Tíminn - 02.09.1956, Blaðsíða 7
7
GIN'
ííki^X
Mn.iJLi nÆ'i Ki<Ri.liil>ii
Um verðgildi peninga
s samviiummanna noist ny
þjóforiimar
yrðu að taka á sig mikil útgjöld, ef tap
yrði á refcstri félagsins!
Þetta andóf hinna félaganna reyndist
þó gagnslítið. Fólkið í landinu fann, að
hér voru menn á ferð, sem hugðust lifga
tryggingastarfið við og vekja það af
þyrnirósarsvefni, enda hefur vöxtur og
viðgangur Samvinnutrygginga verið með
eindœmum. Þegar á fimm ára afmœli
sínu var félagið orðið annað stœrsta
tryggingafélag landsins og aðeins 10 ára
gamalt er það ekkí aðeins stœrsta trygg-
ingafélag landsins, heldur tvímælalaust
forustufélag um hvers konar nýjungar,
heilbrigt og frjálst tryggingastarf.
Baráttan gegn afsláttarkerfi bifreiða-
trygginganna endaði einnig í herfilegasta
ósigri hinna eldri félaga og annara and-
stæðinga Samvinnutrygginga. Með at-
kvæðagreiðslu hjá bifreiðaeigendúm vann.<
þetta nýja kerfi glæsilegan sigur, og uif-
reiðatryggingar félagsins hafa vaxið s\ó,
að' nú er helmingur allra bifreiða í land-
inu tryggður hjá félaginu.
Hagsýni og tækni
í rekstri
Það varð brátt augljóst öllum þeim, sem
fylgdust með vexti Samv-innutrygginga, að.
stofnunin var rekin af' mestu hagsýni og
tókst að nýta bæði nýjustu tækni og hina
ágætustu starfskrafta til ágæts árangurs.
Reksturskostnaður félagsins var og er mjög
lágu'r, jafnvel þótt burið sé saman við beztu
erlend félög, og Samvinnutryggingar hafa
verið mikið gæfu.'élag í tryggingastarfsemi.
sinni.
Arangur starfsins Jcom þegar i Ijós
1949, þegar félagið endurgreiddl tekju-
afgang til eigenda: sinna, hinna tryggð'u,
og var það alger nýjung hér á landi, enda
þótt eitt gagnkvœmt iryggingafélag vœri'
til í landinu áður. Þessar endurgreiðslur,
sem kalla má aðalsmerki Samvinnu-
trygginga, hafa síðan numið 9,6 milljón-
um króna og eru þá ótaldar mtlljónir,
seni félagið hefur sparað landsfólkinu
með lægri iðgjöldum og betri þjónustu
en áður hafði þekkzt.
Tryggingafélag má í raun réttri reka á
tvennan hátt í landi eins og íslandi.
Treysta má fyrst o'g fremst á miklar end-
urtryggmgar erlendls, og er félag þá í raun
réttri 'lítið meira en umboðsfélag hinna er-
lendu endurtryggjenda, eða byggja má upp
sjóði félagsins, nota þá sem bakhjarl til að
draga úr hinum erlendu endurtryggingum
og gera félagið þannig að sjálfstæðu, ís-
lenzku tryggingaf élagi. Samvinnutryggingar
hafa gengið lengra eftir seinni leiðinni en
nokkurt annað f élag'hér á landi og urthið
þar þjóðhagslegt ,starf- með því.að draga
úr gjaldeyrisútgjöldum til trygginga, jafn-
framt sem félagið hefur tekið endurjrygg-
ingar frá öðrum löndum i vaxandi mæli til
að jafna metin gjaldeyrislega. Þessi stefna
hefur borið-þánn árangur, að félagið hefur
skapað sér tekj.ur af vöxtum sjóða og ágóða
af' endurtryggingum utanlandsfrá, sem
hafa stórbætt afkomu þess og átt mikinn
þátt í því, hve miklu félagið hefur getað
skilað aftur..
Breyttir og bættir
tryggingahættir
Samvinnutryggingar hafa á ýmsum svið-
um trygginga hafið baráttu fyrir breytt-
um og bættum tryggingaháttum. khrifa-
ríkust slíkra herferða var án efa baráttan
um brunatryggingar húsa, sem voru nær
alger einokun um land allt. Hafa þœr nú
ekki aðeins verið gefnar frjálsar alls staðar
utan Reykjavíkur (þ. e. a. s. frjálsar fyrír
stjórnir sveitafélaga, ekki einstaklinga),
heldur hefur orðið mikíl lækkun á bruna-
::'M.:,';, '¦::::':^::'Z: :¦:':'::;. :.:<'¦¦:.-
ERLENDUR EINARSSON
¦ ,yggingaiðgjöldum húsa utan höfuðstað-
arins. Eiga landsmenn það eingöngu að
þakka árvekní og dugnaði þeirra manna,
sem stýra málum Samvinnutryggínga. Er
það athyglisvert, að ekkert tryggingafélag
hefur tekið þátt í þessum tryggingum ann-
að en Samvinnutryggingar, utan Bruna-
botafélag íslands, sem einokunaraðstöðuna
hafði áður og hefur tekið karlmannlega á
móti samkeppni Samvinnutrygginga.
Tryggingastarfsemi á að vera annað og
meira en töluvísindi með krónur og am*a.
Hún er ekki aðeins til vegna beins fjár-
hagslegs öryggis, sem hún skapar, heldur
og 'vegna hinnar djúpu, sálrænu þarfar
mannsins fyrir öryggi og- vissu. Trygginga-
félag á að vera Hfandi kraftur, sem greiðir
ekki aðeins tryggt tjón, heldur tekur já-
kvæðan þátt í lífi og starfi þjóðfélagsins,
með því að beina hinu sparaða fé í sjóðum
sínum til uppbyggingar og athafna, halda
UPPi fræðslu um hvers konar öryggi og
slysavarnir og reyna þannig að fyrirbyggja
tjónin, sem tryggt er fyrir. Mikill fjöldi
slysa eða óhappa eru þess eðlis, að fjár-
hagsleg greiðsla getur aðeins bætt nokk-
urn hluta þess, sem farið hefur forgörðum.
Þetta hafa Samvinnutryggingar skilið
frá öndverðu cg því hafa þær lagt mikla
áherzlu á hvers konar fræðslu- og upplýs-
ingastarfsemi í þeim tilgangi að fyrir-
byggja slys og tjón. Þetta hefur félagið gert
með útgáfu blaða, bóka og bæklinga, fyr-
irlestrum, verðlaunaveitingum, samkeppn-
um, auglýsingum og á margan annan hátt-
Mikið gæfu-
félag
Samvinnutryggingar hafa verið mikið
gæfufélag og eitt hið gæfulegasta við fé-
lagið hefur frá byrjun verið starfslið þess.
Erlendur Einarsson stýrði félaginu til árs-
löka 1955, er hann tók- við annari og. meiri
ábyrgðarstöðu, en þá varð framkvæmda-
stjóri Jón Ólafsson, sem í aldarf5 órðung
hafði stýrt Líftryggingafélaginu Andvöku
og er einn reyndasti og farsælasti trygg-
ingartiaður landsins. Við hlið hans eru í
framkvæmdastjórn Björn Vilmundarson,
sem stýrir brunatryggingadeild, og Jón
Rafn Guðmundsson, sem stjórnar sjódeild
og endurtryggingum. Bifreiðadeild hefur
fra byrjun verið undir forstöðu Ólafs
Kristjánssonar. — Pastráðið starfsfólk
Samvinnutrygginga eru nú 29 manns.
Fyrstí áratugurinn er ekkí aðeins góð
heldur glæsileg byrjun fyrir Samvinnu-
tryggingar. Fólkíð i landinu hefur skilið
það hlutverk, sem þessu félagi var œtlað,
og það hefur fagnað því, hversu giftusam-
lega félagið hefur starfað og hversu trútt
það hefur verið þeirri hugsjón, sem á bak
. við býr.
f ÖLLUM landshlutum eru til
menn, sem græða fé.
Þó að atvinnuvegir gangi ýmis-
lega, er alls staðar fólk, sem get-
ur lagt fyrir og leggur fyrir. Dug-
legir menn og ráðdeildarsamir
með létt heimili afla meira en þeir
þurfa til daglegrar framfærslu, ef
þeir hafa fasta atvinnu eða heppni
er með*. Þess vegna eru í öllum
héruðum einhverjir menn, sem
cínast og safna fé.
Slíkir menn eru líka á Véstfjörð-
um. Þar eru í fremstu röð fastir
launamenn, sem fara vel með, en
raunar líka menn í flestum stétt-
um.
Hvað gera svo þessir menn við
það fé, sem þeim grœðist?
V-ITANLEGA er slíkri spurn-
ingu ekki svarað eins fyrir alla.
En margir þessara manna vilja
geyma fé sitt svo, að það haldi
giidi sínu og verði trygg. eign.
Þeim þykir eðlilega ekki sem
tryggast að geyma það í penínga-
síoímmum. Þeir eru að vísu
óhræddir um krónur sínar þar og
treysta því, að sér verði taldar
þær út aftur, þegar þeir óska, með
vöxtum þeim, sem um er samið.
En þeir hafa séð peningana rýrna.
Þeir hafa vitað menn lána kýr-
verð og fá það greitt að fullu eftir
fáein misseri með einu lambsverði.
Og þeini þykir það slæm meðferð
á fé sínu, að kýrverð breytist í
lambsverð, enda þótt krónum
þeirra fari fjölgandi.
Eitt er það ráð, sem eignamenn
kunna til að bjarga fé sínu, hvar
á landinu sem þeir eiga heima.
Það er að koma því í fasteign í
Reykjavík. Það „getur hver einn
skyggnzt um sína sveit" og tekið
| eftir því hvað verður um gróða
j þann, sem þar er dreginn samsn.
| Peningamennirnir kaupa ekki iarð
| eignir í næstu sveit eða húseign
! í næsta þorpi. Þeir kaupa ógjarnan
I fasteignir í sínum eigin kaupstað
I eða sinni eigin sveit.
; Þetta á sér ósköp eðlilega skýr-
| ingu. Menn trúa ekki á framtíð
; héraðs síns. Menn efast um að
\ hægt verði að selja hús í sínum
j kaupstað eða jörð í sinni sveit.
I Það kynni að verða einskisverð
i eign eftir nokkur ár, jafnvel minni
I eign en ríkistryggð innstæða í op-
| inberri "peningastofnun. En hinu
l treysta þeir, að húseign í Reykja-
| vík verði alltaf hægt að selja. Og
I þeim hefir sannarlega orðið að
| þeirri trú sinni til þessa dags.
Þetta er vitanlega allt annað cn
I heppilegt fyrir þau héruð, sem
| peningarnir eru fluttir úr. þvi að
; þau verða með þessum hætti skatt
I skyld höfuðstaðnum. Við því verð
1 ur ekki gert með neinu valdboði
eða lagaákvæðum. Maður, sem
með ráðdeild og manndómi hefir
I safnað sér fé til elliáranna, er
fyllilega frjáls að því að ráðstafa
| því og vel að því kominn að vera
| fjár síns ráðandi. En það er samt
sem áður jafnmikil blóðtaka fyrir
það hérað, sem skapað hefir eign
1 hans, að missa af henni.
ÞAÐ ER AÐ YMSU leyti allt .
annað en heppilegt fyrir þá, sem
í Reykjavík búa, að menn út um
allt land sækist eftir að eignast
þar hús. Það styður að hækkuðu
húsaverði og þar með meiri dýr-
tíð, en er jafnframt hlutarbót fýr-
ir þá, sem hús vilja selja. Og vit-
anlega eykur það fjármagn höfuð-
staðarins og fjölgar þannig úrræð-
um þar að sama skapi og það dreg
ur úr lífsskilyrðunum í héruðum
landsins.
Meðan þetta ástand varir er
þeim, sem við það búa, eðiilega
rík í hugá nýlendustjórn, þar sem
heimalandið sendir menn til að
safna fé í nýlendunum og flytja
það síðan heim til gamla landsins,
þar sem yfirþjóðin býr. Sömuleiðis
minnir þetta á einokunartímana á
íslandi, þegar reistar voru stór-
byggingar í öðru landi fyrir gróða
frá fslandi meðan þjóðin hér varð
stöðugt fátækari og fátækari.
HVAÐ ER ÞÁ hér til ráða?
Það eina, sem fyllilega dugar
til að mynda jafnvægi í þessum
efnum er að skapa trú á framtíð
landsbyggðarinnar. Að því er nú
unnið með ýmsum ráðum og því
marki verður að ná. Það er engin
ástæða til að örvænta eð'a halda
að það sé ómögulegt, ef vilji er til.
En þeir, sem nú standa höllum
fæti og búa við skarðan hlút,
verða fyrst og fremst að skilja það
sjálfir, hver nauðsyn þeim er á
leiðréttingu þessara mála. Því
verða þeir að standa vel saman<
um allt það, sem þar horfir til
bóta.
ÞESSI árin er mikið gert til að
jafna aðstöðu héraðanna. Þar er
fyrst að nefna rækturi" lands og
rafvæðingu og margs konar upp*-
byggingu. Jafnframt verður svo^
að beina lánsfénu út um iand tili
að vega upp á móti því hvernig,
fjármagn í einstaklingseigu sogí
ast til Reykjavíkur. Það -er tómí
mál að tala um jafnvægi í þessus
sambandi, ef ekki er gáð að slíku;
Meðan svo er ástatt, að straumur;
inn liggur sjálfkrafa á einn staíE
þarf opinberar aðgerðir og stjórn-
á fjármálum þjóðarinnar til jafn*
vægis.
EIN STETT manna hefir nokkra
sérstöðu um meðferð aflafjár síns.
Það eru bændur. Þeir leggja yfir-
leitt allt sitt í ræktun cg aðra-
uppbyggingu jarða sinna. Sömu'
sögu er að segja um smáútvegs-
menn. Þeir keppast líka við að
koma fótum undir bjargræðisveg
sinn. Hitt má íelja undantekningu,
ef launamenn leggja fé í í'ram-
leiðslu. Við því væri ekki neitt
að segja, ef þeir geymdu fé sitt í
lánsstofnun, svo að það yrði lánaðí
framleiðslunni. En meðan svo er
ekki, er ástandið sjúkt og hefir
með ýmsum hætti lamandi áhrif á
búskap þjóðarinnar. En þar er
komið að hinu mikla vandarnáli.
(Framhald á 8. síðu).
ÞaS vorii þrír fullorðnir og fimm bSra
semf órutstbjá Holsteinsborg á GrænL
Nánari frégriir hafa nú borizt af hörmulegu slysi, sem
varS hjá Holsteinsborg á Vestur-Grænlandi í s. 1: viku og
lauslega var skýrt frá hér í blaðinu samkvæmt fréttaskeyti
frá Kaupmannahöfn.
Það var vélbátur, sem fórst, og
drukknuðu 3 fullorðnir og 5 börn.
Strandaði á skeri.
Vélbáturinn átti að flytja fólk
frá Holsteinsborg iil árósa Akorn-
gaárinnar, þar sem menn voru að
laxveiðum. Um borð voru Ole
Ravn trésmiður og kona hans,
ungur sonur þeirra og dóttir, Else
Olsen kennslukona og ársgömui
dóttir hennar, 10 ára telpa, 14
ára piltur og 9 ára piltur. Auk
þeirra 19 ára trésmíðalærlingur,
sem bjargaðist. Báturinn fór af
stað í blíðskaparveðri. Hann rakst
á sker, sem maraði í kafi og
hvolfdi honum. Kennslukonan
reyndi að synda með barn sitt í
land, en bæði drukknuðu á leið-
inni. Vegalengdin var 300—400
metrar, en kuldinn í sjónum mik-
ill. Unglingarnir munu einnig hafa
reynt að synda, en enginri náði
landi nema þessi 19 ára piltur,
sem hafði náð í ár til að fleyta
sér á. Þetta er eitt hörmulegasta
slys á Grænlandi um langan aldur.