Tíminn - 13.12.1956, Blaðsíða 7

Tíminn - 13.12.1956, Blaðsíða 7
T.ÍMINN, fimmtudaginn 13. desember 1956. 7 arsamtök Héraðsbúa gang- árlegu héraðsvöku Teikningar eítir 10 listamenn í forkunnar fallegri útgáfu Listaverk til heimilispryði fyrir viðrá^anlegt ver<S Slefmt aðbyggmgn félagsheimilis og eflingu Egiisstaðakauptúns Menningarsamtök Héraðsbúa héldu héra'ðsvöku að Egilsstöðum dagana 16.—18. nóvember í anna'ð sinni. Fyrsta héraðsvaka samtaka þessara var haldin fyrir tveimur árum, en féll niður í fyrra vegna veikinda, er gengu um það leyti, sem vakan skyldi haldln. Samkomuhús að Egilsstö'ðum. Það torveldar mjög allt sam- komuhald að Egilsstöðum, að sam- komuhús er ekkert annað en her- mannaskálar, þar sem naumast rúmast nema 100—120 manns í sæti. Þrátt fyrir þennan ann- marka sótti mjög margt fólk úr flestum hreppum héraðsins vökuna og mun hafa verið um 400 manns þegar flest var. Komið var fyrir gjallarhornum í veitingaskála á- föstum samkomusalnum, svo að fólk þar gæti fylgzt með umræð- um og skemmtiatriðum, en nægði þó ekki alltaf, því að á stundum var fólk utandyra en hús ýfirfull. Félagsheimili ráðgert. Síðasti fulltrúafundur menningar samtakanna, sem haldinn var fyrir ári, hafði ákveðið, að undirbúning- ur undir byggingu sameiginlegs fé- lagsheimilis fyrir allt Fljótsdals- liérað skyldi vera meginviðfangs- efni þessarar héraðsvöku. Stjórn samtakanna hafði gengizt fyrir því að þeir Guðmundur Gíslason Haga- lín rithöfundur og Þorsteinn Ein- arsson, íþróttafulltrúi, yrðu gestir vökunnar, og fluttu þeir báðir er- indi, Þorsteinn um félagsheimili en Guðmundur um bókasöfn. Urðu allmiklar uniræSur um þessi mál, en að þeim loknum gerð einróina samþykkt uin að stjórn menningar samtakanna hefði þegar fund með öllum hreppsnefndum á Fljótsdals héraði til að ieita eftir samstöðu um að hrinda máli þessu í fram- kvæmd. Efling Egilsstaðakaupfúns. Gerðar voru samþykktir um sam- göngur, verzlun, höfn við Héraðs- flóa, raforkumál og fjármagn til landbúnaðarins. Samþykkt var á skorun til Alþingis um að efla Egilsstaðakauptún sem samgöngu-, atvinnu- og menningarmiðstöð, m. a. með því að stuðla að auknum iðnaði og fullkomnari hagnýtingu landbúnaðarafurða. — Fundurinn lýsti ánægju sinni með það, sem forráðamenn Eiðaskóla hafa gert til að auka hagnýtt nám ungiinga cig samþykkti viljayfirlýsingu um að næst þegar menntaskóli verður settur á stofn hér á landi, verðt hann að Eiðum. Ýmis erindi. Auk þess, sem áður er getið, voru flutt allmörg erindi á vök- unni. Sigurður Blöndal, skógar- vörður að Hallormsstað, 'talaði uia skógræktarmál, lýsti skógum sem auðlind. og orkugjafa, rakti sögu íslenzkra skóga, hrörnunarorsakir þeirra og endurreisn hin síðari ár og áratugi, Flutt var af segulbandi erindi Benedikts Gíslasonar frá 1-Iofteigi um framfarir síðustu ára. Sóra Pétur Magnússon í V^Jlarnesi flutti erindi, er nefndist „Óldin og við“ og fjallaði einkum um áhrif hraðans, útvarps, skóla og blaða á andlegt líf. Loks flutti Þórar- inn Þórarinsson skólastjóri að Eið um erindi um vandamál siðbernsku og unglingsára. í vökulok, á sunnudagskvöld, flutti Þorsteinn Einarsson ræðu um íþróttir, samtök á vettvangi i þeirra og viðhorf almennings til þeirra. Guðmundur G. Hagalín tal aði síðan um íslenzka menningu, þróun tungunnar og bókmenntanna og flóttaði mál sitt ívitnunum í ís- lenzk ljóð og gamansögur. Milli ræðanna var söngur, vísna keppni og spurningaþáttur. Söng kór Eiðakirkju undir stjórn Þórar- ins Þórarinssonar. Einsöng með kórnum söng frú Stefanía Ósk Jóns dóttir. Séra Marinó Kristinsson að Valþjófsstað söng nokkur ein- söngslög. Verðlaun voru veitt fyrir bezta vísubotna og snjöliust svör við spurningum. Dagana 1.—10. desember fóru fram í Reykjavík samninga- viðræður milli fulltrúa íslands og Ítalíu um viðskipti milli landanna. Leiddu. þær tii samkomulags, sem undirritað var í dag, 10. desember. af dr. Gylfa Þ. Gíslasyni, er nú gegnir störfum utanríkisráðherra, og dr. Guido Milano, formanni ítölsku samningaiíéfndarinnar. Viðskiptasamkomulagið gildir í eitt ár frá 1. nóvember 1938. Sam- kvæmt samkomulaginu mun ís- lenzka ríkisstjórnin heimila inn- flutning fyrir tilteknar upphæðir á ýmsum ítölskum vörum, svo sem eplum, vefnaðarvöru, vélum, raf- bnaði. jarðstrengjum, yafmagnsvir-- um, biíre.iðum, hjólbörðum og gólf- dúk. í Ítalíu er innflutningur al- gerlega frjáls á saKfiski, skreið og öðrum útflutningsafurðum íslend- inga og þurfti því ekki að semja um innílutningsheimild ítalskra stjórnarvalda fyrir íslenzkar afurð- ir. íslenzku samningsnefndina skip- uðu Þórhallur Ásgeirsson, ráðu- neytisstjóri, sem va.r formaður nefndarinnar, Davíð Ólafsson, fiski málastjóri, Pótur Pétursson, for- stjóri Innflutningsskrifstofunnar og Svanbjörn Frímannsson, aðstoð- arbankastjóri. Vaka haldin að ári. Við lok fundalialdanna óskaði formaður menningarsamtakanna, Þórarinn Þórarinsson skólastjóri, álits vökugesta um hvort halda skyldi vöku að ári við þennan húsa kost, sem yrði að teljast óviðun- andi. Samþykkt var einróma, að vakan skyldi haldin. Lauk svo vök- unni með því, að dansað var fram eftir nóttu. Stjórn menningarsamtakanna skipa, auk Þórarins Þórarinssonar, þeir séra Pétur Magnússon í Valla- nesi, Pétur Jónsson bóndi að Egils- stöðum, Hrafn Sveinbjarnarson oddviti, Hallormsstað og Sæbjörn Jónsson bóndi að Skeggjastöðum. Út er komin mappa með 10 teikningum eftir 10 þjóðkunna listamenn og er hver mynd mjög fallega prentuð, upplímd á spjald og tilbúin að fara í smekklegan ramma til augnayndis og heimilis- prýöi. Ljósprentun er gerð í Litoprenti og virðist sérlega vel af hendi leyst en útgefandi er Anna Þorgrímsdótt ir. í möppunni sem fæst í bóka- verzlunum hér í Reykjavík og úti um land, eru teikningar eftir þessa listamenn: Barböru Árnason, Hjörleif Sig- urðsson, Jóhannes Sv. Kjarval, Jón Engilberts, Nínu Tryggvadóttur, Guðmundu Andrésdóttur, Gunn- laug Scheving, Snorra Arinbjarn- Rá'Sgert að stofna samnorrænan læknaskóla 7.12. ’56. Eins og kunnugt er leggja íslandsförin aS bryggju hér í Kaupmannahöfn við Asiatisk Plads við Strandgötu í Krist- jánshöfn, sem er gamalt hafnarhverfi. Kristján 4. stofnsetti það 1618 bæði til varnar höllinni og til að stækka höfnina. Andstætt við það sem tíðkast í eldri hverfum borgarinnar eru göturnar í Kristjánshöfn beinar og liggja hornrétt hver á aðra og þar sem þar hafa aldrei geisað stórbrunar er þar margt gamalla bygginga, er minna á liðna tíð svo sem bygg- ingar Asíufélagsins gamla og fleiri. Bærinn skiptist í tvo hluta af síki að hollenzkri fyrirmynd. Upp- runalega hafði hvert hús í neðri hluta bæjarins'sína sérstöku smá- höfn en húsin í efri hlutanum höfðu bryggjupláss við síkið. Fyrst á 18. öldinni urðu hinar stóru verzlunarbryggjur til þar sem ís- landskaupmennirnir höfðu geymslu hús sín ásamt fleirum. Fyrir enda Strandgötu liggur Kristjánskirkja og frá Strandgötu 25 þar sem eru skrifstofur S.f.S. og Eimskips má sjá hinn sérkenni lega turn Frelsarakirkjunnar. — 1639—1674 var Kristjánshöfn sjálf stæður kaupstaður, hafðþ eigin stjórn og skjaldarmerki. Á sinni tíð var hún umlukin miklum víg- girðingum og enn eru til leifar af þeim og er þar gott athvarf fyrir skemmtigöngufólk einkum á vorin og sumrin. unni. Á næsta fundi Norðurlanda- ráðsins verður væntanlega lögð fram tillaga um skólann, háskóla þar sem læknanemar frá öllum Norðurlöndum gætu lagt stund á nám sitt og tekið einhvern hluta af prófum sínum eða jafnvel öll prófin. Blöðin skýra frá því að tillagan verði lögð fram í Finn- landi þar sem Norðurlandaráðið mun koma saman til fundar 15. febrúar næst komandi og talið er að nefnd verði stofnuð til að vinna frekar að hugmyndinni og gera tillögu um staðsetningu skólans. Sanigöngur við fsland. Eftir uppástungu Norðurlanda- ráðsins stofnuðu stjórnir Noregs, Svíþjóðar, íslands og Danmerkur nefnd árið 1955 til að rannsaka möguleikana á því að efla sam- göngur milli íslands og hinna ar, Svavar Guðnason og Þorvald Skúlason. Víða í Evrópu hefir tíðkast að undanförnu að prentlist hefir ver- ið notuð til þess að koma myndlist sem víðast á meðal fólksins. Þegar vel er unnið, er slíkt lofsvert því að góð prentmynd, smekklega upp- sett, stendur frummyndinni mjög nærri. Þessu takmarki virðist út- gáfa Önnu Þorgrímsdóttur á 10 myndum íslenzkra listamanna hafa náð, og mælir blaðið því með þess ari teiknimöppu sem sérlega vand- aðri útgáfu. Mynd eftir Jón Engilberts í 10 mynda ljósprentunarmöppu sem Annar Þorgrímsdóttir gefur út. Norðurlandanna og hefir hún nú skilað áliti. Varðandi upplýsinga- þjónustu fyrir ferðamenn telur nefndin að fyrst og fremst beri að taka upp samvinnu milli ferða skrifstofa og ferðafélaga á íslandi og í Skandinavíu. Nefndin telur að aukin fræðsla um ísland í skól um á Norðurlöndum sé æskileg til að auka þekkingu á landinu og auk þess bendir hún á þann möguleika að flytja meira íslenzkt efni í útvarpinu, blöðum og tíma- ritum. Þar að auki verður nauðsynlegt að leysa hótelvandamálið á íslandi og önnur hindrun felst í verðlag- inu á íslandi, en það er hærra en á nokkru hinna Norðurlandanna. Nefndin stingur upp á því að vald hafar á íslandi taki til athugun- ar hvort ekki sé mögulegt að taka upp sérstakt ferðamannagengi. Aðils. Samkomuhúsið SilfurtungliS býSur Blindraf élaginu á skemmtun í kvöld bjóða forráðamenn samkomuhússins Silfur- tunglsins Rlindrafélaginu til fagnaðar og verður þar margt til skemmtunar. Þetta er í annað sinn sem forstjóri Silfur- tunglsins, Sigurgeir Jónasson sýnir blindu fólki slíka rausn. Fyrri skemmtunin var í apríl s. 1. og skemmti blinda fólkið sér vel við aóðar veitingar, skemmtiatriði og dans. Vandamál á Grænlandi. Fulltrúi Grænlands á þingi flutti ræðu í gær og lagði ríka áherzlu á nauðsyn þess að skapa Grænlend ingum atvinnumöguleika við fram leiðslustörf sakir þess m. a. að at- vinnuleysi er nú mikið á veturna í hinum þéttbýlli stöðum. Hann fór einnig fram á að Grænland fengi stærri hluta af hagnaði krý- olitfélagsins þar sem framleiðsla þess er öll unnin í Grænlandi sjálfu. í þessu sambandi gagnrýndi hann þa'ð einnig að grænlenzkir vcrkamenn skuli ekki starfa í krý- olitnámunum og stakk einnig upp á a'ð Grænlendingar fengju at- vinnu í blýnámunum. M. a. skýr'ði Lynge frá því að síðast liðin 50 ár hefðu aðeins tveir Grænlending ar unnið í krýolitnámunum sem íullgildir verkamenn. Að öðru leyti störfuðu Grænlendingar að- eins sem þjónustufólk og þess háttar við námurnar. Ekki verður hafin slcömmtun á benzíni eða olíum á Grænlandi, enda eru til þar birgðir til hálfs árs og skömmtun ekki nauðsynleg þar sem ekki er nein lúxusnotkun á þessum vörum í Grænlandi. Nægar birgðir eru til af öðrum vörum í Grænlandi. Ef þróun heimsmálanna yrði slík að erfitt yr'ði að senda birgðir til Græn- lands frá Danmörku er hægt að gera ráðstafanir á einu einasta dægri til þess að birgðirnar yrðu sendar frá Bandaríkjunum og Kan- ada. Norrænn læknaskóli. Samnorrænn læknaskóli verður nú væntanlega að veruleika á næst Á skemmtun þeirri, er Silfur- tunglið bauð blindum til á s. 1. vori, komu fram góðir skemmti- kraftar og voru þeirra á meðal Emilía Jónasdóttir, Nína Sveins- dóttir og Karl Guðmundsson. Veit- ingar voru framreiddar af mikilli rausn og dansað af fjöri til kl. eitt. Skemmtun sú, er Silfurtunglið býður blindu fólki til í kvöld, er með líku sniði og koma þar fram ágætir skemmtikraftar: Sigríður Hannesdóttir syngur gamanvísur, Karl Guðmundsson leikari fer með eftirhermur og Emilía Jónasdóttir og Valdimar Lárusson flytja gam- anþátt. Einnig framreiddar ókeyþis veitingar fyrir blinda fólkið og fylgdarfólk þess. Að skemmtiatrið-' um loknum mun hljómsveit Jose Riba leika fyrir dansinum, en á fyrri skemmtuninni hafði blinda fólkið sérstaklega gaman af leik hennar. Öllum er heimill aðgangur að skemmtun þessari meðan húsrúm leyfir og gefst fólki hér gott tæki- færi til þess að styrkja gott mál- efni um leið og það skemmtir sér, því að allur ágóði, sem verður af komu þess, rennur óskertur til Blindrafclagsins. Skagfirzk fræði Komið er í bókabúðir Jarða- og búendatal í Skagafirði, III. hefti og er þá aðeins eftir að koma út eitt hefti af þessu merka verki. Þessi bók mun vera einstæð í sinni röð. Fræðimenn eru farnir að renna hýru auga til hennar og mun þó betur síðar. Hún geymir nöfn bænda í Skagafjarðarsýslu frá 1781 til síðustu ára, ásamt jarða- tali. Ilún kostar 55 krónur, það er rúmlega fyrir prentun og pappír enda er öll vinna unnin ókeypis við samningu bókarinnar, en sú vinna er mikil og vandasöm. Ennfremur komu út Skagfirð- ingaþættir, lítil bók en snotur Hún kostar 20 krónur.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.