Tíminn - 11.10.1956, Blaðsíða 12
VeSurútlit:
Allhvass vestan, skúrir síðdegis.
Arlegir loft
Hitinn á nokkrum stöðum kl. 18:
Rvík. 7 stig, Akureyri 8 st. Lon<
don 12 st. Khöfn 8 st. New York
13 st. Danmerkurhöfn, Gr.l. 17.
Fimmtudagur 11. október 1956.
340 líílömb ílntt til ílellu, 80 lesíir aí framleiSslu-
v irum og vetrarforía í milli Öræfa og Reykjavíkur
1 Þessa dagan standa sem liæst
árlegir loftflutningar fjár og varn
ings úr Öræfum og flutningur
vetrarforða héðan austur. Það er
Flugfélag íslands, sem annast
þessa flutninga eins og áður.
Hefir tekist hin ágætasta sam-
vinna í milli bænda og félagsins
um þessi mál. Þessir flutningar
eru fastur liður í búskap bænda og
félagsins og hafa alla tíð tekist á-
gætlega. Ríkir mikil ánægja meðal
fólksins eystra yfir þessari loftbrú,
sem er sérstakt fyrirbæri hér á
landi og þótt víðar væri leitað.
Líflambaflutningur að Hellu.
Að þessu sinni er ætlunin að
fiytja 349 líflömb frá Öræfingum
á flugvöllinn hjá Hellu á Rangár-
völlum og er þegar búið að fara 4
(Framh. á 2. EÍðu.)
Flugvél frá Flugfélagi íslands hleS-
ur lömb og varning hjá Blesakletti
vi5 Fagurhólsmýri. — Lambhrútur
rekur hausinn út um stjórnklefa
flugvélarinnar. Hafði hann rekið
hausinn inn um opnar dyr í milli
farþegarúms og stjórnklefa og
skipsmaður þá þrifið hann og lof-
að honum að sjá veröldina út um
gluggann.
% '
og Favzi á fundum í
sKrirstofu Hammarskjölds
Taflð, að gruudvöllur fyrir sam*
• lagi hafi náðst
New York, 10. okt. — Leynilegir einkafundir héldu á-
fram í dag milli utanríkisráðherra ýmsra þeirra ríkja, seni
saman eru komnir í New York til að ræða Súez-deiluna í ör-
yggisráði S. Þ. Mesta athygli vekja fundir þeirra Selwyn
Lloyds utanríkisráðherra Breta, Pineau utanríkisráðherra
Frakka og Fawzi utanríkisráðherra Egypta. Þessir fundir eru
haldnir í einkaskrifstofu Dags Hammarskjölds, framkvæmda-
stjóra S. Þ., sem jafnframt mun hafa átt mestan þátt í að
koma þeim á.
Fyrsti fundur þessara ráðherra
var í gærkvöldi og annar var hald-
inn í dag. Alger leynd er yfir við-
ræðunum, en sú staðreynd, að ann
ar fundur var haldinn í dag þykir
bera þess vott, að einhver sam-
komulagsgrundvöllur sé fyrir
hendi.
Næstu dagar ráða úrslitum.
Jafnframt eru á kreiki flugu-
fregnir um, að Dulles hafi í meg-
inatriðum lýst sig sammála tillög-
um Fawzi utanríkisráðhérra
Egypta. Dulles ræddi í dag við
Krishna Menon sendimann Nehrús,
að ósk Indverjans, og síðar ræddi
hann við Hammarskjöld. Menn
virðast nú vonbetri en áður um
að samkomulag náist. Hvort það
tekst eða ekki mun sjást áður en
tveir dagar eru liðnir, eða fyrr.
Veshsrveldin krefjast efnda á lof-
orðum Rússa nm sameiningu Þýzkal.
Washington og London, 10. okt. — Vesturveldin þrjii
sendu í dag samhljóða orðsendingu til ríkisstjórnar Sovét-
ríkjanna varðandi sameiningu Þýzkalands. Segja ríkin það
eitt markmið sitt, að landið sameinist hið fyrsta og leggja
að Sovétríkjunum, að efna loforð sitt, sem gefið var á fundi
æðstu manna stórveldanna í Genf 1955 þess efnis, að Þýzka-
land yrði sameinað á grundvelli frjálsra kosninga í landinu
öllu.
Er í orðsendingunum á það bent,
að Rússar hafi algerlega vanrækt
að efna þetta loforð. Látin er í
ljós sú skoðun, að sameining Þýzka
lands sé ekki aðeins nauðsynja-
mál fyrir þýzku þjóðina heldur
ríki, sem vinna að því að tryggja
heimsfriðinn.
Sambamlsþingið haldið
í Berlín.
Vestur-þýzka stjórnin sendi fyrr
í haust orðsendingu til Sovétríkj-
anna, þar sem skorað er á þau að
greiða fyrir sameiningu landsins.
Til þess að leggja áherzlu á
kröfu vestur-þýzku stjórnarinnar
um sameiningu, verður sambands-
þingið, sem hingað til hefir verið
í Bonn, að þessu sinni haldið í
V-Berlín. Var það sett þár í dag
að viðstöddum nær öjílum þing-
mönnum, en sjálfur mun dr.
Adenauer kanzlari köma þangað
næstu daga.
Sjálfstæðismenn gera ágreining um kjör
bréf uppbötarþingmamia Alþ.flokksins
Að venju var þingheimi skipt í þrjár kjördeildir við setn-
ingu Alþingis í gær, og taka þær kjörbréf þingmanna til at-
hugunar. Héldu deildirnar fundi í gær og munu skila áliti
á þingfundi í dag kl. 1,30.
Blaðið hefur frétt, að þegar við
fyrstu athugun kjörbréfa, hafi
Sjálfstæðismenn gert ágreining um
kjörbréf uppbótarþingmanna Al-
þýðuflokksins. Er þar um að ræða
íramhald kæru Sjálfstæðismanna
fyrir kosningarnar í vor og mála-
r.-ksturinn fyrir landkjörstjórn,
sem endaði með algerum ósigri
kærenda.
Þegar kjörbréfin verða lögð fram
í dag á þingi má búast við nokkr-
um umræðum um þessi mál. Á
fundum kjördeildanna í gær munu
hins vegar ekki hafa verið teljandi
umræður um þau, heldur aðeins
atkvæðagreiðslur um kjörbréf.
Tveir viífirringar héldu 96 börnum
og kennurum 6 klst. í heljargreipum
Happdrætti HúsbyggingarsjéSs Framsóknarfl.:
20 söludagar eftir
Hver vill ekki eignast nýja 3ja herbergja íbúð 90
m2 að stærð?
Hver lætur hjá líða að freista gæfunnar fyrir 10
kr., þegar 300 þús. kr. íbúð er í boði?
Hver hreppir íbúðina í happdrætti húsbyggingar-
sjóðs Framsóknarflokksins 1. nóv. n. k.?
Miðar eru seldir úr bíl í Bankastræti daglega kl.
2—7.
íbúðin (Bogahlíð 26) er opin virka daga kl. 5—7.
Umboðsmenn hafið samband við skrifstofuna og
látið vita hvernig salan gengur. —
Umboðsmenn í Reykjavík og Kópavogi, síminn er
5564.
Réðust inn í skóSa í MíSanó.
Einn maður drepinn
Mílanó, 10. okt. — Bræður tveir, báðir vopnaðir og ann-
ar nýsloppinn af geðveikrahæli, héldu barnaskóla í einni af
I útborgum Mílanó í herkví í dag. Kröfðust þeir lausnargjalds
að upphæð 200 miljónum líra fyrir börnin og kennslukonur
þeirra, að öðrum kosti skyldi ekkert þeirra yfirgefa skólann
lifandi. Stóð umsátur þetta í 6 klst., unz lögreglan tók menn-
ina höndum með áhlaupi á þak skólahússins. 23 ára gamall
bj7ggingaverkamaður beið bana í átökum þessum, en báðir
mennirnir særðust.
’-ar
W'
•5E.r
Nákvæmlega klukkan 11 f. h.,
þegar börnin, 96 að tölu, voru að
leik í garði skólans, réðust tveir
j vopnaðir menn inn í bygginguna.
Þeir bundu kennslukonurnar þrjár
len hótuðu að drepa börnin, sem
I voru viti sínu fjær af hræðslu, ef
þau hlypu brott. Þcir æptu til
manna, sem söfnuðust saman fyrir
utan skólann: Við heimtum 200
miljón lírur í lausnargjald, ann-
ars drepum við hvert einasta barn.
Þið skulið ekki voga ykkur að
koma nálægt okkur, því við skjót-
um ykkur umsvifalaust niður.
500 lögreglumenn.
Stúlka ein, sem var í hópnum,
hljóp í brott til að gera lögregl-
unni viðvart. Hún fékk skot í fót-
inn og varð að bera hana hrott.
Að klukkustund liðinni voru komn
ir um 500 lögreglumenn og her-
menn á staðinn vel vopnaðir. For-
eldrar barnanna streymdu að, ör-
vita af hræðslu um börn sín, en
lögreglan þorði lengi vel ekkert
að aðhafast, en urðu að halda sum
um foreldrunum með valdi til þess
að þeir ryddust ekki inn í skólann.
Skýldi sér bak við þrjú börn.
Kallað var til mannanna í hátal-
ara, að gefast upp, en annar þeirra
harðneitaði því. Kom hann út í
glugga, en skýldi sér bak við þrjú
börn, svo að lögreglan þorði ekki
að skjóta, þótt margar byssur væru
á lofti. Annar maðurinn hótaði að
kasta sýru í andlit barnanna og
sprengja skólann í loft upp með
dýnamiti, ef lögreglan reyndi að
ráðast inn.
!
„Eg er ekki brjálaður“.
Prestur einn reyndi að róa menn
ina og bað þá að koma og tala við
sig í rólegheitum. Sá, sem verið
hafði í sjúkrahúsinu, varð hinn
versti og kvaðst ekki vera neinn
vitfyrringur, þótt reynt hefði verið
að stimpla sig slíkan. Gekk á þessu
þófi lengi. Byggingarmaður einn
reyndi að fara upp á þakið í stiga,
en mennirnir skutu hann til bana.
Loks réðust tveir lögreglumenn til
uppgöngu á þakið vopnaðir vél-
byssum. Sluppu þeir óskaddaðir
upp, tókst að komast íiálægt vit-
fyrringunum og særa þá báða. —
Þegar þeir voru bornir brott á
börum, var mannfjöldinn orðinn
svo trylltur, að hann ætlaði að
rífa þá í sig og drepa. Sögðu þá
lögreglumennirnir, að þeir væru
þegar dauðir, sem þó ekki var. —
Lauk svo þessari merkilegu og
hættulegu viðureign, sem kostað
hafði ungan mann lífið, en matgir
orðið nær örvita af skelfingu.