Tíminn - 01.12.1956, Blaðsíða 8
8
TÍMINN, laugardaginn 1. desember 1956.
Fjórða bindi þ jóSsagna Jóns Arna-
sonar er komiS ól, eltt bindi eftir
i
Hér er um hina merkilegustu og vönduíustu
útgáfu a<$ ræ<Sa, allt verkið um 3500 bls.
Út er komið fjórða og næstsíðasta bindi af Þjóðsögum Jóns
Árnasonar. Er þetta bindi um 700 blaðsíður, en verkið allt
mun verða um 3500 blaðsíður. Gunnar Einarsson og Haf-
steinn Guðmundsson, fyrir hönd útgáfunnar Þjóðsaga, sem
gefur verkið út, og Bjarni Vilhjálmsson, sem býr verkið til
prentunar ásamt Árna Böðvarssyni, ræddu við blaðamenn
um útgáfuna í gær.
Tvö fyrstu bindin voru að mestu
endurprentun á fyrri útgáfum af
þjóðsögum Jóns Árnasonar, en þó
endurskoðuð nokkuð. Þetta var þó
ekki nema minni hluti þess safns,
sem Jón viðaði að sér og lót eftir
sig í 30 binda handritasafni, sem
geymt er í Þjóðskjalsafninu. Þrjú
bindin, sem við er bætt, geyma
sagnir úr þessu safni.
í þriðja bindinu, sem út kom í
fyrra, hófst viðbótin og var efni
raðað niður af sömu skipan og
Jón hafði haft í sinni útgáfu.
Voru þar goðafræðisögur af álf-
um, tröllum, vættum o. fl. drauga-
og galdrasögur.
Þetta fjórða bindi hefst á nátt-
úrusögum, og síðan koma helgi-
sögur, viðburðasögur oð útilegu
mannasögur. Loks er upphaf að
ævintýrum, aðeins einn þáttur,
svonefndar stjúpusögur, en ann-
ars verða ævintýrin meginþáttur
síðasta bindis, sem út á að koma
næsta ár en hefir einnig að geyma
skrár um atriðisorð og mannanöfn.
Þessi mikla útgáfa af íslenzkum
þjóðsögum frá fyrri öldum er í
senn við það miðuð, að hún sé að
gengilegur lestur öllum almenn-
ingi og náma fræðimanna í þessum
efnum. Sögurnar eru birtar á því
máli, sem þær eru skráðar á, og
engu breytt nema stafsetningu og
beinum málvillum. Myndir eru í
öllum bindunum, í þessu er mynd
af útilegumannakofa úr Hvanna-
lindum, og auk þess rithandarsýnis
horn hinna helztu þjóðsagnaritara,
sem sögur bindisins hafa skráð.
Þá eru í bindinu gamlir galdrastaf
ir við upphöf kafla, og hefir Haf-
steinn Guðmundsson skýrt þá upp.
Eru þetta galdrastafir, sem áttu
að hafa þá náttúru, að væru þeir
ristir á hauskúpu af manni og
síðan sofið á, dreymdi þann sem
á svaf það, er hann vildi helzt
vita.
Margir eru þeir þjóðsagnarrtar
ar, sem lagt hafa hönd að þesu
mikla verki fyrr á árum. Yngstur
þeirra er Páll Pálsson, sonur-Páls
Sigurðssonar alþingismanns í Ár-
kvörn, og var hann 11—12 ára
þegar hann ritaði sagnasyrpu sína
eftir gömlum konum. Mun það safn
vera harla merk heimild um hinn
raunverulega frásagnarhátt þjóð-
sagnanna, því að meiri hætta er
á, að eldri og skriftlærðari menn
hafi fært sögurnar til hefðbundn-
ara ritmáls.
Við þíirfum ekki
nýjan Marx
(Framhald af 6. síðu)
augum fólksins, sem er farið að
sækja fast á að fá aukið frelsi. í
Póllandi ganga blöð og ræðumenn
miklu lengra en Gómúlka heflr
þorað að taka undir, og í Ungverjn-
landi heldur ekkert stjórninni við
völd nema rússnesk vopn og neyð-
arástandið.
Þannig er viðhorf Sovétríkjanna
mótsagnakennt og fálmkennt, það
er eins og þeir viti ekki, hvar þeir
eiga að bera niður að sinni, og út-
koman er líka verri en efni ann-
ars standa til. „Það þarf að skrá
sögu rússneska hcimsveldisins. Til
þess þurfum við ekki nýjan Marx
heldur annan Tacitus“, segir Man-
chester Guardian að lokum í þess-
ari atliyglisverðu ritstjórnargrein.
Fjölsóttur aðalfundur Framsóknar- j
félags Borgarfjarðarkjördæmis J
ASalfundur Framsóknarfélags Borgarfjarðarkjördæmis og
almennur flokksfundur Framsóknarmanna í Borgarfjarðar-
sýslu og á Akranesi var haldinn á Akranesi síðastliðinn sunnu-
dag. Þórir Steinþórsson, skólastjóri í Reykholti, var fundar-
stjóri en Guðmundur Björnsson kennari, Akranesi, fundar-
ritari.
Daníel Ágústínusson bæjarstjóri,
formaður félagsins gerði grein fyr-
ir störfum félagsins á síðasta starfs
ári. Félagið hefir starfað mikið á
árinu og fálagatala aukizt.
í stjórn félagsins voru kjörnir:
Daníel Ágústínusson, Akranesi for
maður, Ingimundur Ásgeirsson
Hæli, ritari, Guðmundur Björns-
son , gjaldkeri, Þórir Steinþórs-
son Reykholti, varaformaður og
Þorgrímur Jónsson Kúldudalsá
meðstjórnandi. Varamenn voru
kjörnir Jón Þórisson Reykholti og
Þórhallur Sæmundsson Akranesi.
Endurskoðendur voru kjörnir
Jón Pétursson og Kristján Jónsson
Akranesi. Þá var kosið trúnaðar-
ráð og skipa það einn maður úr
hverjum hreppi og einn til vara.
Er það skipað þessum mönnum:
Gestur Jóhannesson Giljum og
Magnús ÍColbeinsson Stóra-Ási í
Hálsasveit. Sturla Jóhannesson
Sturlu-Reykjum og Björn Jónsson
Deildartungu, Reykhoitsdal. Krist-
ján Davíösson Oddstöðum, Þor-
steinn Kristjánsson Gullberastöð-
um, Lundareykjadal. Sigurður Dan
íelsson Indriðastöðum og Guðm.
Stefánsson Fitjum, Skorradal, Jón
Jakobsson Varmalæk og Sigvaldi
Jónsson Ausu Andakíl. Eyjólfur
Sigurðsson Fiskilæk og Kristinn
Júlíusson Leirá, Leirársveit. Guð-
mundur Brynjólfsson Hrafnabjörg
um og Guðmundur Jónasson B.iart
eyjarsandi Strandarhreppi. Guðm.
Þorsteinsson og Magnús Símonar-
son Stóru-Fellsöxl Skilmannahr.,
Ellert Jónsson Akrakoti og Ágúst
Halldórsson Sólmundarhöfða Innra
Akraneshreppi, Jónas Márusson og
Bjarni Th. Guðmundsson, Akra-
nesi.
Bezt að auglýsa í TÍMANUM f
tsskápar, margar gerði
Þvottavélar,
Hrærivélar
Rafmagnspottar
Rafmagnspönnur
Steikarofnar, sérstakir
5AW-4896
Lampar - Vegglampar - Standlampai
margir tugir gerða
ronur
LAUGAVEG 103
ÖÖ6LJi>ii