Tíminn - 21.12.1956, Blaðsíða 12

Tíminn - 21.12.1956, Blaðsíða 12
Veðrið í dag: Hvass suðvestan, slydduél. Hitinn á nokkrum stöðum ki. 18: Reykjavík 7 st. London 3 sí. Kaupm.höfn 4 st. Pjtís 5 st, New York 11 st. , '9S6I aaqiuasop ‘tg anSepnjsoj Heilsuverndarsiö follgerð og HeilsuverndarstöS Reykjavíkur hefir nú tekið til starfa að öllu leyti. Þrjú ár eru síðan fvrsta starfsemin hófst í húsinu, en síðan ha'a deildirnar fiutzt þangað hver af annarri. Undirbúningur að byggingu Heilsuverndarstö Ivarinnar hófst árið 1946, en húsameistar- rrnir Einar Sveinsson og Gunnar Ólafsson lu :u við uppdrætti af byggingunni 1949. Stofn- kostnaður Heilsuverndarstöðvarinnar er nú: Bvggingarkostnaður 18,6 milj. króna og ýmiss útbúnaður og húsbúnaður 3,4 milj. kr. Stjórn H3:.l=uverndarstöðvar reykjavíkur bauS í gær blaða- raönnum að skoða stofnunina, sem r ú er tekin til starfa sem ein heild. fligurður Sigurðsson, yfirlæknir. l afði orð fyrir stjórn og skýrði frá gangi mála frá því að bygging- i i reis frá grunni og þar til allar deildir voru teknar t:l starfa. — f tarfsemi Heilsuverndarstöðvarinn- rr fer fram á fimm hæðum húss- ins, sem er hið vandaðasta ao öll- wti frágangi. Stærð byggingarinnar er 1516 iermetrar. Erx að rúmmáli er hún um 16.500 rúmmetrar. Aðalhúsið, eða miðhluti byggingarinnar, er j runnhæð, 3 hæðir og rishæð. Út frá því liggja 2 lægri álmur, Bar- ónsstígsálman, sem er 2 hæðir og Egilsgötuálman, sem er ein hæð. Þetta fyrirkomulag byggingarinnar var valið með sérstöku tilliti til þess, að hér koma saman margar óskyídar greinar heilsuverndar- starfseminnar. Stjórn stöðvarinnar skipa þrír menn. Formaður hennar er dr. xued. Sigurður Sigurðsson, dr. med. Jón Sigurðsson, borgarlæknir, og Gunnar Möller, framkvæmdastjóri. ákiai fallast ó hann vi vetnisvopnum LONDON, 20. des. — Skýrt var frá því í Lomdon í dag, að brezka stjórnin athugaði nú tillögur fi'á Bandaríkjastjórn um afvopnun- armál, þar sem m. a. væri lagt til að takmarka eða banna notkun kjarnorku- og vetnisvopna. Ekki væri þó í þessum tillögum á- kvæði um að banna tilraunir með slík vopn, esx bre/ka stjórnin léti nú sérfræðimga síua vinna að til- lögum í þessa átt og myndu þær brátt lagðar fram. endurvarpsstöð tekin til starfa í Norðfirði Frá fréttaritara Tímans á NorSfirði. í gærkvöldi var reynd ný endurvarpsstöð, sem Ríkisút* varpið hefir komið upp á Norðfirði. Hlustunarskilyrði voru orðin afleit þar, vegna truflana erlendra stöðva, en með til- komu hinnar nýju stöðvar vona menn að breyting verði á þessu til batnaðar Svo mikil brögð hafa verið af þessum truflunum, að fólk hefir oft haft lítil sem engin not út- varpstækja sinna til hlustunar á íslenzkt útvarp, vegna þess að er- lendar stöðvar eru svo háværar á sömu bylgjulengd. Var því horfið að því ráði, til úr bóta, að koma upp lítilli endur- varpsstöð á Norðfirði og er ætlun in að hún endurvarpi útvarpsefn- inu frá Eiðastöðinni. • Sérfræðingar frá útvarpinu hafa J að undanförnu dvalizt á Norðfirði og unnið að því að setja upp út-j varpsloftnet og stöðina sjálfa, sem ekki er fyrirferðamikil. Upphaflega var ætlunin að stað setja hana upp í bænum að Nausta hvammi. Ef þetta endurvarp tekst vel, boðar það mjög breytta tíma fyrir Norðfirðinga gagnvart skil- yrðum til að hlusta á útvarp, þótt líltt sé annað mál, að fólk finnst þar sem víðar að heldur sé dag- skráin daufleg og leiðigjörn og þættir misjafnir að gæðum. Endurvarpsstöðvarnar á Horna- firði og Eiðum hafa orðið til mikils gagns fyrir útvarpshlustendur á Austurlandi, enda er hætt við að lítið væri hægt að heyra til ís- lenzka útvarpsins, ef þeirra nyti ekki við. Erlendar stöðvar verða aðgangsharðari með auknum krafti og þarf íslenzka útvarpið því vel að fylgjast með hinum erlendu keppinautum í þessu efni. bessi mynd er úr salnum þar sem tekiS er á móti fóiki til berklaskoðunar. Undir stjórn stöðvarinnar fellur einnig rekstur bæjarspítalans og slysavarðstofunnar, sem hvort tveggja er til húsa I byggingunni. Framkvæmdastjóri er Hjálmar Blöndal, en forstöðukona Heilsu- verndarstöðvarinnar Sigrún Magn- úsdóttir. Ríkissjóður, Reykjavíkurbær og Sjúkrasamlag Reykjavíkur greiða hvert Va hluta af reksturskostnaði stöðvarinnar. Jólatrésskemmtun verSiir í Skáta- heimilino við Snorrabr, 28, desember Eins og undanfarin ár efna Framsóknarfélögin í Reykja- vík til jólatrésskemmtunar fyrir börn. Að þessu sinni verð- ur skemmtunin haldin í Skátaheimilinu við Snorrabraut föstudaginn 28. des. og hefst kl. 2,30 e. h. Ekki hægt að koma vetrarforða til græn- lcnzkra byggða, vegna ísalaga og snjóa Reynt vertiur a<J fljúga meS jólapóstinn til margra bæja á Vestlirströnd Grænlands, sem alveg eru einangraftir I Skátaheimilinu verður komið fyrir stóru jólatró, sem börnin • syngja við og dansa í__kringum. ' Jólasveinar munu birtast einhvern J tíma dagsins og skemmta börnun- | um með sögum og vísum. Enn- fremur verður veitt súkkulaði og sitthvað gott með. Áður en skemmt uninni lýkur fá börnin ávexti og sælgæti til að hafa heim með sér. Ef marka má reynslu undanfar- inna ára er fólki vinsamlegast bent á að tryggja sér miða tímanlega. Miða er hægt að panta í símum 5564, 81277 og 6066. Afreiðsla á aðgöngumiðum hefst í dag í Eddu- húsinu og gefst fólki því kostur á að fá miðana áður en gengið er frá jólapökkunum, ef einhverjir vildu láta miðana fylgja með jóla- gjöfinni. Síðustu forvöð að sækja pantaða miða verður fimmtudaginn 27. desember. Boðao til mótmæla' verkfalls á Kýpar NICOSIA, 20. des. — Mófspyrmu- lireyfingin á Kýpur dreifði í dag út flugritum, þar sem eyjar- skeggjar eru hvattir til að gera allsherjarverkfall á morguu — föstudag — til að mótmæla hirni nýja stjórnarskróruppkasíi brezku stjórnarinnar. Skuli verkfallið vera sönnun þess, að íbúarnir láti ekki ginna sig í þessa giidru Breta. — Forsætlsráðherra Grikkja sagði í dag, að stjórn sín myndi hafa fallizt á stjórnar- skrána, ef í henni hefðu verið á- kvæði, sem veittu íbúunum sjálfs ákvörðunarrétt um framtíð síixa, ixinan einhvers ákveðins tíma, en svo væri ekki. Einkaskeyti frá fréttaritara I Tímans í Kaupmannahöfn I'.likið vetrarríki er nú á Græn landi og settist vetur þar að ó venju snernma að þessu sinni Danska útvarpið segir frá marg liáttuðum erfiðleikum á Græn landi vegna snjóþyugslanna, sem eru óvenjuleg á þessum tíma árs. Einkum er mikill snjór á Vest urströndinni. Eru slæmar horfui á því að hægt verði að koma jóla pósti og öðrum vörum til ýinissa staða á Vestur-Grainlandi. Svo er um Egedesminde, sem er einangr að vegna snjóalaga. Þangað er ekki heidur hægt að koma venju- leguin vetrarforða. Ýinsar nauð- synjar vantar einnig í Godthaab og Julianchaab og vandræða á- stand er í bænum Jakobshöfn, þar sem leiguskipið Brettannia, sem þangað átti að flytja varniug- varð að hætta við ferð sína þang- að og halda til Reykjavíkur. Er með öllu óvíst hvenær hægt verð- ur að koma varningi og vetrar- vistuin til Jakobshafuar. Þar er þó ekki bein neyð, en ýmislegt vantar. Danska útvarpið lýkur frásögn sinni af vetrarhörkum í Græn- landi með því að segja, að allt verði gert, sem hægt er, til að koina jólapósti loftleiðis til þeirra N I X O N, varaforsati Eandaríkjanna í flugskýii á 'ÍUÍU IU flUEVÉ hingað á sunnudag Varaforseti Bandaríkjanna, Richard M. Nixon, er væntanleg- ur til Islamds næstkoinandi sunnu dag á leið siuni frá Austurríki til Bandaríkjamaa. Mun varaforsetinn lieimsækja forseta Islands áð Bessastöðum. Gert er ráð fyrir, að flugvél Nixons, varaforseta, lendi á Keflavflcurflugvelli um kiukkan 3 síðdegis á sunnudag og haldi á- fram til Bandaríkjanna sama kvöld. Vélarnar skornar og rifnar, Þær voru a! og vory geymdar á vegum flugsk. Þyts Aðfaranótt miðvikudags var far i» inn í fhigskýli, sem flugskól- inn Þytur hefxir til uinráða á Reykjavíkurfiugvelli. Þar voru unnin skemmdarverk á fjórum flugvélum, sem geymdar eru í skýlinu og er engiu þeirra flug- fær eftir. Hér er um mjög alvar- legt afbrot að ræða, sem hefði auðveldiega getað valdið dauða- slysi. Þessar f jórar vélar era allar litlar, þrjár Piper-Cub og ein Air- Cub. Skorið hafði verið á væeg einnar flugvélarinnar, þannig að ekki varð eftir því tekið við fljóta yfirsýi\ Gat því farið svo að flog- ið yrði í vélinni, án þess að vitað yrði um skemmdina, en að sjálf- sögðu hefði vængurinn rifnað ien an tíðar og þá hefði ekki verið að sökuin að spyrja. Fyrir flugskýlinu eru renni- Iturðir, ólæstar og liefur það ætíð verið þannig. Enda er sannast máia, að því hefði aldrei verið trúað að óreyndu, að einhverjir færu að gera sér leik að því að vinna skemmdarverk á flugvél- um, en á þeiin brotum er tekið mjög alvarlega erlendis, og ligg- ur jafnvel dauðarefsing við í sum um tilfellum. Hins vegar sézt af þessu tilviki, að fátt eitt fer nú að verða óhult hér á landi fyrir skemmdarverkamöunum eins og þeim sem þarna hafa verið að starfi. bæja, sem innilokaðir eru frá samgöngum á sjó vegna ísalaga og snjóa á landi. Verður reynt að láta kasta úr flugvélum jólapósti og pökkunrs til hinna einangruðu byggða á Grænlandi. — Aðiis. Umræður á Alþiogi fram eftir nóttu Þegar fundur hófst í neðri deild Alþingis kl. 8,30 í gær- kveldi var lagt fram nefndarálit fjárhagsnefndar. Framsögumaður meirihlutans var Skúli Guðmunds son. Framsögumaður minnihlut- ans var Jóhann Hafstein, og leggja Sjálfstæðismenn til að frumvarpið verði fellt, og segjast muni berjast gegn málinu, en freista að koma fram nokkrum „lagfæringum" við umræðurnar, eins og segir í áliti þeirra. Um- ræður stóðu enn, er blaðið fór í prentun og búizt er við að svo verði fram eftir nóttu. Nefndakosningar á Alþingi í gær var fundur í sameinuðu þingi, og fóru þá fram kosningar í ýmsar nefndir, sem kjósa skal á fyrsta þingi eftir kosningar. Yfirskoðunarnefnd ríkisreikninga. Jón Pálmason, Jörundur Brynj- ólfsson, Björn Jóhannesson. Menntaniálaráð. Ilaukur Snorrason, Birgir Kjar- an, Magnús Kjartansson, Helgi Sæmundsson, Vilhjálmur Þ. Gísla- son. Landkjörstjórn. Sigtryggur Klemenzson, Einar B. Guðmundsson, Jón P. Emils, Ragn ar Ólafsson, Björgvin Sigurðsson. Varamenn: Vilhjálmur Jónsson, Gunnar Möller, Einar Arnalds, Þórhallur Pálsson, Páll S. Pálsson. Stjórn fiskimálasjóðs. Sigurvin Einarsson, Sverrir Júlí- usson, Björn Jónsson, Jón Axel Pétursson, Davíð Ólafsson. Varamenn: Jón Sigurðsson, Sig- urður Egilsson, Konráð Gíslason, Sigfús Bjarnason, Jakob Hafsteixx. (Framhald á 2. síðu.)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.