.-kassar
| W. C.-setur
| Blöndunarkranar fyrir ba'Sker
Blöndunarkranar í eldhús
| Steypiba^stæki
| Skolbyssur
Vatnslásar og botnventlar í bafíker
og hanálaugar
Handlaugatengi, framlengingar o. kL
| VATNSVIRKINN hi. 1
1 SkiphoHi 1 — Sími 82562.
iíiiiiir>\iiiiiiiiiiiiiiiiRiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimimiiíiiiiiMii;i\iíiiiiiiiiiiuiiiu