Tíminn - 18.05.1956, Blaðsíða 4

Tíminn - 18.05.1956, Blaðsíða 4
4 T í M I N N, föstudagurinn 18. maí 1956. Þýzkar stríðsbókmenntir hafa verið lengi í deiglunni Barnaskóla Akureyrar slitið Mest af því, sem komi'S hefir út, er næsta mark- lítið, þar til nú að brotið er blað með bókinni Kvalin jörð, sem gerist í umsátinni um Leningrad Rithöfundarnir þögðu þar til á árinu 1952. Þrátt fyrir það, að við Ts- lendingar höfum ekki haft nema litlar spurnir af þýzk- um stríðsbókmenntum þessi seinustu ár, hafa slíkar bækur komið út í tugatali, þótt engar þeirra hafi vakið slíka athygli sem bók Erich Maria Re- marque frá fyrra stríði, Tíð- indalaust á vesturvígstöðvun- um. Nútíma stríðsbókmenntir þýzkar hafa verið lengi í deigl unni, en nú fyrst virðist vera að færast eitthvert bókmennta legt líf í tuskurnar hjá þess- ari gömlu stríðsþjóð. Það er einkum ein bók, sem ber þessu vitni: Die Stalin Orgel eftir Gert Ledig. Bókin hefir verið þýdd á ensku og heitir þar The Tortured Earth eða Kval- in jörð og hefir fengið mikið lof gagnrýnenda. Á árunum sem komu í kjölfar hinnar algjöru uppgjafar voru Þjóðverjar þögulir um sitt tapaða stríð. Umskiptin frá sigurvon til ósigurs urðu mjög skyndileg og hafði það sínar afleiðingar. Og ennfremur urðu efnilegustu höf- undar þýzkir að berjast við að halda í sér líftórunni fyrstu árin sem verkamenn, vörubjóðar og af- greiðslumenn. Gengísbreyting og betri tímar. Það var ekki fyrr en á árinu 1948 'áð’ gengisbreytingin í Þýzka- ' landi várð til þess að lífsskilyrðin fóru dágbatnandi og í kjölfarið sigldu bækur ritaðar af mönnum, - sem höfðu lifað þýzkt stríð. Það kom stráx í Ijós, að athugun á martröðinni var mjög ábatasöm. ■Úígefendur urðu auðugir á að gefa út alls konar yfirborðsþvað- ur, sem sagt var byggt á blöðum Eoírimels, Ribbentrops, Schachts ■ eða ‘VOrt Papens og annarra, er lýstú því fjálgum orðum, hvernig þeir hefðu sýnkt og heilagt unnið gegn Hitler. Þetta var frekar klúð- ursleg ritmennska og fáar þessara snöggsoðnu bóka höfðu nokkur sögulegt eða bókmenntalegt gildi. sameiginlegt að lenda í rússneskri árás á þýzka víglínu. í árásinni einangrast bæði sókn og vörn og þessi einangrun frá herjunum veld ur því; að hverjum og einum finnst sem hann eigi enga fortíð lengur né framtíð. Eina markmiðið er að halda lífinu einum degi lengur og þó það væri ekki nema klukku- stund. Það er mjög lítið um póli- tík í bók Ledigs og engu meira um trúmál. Erfiður á hlífðarkápum. Gert Ledig er grannvaxinn mað- ur, þrjátíú ög 'fimtti" ára að aldri og með þeirri fortíð, að útgefend- ur eiga í stríðu við að semja um hann á hlífðarkápurnar; Hann fæddist í Leipzig og eyddi-veðra- sömum unglingsárum með- frá- skildri móður sinni í Vín. Hann fór einn vetur í kennaraskóla, en hætti og gerðist verkamaður, lása- smiður og rafmagnsmaður. Um þær mundir sem stríðið brauzt út, gekk hann í leikskóla. Þótt hann væri ekki í nazistaílokknum, gerð- ist hann sjálfboðaliði á stundinni. Er hann hafði barizt í eitt ár á vígstöðvunum í Rússlandi, var hann kallaður fyrir herrétt ákærð- ur fyrir að vera „pólitískt ótreyst- andi.“ .Síðan, var hann fluttur í annan stað til ögunar. Um það feyti mun hann hafa lent í um- sátrinu um Leníngrad. Hann særð ist árið 1944 og kom út úr sjúkra- húsinu þremur fingrum fátækari á hægri hendi. Grunaður um njósnir. Árið 1945 tóku Rússar hann fastan í Leipzig vegna gruns um njósnir. Hann flýði og settist að í Bæhcimi. Þar vann hann ýmis al- geng störf og komst hæst sem verk stjóri yfir fjörutíu manns, sem bjó til minjagripi handa ferðafólki. Hann hóf að rita Kvalda jörð ár- ið 1946. „Blóð, sviti og engin tár.“ Vel faldar dagbækur hermanna frá vígs’toðvalífinu urðu hráefnið í næstu öldu þýzkra stríðsbóka. Fjörutíu og sjö slíkar bækur hafa verið gefnar út. Hundruð þeirra biða enn í hirzlum bókaútgefenda eða eru enn í ritun. Flestar bæk- ur af þéssu tagi, sem komið hafa fyrir augu lesenda höfðu það ein- kenni helzt, að vera frá upphafi stríðsins, þegar sigrar Þjóðverja voru hvað mestir. Og bersýnilegt var, að mönnum var ekki um að fjalla um ósigrana í Rússlandi. Það var ekki fyrr en árið 1952 að bækur um stríðið í Rússlandi fórú að koma út í Þýzkalandi. Einn þýzkur gágnrýnandi komst svo að orði, pm þessa þriðju öldu þýzkra stríðsbókmennta, að þær væru um „blóð,. svita ög engin tár,“ enda fjölluðu þær að mestu um hernað- arframkvæmdir og hermannaorð- bragði blandað innan um til að styrkja brallið. Einnig var nokk- uð um hugsanir manna, þar sem því var komið við og flestir voru látnir vera á móti Hitler. Þessar bækur seldust hægt. Fyrstar þess- ara bóka til að vekja verulcga at- bygli, voru Járnkrossinn, eftir Willi Heinrich og Kvalin jörð eft- ir Ledig. 40 röstum sunnan Leníngrad. „Liðþjálfinn gat ekki snúið sér Við í gröf sinni af því hann lá ekki í neinni. Þremur röstum frá Padrowa og um 40 röstum sunnan Leníngrad hafði hann kastast í loft upp undan rakettuskotum. Hann hékk á berum bol, sem hafði einu sinni verið tré, með höfuðið niður og handleggina afrifna.“ Með þessum orðum hefur Gert Ledig stutta frásögn af fjörutíu og átta klukkustundum á Leníngrad- vígstöðvunum. Persónur hans eiga engin nöfn, en í bók hans eru bæði Rússar og Þjóðverjar, sem eiga það Þróttmikið og margþætt starf Sænsk-íslenzka f élagsins í Gautaborg Fyrir skömmu barst Tímanum skýrsla Sænsk-íslenzka fé- lagsins í Gautaborg um starfsemi þess árið sem leið. Er af henni auðsætt, að félagslífið hefir verið blómlegt og ýmsar leiðir verið farnar til þess að halda uppi kynningarstarfsemi. Sumardagurinn fyrsti var hald- inn hátíðlegur með veglégu sam- kvæmi, er var mjög fjölmennt. Þá hafði félagið forgöngu um þátttöku íslands í sýningu á kaup stefnunni Svenska mas’san. Var einkum vakin athygli á flugferð- um Loftleiða og siglingum Heklu. Félagið annaðist móttöku fim- leikaflokks kvenna frá Ármanni. Dvöldust íþróttastúlkurnar 5 daga í Gautaborg og höfðu meðal ann- ars sýningar í skemmtigarðinum Liseberg. Félagið hafði ., einnig millígöngu um sýningar flokksins annars staðar í Suður-SviþjÓð. Einnig annaðist félágíð móttöku hóps frá Þjóðdansafélagi Reykja- víkur, sem kom til'. Gautaborgar í s. 1. júlímánuði. , Sænsk-íslenzka félagið hafði milligöngu um heimsókn knatt- spyrnufélagsins Hacken frá Gauta borg til íslands, en það lék hér fjórum sinnum í s. 1. júnímánuði. Knattspyrnufélag Reykjavíkur end urgalt heimsókn þessa í byrjun ágústmánaðar og lék nokkrum sinnum í Svíþjóð. 30. nóvember hélt félagið fræðslu- og skemmtifund, en þar flutti Peter Hallberg meðal ann- ars erindi um .skáldverk Halldórs Laxness. í ársskýrslunni er harmað að loftferðasamningnum var sagt upp milli íslands og Svíþjóðar, en hins vegar látin í ljós gleði yfir veitingu Nóbelsverðlaunanna, en Laxnes var staddur í Gautaborg, er fréttin barst, og sendi félagið honum þá blóm með hamingju- óskum. Að þessu sinni hélt félagið skcmmtun á sumardaginn fyrsta og í gær efndi það til samkomu að loknum upplestri Halldórs Lax- ness í Gautaborgarháskóla. Aðalfundur var haldinn 25. febrúar og var stjórnin þá endur- kjörin, en formaður félagsins er Petcr Hallberg háskólakennari og ritari Eric Borgström fram- kvæmdastjóri. Á þessum fundi flutti Lísa Mattssen blaðamaður erindi um íslandsferð. Utanríkisráðherra hélt frú Begtrup kveðjuhóf í fyrrakvöld héldu utanríkisráð- herra dr. Kristinn Guðmundsson og frú hans kveðjuhóf í ráðherra- bústaðnum fyrir frú Bodil Beg- trup, ambassador Dana á íslandi, og mann hennar, Bolt Jörgensen, fyrrum sendiherra. Hófið sátu ýmsir embættismenn og vinir sendiherrahjónanna. Utanríkisráð- herra flutti hlý kveðjuorð til frú Begtrup, sem nú hverfur héðan eftir 7 ára heillaríkt starf. En hún þakkaði með mjög snjallri ræðu. Ambassador frú Begtrup og mað- ur hennar halda héðan í næslu viku. r A annað þúsund börn í skólanum næsta vetur Barnaskóla Akureyrar var slitið laugardaginn 12. maí að viðstöddum mörgum gestum og voru þá útskrifuð 127 börn. Skólastjóri, Hannes J. Magnússon, flutti ræðu og gaf skýrslu um starf skólans á árinu. í skólanum var 921 barn í 35 deild- um og varð að kenna á þremur stöðum vegna húsnæðis- vandræða. En auk þess voru í smábarnaskóla þeim, er Hreið- ar Stefánsson veitir forstöðu 120 börn. Innritazt hafa svo á þessu vori tæp 200 börn, en 128 börn hverfa úr skólanum. Verður því meiri fjölgun nemenda á þessu ári en nokkru sinni áður. Og munu verða næsta vetur um 1090 börn, en gamli skólinn tekur mest 800 börn, svo að húsnæði þarf þá að útvega handa tæplega 300 börnum. Það hefir verið ákveðið, að hefja byggingu á nýjum skóla á Oddeyri á þessu vori, og er undirbúningi að því að verða lokið. Heilsufar í skólanum liefir verið ágætt og með bezta móti um langt skeið. Mest meðalhækkun í bckkj- ardeild var 4,30 sm, en mest með- alþyngdaraukning í bekkjardeild var 3,63 kg. Sparifjársöfnun gekk vel, og keyptu börnin sparimerki fyrir 74 þús. kr. og hafa þau þá keypt merki fyrir tæp 150 þús. kr. á tveimur árum. Blómleg íþróttastarfsemi. Margir íþróttakappleikir voru háðir á vegum skólans og voru þessir helztir: Skíðaboðganga, svig, skautahlaup, fimleikar drengja og fimleikar stúlkna og loks sund. Allt var þetta sveitakeppni og keppt um bikara sem ýms fyrir- tæki og einstaklingar í bænum höfðu gefið. En sundbikarinn gaf Snorri Sigfússon, fyrrverandi skóla stjóri. Lestrastofa starfar í skólan- um allan veturinn og er opin þrisvar í vikur Sóttu hana 2350 gestir, allt nemendur úr skólan- um. Þá var mikiði iðkuð skák og fór það jafnan fram eftir venju- legan skólatíma. Hæsta einkunn við barnapróf og þar með í skólanum hlaut Þórunn Ólafsdóttir 9,53. Úthlutað var verð launum frá Prentverki Odds Björnssonar fyrir þrjár beztu rit- gerðir við barnapróf. Voru það bókaverðlaun og hlutu þau að þessu sinni Guðrún Jóna Gunnars dóttir, Jónborg Ragnarsdóttir og Þórunn Ólafsdóttir. Skólaslitaræða skólastjóra. Að lokum ávarpaði skólastjóri hina brautskráðu nemendur og varaði þá við of miklu eftirlæti við sjálfan sig. Benti hann á þá hættu, seni fælist í mikilli velmegun og mikl um þægindum. Vakti hann at- hygli þeirra á því, að þrátt fyrir langa skólagöngu, yrðu þau þó alltaf ómenntuð, ef þau lærðu ekki sjálfsaga og sjálfsstjórn.. Ilann sagði meðal annars: „Það er einhver alvarlegasta blekking okkar nútímamannanna, að trúa því, að því meira, sem við eig- um, því meira, sem við getum veitt okkur af alls konar gæðúrn, því hamingjusamari verðuin við. Með allsnægtunum kemur eyðslu semin, sem er kannske eitthvert alvarlegasta fyrirbrigði á íslandi í dag. Þjóðfélagið hefir gert mikið fyrir ykkur og á eftir að gera það. Bráðum kemur að ykkur að gera mikið fyrir þjóðfélagið. Látið ykkur ekki detta í hug að þið veiðið hamingjusöm, nema þið greiðið skuldir ykkar við foreldra ykkar, þjóðfélagið og guð. Að lok- um bað hann börnin að reyna að lifa eftir orðum Fjallræðunnar: Allt það, sem þér viljið að aðrir mtnn geri yður, það skuluð þér ag þeim iijöra. — r■ Iþróttadagurinn í sumar Stjórn Frjálsíþróttasambands íslands skýrði blaðamönnuni ný- lega frá því, að ákveðið væri að liafa sérstakan íþróttadag í sumar, eins og verið hefir tvö undanfarin sumur. Dagur þessi er sniðin eftir fyrirmynd frá Norðurlöndum — og hugsaður sem útbreiðsladagur fyrir frjáls- ar íþróttir því hugmyndin er að ná til sem allra flestra, ungra sem gamalla. íþróttadagurinn að þessu sinni verður um aðra helgi í júní, eða nánar tiltekið frá 9,—11. júní, og verður þá stigakeppni milli hér- aðssambanda, og sér hvert hér- aðssamband um daginn á sínu svæði. Árið 1954 tóku 560 manns (Framhald a 8. síðu). Fyrir nokkrum <áruin gaf Snorri Sigfússon, fyrrverandi skólastjóri, bikar, sem skyldi verá1 verðlaunagripur á ári hverju í sundkeppni milli bekkj- anna. Þetta er sveitiri, sem að þessu sinni vann Snorrabikar. ■ .•>. •nii'-'m 070 •>' /■ " :•••

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.