Tíminn - 13.12.1956, Blaðsíða 2

Tíminn - 13.12.1956, Blaðsíða 2
2 T í MIN N, fimmtudaginn 13. desember 1955, menningur í Bandaríkjunum veröur að horfa í aurinn engu síður en islendingar Almennt er landbiinaðartækni hér heima lítið á eftir sambærilegri tækni i Banda- ríkjumim Rætt vie imgan mann, sem dvaldi nín máimSi á sveitabæ í Wisconsin Fyrir skömmu hafði blaðið tal af Tómasi Berki Sigurðssyni, en hann var að koma heim frá Bandaríkjunum. Tómas hefir dvalið þar, einn þriggja íslendinga, síðast liðið ár í boði bandaríska búnaðarsambandsins og kynntu þeir sér land- búnað vestra. Alls var að þessu sinni boðið 140 manns frá einum tuttugu og átta löndum og dreifðust þeir á hinar ýmsu greinir landbúnaðar; unnu á búgörðum og kynntu sér nýjar aðferðir í landbúnaðartækni. Mönnum var skipt niður í öll fylki Bandaríkjanna og vann Tómas eina níu mánuði á bú- garði i Wisconsin. búgarða. Haldið var frá Chicago og snúið við í Los Angeles. Ferð þessi hófst 8. nóvember og lauk þann 24. sama mánaðar í Washing- ton. X>ar yar setið á fundum í nær viku og bornar saman bækurnar. Dró Tómas þær ályktanir af þeim fundum, að ísland væri framarlega á tæknisviði miðað við önnur Ev- rópuríki. í Wisconsin er mikil mjólkur- framleiðsla, en á búgarðinum, þar sem Tómas vann, voru 38 kýr mjólkandi, venjulegast um hundr- að svín og um 400 hænsni. Flest búin á þessu svæði voru þessarar stærðar, en þó sagði Tómas, að þessi jörð hafi verið með þeim stærri. Góður vélakostur. Tómas sagði, að búin vestra væru búnir góðum vélakosti, en mikið af þessum vélum hæfðu ein- göngu búskap við þær aðstæður, sem þar væru. Hins vegar væri svo, þrátt fyrir rómaða tækni á öllum sviðum í Bandaríkjunum, að hér á íslandi væri tækni í land- búnaði almennt lítið frábrugðin. Tekur þetta að sjálfsögðu ekki til þeirra hluta, þar sem um breytt foúskaparlag er að ræða. Tómas sagði, að hann hefði kynnzt eftirtektarverðu fyrirkomu- ilagi við hænsnarækt. Hænurnar eru geymdar í vírnetshólfum, ein :i hverju og eru þær látnar í hólfin, þegar þær fara að verpa og látnar dúsa þar, unz varpi lýkur. Meðan i þessu stendur er þeim gefið ali- lóður. Þessi aðferð að einangra hænurnar og ala þær hefir gefið góða raun. Eggin lenda í hæstu gæðaflokkum og varpið er mikið. írla rlsið úr rekkju. Tómas sagði, að í sveitum vestra /æri farið mjög snemma á fætur i morgnana, eða klukkan fimm. Engin máltíð er fyrr en klukkan itta, en síðan er keppzt við vinnu ;il hádegis. Um hádegið hefir fólk- ;ð hálftíma í mat, en venjulega er /innu hætt að kvöldinu um hálf >jö. Tómas sagði, að hin daglegu störf væru ekki öll unnin með /élum, þótt margir kynnu að álíta ið svo væri. Getur vinnan stund- jm orðið erfið og manni hér að neiman getur þessi langi vinnutími iinnig orðið erfiður meðan verið Jr að venjast honum. Terða að halda vel á sínu. Tómas kvaðst hafa kynnzt mörgu : ferðinni og hafi dvölin í Wiscon- ,sin verið hin bezta í alla staði. Allt fólk var ákaflega alþýðlegt í .sveitum og smærri bæjum og virt- ist honum sem borgarfólkið liti app til syeitafólksins, sem mun því niður öfugt við venju sums stað- ar hér heima. Þá sagði Tómas, að jlífskjör almennings, þess sem hann iáafði kynni af, væru ekki betri eh hér og yrðu menn yfirleitt að halda að sínu, ef vel ætti að fara. .Aftur á móti gerði afborgunar- kerfið það að verkum, að við fljóta yfirsýn virtist vera um stórríkt fólk að ræða. Verð á landbúnaðrtrvörum í Bandaríkjunum er lágt og búin geta ekki borgað verkafólki að ráði, eða að búin beri stórar fjöl- skyldur. Það er þess vegna 'fá- mennt á hverju heimili. Áður en dvalartíma Tómasar lauk, fór hann í ferðalag með öðr- um boðsmönnum. Ferðaðist hópur- inn víða um Bandaríkin og skoðaði 20 millf. kr. tjón (Framh. af 1. síðu.) A3 vísu hlauzt um 20 milj- ón króna fjón í verðhækkun einni saman af dræftinum, en samt myndi skaðinn hafa orðið ennþá meiri fyrir eig- endur skipsins og þá um leið fyrir þjóðfélagið í heild, ef dregizt hefði um nokkrar vikur til viðbótar að knýja fram lausn málsins. Viðskiptabanki Olíufélagsins og Sambandsins í New York — The First National City Bank — veitti stórlán, sem gerðu kaup „Hamra- fells“ framkvæmanleg. Við þökk- um bankastjórum þessa banka sér- staklega myndarlega fyrirgreiðslu, sem veitt var án þeirra trygginga, sem oftast er krafizt, þegar slík lán eru veitt. Jafnhliða höfum við sérstaka á- stæðu til að þakka Landsbanka íslands. Bankastjórar hans hafa sýnt skipakaupamáli þessu fulla velvild og veitt mikilsverða fyrir- greiðslu til að tryggja og auðvelda kaup „Hamrafells" .... “ T regur þorskafli í Ólaísvík Ólafsvík í gær. — Ólafsvíkur- bátar hafa nú loks komizt aftur á sjó, eftir margra daga landlegu. Fimm bátar þaðan róa með línu, en afli er heldur tregur enn sem komið er. Tvo síðustu róðrana hef- ir hann ekki verið nema 3—5 lest- ir á bát úr róðri. Gert er ráð fyrir mikilli útgerð frá Ólafsvík í vetur, enda er þar nú komin mikil og góð aðstaða til fullkominnar nútímanýtingu sjáv- arafla. Lúcíu-hátíðin er í kvöld Lúcíu-hátíð fslenzk-sænska fé- lagsins verður í Þjóðleikhúskjall- aranum í kvöld og hefst kl. é.30. Þar verður margt til skemmtunar. Sænski lektorinn við háskólann hér Bo Alqvist magister flytur stutt erindi um sænska þjóðtrú. Lúcían mun koma fram ásamt sex þernum sínum og syngja Lúcíu-sönginn og fleiri sænska jólasöngva. Hanna Bjarnadóttir, söngkona, syngur einsöng, sænsk lög og íslenzk, við undirleik Fritz Weisshappel. Loks verða • hringleikar og dans. 90 handteknir vegna óeirðanna í Lithauga landi Varsjá-London 12. des. — Var- sjárútvarpið Skýrði svo frá í dag, að 90 manns hefðu verið fangels- aðir vegna óeirða þeirra er urðu í gær í borg eihni í Lithaugalandi. Fjöldi fólks lýsti andúð sinni á Rússum og nýlendukúgun þeirra. Árásir voru gerðar á margar byggingar á borg þessari, m. a. á rússneska sendiráðið. Rockefeller-stofn- unin gefur ungversk- um menntamönnum stórgjöf Nevz York 12. des.: Rockefeller- stofnunin hefir ákveðið að veita ungverskum vísindamönnum, stúd entum og listamönnum 600 þús. dollara að gjöf. Lýsir stofnunin yfir dýpstu samúð vegna hinna ólýs anlegu hörmunga ungversku þjóð arinnar. Síldarbátarnir komust loks út í gær - Fundu sildina fyrir sunnan Reykjanes Síldarbátar frá Faxaflóahöfnum liéldu aftur til síldveiða í gær- kvöldi eftir langa landlegu, eða síðan 4. desember. Síð'an hafa fæstir þeirra komizt á sjó og eru því margir orðnir afhuga síldveið um og búnir að taka upp netin. Þá reru í gær 16 bátar frá Akra nesi og fáeinir frá Keflavík, auk Grindavíkurbáta, sem fyrstir reru Um ferðabók Vig- fúsar Giiðsiiundss. Ég vil bendá þeim á, sem eiga ferðabók mína: „Umhverfis jörð- ina“, að orðið hefir leiður línu- ruglingur x henni á bls. 217 í frá sögninni úr skemmtigarðinum i Sydney í Ástralíu. 17. línan, tal in ofan frá, átti að vera 16. lín- an, talin neðan frá. Einnig hefir úrgangslína slæðst inn í seinni vísuna á bls. 45. Mætti strika yf- ir hana með blýanti og merkja við 17. línuna ofan frá á bls. 217 hvar hún eigi að koma inn í lesmálið Prentvillur eru fáar skaðlegar, þó að alltaf séu þær fremur til leiðinda. Góðfús lesari á — held ég — hægt með að lesa þær flest ar í málið, eins og t.d. í frásögn inni af heimsókn minni í Búddha musterið á Ceylon, bls- 256. Sólin sendi auðvitað lóði’étta geisla sína niður á mennina, en ekki lárétta. í kaflanum frá Kenya, bls. 327, átti að standa að Tanganika væri suð- austan við Kenya, en hafði mis- prentast suðvestan o. s. frv. Þegar ég skrifaði bókina hafði ég jafnan í huga vísuorð Þorsteins Erlingssonar: „Mig langar að sá enga lygi finni, sem lokar að síðustu bókinni Þeir, sem voru áskrifendur að ferðabókinni, en hafa ekki ennþá Ifengið hana — einhvei-ra mis- taka vegna, þurfa að gefa sig fram sem allra fyrst, ætli þeir sér að eignast bókina, því hún verð ur bráðlega ófáanleg, þó að nokk ur eintök séu enn til í stöku bóka- búðum. Bókaútgáfan Einbúi, Reykjavík, geymir fáein eintök í þeim tilgangi að bæta úr van- skilum til áskrifenda, en þau ein tök verða ekki geymd lengi fram yfip áramótin. Loks vil ég þakka kærlega ýms um góðum mönnum víða um land fyrir ómetanlega fyrirgreiðslu á bókinni, síðan hún kom út, og þær ágætu viðtökui’, sem bókin yfirleitt hefir fengið. Verði ég svo lánsam ur að líta ennþá fjarlæg lönd, þá eru þær viðtökur mér viðbótar hvatning til þess að reyna að færa samlöndum mínum einhverjar fregnir af ýmsu því. sem fyrir mig kann að bera úti í hinum víða heimi. Vigfús Guðmuudsson. Hraðfíeygasía flutningaftugvélin Mynd þessi er af hraðfieygustu flutningaflugvél veraldarinnar. Hún er af Constellation gerð og fara þessar vélar með 700 kílómetra hraða á klukkustund. Orka hreyflanna er 22.800 hestöfl. í gær. Höfðu þeir ekki komizt út síðan 4. desember en þá var mik- ill og góður sildarafli, aðeins um 20 mínútna sjóferð út frá Grinda- vík. Nú voru sjómenn uggandi um það að síldin kynni að vera stokk- in af miðunum, en svo virðist þó ekki með öllu, þar sem seint í gærkvöldi bárust þær fregnir frá Grindavíkurbátum, að þeir hefðu fundið mikla síld skammt undan Krísuvíkurbjargi, eða á 80 faðina dýpi. Sýndu mælar bátanna þar mikla síld og lögðu þeir net síu þar. Bátar úr öðrum verstöðvum voru á leið til þessara stöðva í gærkvöldi og verður ekki sagt um aflabrögð fyrr en að morgni, að farið verður að draga netin síðla nætur. Að þessu sinni eru mun færri bátar við síldveiðarnar, en síðast þegar róið var, þar sem búið er að taka upp net úr mörgum bát- um, þar sem mönnum var farið að lengja svo mjög eftir sjóveðri, en bátar þurfa nú aðgerða við margir hverjir, þegar vetrarver- tíð fer í hönd eftir áramótin. Handtökur í Ungverja- landi (Framh. af 1. síðu.) Þar af eru 57.445 flóttamenn komnir til annarra landa. I Bel- grad fréttum segir ennfremur, að enn sé barizt af hörku í hin- um skógi vöxnu f jöllum við Pecs og eigist þar við vopnaðir ung- verskir verkamenn og rússnesk- ir hermenn. Útvarpsstöð á valdi frelsissveitanna lýsti því yfir I gærkveldi, að baráttunni gegn kúgurunum yrði haldið áfram og yrði öllum ráðurn beitt, verka- menn landsins yrðu nú að búa við kúgun og ófrelsi, þeim væri neitað um öll hin almennustn mannréttindi. í tilkynningu þess ari voru stjórnin, lögreglan og Rússar aðvaraðir við því, að bar áttu verkamanna myndi ekkt linna fyrr en hugsjónir byltingar innar liefðu komizt í fram- kvæmd. 133 ÞÚS. FLÓTTAMENN 1 TIL AUSTURRÍKIS. 133 þúsund flóttamenn hafa nfi komið til Austurríkis frá Ungverja landi og enn heldur straumurinn áfram. Þar af eru 57.445 flótta- menh komnir til annarra landa. Leppstjórnin gaf í dag út til- kynningu þess efnis, að allir þeir, sem þverskölluðust við að hlýða þeim skipunum stjórnarinnar þar sem bannað er að hvetja til verk falla eða hafa vopn undir höndum yrðu líflátnir þegar í stað af ör- yggislögreglunni. ! HUNGURSNEYÐ YFIRVOFANDI. Forseti sænska Rauða kross- ins, Sandströin, sagði í Vínarborg í dag, að hungursneyð væri yfir vofandi í Ungverjaalndi að örfá- um vikum liðnum. Sanström er nýlega kominn til Austurríkis úr hcimsókn til Búdapest. Enn væru nokkrar matarbirgðir til í land inu, en þær væru á þrotum, langar biðraðir voru við allar verzlanir í Búdapest og skort- urinn yrði tilfinnanlegri með hverjum deginum. Engar birgðir til vetrarins væru til og sýnt væri, að hungurvofan værl skammt undan. | RÚSSAR ÁSAKA BANDARÍKIN Umræður héldu áfram á þingi S þ. í dag. Fulltrúi Rússa sakaði Bandaríkjamenn um íhlutun í innanríkismál Austur-Evrópuland anna og önnur óþolandi afskipti af málefnum þessara landa. Henry Cabot Lodge, fulltrúi Bandrikjanna svaraði þessari á- sökun rússneska fulltrúans. Sagði hann, að allur heimurinn hefði orð ið vitni að því hver hefði hlutazt til um innanríkismál A-Evrópu- þjóðanna, bæði í Ungverjalandi og annars staðar í A-Evrópu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.