Tíminn - 11.10.1956, Síða 7

Tíminn - 11.10.1956, Síða 7
7 T f MIN N, fimmtudaginn 11. október 1956. íðura Skorradals rísa l í Borgarfirði er nú unni'ð að mestu skógræktaráform- um í iandinu og þar eru að rísa í sólbökuðum hlíðum borgfirzku dalanna þrír stór- skógar, sem mannshöndin græðir í hinum kjarrivöxnu hlíðum. Hákon Bjarnason skógræktar- stjóri og fleiri forráöamenn hinn- ar opinberu skógræktar í landinu áttu fund með blaðamönnum á sunnudaginn að Stálpastöðum í Skorradal, þar sem skógrækt rík isins hefir þegar framkvæmt mikið og hcfir enn stærri áform á prjón- unum. Dalur með skógi vaxnar hlíðar Skorradalur er frá náttúrunnar hendi einhver fegursta byggð á ís- landi. Kjarrivaxnar og ilmandi skógarhlíðar standa þar við stór- vatn í tiltölulega þröngum dal. En sums staðar nýtur tignar rismikilla fjalla. í hlíðum dalsins móti suðri verða sumardagarnir heitir, því að þar er skjólgott og öruggt fyrir köldum næðingum úr norðri. Bal- urinn liggur langt inni í landi og þar gætir því ekki eins rekjunnar frá sjónum, en hins vegar liggur landið þar tiltölulega lágt yfir sjó og vaxtartími sumarsins er því til- tölulega langur. Er það skoðun margra sérfróðra að fáir eða engir staðir á íslandi séu jafn vel fallnir til skógræktar sem Skorradalur og kom sú skoðun berlega í ljós hjá forráðamönnum skógræktarinnar á blaðamanna- fundinum á sunnudaginn. Reynsl- an hefir líka sýnt þetta í Skorradal og víðar í borgfirzku dölunum. Þrátt íyrir gífurlega sauðbeit fyrr á árunum, hefir gróðurinn og skóg- arkjarrið haldið 'Velli, því að land- ið er kjarngott og gróðurmagnið mikið í sumarsólheitum hlíðum, móti suðri. Skógrækfin eignast jörð í Skorradal Fyrir fimm árum eignaðist skóg- rækt ríkisins aðstöðu í Skorradal, þar sem hægt var að hefja stór- framkvæmdir. Haukur Thors, sem áður hafði keypt jörðina Hvamm í Skorradal til að byggja þar sum- arbústað í óvenju fagurri og skjól- sælli byggð, keypti nokkru síðar aðra jörð, Stálpastaði, sem er ann- ar bærinn innan við Hvamm, norð- anmegin í dalnum. armnar Heimsóknj skógrækí rskisíns að Stálpasiöðiim, þar sem búið er að gróðursetja meira en 100 þús. frjáplöntur í 20 hektara lands. — Reyna verðuE.ððjkomast hiá hækkun Skorradalsvatns, með dýpkun á frá- rennsli, e5a öðru, sem tryggt getur Borgfirðingum nóg rafmagn f.i ;v-' ■; ) SéS inn Skorradal úr skógræktarhlíðinni á Stálpastöðu n. Arið 1951 kom Haukur svo að máli við skógræktarstjóra og tjáði liounm, að hann vildi gefa skóg- rækt ríkisins jörðina Stálpastaði í Skorradal undir skógræktarstarf- semi. Varð að samkomulagi milli skógræktarstjóra og Hauks, að skógrækt ríkishis tæki að sér að planta skóg í 10 hektara lands í landi I-Iauks í Hvammi, honum að kostr.aðarlausú, sem þakklæti fyr- ir jörðina Stálpastaði, sem hann lét skógrækt ríkisins í té. Vorið 1952 var svo strax hafizt Kontorta-fura, sem vaxið hefir í hnéhæð á fimm árum. lianda um að girða skógræktarland- ið að Stálpastöðum. Eru þar um : 150 hektarar al gróðurlandi og mestur hluti þess lands vel fallinn | til skógræktar. i Lundur Kjarvals og jBraathens Nú er búið að gróðursetja þar í hlíðarnar rösklega 100 þúsund trjáplöntur, sem dafna vel og seg- ir Daníel Kristjánsson skógarvörð- ur, scm stjórnað hefir framkvæmd- um að Stálpastöðum, að vanhöld séu tiltölulega mjög lítil í skóg- ræktinni þar. Plönturnar eru að vísu flestar lágvaxnar enn sem komið er, en sumar þær elztu, sem gróðursettar voru fyrir þremur íil fjórum árum, eru orðnar hnéháar. Skógræktarstarfið að Stálpastöð- um er að miklu leyti tengt höfðing- legum gjöfum unnenda skógrækt- ar. Um svipað leyti og skógræktin eignaðist jörðina kom Þorsteinn Kjarval í skrifstofu skógræktar- stjóra og afhenti 25 þús. krór.a gjöf frá þeim lijónum til eflingar skógrækt. Þessu fó var varið íil gróðursetningar í Skorradal og þar er nú í hinum nýja barrviðarskógi sérstakur lundur helgaður þeim hjónum og nafn þeirra letrað á veglegan stein í skóginum. Þorsteinn Kjarval var meðal boðsgesta í Skorradal á sunnudag- inn og lét í ljós ánægju sína yfir því hvernig gjafafénu var varið. Þegar maður var ungur, reif maður |hrís, sagði hann, því að þá var I þjóðin í þrengingum, og illa farið með skóglendið. Nú er maður að | reyna að bæta svolítið fyrir sínar ! fyrri misgerðir og láta nokkrar | nýjar skógarplöntur gróa upp í I stað þeirra, sem slitnar voru upp. j Svona er lífið. Nýir tímar í landi voru. Annar rausnarlegur maður kem- ur við sögu skógræktar í Skorra- dal. Er það norski útgerðarmaður- inn L. Braathen, sem gaf 20 þús. norskar krónur til skógræktar. Stofnaður var sérstakur Braathen- skógur í Skorradal og er búið að setja þar niður um 30 þús. plöntur en mikið eftir að gera íil viðbótar fyrir gjafaféð. Fyrir gjöf Þorsteins (Guðni Þórðarson tók myndirnar.) er búið að gróðursetja um 53 þús. tré. Um 10 hektarar lands eru í hvorum lundi, Kjarvalslundinum og Braathenslundi. Forráðamenn skógræktarinnar hafa hug á því að á næstu tíu árum verði unnið svo kappsamlega að skógrækt í Skorradal, að þar verði þá ungur skógur í vexti á 100 hekturum lands í Stálpastaðalandi. Búið er að gróðursetja skóg í 20 hektara. Mest er þar af siíkagreni, eoa um 46 þúsund tré, rauðgreni 32 þús- und, skógarfura um 20 þús. og minna af öðrum skógartegundum. Skógræktin í Norðtungu — skcgur við Hreðavatn Auk skógræktarinnar í Skorra- dal er á tveimur öðrum stöðum í Borgarfirði unnið að skógrækt í mjög stórum stíl. í Norðtunguskógi hefir Kaupfélag Borgfirðinga látið gróðursetja um 150 þúsund tré á um það bil 30 hekturum lands og skógrækt ríkisins í Jafnaskarðs- skógi skammt frá Hreðavatni um 120 þúsund tré. Á öllum þessum stöðum dafna írjáplönturnar vel og eru þarna miklir framtíðarskóg- ar, nytjaskógar í uppsiglingu. Með skógræktarmönnum, sem. heimsóttu Skorradalinn á sunnu- daginn voru tveir menn, sem ánð 1938 höfðu tekið sér fyrir hendur að vinna að skógrækt í Skorradal. Heita þeir Jón Bjarnason og Guð- mundur Marteinsson, báðir raf- magnsverkfræðingar. Guðmundur fékk hugmyndina, þegar hann dvaldi langdvölum í Ameríku og hugsaði heim. Kom þá Skorradalur oftast í huga hans, sem sá staður á íslandi, sem bezt mundi fallinn til skógræktar. Þegar heim kom, lét hann ekki sitja við hugsanir einar, en lagði land undir fót og gekk um Skorradal og fékk þar í lið með sér ungmennafélaga, sem síð- an unnu með þeim Jóni að gróður- setningu í girtum reit í Iláafelis- landi. Var sá reitur skoðaður á sunnudaginn og standa þar nú mörg falleg grenitré og nokkur þau hæstu þeirra orðin um og yfir 3 metrar að hæð. Blika á lofti í byggðinni Þegar skógræktargestirnir höfðu lokið göngu sinni um skógarhlíðar hins uppvaxandi nytjaskógar í Skorradal, komu nokkrir bændur til fundar að Stálpastöðum til að ræða þar mál, sem ofarlega er á baugi þar efra og það að vonum. Blika er á lofti í hinni fögru byggð við Skorradalsvatnið og í- skyggilegar búskaparhorfur, ef ráð ist verður í það að hækka vatnið niður við ósinn, svo að verulegur hluti gróins sléttlendis í dalnum fari undir vatn um aldur og ævi. Að undanförnu hafa verið uppi raddir og áform um að hækka yfir- borð vatnsins um tvo metra til að tryggja Andakílsárvirkjun meira vatn í þurratíð og frostum. Ekki fer hjá því, að hækkun vatnsins spilli stórlega mörgum jörðum í dalnum og gerir sumar þeirra ó- byggilegar að kalla. Fullnaðarrann- sókn mun ekki hafa farið fram á því, hversu víðtæk landsspjöliin verða, en vitað er að bessar ráð- stafanir yrðu mjög þungt áfall fyrir byggðina alla. Túnstæði er ákafiega takmarkað í dalnum og tún og engjar liggja nær eingöngu á sléttum flötum við vatnsbakkann, sem ætlunin er að cöklcva. Leita verður annarra úrræða Enginn efast um það, að æski- (Framhald á 9. siðu.) Þorsfeinn Kjarvai: í gamla daga varð rnaður að rífa hrís til að geta kveikt liós. Svo reynir niaður að bæta fyrir gamlar syndir. Nú cru breyttir timar í iandi voru.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.