Tíminn - 11.10.1956, Blaðsíða 4
T í MI N N, fimmtudaginn 11. október 1956.
SviSsmynd úr Rómanoff og Júlíu eftir Ustinov. Til vinstri rússneska sendiráðið og herbergi elskhugans Róm-
anoffs á efri hæð, til hægri ameríska sendiráðið og hsrbergi Júlíu á efri hæð. Amerískur vonbiðill stumrar
yfir henni, en fær enga áheyrn. Hún vill engan nema sinn Rómanoff. í milli sendiráðanna er aðaltorgið í
höfuðborginni.
,,Rómanoff og Júlía” er sí
- og vinsælasta - leikrit Feters U
!i G -
Hannier sjálfnrmeS aSalhlntverkiS
a
i rií
London og fær maklegt hrós
Leikurinn gerist ,,í minnsta ríki Evrópu“ og sjálfur leikur
höfundurinn forseta ríkisins og yfirhershöfðingja í skrautleg-
um einkennisbúningi. Á ytra borði snýst leikurinn um ástir
Rómanoffs, sem er sonur rússneska sendiherrans í höfuðborg-
inni, og Júlíu, sem er dóttir ameríska sendiherrans, og þau al-
þjóðlegu vandamál, sem samdrætti af þessu tagi fylgja.
Skortir þá ekki gamansemi og
skemmtilega atburði og hnittin
tilsvör, og þótt menn skemmti sér
konunglega, fer það varla fram hjá
neinum, að' í leiknum er undirtónn
um sambúð þjóðanna og aðstöðu
smælingjanna á alþjóðavettvangi,
sem eru inniklemmdir í átökum
stórveldanna.
Fjölhæfur listamaður.
Höfundur, leikstjpri og aðalleik-
ari er Peter Ustinov, 35 ára gamalt
„undrabarn" brezkrar leiklistar,
frægur kvikmyndaleikari og al-
þekktur í hlutverki Nerós í „Qui
Vadis?“ og prinsins af Wales í
í Beau Brummel“. Þetta leikrit
hans vekur mikla kæti í London
og nú eru að hefjast sýningar á
því í Danmörku og snemma á
næsta ári er áætlað að það verði
sýnt á Broadway í New York. í
London er húsfyllir í Piccadilly
Theater á hverju kvöldi, og hlátur-
inn hljómar um hið aldna leikhús
meðan Ustinov leikur listir sínar
sem forsjón lítillar þjóðar, sem
hefir lent utan í jaðri alþjóðlegra
vandamála. Þegar hinn ungi Róm-
anoff lýsir yfir ást sinni á
amerískri sendiherradóttur, hefjast
óskaplegar ákærur, gagnákærur,
játningar og hreinsanir hjá Rúss-
um, en ameríski sendiherrann hugs
ar með skelfingu til þess, hvað
óameríska rannsóknarnefndin
heima muni segja um einn sendi-
herra, sem er að tengjast rúss-
neskri fjölskyldu með þessum
hætti. Forseti litla landsins og
veraldleg forsjón er á sífelldum
hlaupum í milli sendiráðanna, og
hefír með höndum óskaplegar
d'plómatískar tilfæringar t'l að
allt megi þó að lokum takast, elsk-
endur njótast og friður rikja í sam-
skiptum litla landsins og allra vold
ugra nágranna.
Uppruninn blandaður.
I Peter Ustinov er fæddur í Lond-
1 on, faðirinn var þýzk-rússneskur,
í en móðirin fransk-rússnesk. Upp-
‘ runinn er því blandaður, en Rússa-
: blóðið sterkast. Hann var látinn
! ganga í fínustu og dýrustu skóla í
Bretlandi og er að uppeldi sannui
Breti. Gleymir samt aldrei uppruna
sinum né því, að afi hans var rúss-
neskur aristókrat, sem átti stórar
lendur og hafði fjölda leiguliða.
Faðir hans var um sína daga kunn-
ur og snjall blaðamaður, en móðir-
in var listakona, var um tíma kunn
! sem leiktjaldamálari.
| Að skóla loknum sneri Ustinov
i sér strax að leiklistinni. Hann
kom fyrst fram 18 ára gamall í
revýu á hinu vinsæla Players
| Theatre og lék aðalhlutverk í þrem
: ur sýningum, sem hann hafði sjálf-
i ur samið. Eftir það samdi hann
| mörg leikrit, sem öll fjölluðu um
| sérstök vandamál og gerðust í
| mjög mismunandi umhverfi. í
; „The Banbury Nose“ hefir hann
! orð Kierkegaards að uppistöðu, á
þá leið, að maður geti því aðeins
I skilið lífið, að maður horfi aftur,
| en því aðeins lifað því að maður
horfi fram á við. Eitthvert bezta
! leikrit hans er ' „The indifferent
Shephard“, og er talið meðal beztu
| brezkra leikrita síðustu 30 árin. í
því tekur Ustinov fyrir tvo presta;
sóknarprestinn, sem er dreymandi
sveimhugi, elskar fögur orð og
flóknar samlíkingar og notar í svo
ríkum mæli, að enginn skilur, hvað
hann er að fara í predikunarstóln-
um, og mág hans. herorastínn.sem
er raunsær maður, sem hefir jafii-
an á takteinum tilbúna lausn á
i hverju vandamáli. Vinsælasta leik-
rit Ustinovs er samt vafalaust „Ást-
ir höfuðsmannanna ijögurra", sem
hefir víða verið sýnt; • nema éif‘
♦ fiqióáí f í, ÍSgslíI'iÍÍSi.iBU l;B(j JsU- i
Peter Ustinov í gerfi forseta og gen-
eralissimos í minnsta ríki álfunnar.
Romanoff og Júlía taka því fram,
sem vel :ná verða.
Úr leikritun í kvikmyndir.
Eftir stríðið var Ustinov um
skeið kunnari sem kvikmyndaleik-
ari en höfundur. "’rægustu hlut-
verk hans eru Neró og prinsinn af
Wales, og svo kvikmyndin um her-
manninn Angelo, sem gerð er eftir
j sögu Erics Linklaters. Ustinov er
! giftur leikkonunni Suzanne
Cloutier, sem er af. fransk-kanda-
diskum uppruna. Hjónin búa í
t Chelsea í London í fallegu húsi,
sem er nokkur hundruð ára gam-
alt eins og vera ber um fín hús í
Breílandi. Heima fyrir leikur Ust-
inov sér að bví að mála og er nokk-
uð slyngur við það. En músíkkin
er lijartansmálið mesta, næst á eft-
ir leiklistinni. Þegar Neró lék á
hörpu og söng í „Qui Vadis?“, þá
Ef telpur hafa lirokkið hár, þá
er fallegt að klippa það stutt og
greiða það í lokka, en hinar, sem
hafa slétt hár geta valið um ein-
hverja af hinum þremur greiðsl-
unum ■— áð skipta í miðju og
flétta, greiða hárið aftur og setja
spöng yfir það, eða greiða það upp
í skott í hnakkanum og binda þar
um slaufur. Aðalatriðið er þó að
venja telpurnar strax á að hirða
hár sitt, þvo það vel og bursta,
þá verður það fallegt hvernig sem
sjálf hárgreiðslan er.
( eldhúsinu
Kartöflu- og hvítkáls-
búðingur
Jöím þyngd af soðnum kartöfl-
um og hvítkáli er marið og saxað.
Smjör eða flot, sem svarar til 30
gr. á móti hverjum 500 gr. af græn
meti, er brætt og grænmetið hrært
útí. Kryddað vel, hellt í smurt mót,
rifnum osti og smjörbitum stráð
yfir, brúnað í heitum ofni.
Irskur kjötréttur
% kg. kindakjöt (má vera síða),
1 kg. kartöflur,
250 gr. laukur,
salt og pipar.
Kjötið skorið í smábita, kartöfl-
ur og laukur sneitt í sneiðar. Kjöt-
ið er látið í pott, ásamt 3 dl. af
vatni og dálitlu af salti. Suðu
hleypt upp og veitt ofan af soð-
inu. Kartöflur, laukur og pipar
látinn útí og soðið við hægan eld
í 2 tíma, eða þangað til kjötið er
vel meirt. Ef vill má sjóða helm-
inginn af kartöflunum heilar á
venjulegan hátt og bæta þeim útí
rétt áður en rétturinn er borinn
fram, raða þeim þá yzt á fatið.
GlótSa’ð brauÖ meÖ
heitum osti
120 gr. riiinn ostur,
3 matsk. mjólk,
pipar og salt,
ögn af sinnepi,
30 gr. smjör.
glóðarsteiktar hveitibrauðssneið-
ar.
Látið ostinn og mjólkina í pott
og bræðið við lítinn hita, pipar,
salt, sinnep og smjör hrært út í.
Þegar þessi jafningur er orðinn
sjóðandi heitur, er honum hellt
yfir glóðaðar hveitibrauðssneiðar
og látið stutta stund í heitan ofn.
Stundum er dálitlu af bjór blandað
í þetta.
200 gr. mör,
2 stórir laukar,
250 gr. haframjöl,
salt og pipar,
músgat á hnífsoddi,
2 tesk. tómatsósa,
lítið eitt af soði.
Vömbin hreinsuð vel og lögð í
kalt vatn.
Hjarta, lifur og tunga er þvegið
vel og soðið við vægan hita í 1
klst., tekið upp og soðið láti^S síga
vel af því. Skornar úr allar seigar
tægjur og síðan er allt saxað í
vél. Saxa skal mörina og laukinn
með. Haframjölið skal hita á
pönnu eða í ofni, þar til það tekur
að brúnast, þá er öllu blandað sam
an, kryddað vel og vætt í með
soðinu. Vömbin skorin í hæfilega
stóra búta, saumaðir úr þeim kepp
ir og fylltir álíka mikið og blóð-
mörskeppir, pikkaðir með nál og
látnir í sjóðandi vatn. Bezt er að
hafa rist eða disk undir í pottin-
um. Soðið IV2—2 tlmá, stúngið á
keppunum öðru hvoru. Keppirnir
teknir upp og lagðir á þurran klút
meðan soðið rennur af þeim. Borið
heitt á borð. Gat skorið á kepp-
inn og innihaldinu spænt innan
úr vömbinni. Gott er að bera kart
öflustöppu og gulrófur með þessum
rétti.
Þennan rétt má geypa soðinn og
hita upp þegar á að borða hann.
Ráðlegt er að hafa keppina litla,
því að þetta er saösamur matur.
/f'i * \
uöo rað
Skozkur „haggis'
1 lambavömb,
lifur, hjarta og tunga úr einni
kind.
þurfti Ustinov enga aðstoð, gerði
það sjálfur og gerði vel.
Vel gert af 35 ára manni.
Þegar tjaldið fellur í Piccadilly
Theatre á hverju kvöldi nú í allt
haust, ætlar fagnaðarlátum aldrei
að linna. Ustinov hefir þar unnið
tvöfaldan sigur: Hann samdi gott
leikrit og gerði það sjálfur eftir-
minnilegt með framúrskarandi leik
í aðalhlutverkinu. Það er ekki lítið
afrek af 35 ára gömlum manni.
Straujárn fá oft á sig brúna húð
þegar pressað er með þeim. Bezta
ráð við því er að væta klút í ediki
og strjúka húina af með honum.
Ef blettavatn er ekki við hend-
ina, er oft gott að ná blettum úr
fötum með hjartasalti, hrærðu út
í volgu vatni — svo sem 1 tesk. af
hjartarsalti í bolla af vatni.
Ef að geyma á grænt salat, er
bezt að vefja það í plastpoka eða
aluminium blað. Munið að mestu
bætiefnin eru í grænustu blöðun-
um, sem eru yzt þó að ljósu blöðin
séu girnilegri.
Samningar um stjórn-
arsamstarf í Svíþjóð
Stokkhólmi, 9. okt. — Jafnaðar-
menn í Svíþjóð hafa skipað tólf
manna nefnd til að taka þátt í
samningum við jafn fjölmenna
nefnd frá Bændaflokknum um á-
framhaldandi stjórnarsamstarf þess
ara flokka. Af hálfu jafnaðarmanna
eiga m. a. sæti í nefndinni Tage
Erlander forsætisráðherra. Viðræð
ur þessar hefjast á morgun. Bænda
flokkurinn tapaði nokkuð fylgi í
kosningunum nú fyrir skemmstu
og kenna þeir um samstarfi sínu
við jafnaðarmenn.
Flugvöllur gerður við
Bolungarvík
Hér er nú unnið. að flugvallar-
1 gerð, og á að gera 250 metra langa
flugbraut sem fær verði sjúkra-
flugvél. Er þetta byrjun á stærri
flu.gvelli fyrir innanlandsflug. .Flug
völlurinn er gerður á sandgræðslu-
svæði hér innan við kauptúnið og
er aðstaða allgóð, eða með því
bezta, sem um er að ræða hér á
Vestfjörðum.