Tíminn - 13.12.1956, Blaðsíða 5
TÍMINN, fimmtudaginn 13. deseniher
5
Valdastreita íhaídsins.
ic Valdastreitan í SjálfstæfSis-
flokknum er nú að taka á sig
nýja mynd, þar sem svo virðist
sem æthra Ólafs og Bjarna sé a'ð
skáka Pétri Benediktssyni fram
gegn Gunnari Thoroddsen, þegar
að' því kemur, að Ólaíur leggi
niður völdin.
Vt- Bjarni getur vel sætzt á þessa
lausn, þótt hún verði til þess, að
hann missi sjálfur af formennsk-
unni. Bjarni mun eftir sem áður
láta að sér kveða í flokknum og
telur það fremur styrkja aðstöðu
sína en veikja, þótt hann —
fljótt á litið -— komi til með að
standa eilítið lægra í valdastig-
anum. En aldrei hefði Bjarni þol-
að að víkja fyrir öðrum en bróð-
ur sínum.
■jc Ólafur ætlar Pétri tengdasyni
mikinn hlut. Ekki þarf að fara í
neinar grafgötur um, að hann á
aS erfa effir hann livort tveggja:
formennskuna í flokknuin og þing
sætið í GuIIbringu- og Kjósar-
sýslu.
Flokkur á heljarþröm.
ic Mjög reynir nú á innviði Sós-
íalistaflokksins, eftir að í ljós
hefir komið, að allur málflutn-
ingur þessa flokks hefir frá upp-
hafi vega verið reistur á lygi og
blekkingum.
ÍC Margir heiðarlegir — og þó
auðtrúa — menn, sem ljáð hafa
fylgi sitt flokki þessurn, hafa nú
séð gegnum blekkingarbræluna
og lýsa viðbjóði á framferði skoö-
anabræðra Brynjólfs í Austur-
Evrópu og þó kannske enn frek-
ar viðbrögðum hinna sanntrúuðu
hér heima á íslandi, sem býður
ekki meira við þjóðarmorðunum,
sem. Kússar fremja, en vodka-
suöpsum, sem sopnir eru í nafni
„friðar" og „lýðræðis“ á hinum
alþekktu áróðurssainkomum fyr-
ir austan járntjald.
■Jc Ef þróunin væri í öllu eðlileg;
ætti Sósíalistaflokkurinn nú að
gjörtapa fylgi sínu. Þeir fjöl-
mörgu, sem fylgt hafa flokknum,
vegna þess að þeir hafa talið
hann heiðarlegan sósíalistaflokk,
sem herðist fyrir bættum hag al-
þýðu manna gegn afturhaldi,
liljóta, eftir það, sem gengið hef-
ir á í Ungverjalandi, að sjá, hve
svívirðilegum blekkingum hefh-
verið beitt við þá, bæði í ræðum
forustumanna og skrifuin mál-
gagna flokksins.
ic Cg þeir, sem nú yfirgefa hinn
dulbúna kommúnúistaflokk á Is-
landi, af því að þeir hafa kynnst
eðli hans, liljóta hér eftir að
styðja hin frjálslyndu umbótaöfl,
sem óneitanlega eiga sér trausta
forustu þar sem er Framsóknar-
flokkurinn, sem er og hefir ávallt
verið brjóstvörn gegn öfgum til
•hægri og vinstri.
niinimiiiniiitiMiiiiniiMMiMiiMiiiiMif iin< iii touiuiM'
1 UNGIR FRAMSÓKNARMENN 1
§ sendið Vettvangi greinar E
E og ritgerðir
■UIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIUIIIIIIIIIIIIIIIIIIItlllllMIIMIIIIIiT
eykjavík hóf vetrarstarf-
iL samkomu
RITNEFND S. U. F.:
Áskell Einarsson, form.,
Ingvar Gíslason,
Örlygur Hálfdónarson.
Ráðg. ýms eýmæli til eflkgar félagsíífinu
„Það er skoðun mín. að við hitt-l starfsmenn í stjórn félagsins. En
umst of sjaldan á gleðistund, því j jafnframt því, sem þeir myndu
þá er einmitt tækifærið til að
creysta vináttuböndin, en gagn-
kvæm vinátta manna í milli auð-
veldar ætíð, þegar samstiilingar
er þörf í stóru átaki.
Síðastliðnar kosningar voru eitt
slíkt átak.
Jón Arnþórsson,
formaður F.U.F.
I
Þær voru meira ótak, semj
reyndi meira á félagsþroska ein-
staklinganna, en ef til vill nokkru
sinni áður í sögu ?ramsóknar-
flokksins. Við stóðumst þá raun
með sæmd. En „betur má ef duga
sk?.l“ segir máltækið, og það var
með það fyrir augum, er stjórn F.
U. F. hér í Reykjavík lagði drög
að félagsstarfseminni á þessum
vetri.“
Þannig fórust Jóni Arnþórssyni,
hinum nýkjörna formanni F.U..F. í
Reýkjavík, orð, er hann setti hina
fyrstu skemmtun íélagsins á þess-
um vetri, en hún var haldin í Tjarn
arkaffi þriðjudaginn 4. þessa mán-
aðar. Hafði félagið boðið þangað
öllum þeim félagsmönnum sínum,
sem starfað höfðu við síð'ustu kosn
ingar. Var skemmtunin fjölsóít og
ríkti mikil ánægja meðal sam-
komugesta.
Setningarræða formannsins var
snjöll og greinagóð. Ræddi hann
um félagsstarfið fyrr og nú, kvað
giftudrjúgt starf liggja að baki og
væri þar góður grundvöllur til að
standa á, fyrir sig og sína sam-
styðjast við fvrri störf og reynslu,
væri það ætlun þeirra að færa á
ýmsan hátt út kvíarnar, til enn
meiri eflingar félagslífinu, ef svo
mætti verða. Sagði hann m. a.:
„Okkur er það Ijóst, að til þess að
halda uppi útbreiðslu og kynn-
ingarstarfsemi á meðal ungs fólks,
þá þarf til þess bæði fé og fyrir-
liöfn. Fyrirhöfnina teljum við ekki
i eftir okkur, en fjármagnið liggur
; ekki á lausu.“ Fór hann síðan
! nokkrum orðum um fyrirætlanir
1 félagsins til f járöflunar. Hefir
það þegar komið á happdrætti
meðal félagsmanna, halda á dans-
j leiki og fleira. Ennfremur kvað
j liann félagsmerkin, sem fyrri
stjórn lét gera, myndu færa félag-
inu drjúgar tekjur.
SKEMMTI- OG MÁLFUNDIR.
Síðan skýrði formaður frá því,
að fengist hefði hentugt húsnæði
fyrir félagið til fundarhalda í vet-
ur. Yrðu fundirnir með því sniði,
að fyrst yrði alltaf sýnd stutt
kvikmynd um efni, sem ofarlega
væri á baugi hverju sinni. Síðan
væri flutt framsöguræða um eitt-
hvert ákveðið mál, en almennar
umræður hæfust þar á eftir. í lok
hvers fundar yrði svo fram borið
kaili og veitingar. Kvaðst formað-
ur vonast til að fundirnir yrðu
enn betur sóttir með þessu móti.
Ætlunin er að halda málfundina
með 3—4 vikna fresti og verða
þeir auglýstir í Tímanum og fé-
iagsmönnum gert aðvart bréflega.
TREYSTUM VINÁTTUBÖNDIN.
Svo sem áður er sagt, kom for-
maður víða við í ræðu sinni, og
var að henni gerður góður rómur.
Lauk hann máli sínu með því að
segja: „Eg vil því gera fyrstu orð
mín að þeim síðustu.
Treystum vináttuböndin, því
gagnkvæm vinátta og skilningur
mun auðvelda okkur samstillingu,
þegar stórra átaka er þörf á ó-
ltomnum tímum.“
SPILAKEPPNI OG KÍNAFERÐ.
Þegar formaður hafði lokið máli
sínu hófst spilakeppni; stjórnaði
henni gjaldkeri félagsins, Einar
Birnir. Voru veitt mörg og glæsi-
leg verðlaun þeim, sem efstir urðu.
Hlé var gert á spilamennskunni,
þegar hún hafði verið þreytt um
Einar Birnir, gjaldkeri félagsins, afhendir spilaverðiaun.
stund, og tók þá til máls prófessor
Ólafur Jóhannesson. Hóf hann mál
sitt með því að þakka öllum, sem
lögðu liönd á plóginn í kosningun-
um, sagði hann að hlutur ungra
manna í kosningaundirbúningnum
hefði verið með miklum ágætum.
Fagnaði hann fjölbreyttum fyrir-
ætlunum stjórnar félagsins um
vetrarstarfsemina og hóf síðan frá-
sögn af Kínaferð sinni og nokk-
urra annarra íslendinga á afliðnu
sumri. Var frásögn hans myndrík
og lifandi. Höfðu menn hið mesta
gaman af að fylgja Ólafi stundar-
korn eftir í huganum, alla leið til
Kínaveldis, og litast þar örlítið um
Að máli hans loknu var aftur tekið
til við spilin, en er því lauk, var
kaffi og góðgjörðir fram borið.
Síðan var stiginn dans fram eftir
nóttu af miklu fjöri og skemmtu
allir sér konunglega. Lauk skemmt
uninni svo með því, að formaður
félagsins þakkaði öllum komuna,
minnti menn á höndfarandi félags-
störf og hvatti þá til að vera sem
virkasta þátttakendur þar í.
FYRSTI MÁLFUNDURINN.
Fyrsti málfundur félagsins var
svo haldinn í gærkvöldi. Var þar
fjölmenni samankomið, enda var
vel til hans boðað. Hófst hann á
því, að sýnd var kvikmynd frá á-
tökunum í Egyptalandi, en síðan
flutti Tómas Árnason, skrifstofu-
Ö. H.
Stjórn S.U.F. utan
stjóri í varnarmálanefnd, erindi
um utanríkismál.
Að erindi Tómasar loknu voru
mönnum bornar veitingar, en síð-
an hófust almennar umræður um
framsöguerindið. Tóku margir til
máls og stóð fundurinn fram eftir
kvöldi og var hinn fjörugasti. Virð
ist hin nýja skipan, sem félagið
nú heíir á fundum sínum, ætla að
ganga mjög vel og er það ánægju-
legt.
Ólafur Jóhannesson,
prófessor.
jur: Haraldur Sigurðsson, íþrótta-
kénnari, Akureyri.
Reykjavíknr
Árnessýsla:
Aðalmaður: Ólafur Ólafsson,
Rauðalæk. Varamaður: Einar Bene
diktsson, Nefsholti.
Aushir-Skaftafellssýsla:
Aðaimaður: Aðalsteinn Aðal-
steinsson, Höfn, Hornafirði. Vara-
maður: Sigmar Eyjólfsson, Höfn,
Hornafirði.
Suður-Þingeyjarsýsla:
Aðalmaður: Aðalsteinn Karlsson,
Húsavík. Varamaður: Gunnar ngi-
marsson, Húsavík.
Eyjafjarðarsýsla:
Aðalmaður: Eggert Jónsson,
bóndi, Hallgilsstöðum. Varamað-
ur: Haukur Benediktsson, Hvassa-
felli.
Akureyri:
Aðalmaður: Baldur Ágústsson,
deildarstjóri, Akureyri. Varamað-
Austur-Húnavatnssýsla:
Aðalmaður: Sigfús Þorsteinsson,
Blönduósi. Varamaður: Hannes
Guðmundsson, Auðkúlu.
Strandasýsla:
Aðalmaður: Jónas Reynir Jóns-
son, Melum. Varamaður: Kjartan
Ólafsson, Hlaðhamri.
Vestur-ísafjarðarsýsla:
Aöalmaður: Gunnlaugur Finns-
son, Hvilft. Varamaður: Þórður
Jónsson, Múla.
Barðasírandarsýsla:
Aðalmaður: Ólafur Jónsson,
Grund. Varamaður: Éinar Sigurðs-
son, Saurbæ.
Dalasýsla:
Aðalmaður: Sigurður Þórólfs-
son, Fagradal. Varamaður: Guð-
mundur Gíslason, Geirshlíð.
Mýrasýsla:
Aðalmaður: Snorri Þorsteinsson,
Hvassafelli. Varamaður: Þorvald-
ur Hafberg, Síðumúla.
(Framhald á 9. síðu.)
• j )■ ’ r ■ 1 » 'iJlci' ii i.: :'