Tíminn - 18.05.1956, Blaðsíða 5

Tíminn - 18.05.1956, Blaðsíða 5
TÍMIN N, föstudagurinn 18. maí 1956. Magnús Gísiason, námsstjóri: ^ Síðari hluti Á Norðurlöndum er kappsamlega unnið að rannsóknum í þágu uppeldismála Hér birtist síðari hluti af grein Magnúsar Gíslasonar, námsstjóra, en hún er tekin úr tímaritinu Menntamál. Fyrirsagnir eru blaðs ins. SvíJjjó'ð í fjórum sænskum háskólaborg- um eru rannsóknarstofnanir, sem um sálfræði- og uppeldisfræðirann sóknir fjalla, starfræktar í tengsl- um við háskólana. Auk þess er unnið að víðtækari tilraunastarf- semi á þessu sviði á vegum sænsku f ræðslumálastof nunarinnar (Skol- överstyrelsénj. í Uppsölum starfar „Institutionen för pedagogik“ undir stjórn Wil- helm Sjöst'rand. í skýrslu sinni í áðurnefndu tímariti tekur hann það fram| að vísindalegum rann- sóknum á þessu sviði sé það fjötur um fót, hve mikill fjöldi stúdenta leggur nú stund á þessi fræði, og kennsluskyldan tekur því meira af tíma háskólakennaranna en góðu hófi gegnir. Þessi þróun er sam eiginleg öllum sænskum háskólum, en býsna margt virðist þó hafa áunnizt á undanförnum fimm ár- um. Meðal þeirra verkefna, sem tek in hafa verið fyrir á vegum rann sóknarstofnunarinnar í Uppsölum má t. d. nefna nýja gerð hæfnis- prófa til athugunar á músíkgáfum meðal skólabarna og rannsókn á daglegu námsstarfi menntaskóla- nemenda í Uppsölum. Nemend- ur þeirra menntaskólabekkja, sem athugaðir voru, var skipt í 3 hópa eftir námsafköstum, og var færð dagleg skýrsla um námsstarfið í heild — bæði heima og í skóla — á meðan rannsóknin stóð yfir. Til þess að auka áhuga nemend- anna á rannsókninni var þeim greidd dálitil upphæð fyrir fyrir- liöfnina. Ennfremur hefur verið gerð rannsókn á námsaðferðum með hliösjón af árangri í námi í barnaskólunum, hvað helzt veldur ótta og kvíða hjá skólabörnum og áhrif slíkra kennda á skólastarf og námsárangur. Skólaganga fávita. Athyglisyerð atnugun hefur ver- ið framkvæmd viðvíkjandi skóla- göngu fávita. í ljós hefur komið, að fávitar, sem notið hafa kennslu í heimangönguskólum (externat) eiga léttara með að aðlagast um hverfi og sjá sjálfum sér farborða að námi loknu heldur en þeir, sem numið hafa í heimavistarskólum (internat). Námsárangur heiman- göngukennslunnar er einnig að jafnaði betri. Ýmislegt fleira mætti nefna, sem vísindamenn í uppeldisfræð- um við Uppsalaháskóla og nem- endur þeirra hafa fjallað um und- anfarin 5 ár, t. d. það, að 2 síð- ustu skólaárin hafa öll börn í 4. bekk barnaskólanna í Uppsölum verið vitprófuð. í tengslum við háskólann í Lundi starfar „Institutionen för psykologi ock pedagogik“ undir stjórn pró- fessors Hermann Siegvald. Þar hef ur nemendafjöldinn aukizt geysi- lega á síðustu arum, þannig að skólaárið 1954—55 lögðu 641 stúd- ent stund á þessi fræði. Undanfar- in ár hafa rannsóknarstoínunni verið látin góð tæki í té, sem hafa aukið og bætt skilyrði til rann- sókna og íræðslustarfs í þessum greinum. En þessi stofnun mun nú vera sú fullkomnast sinnar teg- undar á Norðurlöndum, hvað tæki og ýmiss konar annan útbúnað snertir, þar sem stofnunin nýtur ríflegri fjárhagslegs stuðnings til þessara hluía en aðrar hliðstæð- ar norrænar rannsóknarstofnanir. Prófessor Herman Siegvald telur það tímabært að efna til norrænn- ar samvinnu um gerð og fram- leiðslu ýmiss konar fækja til.rann- sóknar- og íræðslustarfs í háskól- um, rarinsóknarstofnúnum og kennaraskóliun á Norðurlöndum. Hann álítur, að fiest þeirra tækja, sem rannsóknarstofnanirnar eiga eða eiga völ á, séu óþarflega dýr og mörg þar að auki óhentug. ^ Áhrif lofs og atyrða. Af þeim fjöldamörgu verkefnum, sem rannsóknarstofnunin í Lundi hefur tekið fyrir má nefna, hver j áhrif hrós og atyrði hafa á skóla-1 börn, athugun á ótta og reiði með al skólabarna, gerð hæfnisprófa í sambandi við starfsval fyrir börn, sem gengið hafa í hjálpardeildir, orsakir lesgalla, athugun á aðferö- um við réttritunarkennslu fyrir börn, sem eiga örðugí með lestrar- og réttritunarnám. Ennfremur má nefna skróp úr skóla, orsakir og af- leiðingar misheppnaðra prófa, at- liugun á hugmyndum unglinga j (13—14 ára) uin siðferði, rannsókn j á skilningi barna á vissum orða- I samböndum sögukennslubóka. , Loks má nefna athugun á kostum og löstum kennara. Við háskólann í Gautaborg eru nú tvær rannsóknarstofnanir starf j ræktar, önnur fjallar fyrst og fremst um sálfræðileg rannsóknar- efni, en hin um uppeldisfræðileg efni. Ennþá er þó aðeins einn há- skólakennari í þessum greinum, prófessor John Elmgren við Gauta- borgarháskóla. Við aðra sænska há- skóla er nú starfandi einn pró- fessor í hvorri þessara greina. Drengirnir gerðu táknræna mynd. Tvennar athyglisverðar rannsókn ir fara nú fram undir stjórn pró- fessors John Elmgren. Önnur hófst vorið 1954 og er í því fólgin, að 3—7 ára börn í leikskólum, á dag- heimilum og öðrum hliðstæðum ] stofnunum eru látin teikna: 1) á- ] kveðna persónu, 2) eitthvað eftir frjálsu vali, 3) eitthvað eftir frjálsu , vali úr næsta umhverfi eða frá heimili barnsins. Rannsókn þessi ( er gerð í samvinnu við Kennara- skólann í Gautaborg. Rösklega 2000 börn úr 57 stofnunum voru látin teikna þessar myndir. Kenn- aranemar og háskólastúdentar söfn uðu þeim saman, samtímis alls staðar, að teiknitímanum loknum. Venjuleg gerð skólalitá var notuð: grænn, rauður, blár, gulur, svart- ur, hvítur, fjóiublár og brúnn. Við athugun á persónu-teiknum barn- anna kom í Ijós, að algengara var, að stúlkur teiknuðu rétta og raun- verulega persónu, en drengirnir teiknuðu frekar táknræna mynd. Ennfremur notuðu stúlkurnar fleiri liti, en drengirnir. Haustið 1951 hófust athuganir á vegum Kennaraskólans 1 Gauta- borg undir stjórn John Elmgren og Erik Malmström, sem fjallar um ýmsar hliðar náms og skólastarfs. Markmið þeessarar rannsóknar er, að fá fram hentug hæfnispróf, sem liafa megi hliðsjón af við val kenn- araefna, en mun fleiri sækja þar um skólavist en hægt er að taka, svo að velja verður úr árlega. Rann sókn þessari er ekki lokið. “ *w ^ X rf * i Fiskimjöl úr fiskslógi talið merk nýjung i Skróp skólabarna. j Af öðrum rannsóknarefnum, sem , tekin hafa verið fyrir, má nefna ] athugun á örvhendum skólabörh- : um, músíkgáfu, andlegri þreytu, j skrópi skólabarna, og áhrifum ; kvikmynda á börn og unglinga og þá sérstaklega á unglinga á gelgju skeiði. í Stokkhólmi eru nú 4 rannsókn arstofnanir starfræktar í þágu þessara vísinda. Þrjár þeirra eru tengdar háskólanum: „Pedagogiska I institutet" undir stjórn próf. Tor- j sten Husén, Psykologiska institut- ! et“, sem próf. Gösta Ekman veitir j forstöðu og loks „Pyskotekniska : institut", undir stjórn fil. lic. | Valdemar Feilenius. Auk þess má I hér nefna „Statens pyskologisk- pedagogiska institut“, sem stofn- | sett var árið 1944 .Forstöðumað j ur þeirpa, stofnupar, er fil lic. Jon I A vegum síðast nefndrar stofn- unar hefur undanfarin ár verið unnið að því að gera ný stöðluð próf til þekkingarkönnunar. Slík próf voru fyrst samin 1947) á I vegum stofnunarinnar af Frits Wig1 forss, en síðan (1955) hafa þau1 ,verið aukin og endurskoðuð undir stjórn Torsten Husén. Af kennslufræðilegum viðfangs- efnum þessarar stofnunar má nefna athugun á aðferðum við Iestrar- kennslu. Samkvæmt alþjóðlegum rann- sóknum hér að lútandi, hafa ýms- ir sérfræðingar helzt hallazt að þeirri skoðun, að hin svonefnJa orðmyndunar-aðferð (ordbildmet- od) gefi beztan árangur við lestr- arkennslu fyrir byrjendur. Þessi aðferð er í stuttu máli í því fólgin, að nemcndum eru í upphafi kennd- ar heilar setningar eða einstök orð, síðan er athyglinni smátt og smátt beint að frumhlutum orð- anna, einstökum hljóðum. Sænskir sérfræðingar hafa aftur á móti helzt mælt með hljóðaðferðinni, þar sem börnunum eru kennd hljóð einstakrh hljóðtákna í upphafi, og síðan atkvæði, orð og setningar. í Svíþjóð hafa. sem sagt mjög fáir notað orðmyndaraðferðina við lestrarkennsluna, og vísindalega hafa kostir og lestir þessarar að- ferðar lítið sem ekkert verið rann- sakaðir þar. — Vorið 1953 voru gerðar ýmsar athuganir á fernum tvíburum, og í nóvember sama ár voru stofnaðir tveir tvíburabekkir í Stokkhólmi. Hvor bekkjanna var með 9 nemendur, algera byrjend- ur. Sami kennari kenndi lestur í báðum bekkjunum. í öðrum bekknum kenndi hann lestur með hljóðaðferðinni, en í hinni með orðmyndaraðferðinni. Lestrar- kennslunni var þannig hagað allt skólaárið 1954—55. Ætlunin er að fylgjast lengur með námi og þroska þessara barna, en eftir þriðja skólaárið verða þessir bekk ir leystir upp. Með rannsókn þessari cr fyrst og fremst leitazt við að fá svör við eftirfarandi spurningum. (Framhald á 8. síðu). I MARZ-HEFTI „Canadian Fisher- man“ er sagt frá nýju ,,super“- fiskimjöli, sem gert er úr fiskslógi. Er frá því skýrt, að það muni senn koma á markað. Notagildi mjöls- ins hefir þegar verið prófað á til- raunabúgarði kanadíska ríkisins í Nova Scótia-fylki. Einn af vísindamonnum þeim, sem fengizt hafa við framleiðslu þessa mjöls ú vegum Tilraunastöðv ar ríkisins við Átlantshaf, segir, að mjölið megi vinna úr slógi,, sem nú er kástað'u'tbyröis á miðunum, cn það er mjög mikið magn. Hann áætlar að tögari kasti um 300 lest- um af slógi fyrir borð á' ári, en það jafngildir um 60 lestum af hinu nýja mjöli. Framleiðsluaðferðin er mjög ein föld. Aðallega er um þorskslóg að ræða. Slógið er sett í stóra geyma um borð í fiskiskipunum. Þegar gerjun er komin í slógið, eftir nokkra daga, verður það fljótandi. Þetta fljótandi efni er þurrkað í „ ,,tromlu“-þurrkara“ og síðan er mjölið malað úr hinu fasta efni. Mjölið er rjómagult og mjög víta- mínríkt. Búpeningur er sólginn í það. Enn finna Þjóðverjar fiskimið við Grænl. Samkvæmt í frásögn Dansk Fisk- erilidende í s. 1. mánuði, hefir skip stjóri á stórum vestur-þýzkum tog ara, sem var að veiðum fyrir vest- an ísland í marz s. L, fundið mjög auðug mið um það bil 80 mílum fyrir vestan Dohrn-mið, sem kennd eru við þýzka rannsóknarskipið Anton Dohrn. sem fann þau í fyrra, að sögn blaðsins. Mið þessi segir blaðið að séu á móts við Angmagsalik á austurströnd Græn- lands. Mið þessi eiga að hafa verið svo rík af þorski og karfa, að þýzki tog arinn hafi fyllt sig á mjög skammri stund og hafi komið til heimahafn ar með úrvalsfarm. Blaðið segir að æ fleiri af hin- um nýju og stóru vestur-þýzkú tog urum sæki nú á mið við Græn- land. Er sagt frá einni veiðiferð. Togarinn „Herman Ahlers" var 23 daga í túr og kom heim með 5065 kassa af afbragðsfiski, eða um 250 •lestir, og var mest megnis þorsk- ur og karfi og allt vænn og góður fiskur. Fiskveiðar Rússa § Nýlega heimsótti hópur rúss- neskra útgerðarsérfræðinga Noreg til að kynnast fiskveiðum Norð- manna. Ýmsar upplýsingar um fisk veiðar Rússa birtust í norskum blöðum meðan á heimsókninni stóð. Til dæmis, að við veiðar í Barentshafi noti Rússar 2000 lesta skip, sem eru í senn togarar og verksmiðjur. Skipin eru þýzk- byggð og hafa reynst mjög vel. Múrmansk er heimahöfn þeirra. Alls gera Rússar út 14 eða 15 slík skip. Áhöfnin er 98 manns. Botnvarpan er dregin upp á skip- ið að aftan og veiðinni hellt á þil- farið og þá er tekið til við vinnsl- una. Skipin eru á miðunum í 40— 50 daga og afköst geta orðið 20 lestir af frosnum flökum á dag, 10 lestir heilfrystur fislíur og 4 lestir fiskimjöl. Þessi þýzku skip eru til reynslu, en ætlunin er að smíða stórá'n flota af svipuðum skjpum, í ljósi fenginnar reynslu. Verða VAÐsromN Straumur fjármagnsins. ÉG RÆDDI nýlega við reykvísk- an borgara um ástæðuna fyrir þvi að svo margt fólk utan af landsbyggðinni flytur til Reykja- víltur. Mér virtist hann helzt telja, að landsfólkið sækti svo á- kaft í skemmtanir fjölbýlisins og fjölbreyttni borgarlífsins, að það héldist ekki við úti um byggð- irnar þess vegna. Annan borgara heyrði ég eitt sinn halda því fram að ástæðan væri, hve vel borg- arstjórnin hér færi úr hendi og miklu betur en í öðrum kaup- stöðum. Skyldi þetta vera út- breiddur skilningur í höfuðstaðn-t um? Varla trúi ég því. Að vísu mun vera hér til fólk, sem ekk- ert les nema Morgunblaðið og þá er ekki von á góðu. Slíkt fólk verður á sálinni eins og námu- hestur til höfuðsins: með klappa bundna á báða vanga svo að ekki sjáist til hliðar heldur aðeins beint ófram. Fleiri höfuðstaðar- búar munu þó skilja, að fjármagn og fjáraflaaðstaða og atvinnu- möguleikar hafi liér mest að segja. Fjármagn það, sem hér er í umferð er ekki aðeins aðallind þjóðfélagsins alls af því að hér er höfuðborg og aðsetur stjórn- arvalda og banka og innflutn- ingshöfn, heldur hefir að undan- förnu flutzt mjög mikið fjár- magn utan af iandi tii Reykjavik- ur, meö fólkinu, sem hingað kemur. Byggðirnar standa fá- mennari og fátækari eftir. Mögu- leikarnir þar hafa rýrnað, en eflzt að sama skapi hér syðra. Þannig gerazt dæmin. ÞESSIR fjármagnsflutningar fara fram með ýmsum hætti. Ég skal þau nokkru stærri. Rússar skýrðu frá því, að árleg notkun á þorskalýsi í Rússlandi væri 7000 lestir. Rússar eru að byggja mjög stór frystihús í Múrmansk. Er áætlað að þeim verði lokið á þessu ári. Afköst eiga að verða 450 lestir heilfrystur fiskur á sólarhring, seg ir í þessum norsku blöðum. Rússar reka miklar síldveiðar, bæði í Atlantshafi og Kyrrahafi, og svo veiða þeir mikið í Kaspí- hafi og nota þar stórvirkar dælur til að ná fiskinum. Þeir setja vítt rör á 40—60 metra dýpi og soga fiskinn upp á þilfar. Sterkir ljós- kastarar eru líka notaðir við þess- ar veiðar. nefna dæmi. Miðaldra iðnaðar- maður flytur til Reykjavíkur, sel- ur eignir sínar í kaupstað fyrir vestan eða norðan. Hann fær fyr ir þær sem svarar hálfu andvirði íbúðar í Reykjavík. Afganginn fær hann að láni hjá fjölskyldu- meðlim, sem á fjárhæð í spari- sjóði. Þá er allt andvirði íbúðar- innar tæmt úr sjóðnum úti á landi. Annað dæmi er svona: Son ur efnalega sjálfstæðs manns í þorpi fyrir austan flytur til Rvík ur. Ræðst í byggingu, en skortir efni. Foreldrarnir reyna að sjálf- sögðu að hjálpa. Allt sparifé og meira til er lagt í húsið í Reykja- vík. Einnig þetta er blóðtaka fyr- ir fámennt þorp. Breytt hugarfar er það, sem þarf. RÍKISVALDIÐ reynir að liamla í móti með því að veita fé til framkvæmda víða á landinu. Það er góðra gjalda vert og liefir gert mikið gagn. En sú hjálp hefir komið of seint og er of lítil. Fólksstraumurinn heldur áfram og flytur með sér fjármagnið. Erfiðleikar fjármagnsskortsins vaxa úti á landi. Til þessa hafa kaupfélögin verið helzti stíflu- garðurinn. Fjármagn það, sem verzlunin við þau skapar flytzt ekki á brott heldur fer til við- reisnar og framkvæmda. En þessi stífla er ekki nægiiega öflug. At- vinnulífið úti á landi þarf að njóta sérstakrar fyrirgreiðslu af opinberri hálfu til að unnt sé að snúa við. Og til þess þarf breytt liugarfar víða í þjóðfélaginu. — Þetta eru nokkur atriði fólksflutn ingavandamálsins. Þau eiga lítið skylt við skemmtanir eða vizku borgarstjórnarinnar hér. - Frosti. Ferming á Akranesi 20. maí (séra Jón M. Guðjónsson) FERMINGARBÖRN: kl. 10.30 f. h.: Stúlkur: Aldís Lárusdóttir, Heiðarbráut 34. Árný Hafstein Kristjánsdóttir, Suð- urgötu 115. Brynja Pétursdóttir, Merkurteig 4. Díana Bergmann Valtýsdóttir, Sunnubraut 16. Elín Björg Magnúsdóttir, Vestur- götu 71 b. Elsa Jónsdóttir, Laugarbraut 28. Emilía Ásta Júlíusdóttir, Vesturg. 43. Fríða Ragnarsdóttir, Sandabraut 6. Friðgerður Lilja Jóhannsdóttir, Suð- urgötu 40. Guðríður Halldóra Haildórsdóttir, Kirkjubraut 51. Guðrún Gunnarsdóttir, Steinsstöðum. Guðrún Hallvarðsdóttir, Vesturg. 87. Guðrún Erla Jóhannsdóttir, Skaga- braut 8. Gunnur Axelsdóttir, Merkigerði 2. Ingibjörg Fanney Sigurðardóttir, Kirkjubraut 36. Margrét Halldórs Ármansdóttir, Sóleyjargötu 10. Ragnhildur Jónina Sigurdórsdóttir, Bjarkagrund 11. Drengir: Atli Marinósson, Suðurgötu 97. Björn Ingi Finsen, Vesturgötu 42. 1 Björn Sævarr Ingvarsson, Still- holti 11. Dagbjartur Kort Dagbjartsson, Mel- teig 8. Davíð Þjóðleifsson, Skólabraut 19. Erlendur Danielsson, Vesturg. 146. Gilbert Már Skarphéðinsson, Kirkju- braut 53. Grétar Vésteinsson, Laugarbraut 26. Vésteinn Vésteinsson, Laugarbr. 26. Guðjón Guðmundsson, Suðurgötu 34. Guðmundur Helgi Sigurðsson, Kirkjubraut 7. Gunnar Hjörtur Gunnarsson, Vestur- götu 111. Hörður Þórleifsson, Bjarkargr. 15. Jakob Hendrik Daníel Matthíasson, Jaðarsbraut 11. (Framhald á 8. síðu).

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.