Tíminn - 18.05.1956, Blaðsíða 2

Tíminn - 18.05.1956, Blaðsíða 2
2 Hrakfarir kommúnisia (Framhald af 12. síðu). bal fyrir hjálp hans og samvinnu við kommúnista. Voru það þeir Kristján Sigurðsson, Sigurjón sæ- mundsson, Jóhann Möller og Krist ; án Sturlaugsson. Bentu þeir honum á, að nú gerði hann allt fyrra starf sitt í págu verkalýðsins að engu meo >ví að ganga til samstarfs við 'kommúnista í stað þess að sam- oina umbótaöflin í landinu í liinu :.iýja bandalagi Framsóknarflokks ins og Alþýðuflokksins, scm eitt iieföi möguieika til að há meiri- iilhta í kosningunum í sumar. iæðumenn Framsóknarflokksins Ræðumenn Framsóknarflokksíns i fundi þessúm voru þeir Jón •Cjartansson, Ragnar Jóhannesson )g Bjarni Jóhannsson. Skýrðu þeir ifstöðu bandalags umbótaflokk- inna og hvöttu menn til að vinna ið glæsilegum sigri Áka Jakobs- sonar í kosningunum. Furðulegar fréttafalsanir kommúnistablaðanna Strax eftir þennan dæmalausa orakfarafund Alþýðubandalagsins oirtu kommúnistablöðin og Mánu- dagsblað þeirra, Útsýn, „fréttir“ áf þessum fundi og taka „fréttir11 pessar jafnvel íhaldsblöðunum : ram um falsanir og hreinar lyg- ,ir. Ekki var þar minnzt á frekju frummælenda gagnvart þeim fundannönnum, sem vildu taka til máls á fundinum, ekki var á það minnzt, að fjórir Alþýðu- flokksmenn hirtu Hannibal svo rækilega, að altalað var í bænuin, ekki var minnzt á, að enginn Al- þýðufiokksmaður studdi Hanni- þal á þessum fundi. Ekkert var sagt frá því, að fundarboðendur lágu á „trausts" tillögunni þar lil ki. eitt um nóttina, í stað þess að birta* liana tímanlega. Og al- veg gleymdist að segja frá því, að raunverulega voru stuðnings- nienn tiliögunnar 25 kjósendur. í þess stað skýrðu blöð kommún- ista frá því, að 400 manna kjós- endafundur á Siglufirði liefði samþykkt „nær einróma stuðning við Alþýðubandalagið“, enda var hlegið á Sigiufirði. Fréttaflutning ur þessi varpar glögglega Ijósi á þá vonlausu baráttu sem komm- únistar og fylgifiskar þeirra eins og Hannibal iieyjá nú fyrir lífi sínu í kosningunum í suniar. Vegir ieppiir.. (Framhald af 1. síðu). tyeir bílar frá Reyðarfirði, sem staddir voru á Norðfirði komust ekki yfir skarðið og biðu á Norð- :firði, þegar vegurinn lokaðist. Á miðvikudaginn var svo komið bjartviðri, en þá var blindhríð á Fagradal og komnir allmiklir skafl ar þar á veginn. Snjóbíll var hafð- ar í förum yfir fjallið og flutti .hann farþega að og frá flugvélinni, sem kom til Egilsstaða. í fárviðrinu fuku ellefu síma- staurar innan við Reyðarfjörð og fjórir þeirra brotnuðu. Símasam- bandslaust varð um skeið. Það varð ttl happs bændum í Reyðarfirði, að fæstir þeirra höfðu sleppt fé sínu fyrir óveðrið, en þeir, sem voru búnir að sleppa, áttu erfiðan dag'við að ná því 1 hús á miðvikudaginn. SameinaSir verkíakar (Framhald af 1. síðu). leggja útsvar á félag þetta eins og önnur félög er kannske skiljan leg, þegar þess er gætt, að einn af máttarstólpum íhaldsins er helzti forsvarsmaður samtakanna, Geir Hallgrímsson, bæjarfulltrúi. Skaði bæjarins. Eftir hæstaréttandóminn um skattskyldu samtakanna er hins vegar ljóst, að ef eðlilegt útsvar hefði verið lagt á félagið öll árin, mundi það nú allt kræft, og væri það vafalaust engin smáupphæð. Með því að bregðast þeirri skyldu að leggja útsvar á þau hefir bær- inn að líkindum skaðazt um mill- jónir króna. TÍMINN, föstudagurinn 18. maí 1956, Hatsreinn Ausímann hjá einu málverka sinna. Myndin var tekin í Lista- mannaskáianum í gær, er hann vann að uppsetningu mynda sinna. Ungur málari opnar sýningu í Lisfarnannaskálanum í kvöld í kvöld klukkan 8,30 opnar ungur málari fyrstu sjálfstæðu sýningu sína í Listamannaskálanum. Hann heitir Hafsteinn Austmann og er 22 ára gamall. Hafsteinn hefir áður sýnt verk sín á sýningu í Listvinahúsinu og á sýningu Félags íslenzkra mynd- listarmanna. í fyrra var liann í París og sýndi þar á vegum lista- klúbbsins Salon de Realite Novélle. Hafsteinn hóf nám hjá Þorvaldi Skúlasyni árið 1951 og árið eftir nam hann í Handíða- og myndlistar skólanum. Fór liann síðan til Dan merkur, Þýzkalands og Frakklands, þar sem hann sýndi verk sín, seni fyrr er sagt. Á sýningu þeirri, sem Hafsteinn ; Austmann opnar nú í Listamanna- skáianum, eru um sjötíu mályerk i og einnig nokkrar lágmyndir úr ; tré og ein standmynd útskorin. . Sýningin verður opnuð kl. 8,30 í kvöld og verður opin daglega frá kl. 1—11. Hún stendur í líu daga. í BVlyrtl usinustuna og lagði svo biémsveig ofan á líkið NTB-Gautabcrg, 17. maí. — Maður nokkur kom til lögregl- unnar í Cautaborg í morgun og tilkynnti henni að hann hefði drepið konu eina, sem hann bjó með þar í borginni. Maður þessi er danskur, Leonart Thomsen að nafni, en konan var norskur borgari, fædd 1902. Orsökin til morðsins að því er maðúrinn segir, var sú, að þau deildu um hvernig þau ættu ao halda 17. maí, þjóðhátíðardag Norðmanna, hátíðlegan, og endaði rimman* með því að maðurinn kyrkti konuna. Þegar lögreglan kom á staðinn, sáust engin merki þess að svipting ar hefðu átt sér stað. Nágrannarn- 1 ir báru, að þeir hefðu um morgun- inn heyrt háværar raddir í íbúð- inni. Blómakrans milli handanna. Máðurinn sagði svo frá, að þau hefðu deilt um hvernig þau ættu að halda 17. maí hátíðlegan. Kon- an vildi fara út og gera sér daga- mun. Thomsen sem er bindindis maður, var því mótfallinn. Konan varð þá reið, að því er hann segir og hótaði að fara frá honum fyrir fullt og allt, en þau höfðu búið Kvikmyndahetja í bílslysi Los Angeles, mánudag: Kvik- myndaleikarinn Montgomery Clift meiddist alvarlega í bílslysi hér í dag. Hann var á leið heim til sín úr miðdegisverðarboði hjá Elísa- betu Taylor, kvikmyndaleikkonu, og ók á ljósastaur. Bíllinn gjör- eyðilagðist og Clift meiddist mikið, fékk höfuðkúpubrot og skrámur á andlit og e. t. v. fleiri meiðsli. saman síðan í fyrra. Þá segist Thomsen hafa ákveðið að drepa hana. Þegar lögreglan kom, fann hún konuna liggjandi í rúminu. Hún leit út eins og hún svæfi, hendurnar voru krosslagðar á brjóstinu og milli þeirra hafði ver- ið lagður blómsveigur. I Erlendar fréttir í fáum orðum □ Marshall forsætisráðherra ensku nýlendunnar á Malakkaskaga hef- ir farið þess á leit að viðræður verði hafnar á ný um framtíð Singapore. □ Bandaranaike forsætisráðherra Ceylon hefir þegið heimboð til Moskvu, en segist ekki geta farið fyrst um sinn vegna anna. □ Truman fyrrum Bandaríkjaforseti er væntanlegur í heimsókn til Bonn í byrjun næsta mánaðar og ferðast síðan um Evrópu. □ Ilugh Gaitskell foringi brezkra jafnaðarmanna er staddur í Banda ríkjunum um þessar mundir. íslandsgKman . (Framhald af 12. síðu). í andiit liahs frá loftinu yíir rúm- inu. Ef til vill væri svo í einni um ferðinni blásið lifandi skorkvik- iiulum inn í herbergið. Þau linöpp uðu sig að ljósinu yfir rúminu og dræpust þar í hrönnum og dyttu svo niður í ar.dlit fangans. Kluge taldi pyntingar af þessu tagi al- gengar í fangabúðum konunúnista þar eysira, og undirbúning undir játningar í „réttarliölduni", er á eftir færu. * 15 ára þrælkun. Kluge var meðal þeirra sosial- demokrata, sem austur-þýzka stjórn in náðaði 3. maí s. 1 .Hann taldi, þó enn mikinn fjölda manna í fanga j búðum í A-Þýzkalandi. Ilann var tekinn af kommiinistum, þegar hann var á ferð um A-Þýzkaland í járnbrautarlest 1952 til Nurn- berg. ' I Aðalákæran gegn honum var að hann hefði skrifað andkommúnist iskar ræður fvrir útvarpsstöð í V-Þýzkalandi. Hann fékk 15 ára þrælkunarvinnu. III vist. Lengst af-átti hann illa vist. Eitt sinn vann hann í verksmiðju og fékk þá eina sigarettu í kaup á dag. Seinustu mánuðina var hann í hinu illræmda Butzen-fangelsi. Þeg ar hann fór þaðan kvað hann hafa verið þar 5 þús. pólitíska fanga, sem sváfu á berum trébekkjum með l»/2 meters millibili. Nokkurn hluta af fangavist sinni þar, eyddi hann í herbergi, þar sem 225 föng um var troðið saman eins og síld ' í tunnu. Maturinn var svo lítill og lélegur að margir sem ekki gátu náð sér í neytt aultreitis voru nær dauða en lífi af sulti. Braathen sæmdur stórriddarakrossi Osló, 17. maí. — íslenzka sendi- ráðið í Osló tilkynnti í dag, að for- seti íslands, herra Ásgeir Ásgeirs- son, hefði í dag sæmt nqrska út- gerðarmanninn L. Braathen stór- riddarakrossi hinnar íslenzku fállca orðu. LeiKenaur í gamanieiknum „Vekjaraklukkan", sem sýndur var á siðustu kvöldvöku UMF Aftureidingar í Mosfellssveit. Fjölþætt og þróttmíkið félagsstarf íijá ungmeniiafélaginu í Mosfellssveit Höfíu spila- og taflkvöld vikulega í félags- heimilinu í vetur og tíðar kvöldvökur, þar sem aldrei sást vín á samkomugesti Ungmennafélagið Afturelding í Mosfellssveit hefir haldið uppi ‘fjölþættu félagsstarfi í vetur og er þeim þætti starfseem- innar nú að ljúka, þar sem sumarannir kalla að. Mosfellssveitin er fjölmenn sveit, en vegna þess hve stutt er til Reykja víkur mætti ætla a5 erfitt sé að halda þar uppi sjálfstæðu félagslífi, en svo er þó ekki. Hið myndarlega félagsheimili Hiégarður hefir líka orðið fólki mikil hvatning íil að efla félagsstarfið heima fyrir. Ungmennafélagið hefir í allan vet ur haldið kvöldvökur á þriggja vikna fresti og venjulega verið hús- fyllir, enda þót samkomurnar séu ekki auglýstar nema innansveitar. Ilafa sveítungar brottfluttir, en bú- settir í Reykjavík og nágrenni sótt þessar samkomur mikið. Á kvöld- vökum þessum er sitthvað til skemmtunar, Framsóknarvist, íalna- happdrætti (bingó), upplestrar og leikþættir. Aldrei hefir sést vín á neinum manni á þessum samkom- um félagsins, sem óvenjulegt verð’ ur að teljast á samkomum, sem haldnar eru i nágrenni bæja. Félagið ætlar að leggja aukna á- herzlu á leikstarfsemina að vetri og færa þá upp stórt leikrit, því leik- kraftar eru góðir í sveitinni. Einu sinni í viku hverri hefir fé- lagið svo efnt til tafl- og spilakvölda í félagsheimilinu. Er venjulega spil að annað kvöldið, en teflt hitt. Sam komur þessar eru vinsælar og fjöl- sóttar jafnt af ungum sem gömlum. í sumar mun félagið vinna aö á- framhaidandi frámkvæmdum við leikvang þann og íþróttasvæði, sem það hefir byrjað á hjá félagsheim- ilinu og vinnur að af litlum efnum en miklum áhuga. Er rúðgert að ljúka við framræzlu leikvangsins í sumar og jafna íþróttavöliinn. Er þessi leikvangur mikið hagsmuna- mál fyrir æsku sveitarinnar. í ungmennafélaginu Afturelding er nú um 120 manns. Stjórnina skipa þessir menn: Sveinn Þórðarson for- maðui-, Guöjón Hjartarson varafor maður, Guðmundur Magnússon rit- ari, Ásbjörn Sigurjónssðn gjaldkeri og Tómas Sturlaugsson með3tjórn- andi. r (Framhald af 1. síðu). i Valdemarsson, sem síðar gekk und ir nafninu Ólafur V. Davíðsson, i vann beltið fyrstur manna, Meðal keppenda í það skipti voru þeir: ' Sigurður Bjarklind, Jón Björnsson, Emil Tómasson, Þórhallur Bjarna- ! son og Jón Sigfússon bóndi á Hall í dórsstöðum í Laxárdal. Áður en I Íslandsglímur hófust, höfðu Akur- ! eyringar efnt til svonefndra Veð- ! málaglíma og árið 1905 kepptu 32 j menn í henni. Voru 16 í hvorum ! flokki og var Jóhannes Jósepsson fyrir öðrum. Jóhannes hafði dvalið í Noregi og þegar hann kom heim 1 stofnaði hann ungmennafélög og lagði mikla rækt við iðkun glím- unnar. Það má segja að með þess um aðgerðum sínum hafi Jóhannes lagt grundvöllinn að þeim íþrótta áhuga, sem síðan hefir ríkt hér á landi. Handhafar Grettisbeltisins, Síðan árið 1906 hefir verið keppt um Grettisbeltið árlega, nema ár- in 1914—1918 að báðum þeim með töldum. Fyrstu glímurnar fóru fram á Akureyri, en síðar fluttust þær suður. Þessir menn liafa unnið Grettis- beltið: Ólafur Valdimarsson, Jó- liannes Jósepsson"(tvisvar), Guð- mundur Stefánsson, Sigurjón Pét- ursson (fjórum sinnum), Tryggvi Gunnarsson (tvisvar), Hermann Jónasson, Sigurður Greipsson (fimm sinnum), Þorgeir Jónsson (tvjsvar), Sigurður Gr. Thoraren- sen (sex sinnum), Lárus Salómons- son (þrisvar), Skúli Þorleifsspn, Ingimundur Guðmundsson (tvisv- ar), Kjartan Bergmann Guðjóns son, Kristmundur Sigurðsson, Guð- mundur Ágústsson (fimm sinnum), Guðmundur Guðmundsson (tvisv- ar), Rúnár Guðmundsson (þrisvar) og Ármann J, Lárusson (þrisvar). Glíman í kvöld. Eins og áður er sagt eru kepp- endur í kvöld tólf talsins. Meðal þeirra eru margir þekktir glímu- menn, t. d. Ármann J. Lárusson, núverandi handhafi Grettisbeltis- ins og Rúnar Guðmundsson. Þeir hafa unnið Grettisbeltið þrisvar hvor. Áður en glíman hefst, mun Helgi Hjörvar flytja erindi um Grettis beltið og Íslandsglímuna, Stefán Runólfsson setur mótið. Kynnir verður Lárus Salómonsson. Glímu- stjóri Sigurður Greipsson og dóm- ari Þorsteinn Einarsson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.