Tíminn - 28.12.1956, Blaðsíða 2

Tíminn - 28.12.1956, Blaðsíða 2
2 T f MIN N, föstudaginn 28. desember 1956, Nixon ásamf forseta íslands á Bessastöðum. Nixon (Framh. af 1. síðu). fyrir það, hversu þeir brugðust við er þetta mikla flóttamanna- vandamál knúði á dvr hjá þeim fyr irvaralaust. Og í Austurríki gæfi að líta samstarf margra aðila, þar á meðal alþjóðlegra aðila, sem all- ir reyndu að hjálpa. Þjóðin sjálf reis upp. Um upprcisnina alinennt sagði varaforsetinn, að þaS væri nú deg- inum Ijósara, a@ það hefði verið þjóðin sjálff, sem að henni stóð, en engin utaðnakomandi öfl, og meirihluti fólks væri andvígur lepp stjórninni. Lærdómsríkt væri það, að á 10 ára stjórnarskeiði hefði kommúnistum gersamlega mistek- íst að vinna fylgi námsmanna, verkamanna, og menntamanna. Þeir hefðu verið í broddi upp- reisnarinnar, en á fylgi þeirra hefðu komnninistar ætlað að reisa ríki sitt. Uppreisnin væri alvarleg asta áfall kommúnismans um langa áríð. Nixon kvaðst ekki geta skýrt frá því hverjar tillögur hann liefði að færa Bandaríkjastjórn um frekari aðgerðir til að linna þjáningar ung yersku þjóðarinnar og hjálpa flótta r'ólki. En gef í skyn, að hann hefði slíkar tillögur í huga. Kveikti á jólatré fyrir dæturnar. í þessu spjalli við fréttamenn Var líka rætt um jólahald hér og 1 Bandaríkjunum og kom í ljós að varaforsetinn hafði hjálpað til að kveikja á jólatrénu á heimili sínu :i Washington áður en hann lagði upp í Austurríkisförina. En það ar siður að ljósin á jólatrénu loga a. m. k. viku áður en jól ganga í garð. Hann er fjölskyldumaður, á 2 dætur 8 og 10 ára og sagði frá ;því að dætrunum hefði borist að gjöf nú nýlega magnaður jólatrés- t'ótur. Væri í honum útbúnaður til að snúa trénu og enn til að leika jólalög og gera fleiri kúnstir, hefði þetta allt vakið mikla ánægju dætr anna, hafði Nixon sjálfur augsýni- iega gaman af að segja frá þessu. Frá Austurríki hafði varaforset- inn meðferðis brúður handa dætr- unum. Á fund ísl. ráðherra. Að þessu spjalli loknu gekk Nix on á fund ísl. ráðherra og þingfor- seta, er biðu hans í móttökusal á Bessastöðum og ræddi við þá. Þar voru fyrir ýmsir fylgdarmenn hans, m. a. Rogers, aðstoðardómsmála- ráðherra Hillister, yfirmaður efna hagshjálparstarfsemi Bandaríkj- anna ,og Wilson þingmaður. En alls eru 9 manns í hinu opinbera föru- neyti varaforsetans. Ungur maður. Nixon varaforseti er ungur mað- ur aðeins 43 ára gamall, hann er meðalmaður á hæð, fremur grann- vaxinn, dökkur á brún og brá og virðist nokkuð þungbúinn við fyrstu sýn. En er hann fer að tala birtir yfir honum ,og þó einkum er hann brosir, en það gerir hann oft og eðlilega. Býður hann af sér góðan þoklca og er þægilegur og blátt áfram í öllu viðmóti eins og menntaðra Bandaríkjamanna er háttur. Heimsókn Nixons vaarforseta ánægjulegur viðburður. Þótt við- staða væri stutt gafst honum tóm til að hitta að máli forseta og ríkis stjórn og ræða við þá. Hann flutti hingað kveðjur þjóðar sinnar og íorseta hennar en héðan tók hann með sér kveðjur og árnaðaróskir íslenzku þjóðarinnar. SdiS fyrir manni (Framhald a-f 12. síðu). Lá meðvitundariaus í fangahúsinu. Sigurður reis ekki upp og bærði ekki á sér efíir liöggið. Árásarmennirnir, Guðlaugur og Eyþór höfðu sig á brott og skeyttu ekki frekar um hann. Skipsfélagi Sigurðar hljóp þá aftur upp í sjómannastofuna og hringdi þaðan til lögreglunnar. Kom liún skjótt á vettvang og flutti Sigurð í sjúkrahúsið á Akranesi til skoðunar, og var hann síðan fluttur í fangahús staðarins. Er lögreglumenn komu til starfa morguninn eftir, sáu þeit, að Sigurður lá í söinu stelling- um og þeir skildu við liann um nóttina. Fluttu þeir hann þá þeg- ar aftur í sjúkrahúsið, og við rannsókn kom í ljós, að hann var höfuðkúpubrotinn. Var vart hugað líf Sigurður lá síðan milli heims og helju í marga daga og var vart hugað líf en er nú kominn á fæt- ur, þótt andlegri heilbrigði hans sé enn mjög ábótavant. Réttar- höld eru fyrir nðkkru hafin í máli þessu, og er búið að yfir- heyra nokkur vitni, en eftir fram- burði þeirra hafa þeir Guðlaugur og Eyþór setið fyrir Sigurði efst á hafnargarðinum og ráðizt á hann, er liann kom niður garð- inn á Ieið til skips og uggði ekki að sér. Sjúkrafoús tekur senn til starfa á Norðfirði Frá fréttaritara Tímans á Norðfirði. Sjúkrahúsið er nú alveg að verða fullbúið og búizt við að það geti tekið til starfa um miðjan janúar. Jónas Eyvindsson yfirlækn ir þess hefir annast um uppsetn- ingu lækningatækja og véla, en húsið verður búið fullkomnum lækningatækjum og skurðstofu, þar sem framkvæmdar verða allar venjulegar skurðaðgerðir. í sjúkrahúsinu, sem verið hefir lengi í smíðum eru um 30 sjúkra rúm og þegar það tekur til starfa losna margir við að fara burt á sjúkrahús, en ekkert slíkt hefir áð ur verið starfrækt í Neskaupstað, en oft erfitt að ná með sjúklinga til staða þar sem sjúkrahús eru, einkum að vetrarlagi. Ungverska fióttafélkið (Framhald af 12. slðu.) ir ekki þessum fimmtíu og tveggja manna hópi flóttamanna. Til marks um það er, að farangur bæði ís- lendinga og Ungverja var hundrað og fimmtíu kíló að þyngd og er talið að íslendingarnir hafi átt farangur upp á hundrað kíló, svo að tæpt kíló kemur á hvern Ung- verja. Þetta eina kíló á mann reyndist svo að öllum jafnaði að geta hér, að veraldarauður íþyng- vera mjög forgengilegur, þar sem mest bar á pylsum og brauði í pússi fólksins. í flugstöðvum er- lendis, eins og í Prestvík, fékk fólkið hinar ágætustu móttökur,- en þar gáfu konur bandarískra flug manna fólkinu kaffi og aðrar veit- ingar. Meðalaldur 18—20 ár Meðalaldur þess flóttafólks, sem hingað er komið, er 18—20 ár. Hér er um að ræða 28 karlmenn, sá elzti er 51 árs, og einn dreng ung- an og 22 konur, elzta konan er fimmtíu og fjögurra ára, og eina telpu. í hópnum eru fimm hjón og ein fjölskylda með ung börn. Allt þetta fólk kemur vel fyrir og er myndarlegt í hvívetna. Kom bezt í ljós þrifnaður þess, þegar fata- skipti og bráðabirgðaskoðun fór fram á því í Melaskólanum, að þetta fólk, sem kemur úr yfirfull- um flóttamannabúðum, sem erfitt er að halda lúsalausum, bar engin slík óþrif með sér. Yfirleitt er það allt heilbrigt og eins og fyrr segir, þá er dvölin í Hlégarði ekki sótt- kví, heldur einangrun, meðan fulln aðarrannsókn fer fram á heilbrigð isástandinu. Karlmennirnir koma úr ýmsum vinnustéttum. Þarna er múrari, tveir rennismiðir, þrír bif- vélavirkjar, einn loftskeytamaður og einn búfræðingur, svo að eitt- hvað sé talið. Sama er að segja um stúlkurnar, þótt mest beri hlut- fallslega á hjúkrunarkonum í þeirra hópi, en þær eru fjórar, bess utan er ein saumakona, ein matreiðslukona og ein hótelstýra. ^lóffafólkið fleiri en allir fslendingar Það var 9. nóvember, sem sú hugmynd korn^ fram fyrst hjá Rauða krossi íslands, að hingað yrði tekið ungverskt flóttafólk til dvalar. Þriðja desember var svo formlega gengið frá því við ís- lenzku ríkisstjórnina, að Rauði krossinn hefði milligöngu í að koma fólkinu hingað. Allar þjóðir í Vestur-Evrópu að Finnum undan skildum hafa boðizt til að taka flóttafólk. Eina austantjaldslandið, sem hefir tekið við ungversku flóttafólki er Júgóslavía, en þang- að hafa flúið 16—18 þús. manns. Hundrað fimmtíu og sex þúsund hafa flúið til Austurríkis og nem- ur nú tala flóttafólksins meiru en við íslendingar erum allir að tölu. Dr. Gunnlaugur kvaðst hafa lagt nokkra áherzlu á að fá hingað fleiri konur en karlmenn, m. a. af þeim ástæðum, að meiri þörf væri fvrir konur til starfa hér og einn- ig vegna þess, að óeðlileg fækkun á kvenfólki hefði orðið í landinu að undanförnu vegna giftinga þeirra og erlendra ríkisborgara. Þessu fékk hann ekki ráðið, en vildi þá taka fjörutíu og sjö manns. Þá sagði flóttamannastjórn in að íslenzka ríkisstjórnin hefði boðizt til að taka við 50- -60 manns og hefði þá ráðizt svo, að talan yrði 52. Yfirleitt hefir allt betta fólk, sem hingað er komið, flúið föðurland sitt af ótta um eig- in hag. Hér er um að ræða þrjá hópa venzlafólks og þess utan nokkra, sem eru einstæðir. Fólkið er flest rómversk-kaþólskrar írúar. Sumir mannanna tóku þátt í bar- dögunum og einn minnsta kosti særðist það alvarlega, að taka varð af honum handlegg. Sumar ungu stúlknanna misstu unnusta sína í átökunum og óttuðust að þær yrðu teknar. Túlkar við orðaskipti mót- tökunefndar og lækna og Ung- verja hafa verið bau Andrés Alexandersson og Nanna Snæland. Atvinna og húsnæði Með því fvrsta. sem lá fyrir Ung verjunum, þegar þeir komu hingað, var að halda jól. Komið var fyrir stóru skreyttu jólatré í sal félags- heimilisins og allir fengu jólagjaf- ir. í gær fór tíðindamaður blaðs- ins upp að Hlégarði. Veður var hvasst og rigning öðru hverju. Heldur var tekið að skyggja. Þeg- ár blaðamaðurinn kom 1 hlað á fé- lagsheimilinu, sá hann mann í svartri úlpu standa á dyraþakinu og horfa hátt til suðvesturs út yfir veðurbarið landið. Ungverjinn var glaðlegur í framan og hinn vörpulegasti og þótt veðrið væri ekki sem bezt, mátti sjá, að hann hugsaði gott til þessarar nýju ból- festu sinnar. Rauði krossinn hefir unnið gott og þarft verk með aðgerðum sín- um í þessu máli, en nú er eftir fyr ir okkur hin að taka vel á móti fólkinu. Þetta fólk, sem talar vel- flest aðeins ungversku, er komið í ókunnugt land, sem var því svo framandi í upphafi, að það ruglaði því saman við Grænland eða ír- land og þetta fólk vantar atvinnu og húsnæði. Eitthvað hefir borizt að atvinnubeiðnum til Rauða kross ins, en gera verður miklu betur ef duga skal. Eru það vinsamleg tilmæli Rauða krossins að það fólk gefi sig fram, sem getur út- vegað flóttafólkinu vinnu eða hús- næði, annað hvort utanbæjar eða innan. Jafnframt býðst Rauði kross inn til að taka á leigu herbergi handa fólkinu, en þau þurfa helzt að vera með einhverjum húsgögn- um, því að þetta fólk stendur nú uppi næstum því eins og þegar það kom í heiminn. Þegar hefir verið búinn til orðalisti yfir algengustu orð og orðasambönd íslenzk handa fólkinu til að læra og auðvelda því samskiptin við okkur. Þess er vert að geta, að fram að þessu hefir Rauði kross íslands lagt fram fé, sem þurft hefir til þess að koma öllu í kring í sambandi við komu og veru flóttafólksins. 140 reknet brenna í eldsvoða í Hafnarfirði á aðfangadagskvöld RisiíS á gamla íshúsi Flygenrings, sem nú er eign Bátafél. h.f., brann allt, en hæfön er a$ mestu óskemmd Frá fréttarltara Tímans í HafnarfirSi. Um klukkan sex á aðfangadagskvöld kviknaði í gamla ís- húsi Flygenrings við Strandgötu. Húsið er nú eign Bátafélags Hafnarfjarðar h.f. Þetta er stórt timburhús, 5—600 fermetr- ar, ein hæð og ris. Eldurinn kom upp í risinu og var það alelda og logaði upp úr þakinu þegar slökkviliðið kom á vettvang. Slökkvistarfið var erfitt vegna hvassviðris og tók um þrjár klukkustundir að ráða niðurlögum eldsins. Hæðin bjargaðist að mestu. Af og til fram eftir nóttu var eldurinn að gjósa upp að nýju 1 brunabrakinu í risinu, en hæðin bjargaðist að mestu óskemmd í risinu, sem gereyðilagðist, voru geymd um 140 reknet og ýmislegt fleira tilheyrandi útgerð, sem Báta félagið átti. Einnig átti Gísli Guð- mundsson frá Hellu ýmislegt geymt þarna tilheyrandi útgerð. Eyðilagðist þetta allt í eldinum. Eignir Bátafélagsins voru vátryggð ar, en það, sem Gísli átti, var óvá- miklu tjóni. Ekki er kunnugt um eldsupptölc, en það er talið senni- legt að kviknað hafi í út frá raf- magni. G.Þ. Fréttir frá landsbyggðinni tryggt og hefir hann orðið fyrir i hæstu heiðar . Hvolsvallarkirkja fær fagran messuskrútfa Hvolsvelli í gær. — Nýlega hafa konur úr kvenfélaginu Einingu fært Stórólfshvolskirlcju að gjöf forkunnarfagran messuskrúða, alt- arisklæði og altarisdúk. Eru mun- ir þessi keyptir í Englandi og allir mjög vandaðir. í fyrra færði kven- félagið kirkjunni 10 ferrningar- kirtal. PE. Veðrið um jólin 1 Jóalveðrið var yfirleitt mjög gott um allt land. Hér sunnan lands og vestan var versta veður á að- fangadag en stillt og gott jóladag ana. Á Vestfjörðum var oftast stillilogn, frost en snjólaust. Á Norðurlandi var víðast sunnan þíð- viðri, úrkomulaust að mestu og snjólaust. Á Austurlandi var þíð viðri, nokkur rigning á jóladag en ágætt veður annan jóladag. Bíl fært var um alla aðalvegi nema Skothríð mikil á Eyjafirði Svalbarðseyri í gær. — Nokkuð af svartfugli er nú hér á firðinum og láta skotmenn þá ekki á sér standa. í dag hefir skothríðin kveð ið við, en kyrrt var að kalla um hájólin. Eru allmargir bátar skot- manna á ferli í dag aftur og fram um fiörðinn. Fiskileysi er í firðin um og hefir verið lengi. SJ. í>ak tók af stórri hlöðu Svalbarðseyri í gær. — Á að- fangadag gekk hér yfir hvassviðri og urðu af nokkrir skaðar. Þak tók t. d. alveg af stórri hlöðu í Geldingsá, en heyljón varð ekki mikið. í dag komu sveitungar til og settu þakið aftur á hlöðuna á nokkrum klukkustundum. SJ. Harður bílaárekstur á Svalbarðsströnd Svalbarðseyri í gær. — Sl. þriðju dagskvöld var vegurin hór á Sval- barðsströnd ákaflega háll og hættu legur. Fóru bílar út aí honum hér og hvar og iá við slysum, en varð þó ekki úr nema í eitt skipti. — Jeppabifreið frá Fagrabæ og vöru bifreið frá Akureyri rákust saman skammt frá Yztu-Vík. Varð árekst urinn harður og meiddist stúlka, sem var í jeppanum, en þó ekki hættulega. SJ. Veikt barn sótt til Egilsstafta Egilsstöðum í gær. — Á jóladag var liér liellirigning, jörð er mar- auð hátt til heiða. í gær var gott veður. Hingað kom flugvél að sækja sjúkt barn og flytja til upp skurðar. í dag kom farþegaflugvél hingað aftur. — Fénaður allur hef ir að mestu verið á útigöngu til þessa. Fagridalur er vel fær bíi- um, en nokkur snjór er á Fjarðar- heiði. Farið var þó yfir hana fyrir jólin. Hreindýr sjást nú hvergi úti á heiðum. ES. Óttazt var um tvo menn úr Aðalvík ísafirði í gær. — Á aðfangadag jóla fóru tveir menn, Ameríku- maður og íslendingur frá Látrum í Aðalvík yfir að Sæbóli á smábát. Þegar þeir komu ekki fram á jóla- dag var hafin leit að þeim m. a. fór flugvél til leitar. En þegar leið á jóladaginn komu mennirnir fram og höfðu þeir legið við í Sæbóli og ekkert orðið að þeim. GS. Sóiborg landar i ísafirði í gær. —•„ Togarinn Sói- borg landar hér í dag 230 lestum af fiski. Bátar sem reru í dag fengu heldur lítinn afla, og telja sjó- menn að togarar séu nú búnir að yrja upp þann fisk, sem genginn var þarna á bátamiðin fyrir nokkr um dögum. GS.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.