Tíminn - 19.05.1956, Side 6

Tíminn - 19.05.1956, Side 6
6 T í MIN N, laugardagurinn 19. maí 1956. Útgefandi: Framsóknarflokkurinn. Ritstjórar: Haukur Snorrason Þórarinn Þórarinsson (áb.). Skrifstofur í Edduhúsi við Lindargötu. Símar: 81300, 81301, 81302 (ritstj. og blaðamenn), auglýsingar 82523, afgreiðsla 2323, Prentsmiðjan Edda h.f. Kosningabrellur“ Sjálfstæðis- flokksins H' JIN FYRSTU viðbrögð íhaldsblaðanna, er Al- pingi hafði samþykkt ályktun- ina um varnarmálin, var að síma til erlendra fréttastofnana að hér væri einungis um „kosn- ingabrellu“ að ræða. Væri á- stæðulaust að ætla, að nokkur veruleg stefnubreyting sigldi í kjölfarið. Þessar fyrstu fréttir héðan urðu til þess að margar rangar og villandi greinar um málið birtust í upphafi í ýms- um löndum, byggðar á frétta- skeytum íhaldsmanna hér. Þess um fréttaflutningi linnir ekki enn. Hér hafa komið nokkrir útlendir blaðamenn. Sumir þeirra hafa ritað greinar, sem sýnilega eru byggðar á sömu heimildum. Þannig birti brezka blaðið Daily Express fyrir skömmu grein eftir fréttamann, sem sendur var hingað. Hann skrifar grein sína í Reykjavík og heldur því fram, að Banda- ríkjamenn muni hvergi fara. ís- lendingar muni aldrei geta starf rækt flugvöllinn og annað í þeim dúr. Er ekki erfitt að gera sér í hugarlund, hvar þessi blaðamaður hefir borið niður í leit að efni. Nú hafa gerzt nokkrir at- burðir, sem kippa fótum undan þessari áróðursherferð um „kpsnjjigabrelluna“. Hermála- ráðuneyti Bandaríkjanna hefir látjð uppskátt að það líti öðr- um augum á þá hlið málsins en íhaldsblöðin hér. Það hefir á- kveðið að hætta við fyrirætlan- ir um framkvæmdir, sem um hefir verið talað en ekki þegar samið um. Kemur þessi ákvörð- un illa heim við áróðurinn um „kosningabrellu" og ber allan keim af því, að amerísk stjórn- arvöld leggi lítinn trúnað á fréttasendingar íhaldsleppanna og ofmeti ekki „sigurvonina“. Augljóst er því, að lítið gagnar íhaldinu að halda áfram að hrópa um kosningabrellu. Þar hefir verið tekið af skarið af þeim, sem meira eiga undir sér en Mbl. og Vísir og þeirra fylgi lið. EN ÞEGAR óstætt er orðið í þessari skotgröf hörfar íhaldið til nýrra varnarstöðva. Þær voru líka fyrirfram undirbúnar. Þótt þeim hafi ekki verið flík- að í blaðagreinum, hefir verið minnt á þær á kjósendafundum og þó mest í áróðri kosninga- smalanna. Þetta eru varnar- stöðvar eymdarinnar, fyrir- heitin um atvinnuleysi, höft og bönn ef linni framkvæmd- um hersins og stíflist gróða- lindir alls konar sameinaðra verktaka á fjáraflasviðinu. — Þótt tilkynning hermálastjórn- arinnar í vestri hafi kippt fót- ’um undan „kosningabrellunni11, mun ýmsum foringjum Sjálf- stæðisflolíksins þykja hún held- ur létta undir í þessum áróðri. Svo vissir voru þeir um það, sem í vændum var, að þeir voru farnir að syndga upp á iiáðina fyrir löngu. Á ýmsum kjósenda fundum hefir íhaldsmönnum orðið tíðrætt um, hvað verða mundi, þegar minnkaði peninga rennslið frá Keflávík. Hafa þeir þá opinberað, hvernig þeim sjálfum er innanbrjósts og þótt ófagurt að líta fram á veginn. En þau viðbrögð hafa í augum áheyrenda orðið ein sterkasta röksemdin fyrir þyí, að tíma- bært sé og óumflýjanlegt að herinn fari, ef hér á að þróast sjálfstætt ríki. ÖLL ÞESSI saga minnir á, hvað er aðalatriðið í báráttu íhalds- ins gégn endurskoðun varnar- samningsins. Foringjarnir trúa ekki sjálfir á stríðshættuna, sem þeir eru sífellt að mála á vegginn í Morgunblaðinu. En þeir óttast að léttast muni pyngja sumra framámanna, sem löngu hafa misst trú á landið og möguleika atvinnulífsins og hafa varpað allri framtíðarvon upp á erlent gull. Áróðurinn tekur á sig ýmsar myndir. Hann er „kosningabrella“ í dag, at- vinnuleysi og eymd annan dag- inn, „sviksemi Framsóknar- manna“ hinn þriðja. En allt hnígur að lokum að sama ósi: Uppgjöf í raunverulegri efna- hagsbaráttu þjóðarinnar, van- trú á landið og oftrú á því að unnt sé að viðhalda sjúku efna- hagslífi með útlendum spraut- um. En þjóðin keppir að heil- brigði að öðrum leiðum, þeim leiðum, sem stefnuskrá umbóta flokkanna markar. Þannig skýr ast málin því nær, sem dregur kosningum. Sýn inn í myrkviði BI - >LAÐ KOMMUNISTA heldur áfram að fræða lesendur á því, að „af- brot“ stjórnmálamanna í lýð- ræðisríkjum hins vestræna heims séu jafnvel enn verri en glæpir Stalins. Stjórnmála- menn kommúnista eru að þvi leyti betri, segir Þjóðviljinn, að þeir hafa tekið hin „ömurlegu mál (réttarglæpi) til endurskoð unar, en ráðamenn á Vestur- löndum halda enn fast við af- brot sín“. Tilgangurinn með þessum skrifum er auðsær. Hann er sá að deyfa tilfinningu fólks fyrir þvi skelfilega ástandi, sem kommúnistar sjálf ir eru nú neyddir til að játa að ríkt liefir í löndum kommún- ista. f þessum tilgangi er gerð- ur samanburður á örlögum fólks, sem fórst í styrjaldarað- gerðum, til dæmis loftárásum, og örlögum þeirra, sem létu lífið á blóðstalli Stalins eða létust saklausir. í þrælabúðum hans. Enn segja kommúnistar, að dómur, sem gekk í opinberu máli vestan hafs yfir hjónum, sem ákærð voru fyrir njósnir, sé sambærilegur viðburður og fangelsanir án dóms og laga, útlegð og nauðungarvinna, líf- lát og pyntingar, sem viðgeng- izt hefir í langan aldur í komm- únistaríkjum. U Þessi tilraun Þjóðviljans til að gera lýðræðisríkin samselc einræðisríkinu opnar ofurlitla sýn inn í myrkviði sálarlífs réttlínukommúnistanna. Það er ófögur sýn, jafnvel svo af- skræmd, að setur hroll að venjulegu fólki. Það, sem við blasir, er glórulaust ofstæki. Jafnvel einföldustu siðalögmál í mannlegum samskiptum verða þar að lúta fyrir bókstaf kreddunnar. Um það vitnar blað kommúnistanna nú á degi hverjum. Walíer Lippmann ritar um alþjóðamál: Vandræði Frakka í Alsír PARÍS: — Djarfur er sá, sem kem- ur aðvífandi einhvers staðar utan úr heimi hingað til Parísar og þyk- ist viljaleggja orð í belg um vand- ræði Frakka í Norður-Afríku. --- Ég játa fúslega, að ég þykist ekki sjá til botns á því dýpi, enda veit ég ekki til þess að slíkt deilumál hafi nokkurs stað ar j,'erið ham- ingjusamlega á enda kljáð. Samt blasir við, að þrautatíðin mesta er rétt að héfjást. Innan. fárra vikna mun franska ríkisstjórnin hafa sent á vettvang heríið, sem telur hvorki meira né minna en 400.000 manns, ert slíkan herafla telur hún þurfa til að fi’iða landið og loka upp- reistarmenn inni íj fjallavirkjum þeirra. Þégar því ér lokið, samkv. núgildándi áætlun, ætlar franska stjórnin að stofna til kosninga í landlnii. Upþ úr þeim kosninga- slag eiga að stíga fram arabískir leiðtogár, sem eru í senn fúsir og megnugir að semja frið. Friðar- skilmálarrtir eru ekki komnir fram í dagsljósið, en þeir eru sagðir reistir á hugmyndinni um sjálf- stjórn Arabanna í Alsír, innan ramma franska ríkisins. MARGIR áhorfendur, og.þeirra í meðal ýmsir, sem vel eru heima, telja að þessi franska stefnuskrá muni ganga í gegnum eldskírnina fyrir haustið. Ferðamaður í París lærir skjótt, að honum er ekki ætl að að hugsa um Alsír sem eitt þeirra landa, er senn verði yfirgef- in, í þeirri röð landa, sem hefst með Líbanon og Sí'rlandi, kemur síðan að Indó-Kína og lýkur nú í seinni tíð meb Marokkó og Túnis. Frakkar hugsa til Alsír á allt ann an hátt en til þessara landa. Alsír er í þeirra huga hluti af þjóðar- hagsmunum Frakklands sjálfs. Þetta stafar af því að a. m. k. einn sjöundi af íbúum Alsír eru fransk- ir. P’rakkar hafa ekki riðið feitum hesti fi’á búskapnum í Alsír. Land ið hefir verið byrði en ekki gróða- lind. En þeir, sem búa heima í Fi-akklandi, telja sig skuldbundna að vernda þá Frakká, sem búa í Alsír. Vart verður við vaxandi al- mennan áhuga fyrir að styðja þá og fyrirbyggja, að þeir verði bjarg arlítill minnihluti í ai’abísku ríki. Á NÆSTU máhuðum verður tvelm ur spurningum svarað með atburð- unx liðandi tíma: Er unnt að kæfa uþpreistina með því að hersitja landið sem þéttast í þéttbýlustu héruðunum? Ef það tekst, cr þá imnt að fá Araba til þess að taka þátt í kosningum, loka eyrunum fyrir áróðrinurrt frá Egyptalandi og semja síðan um stöðu lahdsins án þess að viðurkennt sé fullt sjálf stæði þess? Útlitið um samninga samkvæmt skilyrðum Frakka er ekki sérlega gott. Ef maður gerir ráð fyrir, að ekki verði um að ræða stórfellda ósigra uppreistarmanna á oixustu- vcllinum, mundi franska stjórnin þurfa að bjóða fi’am sérstakan und anslátt á kostnað hinna hefð- bundnu forréttinda franska þjóðar brotsins í Alsír. Það er vafasamt, að franska stjórnin standi nægi- lega styrkum fótum til þess að koma til leiðar miklum hernaðar- legum sigri yfir Aröbum og’þvinga franska minnihlutann jafnframt til að sætta sig við pólitíska samn- inga. Það er þessi veikleilci ríkis- stjórnarinnar, sem nú hefir meðal annai’s orðið til þess að örva mjög ráðagerðir um róttæka stjórnar- skrárbreytingu. En þótt útlitið fyrir Frakka sé ekki gott, þá er samt rangt að-á- lykta, að misheppnun núverandi stefnu muni leiða til þess að upp verði gefist og landið verði yfir- gefið. Þannig líta málin a. m. k. út héðan frá París að sjá. Áhugi Frákka er engin uppgefð, heldur sannur og lifandi. Fi’anska hern- um kann að mistakast að friða allt llandið, en hann getur ekki beðið ó- sigur. í móti honum stendur ekki skipulagður her eins og var til dæmis í Indó-Kína. Ef núverandi aðgerðir takast ekki, er alveg eins líklegt að Frakkar snúi sér að því að gæta aðallega strandarinnar þar sem byggð franska minnihlutans er þéttust, en upplendur Araba verði látnar eiga sig. EN EKKI ERU fyrir hendi mikl- ar líkur fyrir einfaldri lausn máls- ins eða traustum samningum. Til þe3s eru of margir Frakkar búsett- ir meðal of margra Araba. Að nokkru leyti eru rætur vandamáls- irts tengdar jafnrétti kynþáttanna. Friðsamlegar samvistir þeirra eru jafnvel erfiðari viðfangs en sam- búð hvítra manna og svartra í suð- urfylkjum Bandaríkjanna. (Einkar. N Y Herald Trlbune). Sagan um Alexander Fadeyev Rússneski riihöfundurinn, sem framdi sjálfs- morð í s.l. viku, líkti Sartre og 0’Neill við hýenur Frá því var skýrt í fregnum frá Moskvu í s. 1. viku, að rithöfundui’- inn Alexander Fadeyev, einn af framámönnum á bókmenntasviðinu á Stalínstímanum, hefði framið sjálfsmorð. Tekið var fram að hann hefði þjáðst af ólæknandi alkóhólisma og hafi svipt sjálfan sig lífi í þunglyndiskasti. Fadeyev var í 20 ár fi-amkvæmda stjóri rithöfundafélags Sovétríkj- anna, en féll úr því embætti á landsfundi höfundanna 1954. Þótt mikið hafi verið gert úr di-ykkju- skap Fadeyevs í hinni opinberu tilkynningu um fráfall hans og í því sambandi sagt, að hann hafi verið orðinn óvirkur sem höfund- ur, er rétt að minna á, að það er ekki að öllu leyti rett. Hann birti ekki fyrir löngu nokkrar greinar í „Literaturnaya Gazeta" og fjall- aði um bókmenntir samtímans í Rússlandi. Þá kom í ljós, að Fad- eyev var smátt og smátt að sam- hæfast bókmenntastefnu þeirri, sem þi’óast hefir eftir dauða Stal- íns. Vissulega var það allt meira fálmkennt en hjá ýmsum öðrum, en Fadeyev var líka í sérstakri að- stöðu. Hann var svo lengi fram- kvæmdastj óri rilhöfundafélagsins, að hann var mjög tengdur — ef ekki upphafsmaður að — hinum pólitísku handjárnum, sem sett voru á rússneska höfunda fyrir mörgum árum. Flokkslínan. í tilkynningunni frá Moskvu, um andlát Fádeyevs, var svo að orði komist að Sovétstjói-nin mæti mik- ils þjónustu Fadeyevs enda hefði hann hlotið tvær Leninorður. En þess var eklci getið, að þær hefðu verið veittar fyrir pólitíska frem- ur en bókmenntalega þjónustu. Ekki svo að skilja, að hann hafi elcki verið allgóður höfundur. En aðalverk hans, skáldsaga um borg arastyrjöldina, sem hann tók sjálf- ur þátt í, kom út fyrir 30 árum. Þessi saga vakti umtal og var talin vera einkar hentug andleg fæða fyrir öreigana. En Fadeyev virtist ekki þola þetta meðlæti og varð þi’óun hans sem rithöfundi til tjóns. Vinsældir hans lijá stjórninni urðu til þess að hann var gerður að framkvæmdastjóra rithöfundafélagsins þegar eftir andlát Gorkis. Sá maður, sem hefði getað framleitt merkileg verk þar, innan um pólitísk sam- særi og lævi blandið andrúmsloft, hefði þurft að vera meira en góð- ur höfundur. Hann hefði þurft að vera snillingur, en það var Fad- eyev ekki. Hann reyndi samt aftur, á stríðs árunum, og ritaði .skáldsögu um hina ungu skæruliða í Úkrainu. Honum tó.kst að endurvekja sumt af byltingargleðinni, sem ein- kenndi fyrstu bók hans. En þótt Fadeyev ætti þá að heita hálfgerð- ur einvaldsherra á bókmenntasvið- inu, þá vax’ð honum nú á að detta út af „línunni“ og það varð til þess að honum var uppálagt að endur- semja skáldsöguna og draga mjög fram hlut flokksforingjanna í starfi skæruliðanna. i Líkti vestrænum skáldum vlð lirædýr. Á Vesturlöndum mun Fadeyevs helzt verða minnst fyrir yfirlýs- ingu þá, sem hann gaf á rithöf- undaþinginu í Wroclav árið 1948. „Ef hýenur gætu skrifað á ritvél, og lxrædýr lialdið á sjálfblekungi, mundu þau skrifa eins og T. S. Eli- ot, Eugene 0‘Neill og Jean-Paul Sartre.“ (Endurs. úr Manchester Guardlan), Þáttur kirkjunnar: Lampinn FLESTIR KANNAST Við Florence Nightingale, „konuna með lampann“, sem gekk um meðal særðra hermanna með lampa í hönd í myrkrum langra andvökunótta. Og þetta ljós varð þeim tákn kærleikans, sem með stóra lampann £ litlum hvítum höndum, — ég sá hana ganga fram hjá á götunni með lampann sinn. Og gatan var alfaraleið — og lampinn var venjulegur lampi. vakir, hjúkrar og líknar, von- og hún gekk ekki hikandi og arinnar um bata, fögnuð og heilsu að nýju og trúarinnar á eilíft líf, þegar dauðinn lok- aði augum þeirra eftir böl og Það virtist ekki þjáningar. EINHVERS STAÐAR las ég Ijóð í blaði um konu með lampa. Það var meira að segja rímlaust atomhljóð. En samt söng það sig inn í hjartað og heldur áfram að óma þar, lengi — lengi. Það var eitthvað á þessa leið: Ó, ég hefi séð liana eina hinna hyggnu meyja, hrædd heldur ákveðnum, föstum skrefum, hvarfla að henni efi um það, að nóg Ijósmeti væri á lampa hennar. Nei, hún gekk um götuna stolt í fasi og beinvaxin, líkt og konur Austurlanda, sem koma frá lindinni um sólarlag með vatnsker sín á höfðinu. ÞETTA KVÆÐI gæti eins heitið „Trú“. Konan í kvæð- (Framhald af 6. síðu.)

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.