Tíminn - 13.12.1956, Blaðsíða 6

Tíminn - 13.12.1956, Blaðsíða 6
6 Útgeíandl: Framsóknarflokkuriim. Ritstjórar: Haukur Snorrason Þórarinn Þórarinsson (íb.). Skrifstofur f Edduhúsi við Lindargötu. Simar: 81301}, 81301, 81302 (ritstj. og bla'ðamenn), auglýsingar 82523, afgreiðsla 2323. Prentsmiðjan Edda h.f. ~—----------—— ----- 20 milljón króna synáabaggi ÞAÐ VAKTI sérstaka at- hygli um land allt, að Morg- unblaðið valdi heimkomudag „Hamrafells" með olíu fyrir framleiðslukerfi landsins, til að birta afsökunarorð Ingólfs Jónssonar fyrir 20 milljón kr. tjóni, er hann og sálufélagar háns hafa valdiö þjóðinni. Það er auðvitað ekkert gamanmál fyrir Ingólf og Ólaf Thors og aðra íhalds- foringja, að standa nú frammi fyrir þeirri staðreynd að fjandskapur þeirra við samvinnufélögin hefur sann- anlega valdið þjóðinni tug- milljóna króna tjóni. Þessi staðreynd er nú augljósari en þeir ætluðu að hún gæti orð- ið, vegna Súez-málsins og þrengslanna á olíumarkaðin um. Það er minnisvert, að þegar Sjálfstæðisforingjarnir tala um utanríkis- og varnar mál, þykjast þeir hafa séð allt fyrir og segja Súez- og Ungverjalandsmál aðeins of- urlítinn hluta af heimsmynd Bjarna Benediktssonar. En þegar olíumál og flutningar til landsins er á dagskrá, láta þeir eins og þeir séu steini lostnir. Hvernig átti þá að gruna, að framkvæmdir SÍS yrðu svo örlagarík fyrir þjóð- félagið, sem raun ber vitni? Þannig spyrja margir í dag. Sjálf lífsreynslan er áminn- ing um, hvað það kostar, að hafa sérgóða eiginhagsmuna spekúlanta á valdastóli á ör- iagaríkri tíð. NÚ ERU 4 ár síðan for- ustumenn samvinnumanna hófu fyrst að leita eftir ís- lenzkum leyfum til að mega kaupa olíuskip. Þá eins og seinna voru þessar áætlanir reistar á erlendu lánsfé og erlendri tiltrú á heildarsam- tökúm samvinnumanna. Það var hægt að kaupa olíuskip árið 1953 og greiða andviröi þess með farmgjöld- um, sem alla tíð síðan hafa runnið í vasa erlendra skipa- skipaeigenda, sem líka hafa haft farmgjaldið sjálft í hendi sér. Hvers vegna var þetta ekki gert? Ástæðan er nú kunn og hún er lærdóms- rík: Forustumenn Sjálfstæðis flokksins, einkum Ingólfur Jonsson a Hellu og Olafur Thors, vildu vinna það til í hatursbaráttu þeirra gegn samvinnufélögunum, að neita um innlent leyfi til skipakaupanna. Meöan þeir sátu á umsóknunum í stjórn arráðinu, hækkuðu olíuskip á markaðinum um a.m.k. 20 milljónir króna, miðaö við skip eins og „Hamrafell". í þrjú ár samfellt sviptu þeir þjóðina og atvinuvegi landsins tækifæri til þess aö hafa áhrif á olíufarmgjöld til íslands, eins og gert er nú í dag. Ofan á 20 milljón- irnar, sem áður eru nefndar, kemur stórtjón af farm- gjöldum, sem öll hafa runn- ið í vasa útlendinga. Þjónusta stjórnmálamanna íhaldsins við útlend og sér- gjörn olíusjónarmið, hafa því valdið þjóðinni svo stórfelldu tj óni, að slíks eru engin dæmi fyrr. ÞRÁTT FYRIR þessa andspyrnu og þessar dýru tafir, fór samt svo, aö sam- vinnufélögin festu kaup á olíuskipi snemma á þessu ári, og bjuggu þar að því trausti, sem íslenzk samvinnuhreyf- ing hefur áunnið sér í viö- skiptum út á við á liðnum ára tugum. Til kaupanna þurfti ekki ríkisábyrgð, og ekki aðra opinbera fyrirgreiðslu en þá, að veita nauðsynleg leyfi og eðlilega fyrirgreiðslu í bönk- um. Þegar svo þetta skip er komið heim, með’dýrmætan farm fyrir framleiðslukerfi landsins, rísa upp mennirn- ir með 20 milljón kr. synda- baggann á bakinu, og heimta að samvinnuhreyfingunni sé refsað fyrir framtakið. Árás Ingólfs á Hellu í Morgunblað inu, og hin samræmda her- ferð blaðsins síðan, á að vera skjöldur fyrir mennina, sem sviku þjóðina um tugi millj. króna með þröngsýni og afturhaldi. ÆTLI SÉ EKKI reitt of hátt til höggs? Svona mál eru of augljós til þess unnt sé að grafa þau undir feldi sjálfsásakana, jafnvel þótt þær birtist með annarlegum hætti. Þrjózkukennd viðleitni ALÞÝÐUBLAÐIÐ ræðir í gær endurteknar tilraunir Morgunblaðsins og Þjóðvilj- ans til að tengja saman sam- komulaginu um varnarmálið og nauðsyn þjóðarinnar að fá erlend lán. Blaðið segir m. a.: .....íhaldið og kommún- istar virðast hafa sameigin- legan áhuga á því að blanda fyrirhuguöum lánveitingum saman við afgreiðsluna á end urskoðun varnarsamnings- ins. Slíkt er ósköp þrjósku- kennd viðleitni. Það liggur fyrir samkvæmt yfirlýsingu, að þau mál hafi ekki borið á góma í samningaviðræðum íslendinga og Bandaríkja- manna um varnarmálin. Enn fremur er auösannanlegt, að lengi hefur verið unnið að sumum þeim lántökum, sem ræddar eru í þessu sambandi. Hér er því bersýnilega um það að ræða að gera tvö ólík mál að einu. Tilgangurinn leynir sér ekki. En væri hér ekki ástæða til að spyrja, hvað valdi þessari viðleitni? En málið kannski þannig vaxið, að Sjáifstæðisflokkur- inn hefði viljað semja um lántökur í Bandaríkjunum um leið og fjallað var um end urskoðun varnarsamnings- ins? Um Alþýðubandalagið er TIMINN, fimmtudaginn 13. desember 1958» ■ ---------------------—"" «—*»>« íi gætir nú meðal Grikkja varðandi lausn Kýpurvandamálsins En óttast er að tillitsleysi Breta spilli fyrir sættimi UNDANFARNAR VIKUR hefur Kýpurdeilan að mestu horfið í skuggann fyrir atburðunum í Ung- verjalandi og Egyptalandi, og þess ir atburðir hafa að auki haft sín áhrif á Kýpurvandamálið. Eink- um virðist sem skoðanir manna í Grikklandi á deilunni hafi tekið breytingum. Háttarlag Rússa í Ungverjalandi er Grikkjum áminn ing um að þegar til kastanna kem- ur er meira djúp staðfest milli austurs og vesturs en vesturveld-- anna innbyrðis og hlutleysisdraum arnir, sem gríska stjórnin hefur látið sig dreyma undanfarin ár, hafa látið undan síga í bili. Þegar allt kemur til alls er Grikkland í flokki hinna vestrænu þjóða og í Aþenu eru menn nú hlynntari því en áður var, að reyna að finna hagnýta lausn deilunnar fremur en fullkomna. Hinn vaxandi ágreiningur milli Júgóslavíu og Sovétríkjanna ætti ekki hvað sízt að hafa haft áhrif í Grikklandi en þar hafa menn almennt orðið þeirrar skoðunar síðustu mánuðina að Júgóslavía væri hinn eini vinur Grikkja, sem þeir gætu fest traust á. Þessi vin- átta milli Aþenu og Belgrad fær væntanlega staðfestingu í náinni framtíð er Karamanlis forsætis- ráðherra Grikkja, fer í opinbera heimsókn til Títós. Þess er að vænta að við það tækifæri verði Balkanbandalagið endurreist, en það hefur sofið svefni hinna rétt- látu undanfarið. KARAMANLIS, forsætisráð- herra og Averoff, utanríkisráð- herra Grikkja, sem báðir hafa allt- af viljað ná samkomulagi við Breta hafa fengið aukið olnbogarúm vegna þessa nýja almenningsálits. Eins og sakir standa nú, eiga þeir ekki á hættu að andstæðingar þeirra úr flokki vinstri manna kalli þá svikara þótt þeir beiti sér fyrir því að komast að sam- komulagi. Af þessum sökum hefur gríska stjórnin getað leyft sér að láta fréttaritara Lundúnablaðsins Times í té ýmsar upplýsingar sem í raun réttri hafa að geyma upp- kast að nýrri lausn Kýpurmálsins. Fréttaritarinn lýsir núverandi afstöðu Grikkja á þennan veg: Gríska stjórnin viðurkennir að þjóðaratkvæðagreiðsla á Kýpur væri erfið viðfangs eins og sakir standa nú í heiminum. Þess vegna er liún reiðubúin til að fallast á að Kýpurbúum yrði veitt lýðræðisleg stjálfstjórn um hríð, þar sem Bret ar hefðu nægjanleg völd til að halda aðstöðu sinni á eynni. Að þessu leyti eru nú valdamenn í London og Aþenu sammála, þar sem Bretar hafa heitið Kýpurbú- um bæði sjálfstjórn og þjóðarat- kvæðagreiðslu um það hvort eyjan skuli sameinast Grikklandi. Eina vafaatriðið er hvenær ástandið í alþjóðamálum geti talizt slíkt að atkvæðagreiðslan geti farið fram. Það er mögulegt, segja Grikkir nú, að Bretar geti ekki kveðið upp úr með þetta nú sem stendur og geti þess vegna ekki gefið Kýpurbúum neitt afdráttarlaust loforð. En mögulegt ætti að vera að koma á ró á eynni ef alþjóðlegum aðila vitað, að það hefur mikinn hug á lántökum í austri. Hvort tveggja er sprottið af þeirri viðleitni að tengja sam an fjármál og utanríkismál, þó að forsendur nlðurstöð- unnar séu harla ólíkar . . . “ Alþýðublaðið segir að lok- um, að þeir, sem þannig vilja ólmir tengja saman lánsfé og utanríkismál, ættu sannar- lega ekki að ráða úrslitum málefna þjóðarinnar, og eru það orð í tíma töluð. KARAHANLIS væri falið að skera úr um hvenær atkvæðagreiðslan væri möguleg. Hin nýja áætlun Grikkja er áj þá leið, að það verði Atlantshafs- ráðið sem ákvæði með einföldum meirihluta atkvæða hvenær það sé unnt. Með tilliti til Tyrkja bæta Grikkir auk þess við, að þeir séu reiðubúnir til að fallast á að al- þjóðlegum aðila verði falið að gæta réttinda tyrkneska minnihlutans á eynni. ÞAÐ ER ÓSENNILEGT að þessi nýja tillaga Grikkja verði lögð fram opinberlega, án þess að fyrst sé ábyrgst að sjálfstæðishreyfingin á Kýpur féllist á slíka lausn mál- anna. Af hálfu Breta hefur enn ekki verið tekin nein opinber afstaða til þessa. S" nýlega gagnrýndi Times brezku yfirvöldin á Kýpur harðlega fyrir „að taka ákvarðan- ir sem eru svo strangar, að þær geta kallast gersamlega tilgangs- lausar“. Tilgangur brezka lands- stjórans með hinni nýju reglugerð sem lögfestir líflátsdóm þeirra Kýpurbúa sem bera vopn, og ævi- langt fangelsi fyrir að taka hinn minnsta þátt í aðgerðum skæru-< liða, eða revna að hindra aðgerðu? brezka setuliðsins, er að yíirbuga mótspyrnuhreyfinguna gjörsam* lega. Times dregur í efa að þetta muni talcast. Kýpurmálið er nú á dagskrá Sani einuðu þjóðanna og tillitsleysi Breta mun áreiðanlega hafa sér- staklega slæm áhrif þar, með tilliti til þeirrar sáttfýsi sem kemur fram í Aþenu. Sundmót skólanna Hið fyrra sundmót skólanna fór fram fimmtudaginn 6. desember s. 1. í Sundhöll Reykjavíkur og hófst kl. 8,30. Æfingar hófust þegar um miðj- an nóvember og voru mjög vel sótt ar, t. d. voru á stundum mættir 150 nemendur í hópstundatímum. Mótið fór fram eins og auglýst var. Byrjað var á boðsundi stúlkna Kepptu sveitir frá 10 skólum og var sveitunum skipt í 3 riðla og drógust brautir, sem hér segir: I. Riðill: Gagnfræðaskóli Vesturbæjar 1. braut, tími 5.50.8 (9). Gagnfræða- skóli Laugarnessk. 2. braut 5.20.5 (2) . Gagnfræðaskólinn við Lindar- götu 3. braut, 5.42.3 (8). II. Riðill: Gagnfræðaskóli verknámsins 1. braut, 5.23.0 (4). Gagnfræðaskól- inn við Hringbraut 2. braut, 5.31.8 (7). Kvennaskólinn 3. braut, 5.21.4 (3) . III. Riðill: Gagnfræðaskóli Keflavíkur 1. braut, 5.08.0 (1). Menntaskólinn í Reykjavík 2. braut, 5.30.2 (6). Verzlunarskóli íslánds 3. braut, 5. 14.2 (3). Gagnfræðaskóli Austur- bæjar 4. braut, 5.23.6 (5). Sveit Verzlunarskólans var dæmd úr vegna of skjóts viðbragðs og varð því röðin þessi: 1. Gagnfræðaskóli Keflavíkur, 2. Gagnfræðaskóli Laugarnessk. 3. Kvennaskólinn í Reykjavík. 4. Gagnfræðask. verknámsins. 5. Gagnfræðaskóli Austurbæjar. 6. Menntaskólinn í Reykjavík. 7, (Framhald á 9. síðu.) ‘BAÐSroMA! Hveria á a3 spyrja? JÓN SIGTRYGGSSON skrifar á þessa leið: „1 Timanum hinn 7. október s. 1. svarar dr. Halldór Halldórsson, í þættinum: Mál og menning, tveimur sþurningum Sigurðar Egilssonar á Húsavík. Þótt langt sé um liðið, langar mig tii að ræða örlítið síðari spurn- inguna, þar sem hugsunin um hana lætur mig ekki í friði. Spurning Sigurðar er svona: „Hvort er róttara a!da og óborna eða aldna og óborna?" Ef til vill á það, meðal annars, nokkurn þátt í spurningu Sigurð- ar, að í júlí s. 1. ritaði ég grein, sem kom í tveimur dagblöðum í Reykjavík. Þessi voru síðustu orð í handriti mínu að greininni: „.. til gagns og góðs fyrir alda og ó- borna." Bæði blöðin breyttu þessum orðum og rituðu: aldna og óborna. Annaö blaðið setti þessi orð I yfirskrift greinarinn- ar. Ég hringdi til ritstjóra þess blaðs og átaldi þetta, þar sem ég taldi, að þessum orðum mínum væri gefin önnur og þrengri merk ing með þessari breytingu. Ég hringdi þá einnig til mennta- manns, sem vel er lærður I ís- lenzkri tungu og spurði um álit hans á þessu. Hann tók ekki hart á breytingunni og benti mér ein- mitt á þetta sama lijá Guðmundi Friðjónssyni, sem Sigurður nefndi I sinni grein.“ Engin sönnun. „ÞÓTT ORÐIÐ aldna finnist á einum stað í þessari umræddu merkingu í grein Guðmundar Friðjónssonar, þá tel ég það engá sönnun fyrir því, að Guðmundup hafi ritað orðið þannig. Vel getur verið að n-ið hafi ekki verið I handriti Guðmundar, heldur ver- ið bætt inn í orðið í prentuninni, eins og gert var í grein minni i sumar, af Heimur dagblöðum. Og möguleikinn er til fyrir þvf, að einnig sé um prentvillu a3 ræða hjá Blöndal, eða þá hitt, að n-sýkin í þessu dæmi hafi náð þeim tökum á prenturum, að margir þeirra álíti réttara að rita aldna og óborna, en um það skal ég ekkert fullyrða, hverjir sök- ina eiga, prentarar eða prófarka- lesarar. Dr. Halldór Halldórsson lýkur grein sinni í Tímanum með þess- um orðum: „Ég mæli með, að sagt sé alda og óborna, en sneitt hjá aldna." Er það þá aðeins smekksatriði, hvort notað er alda og óborna eða aldna og óborna? Þegar vér, sem erum leikmenn í þessum efnum, (vel má vera, að Sigurður Egilsson sé lærður mað- ur á þessu sviði, ég veit það ekki), spyrjum hálærða menn í íslenzkri tungu um merkingu ákveðinna orða í málinu, þá þráum vér á- kveðin og ótvíræð svör og eink- um, þegar um samanburð orða er að ræða, sem virðast hafa haft ólíka merkingu í málinu um alda. raðir, en sem á síðustu tímum, jafnvel fyrst á þessari öld, er sums staðar farið að gefa sam- eiginlega merkingu. Hvar getum vér leikmenn fengið fullnægjandi svör? Hverja á að spyrja. —r-osr>.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.