Tíminn - 02.12.1956, Blaðsíða 12

Tíminn - 02.12.1956, Blaðsíða 12
Veðrið f dag: ” Vestan kaldi eða stinningskaldi, él. . r Cýrland sakar Breta, Frakka, Israelsmeoii og Tyrki um innrásariindirbúnkg - mssn- cskir skriðdrekar eg kerfræðingar streyma inn í Sýrfand London 1. desember. — Utan- r'kisráðherra Sýrlands lýsti því yf- ir í Damaskus í dag, að hann hefði rent framkvæmdastjóra S. þ. Degi! Hammarskjöld orðsendingu þar| rem stjórnir Bretlands, Frakklandsj ' yrklands og Israel eru sakaðarj rm að vera ao undirbúa innrás í Sýrland. Einnig hefðu stjórnir þessara landa komið hvað eftir ann að fram með hótanir, sem ógnuðu tryggi Sýriands. 21 þús. Uíigverjar til Bandaríkjaima Eisenhower forseti lýsti því yfir í dag, að stjórn Bandaríkjanna hefði nú ákveðið að taka á móti 21 þús. ungverskra flóttamanna og er það meira en fjórum sinnum rneira en í upphafi var ákveðið. Breka stjórnin bauðst í fyrstu til að taka á móti 2500 flóttamönnum en búizt er fastlega við, að þeir verið mun fleiri. Flóttamanna- straumurinn er nú kominn upp í á annað hundrað þúsund. Byltingartilraun á Kúba Key West-FIorída. — Þær frétt; ir berast nú frá Havana á Kúbu, að allmargar byltingartilraunir hafi verið gerðar undanfarið. Hefir verið barizt í nokkrum borgum, einkum Santíga, esm er önnur stærsta borg landsins og munu allmargir hafa beðið bana. Stjórn Kúba lýsti því yfir í gær eftir að í bardaga sló, að unnið væri að því að bæla niður upp- reisnina. Fyrir þrem vikum var gerð byltingartilraun í höfuðborg inni, Havana, voru allmargir bylt ingarsinnar skotnir til bana eft- ir að þeir höfðu yfirmann leyni- lögreglunnar. Áform byltingar- sinna er að steypa Batista for- seta úr stóli, en hann situr við völd í skjóli hcrs og lögreglu. I Hann sagði, að ísrael væri nú j að safna herliði að sér á landa- ! mærum Sýrlands og Jórdan. Þess- ! ar aðg.erðir ógnuðu friðnum. á þessu svæði og raunar í öllum heiminum. Bað hann framkvæmda stjóra S. þ. að leggja mál þetta fyr ir allsherjarþingið. Ekkert hæft í fullyrðingum þessum. Eftirlitsmenn S. þ. hafa þegar rannsakað hvað hæft sé í fullyrð- ingum um liðsafnað á landamær- um þessara ríkja, en hafa ekki séö nein merki þess, að neinn slíkur hernaðarundirbúningur hafi átt sér stað. Tyrkir ráðgast við Breta. Utanríkisráðherra Tyrklands, Men deres hefir undanfarið rætt ástand ið í Sýrlandi við Selwyn Lloyd í London. — Stjórnmálafréttaritari j brezka útvarpsins sagði í dag, að miklar birgðir rússneskra vopna hefðu komið til Sýrlands undan- farið, þ. á m. allmargir nýtízku skriðdrekar. Ennfremur væri mik- ill fjöldi rússneskra hernaðarsér- fræðinga og herforingja í Sýr- landi, hefðu allir þessir menn kom ið til landsins á undanförnum vik um. Landið hefir verið lokað fyrir umheiminum undanfarna daga, en sýrlenzki herinn hefir nákvæmt eftirlit með öllum samgöngum í landinu. Bandaríkin hafa lýst því yfir að þau myndu líta það mjög alvarleg- um augum, ef reynt yrði að leggja undir sig eitthvað landssvæði þeirra landa, sem eru aðiljar að Bagdad-sáttmálanum, en það eru Tyrkland, írak, Persía og Pakistan. Ilerlög eru nú gengfn í gildi í írak og herinn hefir eftirlit með sam- göngum. í dag hélt brezka ríkisstjórnin fund í London, sá fimmti í vikunni en í annað sinn síðan á fyrstu dög um Súezdeilunnar, sem fundur er haldinn á laugardegi. Á fundi þess um verður rætt yfirlýsing sú, sem Selwyn Lloyd mun gefa í þinginu á mánudag um stefnu Breta og Frakka í Súez, — en utanríkisráð- herrar beggja landanna munu þeg ar vera sammála um næsta skref, sem þessar þjóðir muni stíga í Egyptalandi. Togaraan Venus rak á land í Hafnar- firði og er hann gerónýtur talinn Frá fréttaritara Tímans í Hafnarfirði í gwr. Aftakaveður af vestri var hér í gær og fram eftir nóttu og urðu töluverðir skaðar af þess völdum. Togarinn Venus slitnaði upp af legunni og rak á land í krika norðan hafnar- garðsins. Mun hann nú vera gerónýtur. Þetta var um kl. 8 í gærkveldi. Stóð hann á róttum kili í fjörunni fram eftir nóttu, en í morgun var hann kominn á hliðina og hallað- ist frá landi. Fjaran er stórgrýtt þarna, og sjógangur var mikill. Sjór yfir götur. í sjóganginum gekk svo yfir Herjólfsgötuna út með firðinum að norðan, að ófært var bílum um hana vegna grjóts og malar, sem borizt hafði á hana. Þá fauk járn af nokkrum húsum í bænum. Rafmagnstruflanir hafa verið öðru hverju í nótt og dag, og stafa þær af því, að svo mikil selta af særokinu sest á einangr- ara rafmagnsvíranna, að skamm- hlaup verður íil jarðar. Skaðar urðu ekki á bátum og skipum í höfninni, en áhafnir voru í mörgum bátunum til gæzlu, við- húnar að láta úr höfn ef þurfa þætti eða verja bátana, ef út af bæri. Togarinn Venus var einn hinna gömlu togara íslendinga, smíðað- ur 1930 og hefir ekki verið gerður út síðustu árin. Hann var á sínum tíma einn stærsti og aflasælasti togarinn í flotanum, og var lengi skipstjóri á honum hinn kunni aflamaður Vilhjálmur Árnason. Venus var tryggður hjá Sjóvá- tryggingafélaginu. GÞ Togariim Veiiiis viS'nyrSri lafnargarðiim í HafnarfirSi - Eins og sagt er frá hér í blaSinu sleit togarinn Venus festar sinar í fyrrakvöld og rak á land vi3 nyrðri hafn. argarðinn í Hafnarfirði. í gaermorgunn veltist skipið í brimgarðinum og sjórinn braut það smám saman. — Á þessari mynd var skorsteinninn brotinn og litlu síðar braut sjórinn stýrishúsið. Skipið er fullt af sjó og talið ónýtt. (Ljósm.: Sveinn Sæmundsson). Keppni í frjálsíþróttum lokitS á Ólympíuleikunum: írski hlauparinn Ðelany sigraði gerlega á óvart í 1500 m. hlaupi Frakkinn Misnaun sigraSi í maraþonklanpi — Þriú ný heimsmet voru seff í lyrrisiótt Frjálsíþróttakeppninni á Ólympíuleikunum er nú lokið, og eins og vitað var fyrir, hlutu Bandaríkin langflesta sigur- vegara í þeirri keppni. í fyrrinótt hlutu þau enn þrenn gull- verðlaun, í 4x100 og 4x400 m boðhlaupum og hástökki kvenna. Lokadaginn var aðalkeppnin í 1500 m hlaupinu, þar sem margir heimsfrægir hlauparar voru ialdir sigurstranglegir. Hins vegar fór svo, að írinn Ron Delany sigraði nokkuð örugglega, en algerlega á óvart, því alls ekki hafði verið reiknað með honum í fyrstu sæt unum, þótt hann hafi náð góðum tíma á vegalengdinni. Tími hans var nýtt ólympíumet, 3:41.2 mín. Annar í hlaupinu varð Þjóðverj- inn Richtenhain á 3:42,0 mín. og þriðji Landy, Ástralíu, á sama tíma. Fjórði var Tabori, Ungverja landi, og fimmti Hewson, Eng- landi. Gunnar Nielsen varð íí- undi. Heimsmethafinn ungverski, Roszavölgyi, féll úr í milliriðli, og virtist alveg æfingarlaus. Þess má geta, að Delany þurfti að berjast með odd og egg heima til þess að komast á Ólympíuleikana. Mimoun sigrar í maraþoni. Hinn frægi franski hlaupari, Mimoun, (frá Alsír) sem var ann- ar í 5 km og 10 km hlaupunum í Helsinki keppti nú í maraþon- hlaupinu og sigraði. Tími hans var 2:25,0 mín. Annar varð Júgó- slafinn Mihaleo á 2:26,30 mín. og þriðji Karvonen Finnlandi. Zato- pek varð í sjötta sæti. í hástökki kvenna sigraði bandaríska stúlkan McDaníel, stöökk 1:76 m, sem er nýtt heimsmet. Önnur varð Hopk- ins, Englandi, og þriðja rússnesk stúlka. í báðum boðhlaupunum sigruðu sveitir frá Bandaríkjunum. í sundkeppninni var sett nýtt heimsmet í 100 m skriðsundi kvenna og var það ástralska stúlk- an Frazer, sem það gerði. Hún sigraði auðveldlega í greininni. Akiírnesingar Munið Framsóknarvistina í fé- lagsheimilinu í kvöld. London 1. des. — Tass-fréttastof- an vísaði í dag á bug þeim fréttum að Rússar liygðust selja Bretum og Frökkum benzín og lolíu, en tals- maður franska utanríkisráðuneytis- ins skýrði frá því í gærkvöldi. að Rússar hefðu fallizt á að selja Frökkum miklar birgðir af benzíni og olíu og væru samningar þegar i hafnir. áiyktun þings A'þýSufiokksins: ! „Varnariiðið ekki brott eins og nú er ástatt” Alþýðublaðið birtir í gær ályktun flokksþings Alþýðu- flokksins, sem nýlokið er, í utanríkismálum. í kafla þeim, sem fjallar um varnarmál íslands er sagt, að „Alþýðuflokk- urinn telji ekki rétt eins og nú er ástatt, að gerðar séu ráð- stafanir til brottfarar varnarliðsins.“ Þó er fram tekið, að það sé grundvallarstefna flokksins, að hér sé ekki her á friðartímum. í fyrsta lið ályktunarinnar er rætt um vinsamlega sambúð við allar þjóðir, í öðrum lið um þýðingu S. Þ. og í þriðja lið um norræna samvinnu. Fjórði liður fjallar um þýðingu Aílantshafsbandalagsins og síðustu atburði í Ungverja- landi og Egyptalandi. Fimmti lið- ur fjallar um varnarmál Islands, og er niðurlag þess liðs svohljóð- andi. En þótt íslendingar vildu ekki her í landi sínu á friöartímum, þá var frelsið og sjálfstæðið hafið yfir allt annað. Þegar þeir árið 1951 töldu að öryggi landsins og nágrannaríkja kynni að vera í hættu, ef hór væri enginn viðbún- aður til varnar, var um það samið, að til landsins kæmi nokkuð varn arlið. Jafnframt var því lýst yfir, að varnarliðið skyldi hverfa úr landi, er friðarhorfur leyfðu að dómi íslendinga sjálfra. Á s. 1. vetri var talið, ekki að- eins af íslendingum, heldur og af ábyrgustu stjórnmálamönnum At- lantshafsbandalagsins, að friðar- horfur væru svo góðar, að þær hefðu ekki betri verið í langan tíma. Þess vegna var Alþýðuflokk urinn samþykkur því, að ákveðið var að endurskoða varnarsamn- inginn frá 1951 á grundvelli þess, að herinn færi úr landi, jafnframt því sem svo yrði um varnarstöðv- arnar búið, að þær væru ætíð og án fyrirvara við því búnar að taka við varnarliði, ef ófriðarhorfur breyttust aftur til hins verra. Varn arstöðvarnar áttu þannig ætíð að fullnægja tilgangi sínum og þörf- um íslands og Atlantshafsbanda- lagsins. Alþýðuflokkurinn telur, að nú hafi á ný skapazt slík ófriðarhætta að sízt sé minni en 1951, nema hvað átökin eru nú nær íslandi en þá var. Virðist ásatnd í alþjóða- rnálum nú svo alvarlegt, að varn- arstöðvarnar geti ekki talizt full- nægja tilgangi sínum án varnar- liðs. Þess vegna telur flokkurinn ekki rétt, eins og nú er ástatt, að gerðar séu ráðstafanir til brott- farar varnarliðsins frá íslandi.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.