Tíminn - 22.06.1956, Blaðsíða 6

Tíminn - 22.06.1956, Blaðsíða 6
s T í MIN N, föstudagurinn 22. júní 1958. Útgefandi: Framgóknarflokkurinn. Kitstjórar: Haukur Snorrason Þórarinn Þórarinsson (áb.). Skrifstofur 1 Edduhúsi við Lindargötu. Bimar: 81300, 81301, 81302 (ritstj. og blaðamenn), auglýsing^r 82523, afgreiðsla 2323. Prentsmiðjan Edda h.f. Kosningin í Reykjavík I ALÞINGISkosningunum er fóru fram 1953, éllu atkvæði þannig í Reykja- /ík: Ijálfstæðisflokkur 12.745 atkv. Sósíalistaflokkur 6.704 atkv. Mþýðuflokkur 4.936 atkv. Þjóðvarnarflokkur 2.730 atkv. F'ramsóknarflokkur 2.624 atkv. Lýðveldisflokkur 1.970 atkv. Samanlagt fengu Alþýðuflokk arinn og Framsóknarflokkurinn pá 7.560 atkv. eða nær 1000 at- •cvæðum meira en Sósíalista- ilokkurinn og næstum þrisvar iinnum fleiri atkv. en Þjóðvarn- arflokkurinn. Ef Alþýðuflokkur inn og Framsóknarflokkurinn nefðu þá staðið að sameigin- legum lista, hefðu úrslitin orð- ið þau, að þriðji maður listans hefði fengið 2.570 atkvæði og hefði þá ekki munað á honum og 1. manni Þjóðvarnarflokks- ins nema 160 atkv. Þingsætin í Reykjavík skipt- ist þannig milli flokkanna 1953, að Sjálfstæðismenn fengu 4 hingsæti, Sósíalistar 2, Alþýðu- tlokkurinn 1 og Þjóðvarnar- tlokkurinn 1. Hefði þá verið aandalag milli Alþýðuflokksins og Framsóknarflokksins, hefði pað fengið tvo þingmenn, en >jóðvörn hefði þá engan fengið. ÚRSLIT seinustu þingkosn- 'nga eru þannig glögg vísbend- ng um það, að bandaiag um- jótaflokkanna er öruggt með ið vinna tvö þingsæti í Reykja nk. Þetta er enn öruggara, þeg ir tillit er tekið til þess, sem lú er vitað, að Þjóðvarnarflokk írinn hefir mjög tapað fylgi og ;r því með öllu vonlaus um að :á þingsæti. Spurningin er því ekki um iað, hvort bandalag umbóta- lokkanna vinni hér tvö þing- læti, heldur hitt, hvort því tekst ið vinna þrjú þingsæti í Reykja ;ík. Til þess er uvissulega miklar íkur, eins og nú verður x-akið. AF ANDSTÆÐINGUNUM ;r því mjög hampað, að Hanni- xal og Alfreð fái nokkurt fylgi 'rá Alþýðuflokknum. Slíkt er uesta firra. Alfreð og Hanni- oal fylgja miklu færri menn /fir til kommúnista en þeir, sem koma þaðan yfir til Alþýðu ’lokksins með Áka Jakobssyni. áfhjúpanirnar á Stalíndýrkun- nni hafa valdið miklu brott- falli frá kommúnistum, sem þeir fá ekki hindrað með Al- þýðubandalagsgærunni. Vitan- legt er um mörg hundruð manna, er munu yfirgefa komm únista og kjósa nú með banda- lagi umbótaflokkanna. Mjög margt þeirra kjósenda, sem kaus Þjóðvarnarflokkinn síðast, kýs nú með bandalagi umbótaflokkanna. Þetta fólk vill éðlilega ekki kasta atkvæð- um sínum á glæ með því að kjósa Þjóðvarnarflokkinn og telur sig líka réttilega tryggja broftflutning hersins best með því að efla bandalag umbóta- flokkanna. Mjög margt manna, sem hafa fylgt Sjálfstæðisflokknum, hverfur frá honum nú vegna hersetustefnunnar, sem hann hefir tekið upp. Þetta fólk mun kjósa bandalag umbótaflokk- anna. ^________ __________ Þeir kjósendur Lýðveldis- flokksins sem ekki hafa snúið til Sjálfstæðisflokksins aftur, kjósa einnig bandalag umbóta- flokkanna. Af öllxun þessum ástæðum er það víst, að bandalag umbóta- flokkanna mun fá miklu meira fylgí í Reykjavik nú en þessir tveir flokkar fengu síðast. SPURNINGIN er hins veg- ar þessi: Verður þessi fyigis- aukning nógu ithikil til að tryggja þrjá menn kjörna af A- listanum og fjórða manninn sem uppbótarmann? Nægir þessi aukning til að fella ann- an mann á lista Alþýðubanda- lagsins eða fjórða mann á lista Sjálfstæðisflokksins? Svarið við þessari spurningu er ótvírætt: Það fer eftir því hve vel og vasklega verður unn ið af stuðningsmönnum A-list- ans þá daga, sem eftir eru til lcosninga. Ef allir stuðningsmenn A-list ans gera það, sem þeir geta, þá tekst þetta. Þá verður Rannveig Þorsteinsdóttir kosin þingmað- ur Reykjavíkur og Eggert Þor- steinsson fyrsti landskjörinn þingmaður. Þetta er takmark, sem liægt er að ná, ef vel er unnið í dag, á morgun og á sunnudaginn! Fram til sigurs og baráttu allir A-listamenn! Látið bandalag umbótaflokkanna hrósa verð- skulduðum og glæsilegum sigri í Reykjavík! Látið skynsemina ráSa Tj'INN AF ræðu- mönnum klofnings- lokkánná í útvarpsumræðunum romst svo að orði, að menn ettu áð láta stjórnast af tilfian ngum og skapi, en ekki skyn- :emi. Frá sjónarmiði klofnings- tefnu Þjóðvarnar og kommún- sta er þetta alveg rétt. Þeir ;eta aðeins vænst fylgis við undrungarstarf þeirra, með >ví að skírskota til tilfinning- inna og skapsmunanna. Það er xezta aðferðin til að sundra. Ef nenn beita hins vegar skynsem . nni, vinna þeir að því að sam- ðin þau öfl, sem saman eiga að standa, í stað þess að sundra þeim til hags fyrir afturhaldið eitt. Framtíð þjóðarinnar veltur á bví, að menn láti stjórnast af skynsemi. Ef skynsemin fær að ráða, velja menn örugglega þann málstað, sem er beztur fyr ir fslendinga. Þá kjósa menn samstarf í stað sundrungar. Þá fella menn íhaldið með sam- starfi, en hjálpa því ekki með sundrungu. Þá hjálpa menn ekki herstefnu íhaldsins, með því að sundra enn vinstri öfl- unum og hindra starfhæfa stjórn eftir kosningar. Kjósendur! Látið skynsemina ráða á sunnudaginn kemur! Látið eklci tilfinningar og skaps muni sundra þeim, sem saman eiga að standa, til hags fyrir í- haldið og önnur spillingaröfl. Fylkið liði um bandalag um- bótafiokkanna og notið þannig þann eina möguleika, sem nú býðst til að tryggja landinu trausta og samhenta stjórn. ERLENT YFIRLIT: Verður Eden að láta af völdum? Margir flokksbræður hans telja hann óheppilegan forsætisráðherra FYRIR FAUM dögum síðan, fór fram aukakosning í einu kjördæmi Bretlands, er hefir verið talið eitt af öruggustu kjördæmum íhalds- manna fram að þessu. Úi’slitin komu því mjög á óvænt, þar sem litlu munaði að frambjóðandi í- haldsmanna félli. í íhaldsblöðunum brezku er það hreinlega játað, að þessi úrslit séu hin alvarlegustu fyrir ríkisstjórn íhaldsmanna. Hún sé augljós sönn un þess, að kjósendur séu óánægð- ir með stjórnina. Einkum fari þó óánægja vaxandi meðal millistétt- anna, en án stuðnings þeirra muni íhaldsflokkurinn missa' meirihluta sinn í næstu kosningum. Óánægj- an í garð stjórnarinnar hefir kom ið fram á margan annan hátt að undanförnu, þótt þessi kosninga- úrslit séu augljósasta tákn hans. Alveg sérstaklega virðist óánægj- an beinast gegn forsætisráðherr- anum, Anthony Eden, og er því farið að tala meira og meira um það, að.hann muni ekki verða for- sætisráðherra lengi enn. TILEFNI óánægjunnar eru að sjálfsögðu mörg og mismunandi. í Sumt, sem veldur henni, verður tæpast skrifað á reikning stjórnar-j innar með réttu. Meðal þess er 1.1 d. versnandi samkeppnisaðstaða! brezkrar framleiðslu út á við. Sam ! keppnin yið Þjóðverja og Japani á erlendum mörkuðum, vex-ður stöð ugt örðugri vegna þess, að kaup- gjald er hærra í Bretlandi en í Þýzkalandi og Japan. Fleira mætti; nefna af þessu tagi. Önnur tilefni óánægjunnar hljóta hins vegar að skrifast á reikning stjórnarinnar. Það gildir t. d. bæði um efnahagsstefnu og utanríkisstefnu stjórnarinnar. Aðgerðir stjórnarinnar í efna- hagsmálunum eru bæði takmarkað- ar og fálmkenndar. Þær hafa því ekki komið að tilætluðum notum. Afleiðingin er sú, að verðlag held- ur áfram að hækka og óeölilega mikil eftirspurn er eftir vínnuafli til annarra atvinnugreina en þeirra, er mestu skipta fyrir af- komu heildarinnar. í kjölfarið fylgja svo sivaxandi kaupkröfur, sem örðugt er að standa á móti. Afleiðing kauphækkananua verður svo sú, að enn versnar samkeppn- isaðstaða útflutningsframleiðslunn ar. E D E N Þess eru enn ekki nein merki sjáanleg, að stjórnin ætli að grípa til raunhæfra úrræða í þessum efn um. Ástæðan er sú, að hún byggir stefnu sína á íhaldssamri og úreltri hagfræði. Annað er því ekki sjá- anlegt en að hlutur Br.etlands muni fara versnandi, miðað við önnur lönd, undir forustu hennar. í UTANRÍKISMÁLUM hefir stjórn in einnig reynst mjög, seinheppin. Afsíaða hennar í Kýpurmálinu veldur sívaxandi gagnrýni og þyk- ir blettur á heiðri Bretlands. Ó- hyggilegri pólitík er einnig kennt um brottför Giubb Pasha frá Jór- daníu. Þá veldur það og gagnrýni, að samningar við stjórnina í Singa pore skyldu fara út um þúfur. Það er og áfall fyrir stjórnina, að stjórn Ceylons hefir nú ákveðið að svipta Breta réttinum til að hafa herstöðvar þar. í stað allra þessara skakkafalla, getur stjórnin ekki sýnt neinn á- vinning í utanríkismáiunum. Hún virðist hvarvetna á óhagstæðu und- anhaldi. íhaldsmenn gerðu sér um skeið vonir um, að einhver póli- tískur ávinningur myndi hljótast af heimsókn þeii-ra Bulganins og Krustjeffs, en svo reyndist ekki. í þeirri gagnrýni, sem utanríkis- stefna stjórnarinnar sætir, heyrist það nú oftar og oftar, að nú vanti hið frjóa hugmyndaafl Churehills til að finna nýjar leiðir og móta nýja, þróttmikla stefnu, sem Bret- land hafi nú orðið þörf fyrir. Mynd þessi birtist nýlega í enska kímniblaðinu „Punch". Myndin sýnir forsætisráðherrabústaðinn. Við dyrnar er búið að hengja upp bréfakassa, sem stendur á; Tillögur. Myndin á að sýna, að forsætisráðherrann skort) úrræði og hafi hann því gripið til þessa ráðs til að aúglýsa eftir þelm. GAGNRYNIN gegn utanríkisstefnu stjórnarinnar byggist ekki sízt á því, að mönnum finnst hana skorta það nýjabragð, er nauðsynlegt sé í samræmi við breytt viðhorf í al- þjóðamálunum. Augljóst er, að Rússar hafa breytt um stefnu með góðum árangri. Stefna Bandaríkj- anna hefir hins vegar haldist lítið breytt og sætir það vaxandi gagn- rýni. Margir Bretar vænta þess, að brezka stjórnin myndi grípa hér tækifærið og gerast á.ný leiðsögu- maður hins vestræna heims. Svo hefir ekki orðið. Hjá henni örlar ekki á neinu nýju. Híns vegar sýn- ir franska stjórnin miklu fremur merki þess, að hún reyni að marka nýjar leiðir. Að dómi margra Breta, er stjórn þeirra að missa hér af , tækifæri til að styrkja stöðu Breta á alþjóðlegum vettvangi. AF EÐLILEGUM ástæðum bein- ist gagnrýnin gegn stjórninni mjög að forsætisráðherranum, því að samkvæmt brezkum venjum á hann að móta stefnu hennar öðrum freni ur. Því var og haldið fram uní Eden, þegar hann varð forsætis- ráðherra, að hann væri reynslu- laus í innanlandsmálum, og þykist það hafa sannast átakanlega. Hins vegar hafði hann meiri reynslu að baki í utanríkismálum en nokkur maður annar. Því hafa vonbrigðin með forustu hans orðið enn meirl í sambandi við utanríkismálin. Gagnrýnin gegn Eden er að verut legu leyti fólgin í því, að hann i vanti úrræðasemi og atorku. Hann jhvorki sjái nein úrræði né hafi Jhörku tii að beita sér fyrir þeim. j Undir forustu hans mun allt hjakka í sama farinu. Slíkt dugi hins veg- ar ekki, ef Bretland eigi að halda stórveldisaðstöðu sinni. Mörg íhaldsblöð eru nú farin að gagnrýna Eden meira og minna op- inskátt, eins og t. d. Daily Tele- graph, Reckord og Speetator. Með- al þeirra blaðamanna, er gagn- rýna hann einna harðast, er sonur Winston Churchills, Randolph, sem lét nýlega svo ummælt, að Eden gerði sitt bezta til að verða fluttur sem fyrst uppi í lávarðardeildina, en það þýðir í raun og veru, að hann dragi sig út úr stjórnmálum, líkt og Attlee hefir gert. Margir blaðamenn eru þeirrar skoðunar, að dagar Edens sem for- sætisráðherra séu senn taldir, nema stjórninni takist að rétta hlut sinn. A. m. k. verði hann þá ekki forsætisráðherra kjörtímabil- ið á enda. Líklegasti eftirmaður hans, ef hann færi frá, er nú talinn Richard Butler. Hljótt hefir verið um hann síðan lxann lagði niður starf fjármálaráðherra á síðastl. vetri og gerðist varaforsætisráð- herra. Ýmsir telja, að Butler hafi talið hyggilegt að draga sig nokk- uð í hlé um skeið, svo hann yrði meira ferskur, ef til þess kæmi, að hann þyrfti að leysa Eden af hólmi. MEÐAN EDEN á þannig í vök að verjast, fer vegur hins nýja leið- toga Verkamannaflokksins, Hugh Gaitskell, vaxandi. Hann virðist líka vel á vegi með að jafna á- greininginn í flokknum, m. a. með því að gera Bevan að málsvara flokksins á þingi í nýlendumálum. Bevan virðist kunna því starfi vel og hefir haft hljóðara um sig upp á síðkastið. Ef ágreiningurinn í Verkamannaflokknum jafnast, er. enginn efi á því, að hann mun vinna sigur í næstu þingkosning- um með miklum yfirburðum. í aukakosningum, sem fram fóru skömmu eftir áramótin, virtist Verkamannaflokkurinn ekki hagn- ast á þvi, þótt íhaldsmenn töpuðu. Gróðinn var þá mestur hjá frjáls- lynda flokknum. Óánægðir lcjósend ur virtust þá helzt leita þangað, en ekki til Verkamannaflokksins. Klofningnum í Verkamannaflokkn um var þá mest kennt um þetta. Nú virðist þetta að vera breytast Verkamannaflokknum í vil. Því er líklegt, að styrkur hans muni vaxa í sama hlutfalli og hallar undan fæti hjá stjórn íhaldsmanna. Þ.Þ,

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.