Tíminn - 02.12.1956, Blaðsíða 2

Tíminn - 02.12.1956, Blaðsíða 2
T í MIN N, sunnudaginn 2. desember 1056. (Framh. af 1. síðu.) vopna gegn minni máttar þjóð. Þó a'o þær kunni að geta fært af- sakanir fyrir gerðum sínum, eins og samningsrof og ofbeldishneig'ð hins egypzka einvaldslierra, sem hafði lífsafkomu þeii'ra að nokkru •í hendi sér, höfðu menn ekki bú- izt við slíku úr þeirri átt, og það hefir riðlað fylkingu hinna frjálsu þjóða. Aldrei var þó meiri þörf á samstöðu en nú, þegar ógnin úr austri, sem sífellt vofir yfir Vestur- löndum eins og ógæfan sjálf, er á vissan hátt ferlegri en nokkru sinni áður. Það er einmitt þegar herrarnir þar finna, að jörðin ger- ist ótrygg undir fótum þeirra, að mest hættan er á, að þeir grípi til hvers sem vera skal. Það hefir löngum verið háttur siðlítilla ein valda að leita blóðugra ævintýra út á við, þegar beina þurfti athj'gli frá mistökum heima fyrir. Og nú hafa slíkir einvaldar fengið tækni nútímans í sínar hendur. Það er hin mikla vá vorra tíma, þetta sam- band nýtízku-tækni og frumstæðs hugarfars. Örlög heimsins hafa nú komizt á vald hættulegri mönnum en áður hefir þekkzt. íslendingar verða því að vera vel á verði og mega ekki láta frómar óskir eina mega ekki láta frómar óskir einar flokksleg sjónarmið ráða gerðum sínum. En öll biðjum vér þess og vonum, að þjóðinni verði forðað frá ragnarrökum nýrrar styrjaldar. Andlegt frelsi — víðari skilningur. En sjálfstæði þjóðarinnar í framtíðinni er ekki borgið með því einu, að komizt verði hjá styrj- öld. Fleira kemur þar til greina. Það er hugarfar þjóðarinnar sjálfrar, viðhorf hennar í daglegu lífi, sem mest ríður á. Eitt hið allra nauðsynlegasta, til þess að hér þrífist sjálfstæði til langframa er áreiðanlega það, að hér séu menn andlega frjálsir í víðasta skilningi. Á ég þá ekki eingöngu við það, að öllum sé heimilt að tjá hugsanir sínar frjálst og ótta- laust, heldur öllu fremur við hitt, að menn séu ekki. þrælar neins, að þeir séu andlega sjálfstæðir. Að vísu má segja, að slíkt náist aldrei algerlega. Allir erum vér einhverju háðir meira og minna. En því óháðari sem vér erum, því færari verðum vér um að sjá hlutina eins og þeir eru, og því réttari verða dómar vorir og nið- urstöður. Andlegt frelsi er því und irstaða allrar sannleiksleitar. Ég ætla, að það sé einkum tvennt, sem nú hamlar mest andlegu frelsi á íslandi og varnar mönnum að sjá rétt og líka að gera rétt. Þetta tvennt eru peningar og skoðanir. Of margir eru þrælar peninga og of margir þrælar skoðana. Og jafn framt höfum vér ekkert til að þjóna. Áður var talað um guð og föðurland. Nú höfmn vér of margir tapað sambandinu við hina æðstu veru, kjarna tilverunnar. Og í stað inn fyrir föðurland er komið ríki. En sá er munur á ríki og föður- landi, að föðurlandi þjónuðu menn, en af ríki heimta menn. Og þau skipti eru ekki góð fyrir sálina og þroskann. Kapphlaupið um veraldargæðin. En víkjum nánar að peningun- um. Þjóðfélagið er peningasýkt, sjúkt af eftirsókn eftir verald- legum gæðum. Oss er að vísu nokk ur vorkunn eftir það aldahungur, sem vér höfum orðið að þola í þessum efnum. En vér höfum far- ið of geyst. Allt of margir íslend- ingar eru apar af aurum, og það, sem verra er, orðnir óvandaðir menn. Þeir virðast ekki skirrast við að fara kringum lög og sann- leika til þess að verja pyngju sína. Svo er að heyra sem flestir tali um það sem sjálfsagðan hlut að skjóta undan skatti, ef þess er kostur, og fastlaunamenn, sem eiga hér óhægra um vik en aðrir, eru jafnvel aumkaðir fyrir aðstöðu sína. Menn gera sig að ómerkileg- um ósannindamönnum fyrir pen- inga, og jafnvel drengskapurinn er orðinn minna virði en krónan, svo' aum sem hún er. Á meðan slík hausavíxl eru höfð á verðmæt um, er þjóðin og sjálfstæði í hættu. Eitt auðkenni nútímans eru hin margvíslegu hagsmunafélög, sem hvarvetna spretta upp. Háir og lágir, bændur og verkamenn, skrif stofumenn og kaupsýslumenn, at- vinnurekendur embættismenn, all ir eiga sín hagsmunafélög. Ég við- urkenni fyllilega rétt slíkra félaga og veit, að þau hafa mörgu góðu til vegar komið. Jafnframt óttast ég þó, að starfsemi þeirra sé hættulega einhliða, þau hugsi of mikið um það eitt að vernda og i tryggja eigin hag. Þau eru að I verða uppeldisstöðvar eigingirni j og sérgæzku. Sífellt eru gerðar j samþykktir um bætt kjör, og lát- I um það vera, svo langt sem það ! nær. En hvenær eru gerðar sam- I þykktir um að vinna betur, að bæta þjónustuna? Væri ekki gott að þær fylgdu með? Forystumenn irnir mega ekki alltaf velja auð- veldara hlutverkið, að tala eins og félagarnir vilja heyra. Þeir verða einnig að kunna að vanda um. Þeir mega vita, að kjör- in verða aldrei bætt til lengdar, ef ekki næst að skapa vinnusiðgæði í hverju félagi ætti að vera nefnd, sem ynni að því að skapa slíkt sið- gæði og annaðist um leið sóma stéttarinnar. Það er raunalegt og meira en það, þegar heilir hópar og jafnvel stéttir fá á sig óorð fyr ir sviksemi og léleg vinnubrögð, og gildir jafnt, hvort það eru for stjórar, faglærðir menn eða óbreytt ir verkamenn. Mönnum verður að skiljast, að illa unnið verk eru svik við föðurlandið. Hér er mik- ið upeldisstarf að vinna, ef til vill það merkasta í þjóðfélaginu. Og þessa er miklu meiri þörf en áður, af því að þeim fjölgar stöð- ugt í verkskiptu þjóðfélagi, sem vinna fyrir aðra. Það verður að efla vinnusiðgæði, og engir eru betur settir til þess en einmitt sam tök mannanna sjálfra, sem vinna. Þar við liggur sæmd þeirra og gæfa þjóðarinnar, svo að ekki er lítið í húfi. Menn verða að losna undan helsi peninga og þjóna hugsjón heiðarleika. Gáfnatrúin á íslandi. Þá kem ég að skoðununum. Margir gangast þegar á unga aldri undir ok skoðunar og sitja þar til æviloka, ófrjálsir í hugsun og blind ir á veruleika. Hér á íslandi virð- ist jafnvel tiltölulega meira um slíkt en í mörgum öðrum lýðræðis- ríkjum, og kemur það einkenni- lega fyrir við fyrstu sýn. Vera má þó, að hér sé að verki eins konar minnimáttarkennd frá liðnum kúg- unartímum. Jafnframt er það and- legur sjálfbirgingsháttur. íslend- ingar ganga með gáfnatrú, og þeir halda, að það sé gáfumerki að eiga sína kenningu, venjulegast þó tilbúna af öðrum. Slíkt er misskiln ingur. Hitt er miklu meiri andleg raun, að þurfa og velja og hafna við hvert fótmál, geta farið til hægri og vinstri, eftir atvikum og ástæðum. Það hinn sanni frjálsi andi .Þar kemur dómgreindin til, en hana skortir raunalega hjá mörgum krossbera kenninganna. Verst er þó, að þessir menn verða ekki aðeins andlega bundnir, held ur vofir yfir þeim með tímanum a'ð verða siðferðileg lítilmenni. Þeir venjast á að vera alltaf að verja skoðun í stað þess að leita að sannleika. Þeir horfa ekki á hlutina eins og þeir eru. Þeir loka augunum fyrir því, sem þeim kem ur illa. Þeir verða ósannlyndir. Þeir hætta að hafa þa'ð heldur, er sannara reynist, sem einu sinni var þó talin íslenzk dyggð. Það er ofurskiljanlegt að það sé erfitt fyrir mann, sem af fróm um hug á morgni lífsins hefir ját- azt undir skoðun og eignazt hug- sjón og lifað í henni langt fram á ævi, að segja skilið við hana. En hvað skal gera, ef allar stað- reyndir æpa gegn henni? Verður hjá því komizt að beygja sig fyr- ir veruleikanum? Ef það er ekki gert, er gripið til ósanninda eða hálfsanninda, sem ekkert er betra. Menn reyna að blekkja sjálfa sig og aðra. Á því verða þeir minni og minni. Sannleikurinn einn getur gert menn stóra. Þeir, sem leita til ósanninda, eru að flýja. Öll ósannindi eru flótti frá veruleika, tákn um veikleika. Til hins þarf manndóm, að viðurkenna sannleik- ann, hver sem hann er, og ekki I Bókaútgáfan Norðri hefir nú sent frá sár heMu útgáfu kann á efni. En bókin er ekki að- bækur sínar á þessu hausti. Eru þetta valclar bækur og vel eins veiðisaga heldur líka saga úr garSi gerðar. Tvær þeirra munu sérstaklega verða fegins- kouungs. fiskanna sös3 af miklum ienöur St-Oium hópi íesenda, en það eru Vauhamður eftir fagna nýrri bók eftir Björn j Biön- Björn J. Blöndal og A dularvegum eftir Evu Hjálmarsdóttur. dal. Boi’gfirzki bóndinn og náttúru- vænsta — í sniðum að minnsta dáandinn Björn J. Blcndal varð kosti. Nefnist hún VaínaniSur. mönnum hugstæður rithöfundur Björn er mikill veiðimaður á lax þegar með fyrstu bók sinni Ham- og fjallar bókin um þá miklu list- ingjudagar, sem opnaði mörgurn grein. Bókin er prýdd nokkrum á- fagra sýn í töfraheim íslenzkrar gætum Ijó.smyndum af vötnum, náttúru. Síðari bækur hans hafa löxum og veiðimönnum. Ekki þarf hlotið svipaða dóma. Nú kemur víSa a'ð grípa ofan í þessa bók íil ein bók enn og að ýmsu leyti hin a'S sjá, að þar ritar sá, sem skil A clulan'egum, Hér er um íöluvert óvenjulega bók að ræða. I-Iöfundurinn, Eva Hjálinarsdóttir, er aiikunn af fyrri bókum sínum, Ijóðum, barnasög- um og æskuminningum. Hún er gáfuð og listhneigð kona, sem rit- ar fagurt mál. Lífsreynsla hennar er þung, og það mótar lífsviðhorf hennar og frásögn. í þessari bók •. 1 segir hún frá d.uírænni reynslu sizt ef b.ann reymst annar en menn mni kirkju. Þo var nann hikandi. ■. ,. . , . ’ , í vonum sínum höfðu ætlað. Hér Eg ráðlagði honúm afdráítarlaust JrL,1^,rJS'‘eD ”nai» en þo em mm er því prófsteinninn á manndóm- aS gera það, ef hann gæti. Af öðr- f 'I*. .r82nz T *“~a 101 * r 1 . ... . ®._ . .. saemr oe fvrirnoðar f>etta mn og raunar á drengskapinn: um kosti yrði hann að reyna að líka, því að til drengskapar þarf; hugga sig við það, þó að iionum £qjciu q„ fe_. karlmennsku, vaskleik, eins og kynní að finnast það seinfarin leið ,_______ -a. Snorri sagði Auðmýkt skortir. að vaöda hvert það verk, sem hon sagnir og fyrirboðar. Þetta er.u allt örstuttar sögur, sagðar á ein- .! máíi, engar mála- lengingar. Eru draúir.arnir og at- um væri trúað f.ýrir, og reyna aði^,^ *em f gt er frá' harla at' 1 hyglisverðir. Þeir, sem hugsa um ekki aðeins finnast tilefni þessar- ar bókar heldur eigi sí'öur hve vel ófsamle sagðar. láta gott af sér leiða. Það væri . • „ • , _ ÉB "veit, .8 1»5 er airt aí sjS M. t» .« tot. £“ S'E™™n m”„™m mjS fagra drauma verða að Ijótum veru- heiminn, að byrja á sjálfum sér. leika. En þegar svo er komið, er Stórhuga mönnum kann að virðast aðeins eitt að gera, til þess að f smátt hugsað og ófrum- hófsamleea besqar söeitr bjarga sæmd sinni og virðingunni ieSa- E'g get ekki gert að því. Þetta -ag«ar & fyrir sjálfum sér. Það er að ganga er sánnfæring mín. Og ég er Viss “ s fram og viðurkenna yfirsjón sína. nl1!’ Islendingar þurfa engu að fí.. ]r Fyrir það þarf enginn að skamm-■ kYloa’ ,ef !ieir ®eta tiléiilk'aé sér £ ‘ ast sín. Það er mannlegt að skjátl- sllkan hugsunarhátt. Islenzka þjóð-! Þnðja bok Norðra er af ann- ast, en það er lítilmannlegt að m a nóS aí §áfum hæfileikum, arn gerð. Er það sogur Munch- þráast við í villi sinni, þegar bet- °? !slenzk æska mun ei§a nóS íáP hausens, hinar frægu ylgusogur ur er vitað. Ég vil ekki trúa því et a En þjóðin öll og vér sem sagðar hafa venð um oll fvrr en í síðustu löu að íslend hver og em verðum að temía <>ss lond monnum að skemmtun. Her i £ar séu hér eftirbát.r ^annmra. | heiðarieika, heioarleika í hugsun landi hafa þær verið mjög vinsæl Ef svo reynist, held ég, að það °g helðarlelka 1 samskiptum, ef hljóti að vera af því. að þá skorti “*ar °?.1gafur eiga að nyt' þá auðmýkt hjartans, sem er upp- ast^oðmm td farsældar; haf hinnar æðstn vizkn ! FrJals hugur og slðfei'ðlIegur nat nmnar æöstu vizku. I styrliur, sannleikur og heiðarleik ur eiga að vera hornsteinar ís- lenzkrar menniugar. í frægri franskri skáldsögu stend ur þessi setning: „Það er ekkert tii fegurra en heiðarlegur maður“. Mér hefir virzt, að það sé þessi Þá langar mig til að víkja nokkr- um orðum að íslenzkri æsku. Ég er oft spurður, hvort mér finnist ekki, a ðunga fólkið sé síðra en áður. Ég er vanur að svara því, að ég sé ekki viss um, það. Ég held, að lslenik œska se a ymsan hátt fegurð heiðarleikans, sem Norður- gott folk, vel mnrætt. En sumu í: iöníf hafa a sér í augum umheims- ins. Þess vegna er þeim treyst. Vér uppeldi þess er áreiðanlega ábóta- vant, og er það vor sök, hinna eldri. Æskan er vanin á að láta of mikið eftir sér. Á því verður hún lingerð og heimtufrek. Peningaráð henar eru yfirleitt of mikil. Það er sennilega hennar mesta mein. Það venur hana á slæpingsliátt og gerir henni fært að leyfa sér of margt. Hún kynnist lífinu óþarf- lega snemma. Það er ekki alls kostar þroskavænlegt. Það er hollt að bíða ofurlítið eftir hlutunum, dreyma um þá, áður en þeir koma. íslenzk æska er að glata draum- unum úr lífi sínu og um leið raunar æskunni sjálfri. Hún hleypur yfir eitt þroskastigið. Mun þaö ekki skapa tóm síðar um ævi? Æskan er of snemma lífssödd og skemmt- anaþreytt. Hugsjónir og þæginda- draumur. Og æskuna vantar hollar hug- sjónir. Og marga unga menn dreymir um bíla og peninga, þæg indi og munað. Hér get gé ekki stillt mig um að gera þá athuga- semd, að bifreiðin virðist á ýmsan veg vera eitt siðspillingaraflið í nútímaþjóðfélagi. Hér er hvorki staður né stund til að ræða slíkt nánar, þótt það sé fróðlegt íhug- unarefni. En þetta er innskot. Aðr- ir ungir men, sem telja þæginda- draumana of borgaralega, villast yfir I óraunsæjarkenningar og verða andleg nátttröll. Er ég þá aftur kominn að því, sem ég áður talaði um, að íslendingar lúta um of peningum og skoðunum. Hér þarf að verða breyting á. Vér lútum hér of lágt. Vér þurfum máttugri siðgæðishugsjón til að lyfta oss, trúarlega vakningu, mundu sumir segja. Er alls ekki ó- liklegt, að slíkt sé faræm undan. Lífið er sífelldur öldugangur. Að byrja á því að bæta sjálfan sig. Nýlega talaði við mig gáfaður piltur, sem verið hafði trúaður kommúnisti, en samvizkan gert uppreisn eftir atburðina í Ung- verjalandi. Trúin var glötuð. „Á hvað á ég nú að trúa?“ hálf-hljóð aði hann. Eg fann, að hann lagaði vonum og biöjum, að þessi nor- ræna fegurð megi um aldir verða fegurð íslenzku þjóðarinnar. lucUDaEanBi b k a « i : * m a. a ■ i Old Spice hiiiar vinsælu herrasnyrtivörur í úrvali TÓBAKSBileiN í KOLASUNDi i ■ a a h ■ i ar. Þetta er önnur útgáfa þeirra í heildarmynd.Þýðinguna hefir Ingv ar Brynjólfsson gert. Það eykur mjög gildi bókarinnar, að í henni er fjöldi snjallra teikninga eftir Gustave Doré. í föðurgarði fyrrum. Þetta eru þulur eftir Guðrúnu Auðunsdóttur húsfreyju í Stóru- Mörk undir Eyjafjöllum. Þulur eftir hana hafa birzt í tímaritum og vakið óskipta athygli og þótt haglega gerðar. Þetta er fögur barnabók, mynd- skreytt af Halldóri Péturssyni og falla myndirnar að efninu af rík- urn skilningi og að handbragðinu þarf ekki að spyrja. Bókin er ljós- prentuð og áferðarfögur. Séra Sjg- urður Einarsson kynnir Tiöíund- inn í eftirmála. Loks má nefna unglingabók, sem Norðri gefur út. Nefnist hún Leynilögreglumaðurinn Karl Blóm kvist eftir Astrid Lindgren, sem talin er meðal beztu barnabóka- höfunda Norðurlanda. Bókina hef- ir Skeggi Ásbjarnarson kennari þýtt. Saga þessi hefir verið kvik- mynduð og sýnd liér undir nafn- inu Litli leynilögreglumaðurinn. MéðiirmálssjóSs Björns Jónssonar Á fundi stjórnar „Minningarsjóðs Björns Jónssonar, Móð- urmálpsjc3sinc“. som haidinn var í Háskóla íslands 29. nóv. síðast Jiðinn ákvað stjórnin að verðlaun skyldu að þessu sinni veitt hr. Helga Sæmundssyni, ritstjóra Alþýðublaðsins, skv. 3. gr. skipulagsskrár sjóðsins, en þar segir: „Tilgangur sjóðsins er að verð- launa mann, sem heíir aðalstarf sitt við blað eða tímarit og hefir, að dómi sjóðsstjórnarinnar, undan fari nár ritað svo góðan stíl og vandað íslenzkt mál, að sérstakrar viourkenningar sé vert . .. Verð-1 laununum skal að jafnaði varið til utanfarar* Af ástæðum sem stjórninni voru með öllu óviðráðanlegar, Var éigi unnt að láta veitingu fara fram á ] afmælisdegi Björns Jónssonar 3. | okt. síðastl. og ákvað stjórnin því j að fresta veitingu til 1. desember. Verðlaunin nema nú 8 þús. kr.j Stjórn „Minningarsjóðs Björns Jófissonar, Móðurmálssjóðsins*’ skipa: Dr. Einar Ól. Sveinsson, prófessor í íslenzkum bókmennt- j um við Háskóla íslands; er hann formaöur stjórnarinnar. Dr. Hall- dór Halldórsson, dósent í íslenzku nútímamáli við Háskóla íslands, Jón Sigurðsson frá Kaldaðarnesi \ Blaðamannafélagi íslands og Pét- skipaður af menntamálaráðherra,! ur Ólafsson, hagfræðingur, full- Helgi Sæmundsson, ritstjóri. til að ieita sér athvarfs hjá krist-'Karl Isfeld blaðamaður, kjörinn af trúi niðja Björns Jónssonar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.