Tíminn - 13.12.1956, Blaðsíða 4

Tíminn - 13.12.1956, Blaðsíða 4
4 T f M I N N, fimmtudáginn 13. desember 1956. KVIKMYNDIR £irkuA á/rlótta ASalhlutverk: Fredric March, Gloria Grahame, Adolphe Men- jou, Richard Boone. Leikstjóri: Elia Kazan. Kvikmyndarland: Bandaríkin. SýningarstaSur: Nýja bíó. Á frummálinu heitir myndin „Man on a tightrope" og gæti heitiS •„Strengtrúður" á íslenzku, án þess þó að verið sé að finna að nafn- gjöfinni, sem er sannferðug í fylsta máta og ágæt á sinn hátt, nema hvað hún kallar helzt til þeirra kvikmyndahússgesta, sem annars hafa engan eða lítinn áhuga á þeirri píslarsögu og átaka, sem þarna á sér stað. Margar myndir á seinni árum hafa verið gerðar til áróðurs eingöngu, sumar mjög opinskáar og þar af leiðandi ólistrænar og leiðinlegar. Gott dæmi um slíkar áróðursmynd- ir er Fall Berlínar, sem sýnt var í Austurbæjarbíói og nokkrar mynd- ir tileinkaðar óamerískri starfsemi og ég hirði ekki að nefna. Þessar myndir hafa átt það einkum sam- merkt að vera hlægilegar eins og stjórnmálamenn eru stundum, þeg- ar þeir eru að mála andstæðinginn dökkum litum og fara yfir markið. Þótt Sirkus á flótta hafi alla undir- stöðu til að vera áróðursmynd og fjalli um undankomu hóps fólks frá Tékkósióvakíu til Austurríkis og sé gerð af Bandaríkjamönnum, sem oft hafa verið klaufalegir engu síður en Rússar í áróðri, þá er hún einstæð í sinni röð og frámunalega vel gerð og leikin. Á henni er hinn! ágæti Kazan-stíll, sem einkennir allar myndir þessa leikstjóra og rennur samsíða Steinbeck-stíl í bók- menntum, ef hægt er að tala um skyldieika í bví efni r.ögreglukeríi kommúnistaríkis er lýst án nokk- urs taugatitrings, en beitt köldu háði og skopi; þó með þeirri al- vöru og festu, að allir finna að engin gamanmál eru á feröum. Fredric March er cnn sem fyrr mik- ill kóngur í list sinni og í rauninni er nafn hans eitt næg trygging fyr- ir vandláta kvikmyndahússgesti. Til viðbótar kemur svo úrvalsfóik í aukahlutverkum, sem er stjórnað til leiks af snilld. Jafnvel ástarsen- ur, sem annars eru yfirleitt væmn- ar og óraunverulegar og það í meiri myndum í þessari, eru þarna ný- stárlegar og viðkunnanlegar og segja mikið meira en annars um- fangsmeiri ástir hvað handapat og málróf snertir. Gloria Grahame, sem annars hættir til að gloðru- gera um of hlutverk sín, stillir öllu í hóf í þessari mynd, en er þó hættulegasta persónan fyrir heild myndarinnar, vegna þess, að hún er einum of amerísk „B-girl“ til að vera handan járntjalds. Cameron Mitchell, sem hefir aldrei fundið náð fyrir augum undirritaðs rís upp í góða stærð við handayfirlagn- ingu Kazans. Richard Boone er góð- ur, einkum í lokin, þegar hann kemur, barinn maður, til uppgjörs við þann aðila, sem er of mikill sirkusmaður til að fara að taka aðra trú á gamals aldri. Ekki er því þannig varið, að undir- ritaður gangi með þá meinsemd sjálfsálits, að hann álíti að fólk fari mjög að oröum hans í sam- bandi við kvikmyndir, en samt vil ég leyfa mér að hvetja fólk til að sjá þessa mynd. Hér hefir sjaldan verið farið úr vegi til að mæla sér- staklega með myndum, en á fram- angreint vil ég leggja álierzlu. I. G. Þ. eftir beztu getu. — Fimm monno nefnd bókmenntagagnrýnenda hefir annazt val smósagnanno, sem ætlað er að gefa skýra mynd af þróun smósögunnar ó Islandi síðustu 50 órin. £ögurnar eru eftir 25 höfunda, allt fró Einari H. Kvaran, Jóni Trausta pg Guðmundi Friðjónssyni til hinna yngri: Indriða G. Þorsteinssonar, Ástu Sigurðardóttur, Thor Vilhjólmssonar og Jóhannesar Helga. SETSERG tMimiiiiiiiii; >in •■'»iiiiiiiiijiiiii..;::::::'!U|,í;;1Mi • >.iiiiiiiiliililiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiitiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii;iiiiiiiiiiiiiiiiiiiinti 'miii'iiuuiimiiiiiiimiimii'iiiiiiniiiiiiiiHiiiitiinitiiiitiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiim IBÆJARINS - FJÖLBREYTTASTA - ÚRVAL JÓLAGJAFAI = = 6 gerðir Westinghouse kæliskápa — 3 gerðir Frigedaire kæliskápa — Uppþvottavélar — 2 gerðir Eldavéla, Westinghousc og Frigedaire — 4 gerðir sjálfvirkra þvottavéla — 4 gerðir hrærivéla, Kitchcn Aid og Westinghouse — Stakir sjálfvirkir steikarofnar — Fjögurra hellna eldaplötur til ísetningar í eldhúsborð — Sjálfvirkir tauþurrkarar — Gufustraujárn með hitastilli — Steikarpönnur með sjálfvirkum hitastilli — Bénvélar — Steikarpottar með sjálfvirkum hitastilli, 2 gerðir Brauðrista — Hárþurrkur — Rafniagns buxnapressjr, sem hafa má í vasa — 3 gerðir ryksugna — Sorpkvarnir Rafnmagns vöfflujárn — Rafmagns kaffikönnur — Jólatrésieríur — Gluggaviftur, 5 gerðir af eldhúsviftum — 3 gerðir vatnshitadunkar — Reiðhjól karla og kvenna — Þríhjól — og fjöldinn allur af öðrum vörum. LJÓSKASTARA, LAMPA 0G LJÓSAKRÓNUR HÖFUM VID í HUNDRÁDATALI. Til jóla gefum viö 10%afsiátt af ölium iömpum VAGNINN HF. Laugavegi 103 — milli Snorrabrautar og RauSarárstígs. — Sími: 8-2945. <iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiim!iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii!iiiiiiiiiiii!iiiiiii!iiii!iiiiiii!iiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiii!iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiij[ CYMBELÍNA HIN FAGRA ER ÓVIÐJAFNANLEGA SPENNANDI ÁSTARSAGA | — NÁKVÆMLEGA EINS OG KONUR VILJA AÐ SÖGUR SÉU. CYMBELÍNA HIN FAGRA ER JÓLABÓK KVENNA í ÁR. 1 .g 5 1 ■iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiitiiiiiiaiiiuiuiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiitjuiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiii SKÁLDSAGA EFTIR C. GARVICE í ÞÝÐINGU GUDMUNDAR GUÐMUND^SONAR „SKÓLASKÁLDS“

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.