Tíminn - 21.12.1956, Blaðsíða 6

Tíminn - 21.12.1956, Blaðsíða 6
6 TÍMINN, föstudaginn 21. desember 1956, c_. Útgefandl: Vramsóknarflokkurinn. Ritstjórar: Haukur Snorrason Þórarinn Þórarinsson (áb.). Skrifstofur l Edduhúsi viö Lindargötu. Simar: 81300, 81301, 81302 (ritst). og blaöamenn), auglýsingar 82523, afgreiðsla 2323. PrentsmiCjan Edda h.f. .... ' —<■ Svikabrígsl í sta8 rökræðna í Ungverjalandí standa Rússar einir að kalla gegn áliti ails heimsins Nota vertiSur öll tiltæk ráí til aíí fyrirbyggja a«S Moskvumenn feti slóti Hitlers og grafi sjálfa sig undir rústunum þegar allt er tapatJ — Nú í'vikunni birti ameríska stórblaðið New York Herald Tribune ritstjórnargrein um Ungverjalandsmálin og viðhorf umheimsins til frelsisbaráttu og kúgunar. í greininni er er einnig fjallað um Atlantshafsbandalagið og aðstöðu þess. í henni koma fram athyglisverð sjónarmið, og er hún því endursögð efnislega hér á eftir: f ÞRJÁ DAGA hafa Morg tmblaðsmenn hrópað svik, svik. Þeir eru búnir að tæma orðasafn tungunnar að öllu, sem hægt er að kenna við „svik“. Einn daginn er það s,maraþonsvik“ annan daginn „heimsmet í svikum“ og í gær „hrikaleg svik“. Yfir öll- um stóryrðunum og brígsl- unum flaut samt ein heljar- stór lína í Morgunblaðinu I gær. Ríkisstjórnin „ætti að segja af sér“. Þar kom það. Þegar stjórnarandstöðunni er loksins orðið það ljóst, að stjómarsamstarfið er traust- ara en sumir íhaldsforingj- ar ætluðu, og flokkurinn er dæmdur utangátta til langs tíma, tryllast skriffinnar og ræðumenn og ausa illyrðum yfir andstæöinga. — Þessir menn eiga bágt. Þeir auglýsa vanstillingu og óhóflega valdafýsn. Ekki einu sinni harðvítugustu flokksmenn kalla þessi skrif rökræður um efnahagsmál þjóðarinnar og frumvai’p ríkisstjórnarinnar. Þetta eru hróp en ekki ræða, slagorð en ekki rök. Því að hvar örlar á því, hver úrræði Sjálfstæðisflokkurinn hefur upp á að bjóða? Er það sú list Ingólfs á Hellu, að hefja allt þjóðfélagið upp á vísi- tölunni, eins og Munchausen sjálfan sig á hárinu? Eða er eitthvað annað í pokahorn- inu? Menn hljóta að spyrja þvi að í ræðum og greinum, er fjalla um aðgerðir ríkisstjórn arinnar, er alls ekki gert grein fyrir neinni „sjálfstæð- isstefnu" í efnahagsmálum. Aðeins verið að skammast yfir sköttum og álögum, með svipuðu orðbragði og komm- únistar hér á árunum þegar þeir voru í stjórnarandstöðu. Því er enn spurt: Hvað vildu íhaldsforingjarnir gera í framleiðslu- og efnahagsmál- um? í FRAMSÖGURÆÐU sinni í fyrrakvöld rakti for- sætisráðherra aðalefni máls- ins í skýru máli, og af fullum rökum. Hann minnti á við- skilnaðinn í sumar og vax- andi erfiðleika framleiðsl- unnar. Það duldist ekki nein um þjóðfélagsþegn, að meira en lítið átak þurfti til að komast úr úlfakreppunni. — Fyrst var að tengja saman að einu. marki alþýðustéttir, framleiðslustéttir og ríkis- vald. Það var undirstaðan. Að þessu marki var stefnt með stjórnai’samstarfinu. Og þessu marki var náð í haust með verðstöðvuninni, sem markar tímamót í stjórnmála sögu seinni ára. Rökrétt fram hald er svo samkomulagið um að styðja aðgerðir ríkisvalds- ins. Öllum er Ijóst, að flytja verður til fjármuni, vandi ríkisvaldsins er og hefur ver- ið að gera það á réttlátan hátt, og sem mest í samræmi við hagsmuni alls almennings í landinu; útiloka sérsjónar- mig og gróðabrall sem mest. Snúa þar alveg við blaöi frá því í tíð Sjálfstæðisflokks- ins. ÞAÐ ER ÞESSI stefna, sem nú hefur náð því marki að fá fram friðsamlega lausn hins mikla vandamáls at- vinnuveganna, með samstöðu framleiðslustétta og laun- þega. Það er þessi stefna, sem ryður braut fyrir þá mikils- verðu aðgerð, að færa 238 rnillj. kr. til útflutningsvei’zl- unar og framfara í landinu, og tryggja jafnfz’amt vinnu- frið og óhindraðazz atvizmu- rekstur. Hefði íhaldið getað gert þetta? Það er óhugsandi. Stéttasamtökin og þorzú landsfólksins hefði aldrei sýnt því þazm trúnað. Það sazznar reynsla liðinna ára. Hin mismunazzdi viðhorf í- halds og anzzarra flokka koma eizzna gleggst í ljós í tilkynzzingu ríkisstj órizariizzz ar um aðra löggjöf, sem á að styðja þessa stefnu í efzza- hags- og framleiðslumálum. Um þá löggjöf hefði aldrei feizgist zzeizz samstaða með íhaldinu, nema þá til mála- mynda. Þar er komið of zzærri „hagsmununum" nafntog- uðu. ÞAÐ ER VIÐ þetta bak- svið, sem svikabrígsl Morg- uzzblaðsmanna ber nú síð- ustu dagana, og við þá stað- reyzzd, að vozzin um að hægt sé að sundra stjóriziizni, hvort heldur er með áhlaupi erlezzd reyzzd, að vozzir um að hægt brugðizt. Stóru byssununz í Morguizblaðshölliizizi stýra zzú í raunizzni þreyttir og von- sviknir meizzz. Um þau öi’lög hæfir vel að viðhafa orð Ólafs Thors í þingræðu hér á dögunum: Þeir lieföu lik- lega átt að láta minna. Við lok síldarvertíðar í FREGN, sem útvarpið birti nýlega, og höfð var eftir talsmanni Síldarútvegsnefnd ar, má nú heita að síldarver- tíð hér suðvestanlands sé lok- ið og hefur verið aflað upp í gerða samninga. Þrátt fyrir mjög óhagstætt tíðarfar hafa sjómenn stundað veiðarnar af kappi og flutt björg í þjóð- arbúið. Samanlagt hafa þeir sjómenn, sem veiddu síld fyr ir Norðurlandi í sumar og þeir, sem sótt hafa sjó hér á suð-vesturmiðum — og stund um eru það sömu mennirnir — dregið að landi meiri síld- arafla til söltunar en nokkru sinni fyrr í sögunni. Síldveiði hefur oft verið margfallt meiri, en söltun er sú mesta, sem um getur, og meiri en árið 1938, sem kemur næst á eftir. Þetta er mikill árang- ur við erfiðar kringumstæð- ur, ekki sízt nú upp á síðkast- ið, er óstillt veðurfar hefur gert alla sjósókn hina mestu karlmannsraun. Þegar lokið er, má ekki minna vera en Mótspyrna og barátta ungversku þjóðarinnar gegn kúgun Rússa verður stórfenglegri og ótrúlegri með hverjum deginum sem líður. Og þessir sömu dagar varpa líka þessari spurningu nær umheimin- um en nokkru sinni fyrr. Hvað ætlið þið að gera? Þarna er þjóð, 10 milljónir manna, einangruð frá frjálsum heimi að öllu nema samúð. Eftir 10 ára stjórn algerra Rússaleppa í landinu og eftir 10 ára boðun kommúnismans með öllum hugsan legum ráðum og aðferðum, reis þjóðin upp sem einn maður og barðist. Indverskir sendifulltrúar skýra svo frá að 25.000 hafi fallið í bardögunum, 120.000 hafa kosið að flýja land frernur en að búa við ánauð. Mikill rússneskur her, búinn öllum nýtízku drápstækjum stendur vörð í landinu, og lemur miskunnarlaust niður hverja frelsis hræringu, hvar sem hennar verður vart. Hetjuleg barátta heldur áfram Þrátt fyrir allt þetta heldur bar- áttan áfram. Fólkið hefir að engu orð kvislingsins, sem Moskvuher- vald setti yfir það. Fólkið gerði 48 klst. allsherjarverkfall þegar lepp- arnir handtóku Racs, formann verkalýðsráðanna, og Bari, helzta fulltrúa hans. Algert öngþveiti rík- ir á pólitísku og efnahagslegu sviði. Ástæða er til að ætla, að Kad ar hafi þegar verið fleygt á dyr í öllum pólitískum skilningi af yfir- boðurum sínum, og að yfirmaður rússnesku leynilögreglunnar ninn alræmdi Ivan Serov sé sá, er raun verulega stjórnar landinu. En Ung verjar standa ekki aðeins í móti rússneskum skriðdrekum, hungri, kulda og vosbúð, heldur sækja þeir enn fram til frelsis, þrátt fyrir allt. Þessir hrikalegu atburðir í Ung verjalandi hafa gert meira en að minna á reisn og þrótt hins ung verska alþýðumanns, þeir hafa fremur en nokkuð annað stuðlað að því, að létta taki kommúnískr- ar fræðistefnu af kverk margra manna. Þeir hafa líka gert meira en að kalla á hjálp hinna ólík- ustu þjóða, og fá fram þá mannúð sem enn er unnt að sýna innan landamcrkja Ungverjalands af al þjóðlegum stofnunum. Þessir at- burðir liafa blátt áfram vakið þá stærstu og mestu pólitísku spurn ingu, sem upp hefir komið í miðri Evrópu frá stríðslokum. Sameinuðu þjóðirnar hafa for- dæmt athæfi Rússa og fjölmörg ríki lýst viðbjóði sínum á aðför- unum. Heimsálitið hefir snúizt al- gerlega öndvert þeim, en samt halda þeir áfram og láta járntjald ið skýla sér. Handan þess ólgar undir niðri á ýmsum stöðum. Ef Rússar halda áfram að þverbrjóta samþykktir Sameinuðu þjóðanna er þar næg ástæða til að víkja þeim úr samtökunum. Það er greiö ur vegur, réttarlega slcoðað. Hitt er ókannað, hvernig eigi að hjálpa Ungverjum svo að gagni komi. Atlantshafsbandalagið Og eitthvað verður að gera. Ekki aðeins vegna Ungverja, sem þó hafa sannarlega til unnið, og allur frjáls heimur stendur í þakkar- skuld við. Líka vegna þess að á- standið handan járntjalds, ólgan í kommúnistalöndunum og örþrifa- ráð Rússa er í sjálfu sér hættulegt heimsfriðinum. Von Brentano, vesturþýski ut- anríkisráðherrann, íoinnti Atlants hafsrá'ðið á, að ef til uppreisnar kæmi í Austur-Þýzkalandi, væri það ekki á neins manns færi að segja nú, til hvers það gæti leití. Vissulega eru 22 rússnesk her- fylki þar fyrir til að beria hverja hreyfingu niður. En ef átök tækju nokkurn tíma mætti telja víst, að vesturþýzkir sjálfboðaliðar færu á vettvang, ef Rússar réðust þá ekki í upphafi beint á Vestur-Þýzkaland til þess að fyrirbyggja íhlutun á ausíursvæðinu. Og slík árás munai vissulega kalla á hjálp Atlantshafs bandalagsins. Það er augljóslega hin mesta nauðsyn að styrkja NATO. Þátt- tökuþjóðir hafa beðið Bandaríkin um að láta í té kjarnorkuhertæki, og er það líklegasta leiðin til að halda aftur af Rússum og varna því, að til stórátaka komi, þar sem kjarnorkusprengjur og aðrar vítisvélar af þeirri tegund verða teknar í notkun. Hvað sem verður um þessa beiðni þjóðanna, og á henni eru ýmsir agnúar frá sjón- arhóli Bandaríkjamanna, sýnist rétt að auka kjarnorkuvopnabún- að amerískra herja á meginland- inu. Einn af hershöfðingjum A-banda lagsins sagði á ráðsfundinum í París, að hættan á að Rússar mis- reiknuðu sig og lentu út á glap- (Framhald á 11. síðu.) Indverska blaðið „Indian Express" birti nýlega þessa mynd, og eftirfar. andi texta undir: flýttu þér, komdu! Við skulum þvo okkur um hend* urnar í skurðinum. S'AÐSroFAA/ sagt sé það, sem rétt er og satt: Vel er að verki verið. Öll þjóðin á þessum mönnum þökk að gjalda. 19. aldar skipulag. EG FÉKK tilkynningu um ábyrgð arbréf og steðjaði á pósthúsið, eina pósthúsið í Reykjavík. Hér á íslandi eru abyrgðai’bréf ekki borin út. Erlendis kemur póst- maður með ábyrgðarbréfið til við takanda, og hefir kvittanahefti í hendi, þar kvittar maður. Hér er fyrst send út tilkynning. Póstmað ur kemur með hana. Svo verður maður sjálfur að fara á pósthúsið eða senda vottorð um að sendi- maður megi kvitta. í póststofunni er óskapleg ös og mikil þröng. Framan við ábyrgðarbréfaaf- • greiðsluborðið (það er líklega röskur metri á lengd) er stór hóp ur. Á borðinu liggur doðrant mik- ill. í hann kvitta allir. Sumir tá mörg bréf og pinkla. Þeir eru ráðalausir með að láta frá sér meðan þeir kvitta. Ekkert auka- borð, engin aðstaða. Enda varia von. Húsnæði þetta var of lítið fyrir meira en 20 árum. En livers vegna er verið að smala fólki í þennan þrönga afgreiðslusal al- gerlega að óþörfu? Því er þetta 19. aldar fyrirkomulag á póstaf- greiðslu ekki afnumið? Það er von að maður spyrji. Það er ekk ert ánægjuefni að fá ábyrgðar bréf og þurfa að gera sér langa ferð að sækja það, og síðan bíða í miklum þrengslum og gjörsam- lega óviðunandi aðstöðu. — Af- greiðslufólk póststofunnar getur hér engu um þokað. Þótt það ham ist allan daginn og reynt að greiða úr hvers manns vandræð- um er aðstaða, húsnæði, þrengsl in og mannfjöldinn löngu vaxið því upp fyrir höfuð. Virðing í orði og á borði. ÞAÐ ÞARF að gera miklar endur bætur á póstþjónustu um land allt. Afgreiðsla blaða úti um sveit ir er sums staðar neðan við allar hellur. Hrúgur látnar liggja lang- tímum saman. Póstkröfur koma á stundum endursendar árið eftir að þær fóru af stað. En póstaf- greiðsla er ekki aðeins þýðingar- mikið starf í nýtízku þjóðfélagi, heldur líka veglegt starf. En þeg ar maður kemur á bréfhirðingar- stöð einhvers staðar úti í sveit og sér póstinn liggja í hrúgu á gólfinu, þótt aldrei sé nema blöð- in, dettur manni í hug að e. t. v. hafi póststiórnin vanrækt að inn- ræta umboðsmönnum sínum að starfið er virðulegt og þýðingar- mikið. Vafalaust hefir hún látið þess getið í bréfum og tilskipun- um. líklegra að vsnmat hafi kom- ið fram í þóknuninni, sem hún innir af hendi fyrir starfið. Hún hafi verið þannig, að móttakanda hafi ekki þótt sér né starfinu mikii virðing sýnd. Ef svo hefir verið, er ekki að undra, þótt póst þjónusta nái ekki þeim árangri, sem æskilegastur er. Sífelit undrunarefni. ALLRI póstþjónustu í Iandinu er það svo til hins mesta óhagræðis hvernig búið er að aðaloósthúsi landsins með húsnæði og aðstöðu alla. Maður er alltaf jafnhissa þeg ar maður kemur inn í afgreiðsl- una og minnist bess, að þarna er aðalafgreiðslusaiur í aðalpósthúsi landsins og eina nósthúsi höfuð- borgarinnar. Mikið er byggt, og margt planlagt, en ég held að einna nauðsvnlegast sé nú eins og sakir standa að gera eitthvað, sem cr meira en kák eitt til að koma póstafgreiðslu í það hús- næði og þá aðstöðu sem henni sæmir. —Frostl.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.