Tíminn - 02.11.1956, Qupperneq 1

Tíminn - 02.11.1956, Qupperneq 1
1 Fylgizt með tímanum og lesið TÍMANN. Áskriftarsímar 2323 og 81300. Tíminn flytur mest og fjöl- breyttast almennt lesefni. &. 40. árgagnur. 12 síður Reykjavík, föstudaginn 2. nóvember 1956. Viðtal við Guðmund frá Miðdal, bls. 4. Gerfiefnin og eiginleikar þeirra, bls. ö. Grein um sauðfjárbúskap, bls. 7. 249. blað. Bretar og Frakkar s igu á Sáezeiðl í mikinn innrásarher Nasser b©ðar algert stríð egypzku Seinustu ^jéðarinnar gege innrásarherjunum frá þingi S. þ. Kairo og New York, 1. nóv. — Nasser hélt útvarpsræðu til þjó'ðar sinnar í dag. Hann kvað Egypta myndu berjast urnl hvert sveitaþorp og hverja hæð, unz yfir lyki. Við berjumst. fyrir frelsi Egyptalands og virðingu. í dag hefst nýr kafli íj sögu Egvptalands, sagði hann. Heimsveldissinnum geðjast ekki að óháðri stjórnarstefnu Egyptalands. Þeir hafa nú stofnað samsæri til að koma Egyptalandi á kné. Þetta samsæri hófst, þegar ísrael réðst á Egyptaland án nokk- urs tilefnis. Úrslitakostir Breta og Frakka. Nasser vék að úrslitakostum Breta og Frakka frá 30. nóv. Þeir Frá Happdrættinu Þar sem ekki voru komin skil frá öllum umboðsmönnum úti á landi í gærkveldi, þótti ekki til- tækilegt að birta vinningsnúm- erið i dag. Er það gert í öryggis skyni, og hefur verið ákveðið að vinningsnúmer happdrættisins verði ekki birt fyrr en vissa er fyrir að skil á öllum útistand- andi miðum séu komin til skrif- stofu happdrættisins. Á þessu þarf engan afsökunar að biðja, því þetta er gert vegna hagsmuna allra þeirra mörgu er keypt hafa miða í happdrættinu. Vinningsnúinerið verður ræki lega auglýst bæði í útvarpi og Tím anum, og lesendum gert aðvart daginn áður en það verður birt. Happdrætti Húsbyggingar- sjóðs Framsóknarflokksins. hefðu verið settir fram undir því yfirskyni, að nauðsyniegt væri að hernema Súez-skurð til að halda uppi eðlilegum siglingum um skurðinn. Á þeim tíma hefðu sigl- ingar um skurðinn gengið eðlilega og með venjulegum hætti. Hann kvað tilboð Breta og Frakka hafa falið í sér skerðingu á sjálfstæði Egyptalands, sem ekki hefði verið unnt að fallast á. Hann lýsti yfir, að Bretar og Frakkar hefðu brotið alþjóðarétt, stofnskrá S. Þ. og breytt and- stætt almenningsálitinu í heim- inum. Skoraði hann á þjóðina að berjast til síðasta manns eins og Þjóðverjar hefðu gert, Indónesíu- menn og Grikkir, en einkum benti hann þeim á fordæmi Al- sírmanna. Egyptar lýsa yfir styrjöld. í morgun kallaði Fawzi utaurík- isráðherra Egypta sendiherra Breta og Frakka á sinn fund í Kairó og lýsti yfir því við þá, að Egyptaland liti svo á, að styrjöld ríkti milli þess og Bretlands og Frakklands. Væri því stjórnmála- sambandi landanna slitið. Benti hann á, að brezkar og franskar (Framhald á 2. siðu.) ÞingiíS sitii á fundi þar tii bardögum vertii bætt Allsherjarþlng S. b. knm sam- an til íundar i kvöld undir mið- næíti. Forsetinn Ortega frá Chile seítl fundinn með 1 mínútu þ'ign til bænar og þenkingar. Sam- þykkt var með (52 atkvæðum gegn 2, en 7 sátu hjá, að ræða árásina á Egj'pta. FuIItrúar Breta og Frakka árkildu sér rétt til að hafa að engu samþykktir þings- ins í m.'linu og efuðu lögmæti afskipta þer.s af því. Fulltrúi Eg- ypta, Gmar Loufti, tók fyrstur til máls. Krafðist liann þess að þing ið fordæmdi árásaraðilana og byndi þegar endi á hernaðarað- gerðir. Fyrstur af samveldislöndunum talaði fuIKrúi Ceylon. Hann for- dæmdi algerlega árás Breta og Frakka og kvað ótrúlegt ábyrgðar leysi feiast í henni. Þá talaði fulltrúi Breta langt mál. Taldi aðgerðir Breta og Frakka réUlæíanlcgar vegna þess að þær myndu íeiða til Iausnar Palestínuvandamálsins og binda endi á hið óvissa ástand þar eystra. Þá tataði Dulles og baS þingSS áð krefjast þess aS deiluaðilar hættu bardögum þegar í staS. Krafðist hann þess, að þingið sæti á fundi þangað til aðilar hefðu orðið við þeirri kröfu. Egypzki herÍKO á Smaískaga sagðiír á skípu lagslausum flótta. Stöðugar loftárásir Breta og Frakka á flugvelli sökbt í SéezskisrSi cg siglkg ar um skiirSiim algerlega stöðvaSar - London og Kairó, 1. nóv. — Herskip Breta og Frakka voru á leið til Súezeiðis í kvöld með landgöngusveitir, sem eiga að hernema Súez-svæðið til að byrja með, hvað sem síðar verður. Skipin nálgast eiðið bæði frá Miðjarðarhafi og Rauðahafi. Ekki hafði frétzt um landgöngu kl. 11 skv. ísl. tíma. Egypzki herinn er á skipulagslausum flótta á Síanískaga, að því er ísraelsmenn segja. Bretar halda áfram loftárásum á flugvelli og herstöðvar. Segja þeir flugher Egypta eyðilagðan. Sagt er, að nokkrir tugir manna hafi farizt í loftárásum þessum. Árás- in á Egypta er fordæmd í fiestum löndum heims. Allsherjar- þingið kom saman til fundar í kvöld og var byrjað að ræða málið á 11. tímanum. Vera má, að fulltrúar Breta og Frakka gangi af fundi, ef samþykkja á vítur á Breta og Frakka fyrir ofbeldisárás. . sveitir Egypta. Seinni hluta dags Yfirmaður brezku og frönsku útvarpið í Tel Aviv áskorun herjanna, sem sækja að Egyptum, Sir Charles Keightley sagði á Kýp- úr í dag, að hann hefði yfir að ráða öflugum her og yrði því hægt að beita sér að framkvæmd hern- aöaraðgerðanna af miklum krafti. En við vonum, sagði hershöfðing inn, að við neyðumst ekki til að beita þessum mikla herafla. fsraelsmenn sækja að austan. Samtímis sækja ísraelsmenn að Súez-skurðinum að austan úr Sín aí-eyðimörkinni. Virðast þeir þar hafa betur í viðureigninni við her- Rússneskar hersveitir flykkjast inn í Ung verjaland og slá Járnhring’ um Biídapest Ungverska stjórnin íýsir yfir, að Ungverja- land sé nú sjáífstætt, ófiáð og lifutlaust lýð- ræðisríki. - Segir sig úr Yarsjárbandalagimi Vín í gærkveldi. (NTB). — Þau tíðindi gerðust í Ungverja- landi í dag, að Imre Nagy forsætisráðherra lýsti yfir, að Ung- verjaland hefði sagt sig úr Varsjár-bandalaginu og lýsti yfir að landið væri hér frá sjálfstætt, óháð og hlutlaust lýðræðis- ríki. Þá hefir stjórnin sent sérstakan boðslcap um þetta til S. Þ. og skorað á stórveldin fjögur að vernda sjálfstæði og lilutleysi landsins. — Fregnir bárust hins vegar um það í kvöld, að rússneski herinn hefði umkringt Búdapest og tekið alla helztu flugvelli á sitt vald, einnig að skriðdrekasveitir rússneskar hefðu enn farið inn í landið. ! > Nagy sendi orðsendingu sína sem formlegan boðskap til Dag Hammarskjöld, framkvæmdastjóra S. Þ. Jafnframt fylgdi áskorun um að allsherjarþingið tæki mál Ung- verjalands þegar fyrir, er það kem- ur saman. Þá hefir Nagy snúið sér beint til Vorosjolovs forseta Ráðstjórnar- ríkjanna og farið þess á leit að hann tilnefndi þegar nefnd til samninga við Ungverja. Rússneskur her flykkist að. í dag tóku að berast fregnir um, að rússneskar vélahersveitir héldu inn í Ungverjaland, aðallega úr norðaustri. Nagy kallaði rússneska sendiherrann þegar á sinn fund og bað um skýringar á því, en þær munu ekki hafa legið á lausu. í gærkveldi bárust frekari fregnir um þetta, og var sagt, að rússnesk- ar hersveitir kæmu einnig frá Búlgaríu og Rúmeníu. Anna Kethley Járnhringur um Búdapest. Þá bárust fregnir um, að rúss- neskar skriðdrekasveitir liefðu slegið „járnhring" um Búdapest og tekið ýmsa liernaðarlega inik- ilvæga staði þar og víðar um landið, þar á meðal flugvöll Búdapest og fleiri borga. Svissnesk flugvél, sem fór til Búilapest ineð blóðvatn í dag, fékk leyfi til að lenda, en ekki til að fara aftur, og var áhöfnin handtekin og kyrrsett. Mannmergð á götum. Eftir að fregnir bárust um að- streymi rússnesks hers til landsins tók mannfjöldi að safnast saman á götum höfuðborgarinnar, og mikil ; ókyrrð og óvissa var ríkjandi. Víða á götum mátti sjá brennur, og var þar verið að brenna rússneskar og kommúnistiskar bókmenntir. Lík borgara og rússneskra og ung- ; verskra hermanna liggja enn sums i staðar á gangstéttum og götum. Nýr komniúnistaflokkur stofnaður Kommúnistar í Ungverjalandi hafa stofnað nýjan flokk í land- inu. Frú Anna Kethly, sem undan- farið hefir verið í haldi og er nú 67 ára að aldri hefir verið kosin formaður sósíaldemokratiska flokksins. Þá er sagt, að Mikojan, varaforsætisráðherra Rússa sé nú á leið til Búdapest í annað sinn. til egypzku hersveitanna um að gefas upp, þar eð aðstaða þeirra væri vonlaus. Þær væru algerlega innikróaðar. Flugher Egypta eyðilagður. Útvarpið í Tel Aviv hélt því einnig frain, að Flugher Egypta væri ur sögunni. Árásir brezkra og franskra flugvéla hefðu skot ið niður eða eyðilagt á flugvöllum nær allar flugvélar þeirra. Skv. brezkum heimildum voru fjórir herflugvellir eyðilagðir í gær og ídag var haldið áfram árásum á flugve’li við Súez-skurðinn og við Nílarósa. Segja flugmennirnir, að mikill fjöldi flugvéla hafi verið eyðilagður á jörðu niðri, þar á meðal margar Mig-þrýstiloftsflug vélar frá Sovétríkjunum. Fregátu sökkt í Súez-skurð. Egypzka yfirhersstjórnin tilkynn- ir, að öll umferð um Súez-skurð sé stöðvuð vegna þess, að brezkar og franskar flugvélar hafi varpað sprengjum á egypzka fregátu á skurðinum og sökkt henni þar. Egyptar flýja í Sínaíeyðimörkinni. Um kl. 7 skv. ísl: tíma var til- kynnt., að herstöð Egypta við Hafa í Gaza-eyðimörkinni væri fallið. (Framhald á 2. síðu.) Nehrú biður Eisen- hower að forða heimstyrjökl? Washington, 1. nóv. — Þrálát- ur'orðrómur gekk um það í dag, að Nehrú forsætisráðherra Ied- Iands hafi skrifað Eisenhower forseta bréf og beðið hann að beita öllum áhrifum sínum til þess að koma í veg fvrir, að styrj- öldin fyrir botni Miðjarðarhafs yrði að heimsstyrjöld, en á því telöi hann hættu. Eisenliower for seti sat á fundi með landvarna- ráði Bandaríkjanna í dag og ræddi ástandið í Egyptalandi. — Nelirú er sagður hafa rætt í dag við sendimenn 28 ríkja í New Dehli.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.