Tíminn - 11.10.1956, Qupperneq 2

Tíminn - 11.10.1956, Qupperneq 2
2 T í IVII N N, fimmtudaginn 11. október 1956. Bjarna Ásgeirssonar og Þorleifs Jóns- sonar minnst á Alþingi í gær Áður en þingstörf hefjast, vil ég minnast nokkrum orð- um tvegg'ja fyrrverandi alþingismanna, sem látizt hafa milli 'Jbinga. Eru það þeir Bjarni Ásgeirsson sendiherra, sem lézt ii sjúkrahúsi í Osló 15. júní s. 1., 64 ára að aldri, og Þorleifur Jónsson í Hólum, sem andaðist að heimili sínu 18. júní s. 1., 91 árs að aldri. iBjarni Ásgeirsson ísendiherra Bjarni Ásgeirsson fæddist í iXnarrarnesi á Mýrum 1. ágúst! a901. Faðir hans var Ásgeir bóndi j í Knarrarnesi Bjarnason bónda þar ! Benediktssonar, en móðir Ragn- heiður Helgadóttir bónda í Vogi á Mýrum, sonur Helga Helgason- ar, er var þingmaður Mýramanna á fyrstu árum hins endurreista Alþingis 1845—1949. Bjarni lauk prófi í Verzlunarskólanum í R.vik árið 1910, stundað nám í bænda- íikólanum á Hvanneyri og lauk prófi þaðan árið 1913, en var síð- an um skeið við framhaldsnám í lmfræði í Danmörku og Noregi. .Árið 1915 hóf hann búskap í Knarrarnesi og bjó þar til ársins Í921, en það ár fluttist hann að Beykjum ’ í Mosfellssveit, og rak þar búskap fram til ársins 1951, er hann fluttist til Oslóar og tók þar við sendiherrastörfum, sem hann jgegndi til æviloka. Á unglingsárum Bjarna Ásgeirs- oonar voru ungmennafélög að breið ast um landið, og á þeim vettvangi hóf hann störf sín að félagsmálum og gerðist þar brautryðjandi í sveit oinni. Síðar var honum falinn ýmis jconar trúnaður á þjóðmálum og ::éiagsmálum, og sinnti hann um jangt skeið margvíslegum störfum ; afnframt búi sínu. Ekki verða joau störf öll rakin hér, en minnst á nokkur þau helztu. í stjórn Bún- aðarfélags íslands var hann á áruntim 1927-—1951, formaður þess ::rá 1939, settur búnaðarmálastjóri um skeið á árinu 1950 og kjörinn ormaður Bændasambands Norður 'anda 1951—1952. í bankaráði Landsbankans var hann 1926—■ .930, bankastjóri Búnaðarbanka ' slands 1930—1938 og gæzlustjóri Söfnunarsjóðs 1932—1951. Árið .938 var hann skipaður formaður yfirfasteignamatsnefndar ríkisins. á,engi átti hann sæti í verkfæra- íefnd og um skeið í nýbýlastjórn og í stjórn áburðarverksmiðjunnar. .íann var þingmaður Mýramanna á árunum 1927—1951, sat á 31 hingi alls. Landbúnaðarráðherra var hann 1947—1949. Árið 1951 var hann skipaður sendiherra ís- ands í Noregi og Póilandi, og í ársbyrjun 1952 var hann jafnframt íiendiherra í Tékkóslóvakíu. í okt. .955 varð hann ambassador fslands Noregi. Bjarni Ásgeirsson var lengst ævi ninnar bóndi, og flest þau störf, ;iem hér hefur verið getið og hann /ann að innanlands, eru á einhvern veg tengd landbúnaðarmálum. í vúskap sínum var hann stórhuga ramkvæmdamaður, og á Reykj- im gerðist hann brautryðjandi um :'æktun við jarðhita í gróðurhús- íim. Á Alþingi átti hann löngum næti í landbúnaðarnefnd, og með :;törfum sínum þar og forgöngu sinni í Búnaðarfélaginu og í ráð- jierradómi átti hann ríkan þátt í beirri fjölþættu löggjöf, sem á( áingmannsárum hans og síðan hef-/ jr leitt til stórfelldra umbóta í í slenzkum landbúnaði. Bjarni Ásgeirsson var vinsæll :naður og drengur góður. Hann var mælskur, talaði fagurt mál og Eldur i gluggatjalda- verkstæðs Um klukkan hálfsjö í gærkveldi var slökkviliðið kvatt að Hverfis- götu 116 (húsi Sveins Egilssonar), en þar stóð eldur út um glugga á húsnæði því, sem Hansatjaldaverk stæðið hefir. Töluverðar skemmd- ir urðu á efni og vélum verkstæð- isins, en annars var eldur fljótt slökktur. Klukkan 19,40 í gærkveldi brann skúr við Grænuhlíð nær til ösku. í skúrnum var geymt spýtnabrak. ljóst og var jafnan prúðmenni í málflutningi og allri framkomu, en varið gat har.n mál sitt með festu og þunga gegn harðri andstoðu. Á skemmtimótum var hann au- fúsugestur, léttur í máli og glað- vær. Hann var skáldmæltur vel, birti ljóð eftir sig á yngri árum og orti löngum fleygar stökur. Á búi sínu var hann höfðingi heim að sækja. Vegna mannkosta sinna varð hann góður fulltrúi þjóðar sinnar erlendis síðustu æviárin. Þorleifur Jónsson í Hólum Þorleifur Jónsson fæddist á Hólum í Hornafirði 21. ágúst 1864 og átti þar heimili ævilangt. For- eldrar hans voru Jón bóndi í Hól- um Jónsson prests á Hofi í Álfta- firði Bergssonar og kona hans, Þór- unn Þorleifsdóttir bónda á Hólum Hallssonar. Hann stundaði nám í Möðruvallaskóla 1881—1882 og var síðan forráðamaður fyrir búi móð ur sinnar til ársins 1890 og far- kennari á vetrum. Á árunum 1890 —1935 var hann bóndi í Hólum, en lét þá búið í hendur dóttur sinni og tengdasyni og dvaldist síð an hjá þeim til æviloka. Þorleifur í Hólum valdist snemma til margs konar forustu meðal sveitunga sinna og sýslunga. Hreppstjóri í sveit sinni var hann um riimt hálfrar aldar skeið. — Sýslunefndarmaður var hann lengi og voru honum oft falin sýslu- mannsstörf í Austur-Skaftafells- sýslu. Um langt skeið var hann forráðamaður sveitunga sinna í skólamálum og kirkjumálum. — Hann vann ötullega að auknum samgöngum og bættri verzlun í héraði sínu og var þar eindreginn samvinnumaður. Þingmaður Aust- ur-Skaftfellinga var hann fyrst kosinn árið 1908 og var fulltrúi þeirra á Alþingi samfellt á árun- um 1909—1933, sat alls á 27 þing- um og var síðustu árin varaforseti sameinaðs Alþingis. í Landsbanka- nefnd átti hann sæti árin 1928— 1935. Þorleifur Jónsson var mikill á- hugamaður um búnað og ræktun landsins og stórvirkur bóndi á jörð sinni. Hann var vel máli far- inn, prúðmenni í framgöngu og lét erjur stjórnmálanna ógjarnan hagga jafnvægi sínu. Ekki hafði hann sig mikið í frammi í orðræð- um á þingfundum, en vann á þingi vel og farsællega að framfaramál- um sýslunga sinna og bændastétt- ar landsins alls. Þegar aldur færð- ist yfir og hann hafði létt af sér umstangi í búskap og félagsmál- um, vann hann að umfangsmiklum ritstörfum, skrifaði verzlunarsögu héraðs síns og birti níræður ævi- minningar sínar. Eg vil biðja þingheim að votta minningu þessara tveggja bænda- höfðingja virðingu sína með því að rísa úr sætum. Dregið i 10. fl. happ- drættis Háskólans í gær var dregið í 10. flokki happdrættis Háskóla íslands. Vinn ingar voru 1050 og tveir aukavinn-j ingar samtals 534 þúsund krónur. Fimmtíu þúsund króna vinningur kom á hálfmiða nr. 669 seldum í Reykjavík. Tíu þúsund króna vinn- ingur kom á hálfmiða nr. 28618 í Reykjavík, annar tíu þúsund kr. vinningur á nr. 39185. Þrír fimrn þúsund kr. vinningar komu á þessi númer: 3796, 16314 og 20209. Ctbreiðið TIM&NTC rtlsiIlftfslíIiíI/fKfitoTíúfíúflIlslIf?!! Nína Tryggvadóttir við vinno sína, Nína Sveinsd. opnar sýningu á glerskreyli myndum á efstu hæð Laudsbókasafnsins Nína Tryggvadóttir opnar í kvöld sýningu á glerskreyti- myndum og tillögumyndum til glerskreytingar á efstu hæð Landsbókasafnshússins við Hverfisgötu. Eru þarna 23 myndir til sýnis. Sýningin verður opnuð almenningi kl. 1 á morgun og verður síðan opin alla daga kl. 1—10 síðd. í kvöld verður sýningin opnuð fyrir gesti. Nína Tryggvadóttir hefir að und- anförnu dvalizt í París og tekið þar þátt í ýmsum sýningum. Síðustu tvö árin hefir hún snúið sér a'ð gluggaskreytilist, og munu slíkar myndir ekki hafa sézt hér á sýn- ingu áður. Eins og kunnugt er, þá er mynd list Nínu allsérstæ'ð, t. d. hefir hún fengizt töluvert við gerð klipp mynda úr mislitum pappír og náð góðum árangri. Nýtízku glerskreyt ing fellur mjög vel við stíl Nínu og virðist raunar beint framhald af fyrri myndum hennar. Erlendis er skreyting kirkjuglugga mjög virt listgrein, og var einnig hér á landi á fyrri öldum, en á síðari árum hefir nær ekkert verið um slíkt að ræða og fáir eða engir ís- lenzkir listamenn lagt stund á þá grein. Á sýningu Nínu gefur að lítá nokkrar slíkar myndir og eru þær sérkennilegar og fagrar, þótt þær njóti sín ekki sem bezt þarna, þar sem skilyrði eru slæm íil sýning- ar slíkra mynda, sem þurfa að gegnlýsast. Þarna eru einnig all- margar myndir, sem gætu verið eða eru hugsaðar sem fyrirmyndir gluggaskreytinga í kirkjum. Þarna eru frumdrættir að gluggaskreyt- ingu í franska kirkju, því að Nína hefir verið beðin að gera slíka lil- lögu og kom til mála að hún skreytti glugga í franskri kirkju. Nokkuð er um kirkjubyggingar hér á landi þessi árin, og mikill áhugi vaknaður fyrir skreytingu kirkna. Hér er því sannarlega þörf á góðum listamanni, sem sinnir þessu verkefni, og mættu fleiri leggja stund á það en Nína Tryggvadóttir, og væri æskilegt að slíkir listamenn fengju hæfileg viðfangsefni í þessari grein hér heima. Lét seiu hann heíði drnkknað9 .Nú hefir verið upplýst, hvernig háttað var „slysi“ nokkru, sem varð 11. ágúst í fyrra, þegar talið var, að Philip Ross, sóknarprestur í Chesshire í Wales, hefði drukknað, er hann var að baða sig. Fundust föt hans á ströndinni og þrátt fyrir víðtæka leit. fannst maðurinn ekki. Rétturinn, sem fjallaði um málið, úrskurðaði að maðurinn væri dáinn og hefði drukknað. En nú er sem sagt komið á daginn, að hann drukkn aði ekki, en hefir skipt um nafn, er „kvæntur“ ríkri ekkju og var fyrir skömmu á skemmtiferðalagi í Sviss. Séra Ross, sem er um fimmtugt, stakk sem sé af frá konu og em- bætti. Hann skipti um nafn, nefndi sig Davies og tók saman við frú Ryall, sem er 51 árs, velefnuð ekkja, en hana hitti hann þá fyrir skömmu við jarðarför manns lienn- ar. Brall þetta varð uppvíst, vegna þess, að dóttir frú Ryall, gaí blöð- unum vísbendingu um, hvernig í öllu lægi. „Prestsekkjan" varð að flytja af prestssetrinu og keypti sér þá sitt eigið híts. Söfnuðurinn hélt hátíð- lega sorgarathöfn eftir prest sinn og til þess að hjálpa ekkjunni, var efnt til minningarsjóðs, sem safn- aðist í nær 40 þús. ísl. krónur. Kirkjan hefir tekið sjóð þennan í sína vörzlu í bili, eftir að upp komst um svindlið. Presturinn fékk sér aldrei neitt bað í sjónum. Hér var aðeins um vel hugsað bragð af hans hálfu. Hann fór til London og hitti þar frú Ryall. Þau bjuggu þar síðan saman, sem hr. og frú Davies. Einn ig leigðu þau um tíma sveitasetur, þar sem þessi skemmtilega yfir- skrift stóð yfir dyrum: TP þess að vera hamingjusamur, er nauðsyn- legt að lifa óþekktur. 225 fiisgvélar komu á KefSavíkurflugvöII í september i I septembermánuði 1956 höfðu samtals 225 farþegaflugvélar við- komu á Keflavíkurflugvelli. — Eft- irtalin flugfélög höfðu flestar við- komur: i BOAC. 33 vélar. Flying Tiger Line 31 vél. Pan American 30 vél- ar. Trans World Airlines 28 vélar. KLM 14 vélar. Trans American 14 vélar. j Samtals fóru um flugvöllinn 10500 I farþegar. Vöruflutningar námu alls 166000 kg. og póstur um 34000 kg. Krabbameinsfélagi ís- lands barst höfðing- Seg gjöf Frk. Karítas Finsen, starfsstúlka Landssímans á Akranesi, ánafnaði j félaginu 10.000,00 króna gjöf, er I venzlafólk hennar afhenti, en Karítas lézt 25. ágúst s. 1. eftir langa vanheilsu. Hún var dóttir Ólafs Finsen fyrrverandi héraðs- læknis á Akranesi. Fjárflutningar (Framhald af 12. síðu). ferðir. Þá flytja flugvélarnar alls konar framlciðsluvörur bænda á markað hér, kjöt, sláturvörur og garðávexti, en flytja vetrarforða, kornvörur, byggingarvörur og fóð urbæti austur til bænda. Nema þessir flutningar um 80 lestum á ári. Lambaflutningur til Vestmannaeyja. Þá stendur til að flytja á næst- unni 25—30 líflömb frá Kirkjubæj arklaustri til Vestmannaeyja. Flug- félagið notar tveggja hreyfla far- þegaflugvélar sínar til flutningana og eru farþegasæti tekin úr þeim á meðan. Hægt er að flytja 80 lömb í einni ferð ef ekki er annar varn- ingur. Erlent yfirlít (Framhald af 6. síðu) ir verið vinstrisinnaður og því bu'ðu kommúnistar ekki fram gegn honum, er hann var kosinn fram- kvæmdastjóri. Hann hefir þó jafn- an hafnað samstarfi við þá og beitti sér fyrir því bæði á þingi verkalýðsfélaganna og Verka- mannaflokksins nú, að samfylking- arboðum frá þeim var hafnað. ÞAÐ KOM ljóst fram í málflutn- ingi Cousin á báðum áðurnefndum þingum, að hann stendur lengra til vinstri en aðrir leiðtogar brezku verkalýðshreyfingarinnar hafa gert undanfarið. Einkum kom þetta þó fram í því, að hann er harðari and- stæðingur fhaldsmanna. Ræðum hans var jafnframt betur tekið cn annarra forvígismanna vérkálýðs- samtakanna, svo að almennt er nú farið að tala um hann sem hinn „sterka mann“ samtakanna. Það er enn svo stutt síðan, að Cousin kom fram opinberlega, að margir brezkir blaðamenn ræða um hann sem óskrifað blað. Flestir telja þeir hann sjálfstæðan og fremur einráðan og hann sé því ólíklegur til að bindast einum eða öðrum armi flokksins. Hann studdi t. d. Brown, en ekki Bevan í gjald- kerakosningunni, þótt sá síðar- nefndi standi honum vafalaust nær í skoðunum. Ýmsir telja því, að hann láti sig dreyma um að verða „þriðja aflið" í flokknum, ef svo mætti að orði kveða. Yfirleitt er nú líka farið að ræða um hann við hlið þeirra Gaitskells og Bev- ans. Allar spár hníga og í þá átt, að hann muni eiga eftir að koma mjög við sögu á komandi árum, ef honum endist betur líf og heilsa en fyrirrennurum hans tveimur, sem áður er sagt frá. — Þ. Þ.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.