Tíminn - 28.12.1956, Blaðsíða 8
r
Attræðusr: Jón Kristjánsson tyrrv. skipstjóri
Þegar jólin nálgast hverfur hug-
ur vor hinna eldri manna oftast
til bernskuáranna. Samferðamenn
þeirra tíma verða hugstæðari en
ella. Ég minnist þess nú, að góð-
ur Dýrfirðingur, Jón Kristjánsson,
fyrrv. skipstjóri frá Alviðru, varð
áttræður á þriðja í jólum. Og þó
finnst mér ekkert mjög langt síð-
an sú frétt barst um sveitina
heima, að hann væri trúlofaður
fallegustu stúlkunni í sveitinni,
Guðrúnu Gilsdóttur á Arnarnesi.
Það var nú samt í byrjun þessarar
aldar, sennilega 1902. Sama vetur-
inn man ég, að mér var leyft að
fara á skemmtifund að Mýrum. |
Þangað komu þau Jón og Guðrún j
og tóku þátt í dansinum. Ég. man j
enn hvað mér þótti þau glæsileg. j
Hún há og grönn, Ijóshærð, fríð j
sýnum, björt yfirlitum og bros-j
mild, hann meðal maður á vöxt, j
herðibreiður og miðmjór, þéttur
á velli, andlitið frítt og sviphreint,
yfirbragðið allt drengilegt.
-------En árin líða. Síðan þetta
var er nú rösklega hálf öld. Guðrún
er látin fyrir 38 árum, en Jón býr
enn vestra. Ég næ ekki til þess að
taka í hönd hans á afmælisdaginn,
og sendi því afmæliskveðju á þenn
an hátt, um leið og ég rifja upp
helztu æviatriði.
Jón er fæddur 27/12 1876 að
Alviðru í Dýrafirði. Foreldrar hans
voru þau hjónin Kr. Jónsson og
Vigdís Teitsdóttir, sem bæði voru
komin af þekktum bændaættum
vestra. Jón hlaut hjá þeim hið
bezta uppeldi, að þeirrar tíðar
hætti. Hann stundaði ungur sjó-
inn og þangað hneigðist hugurinn
mest. Hann sigldi til Danmerkur-
og tók skipstjórapróf þar 1903.1
Sama árið giftust þau Guðrún, ogj
voru fyrst á Arnarnesi, en fluttust!
árin 1906 a'ð Núpi. Það ár varj
byggt „stúkuhúsið“ að Núpi, sem!
síðar varð skólahús og heimkynni
ungmennaskólans að Núpi. —
St. Gyða nr. 120 og þau. Jón og
Guðrún áttu húsið saman, stúkan
hæðina, en þau risíbúðina og
bjuggu þar. Þannig áttu þau hjón
beinlínis þátt í að stúkan fékk á-
gætan fundarstað og mögulegt varð
að stofna unglingaskólann, sem orð
ið hefur fjölmörgum ungmennum
til gagns og blessunar. Þau hjón
voru líka bæði framsækin og félags
lvnd, og veittu hvgrju góðu máli
liðsinni.
Síðar seldu þau séra Sigtryggi
sinn part í húsinu og fóru að búa
á Sæbóli á Ingjaldssandi, en 1914
fiuttu þau að Gerðhömrum. Þar
andaðist Guðrún 1918. Þá urðu
þáttaskil í lífi Jóns. Hann hafði
alltaf stundað sjóinn með búskapn
um, svo sem algengt var vestur
þar á þeim árum. Það varð hlut-
skipti húsfreyjanna að sjá um bú-
sl^apinn. Guðrúnu fórst það vel, því
py! trúðr esigauiiði
■(Framhald af 4. síðu)
ast okkar fyrir að láta sem okkur
knmi sú óhæfa til hugar, hvað þá
að klína þeim aðdróttunum á síður
bíaða, sem eru siðferðislega skild-
ug til að vera fyrirmynd í hugsun
og drengilegum flutningi. Þeir, sem
standa fyrir þessum blöðum og
bera ábyrgð á því, sem þar er birt,
eru sjálfir algerlega trúlausir á
sín eigin orð, en vona og ætlast
tíl að lesendurnir trúi. Vona að
þéssi nýja óhamingja víðsvegar um
heim geti orðið ka;rkomið sundr-
ungarefni til þess að vefjast fyrir
samvinnu stjórnarflokkanna hér, á
þessum viðsjálu tímum.
Síðustu dagana er fyrirferðar-
mesta blað landsins orðið svo troð-
fullt af allskonar óhæfuverkum frá
Ungverjalandi einu, í orðum og
mýndum, að stórslysaraunir okkar
komast tæplega að, hvað þá annað.
Það er gott að íslenzka þjóðin
finni til í stormum sinnar tíðar,
nær og fjær og geri sitt til að
draga úr böli því, sem af þeim
stormum stendur, sýni að hún vill
ganga í fótspor meistarans, en hitt
er ekki gott, að gera sér mat úr ill-
um fréttum til þess að reyna að
ná sér niðri á pólitískum andstæð-
ingum. Það er lítilmennska. Þá
matseld fyrirlítur fjöldinn.
Einn af átján.
að hún var góðum gáfum gædd og
hin sköruglegasta húsfreyja. Henn
ar var því sárt saknað og hún verð-
ur jafnan ógleymanleg þeim, sem
eitt sinn kynntust henni.
Eftir dauða Guðrúnar brá Jón
búi og stundaði sjóinn eingöngu
en fluttist 1921 að Eiði á Seltjarn
arnesi og gerðist ráðsmaður Sigríð-
ar systur sinnar, er þá hafði ný-
lega misst mann sinn, Baldvin Sig-
urðsson, frá mörgum börnum ung
um. Fór jafnan vel á með þeim
systkynum. Mátti segja, að þau
væru hvort annaðs stríð í erfiðri
lífsbaráttu. Sjö ár var Jón á Eiði.
Að þeim tíma liðnum voru elztu
synir Sigríðar fullvaxta og tóku við
störfum Jóns, en hann fór aftur
að stunda sjóinn og hefur gert það
síðan, þar til allra síðustu árin.
Hann var t.d. mörg ár á vitabátn-
um Hermóði. Alls hefur hann stund
að sjóinn rúmlega hálfa öld. Geri
aðrir betur!
Nokkru eftir að Jón fór frá
Eiði kvæntist hann Arnfríði Álfs-
dóttur frá Flateyri í Önundarfirði,
mjög myndarlegri konu. Hafa þau
alltaf verið búsett á Flateyri. Þau
eiga þrjú börn Guðrúnu, Stefaníu
og Sigríði, sem er gift hér í Reykja
vík. Með fyrri konu sinni eignaðist
Jón 2 börn, Kristjönu og Gunnar,
bílstjóra, sem bæði eru gift og bú-
sett hér í Reykjavík. Börn Jóns
eru mjög mannvænleg, en eitt
hinna yngri hefur átt við langvar-
andi sjúkdóm að stríða. Er það
mikil raun fyrir ástvinina, sem er
þó borin með hugprýði og þreki.
-----Ég sagði fyrr, að Jón hefði
verið þéttur á velli á yngri árum.
Það er hann ennþá og alltaf hefur
hann verið þéttur í lund, þrek-
menni hið mesta, en þó glaður og
reifur á hverju sem gengur — og
æðrulaus — samur vestfirzkur sjó
maður — ágætur Vestfirðingur.
Hann á óbreytt hið forna vestfirzka
tungutak, sem við höfum glatað,
er borizt liafa í önnur héruð. —
Engum myndi sýnast Jón áttræð-
ur, þar sem hann gengur enn að
verki ineð þeim sem yngri eru, svo
lítt hefur elli gamla unnið á hon-
um.
Sjálfsagt þykir Jóni nú einkenni
legt uppátæki, að senda afmælis-
kveðju í blöðunum. En það verð-
ur að fara sem má. Ég óska hon-
um og ástvinum hans allra heilla
á þessum tímamótum æfi hans, og
vona að hann haldi óskertu lífs-
fjöri sínu og þreki mörg ár enn.
21/12 1956.
Ingimar Jóhannesson.
t
Eru skepnurnar og
heyið íryggt?
-4
Rakáhöld
rÓBAKSBÚOIH í KOLASIIHDI
T f IVII N N, föstudaginn 28. deseniber 1956,
Af hinum fjbimorgu. ágxtu, supum
frá matargerd Blá Bánds. er hsen'j-
nakjötsúpa með grænmeíi emni
vmsælust. Það er einstæð, hæns*
nakjötsúpa. alveg eins og "mamma
okkar" býr hana^ til1 Súpan er
elduó með bezta kjöti af ungum
hænsnum ásamt miklu graenmeti
bragðsterk. gullin og '^J.ttrandi á
litinn.full af fjörefnaríkri næringu
Reynið hana! A 20 mínutúm getið
þér matreitt þennan ágæta rétt.
án undirbúnings. án erfiðis - og
dæmið svo sjálf um bragðið!
Indæl fjogurra manirta ;
máltíö
Helhð mnihaldi pakkans í
einn lícra af sjóðandi vatni
og látið sjóða i 20 minútur* ’ <
og súpan er tilreidd - 4 j
skammtaraf glicrandi gulls-, j
litri hænsnakjotsupu. sem !
þér getið borðað um leið! j1
Reymð hana í dag! J
• og svo getið |>ér alitaf fen*'j
gið hina vinsælu hænsnakjöt^ j
með smá-spaghetti I /
m TOMATSUPPE, JUIIENNESUPPE, BLOMKALSUPPE ASPARGESSUPPE og GR0NÆRTESUPPE
rv G S?,
TRICHLORHREINSUN
(ÞUPRHREINSUN)
BJ0RG
S01VALLAGOTU 74 • SÍMI 3237
BARMAHLÍÐ G
VrV.V.V%V.V..V.S
Old Spice
hinar vinsælu
herrasnyrtivörur I
TÓBAKSBÚÐIN í KQLASUNDi
.V.’.'.V.V.V.V.V.VV.V.-.V.M
'Didgerdir á
H El M i LISTÆIU U M