Tíminn - 28.12.1956, Blaðsíða 3
TÍMINN, föstudaginn 28. desember 1956.
Tilkynnini
Innrlutningsskrifstofan hefir ákveðið, að eftirtaldar
vörur skuli háðar verðlagsákvæðum 1 heildsölu, hvort
sem þær eru fluttar inn eða framleiddar innan lands,
og má álagning ekki vera hærri en hér segir. Innlendir
framleiðendur skulu fá staðfest heildsöluverð á fram-
leiðslu sinni í skrifstofu verðlagseftirlitsins.
MATVÖRUR:
1. Hveiti, rúgmjöl, haframjöl, sigtimjöl,
fóðurmjöl, fóðurkorn ................. 7%
2. Sykur ................................... 7%
3. Kartöflumjöl, hrísmjöl, hrísgrjón, baunir,
sagógrjón, sagómjöl ..................... 7%
4. Kaffi................................... 6%
5. Haframjöl, hrísgrjón og baunir í pökkum . . 8%
6. Allar aðrar matvörur og nýlenduvörur, svo
og allar aðrar vörur matarkyns í glösum,
dósum og pökkum, ót. a.................. 10%
ÁVEXTIR:
1. Epli og appelsínur......................... 10%
2. Sítrónur, vínber, melónur..............12,5%
3. Þurrkaðir ávextir ....................... 10%
VEFNAÐARVARA, FATNAÐUR 0. FL.:
1. Léreft, sirz, flúnel, tvisttau .......... 10%
2. Karlmannafataefni, frakkaefni, dragtaefni,
húsgagnaáklæði, gólfteppi, gólfdreglar,
metravara, prjónagarn, ót. a............ 11%
3. Frakkar og kápur alls konar, ennfremur
karlmannafatnaður, dragtir, kjólar, blússur,
pils, barna- og unglingafatnaður........ 12%
4. Olíufatnaður, einnig sjóklæði úr gúmmí .... 9%
SKÓFATNAÐUR:
1. Gúmmístígvél og karlmannaskóhlífar..... 9%
BÚSÁHÖLD:
1. Leir- og glervörur....................... 16%
2. Suðuáhöld alls konar, pottar, pönnur, katlar,
o. s. frv............................... 10%
3. Öll önnur búsáhöld, borðbúnaður, eldhús-
áhöld, einnig handverkfæri, járnvörur,
burstavörur, ót. a...................... 12%
RAFMAGNSRÖR: ............................. 12%
BIFREIÐAVARAHLUTIR: ein álagning.......... 35%
Álagning á söluskatt er óheimil.
Reykjavík, 22. des. 1956.
Irmflutningsskrifstofan
Lausar stöður
Síldarverksmiðjur ríkisins óska að ráða verksmiðju-
stjóra að síldarverksmiðjunni á Raufarhöfn. Æskilegt
er að verksmiðjustjórinn hafi verkfræðilega menntun.
Til greina getur komið að starfstími verksmiðju-
stjórans sé aðeins sjö mánuðir á ári.
Ennfremur vilja verksmiðjurnar ráða vélaverkfræð-
ing til starfa við verksmiðjurnar á Siglufirði.
Umsóknir sendist fyrir 15. janúar n. k. til Sigurðar
.Tónssonar, framkvæmdastjóra S. R., Siglufirði, eða
Sveins Benediktssonar, formanns stjórnar S. R., Reykja-
vík, sem veita nánari upplýsingar.
Síldarverksmiðjur ríkisins
Atvinna
Kvikmyndahús í Reykjavík óskar eftir stúlkum til af-
greiðslu og til að vísa til sætis.
Umsóknir ásamt upplýsingum sendist blaðinu fyrir
íiádegi á laugardag. Merkt: „Vinna“.
Símaskráin
Tiíkynning til allra símnotenda í Reykjavík og Hafnarfirði
Þegar stækkun sjálfvirku símstöðvarinnar í Reykjavík er lokið, næsta
sumar, verða öll símanúmer sjálfvirku stöðvanna í Reykjavík og Hafnar-
firði 5-tölustafa númer. Tilkynning um hin nýju númer, veíður póstlögð
einhvern næstu daga til núverandi símnotenda, svo og til þeirra, er fá
nýjan síma. Handrit að símaskránni verður ekki lagt fram til sýnis, eins
og áður hefir tíðkast. ■ j
Af tæknilegum ástæðum verður framvegis að skipta símnotendum í
Reykjavík niður á tvö svæði þannig, að „vestm’svæðið11, þar með talinn
Kópavogur og hluti af Fossvogi, tilheyrir Miðbæjarstöðinni, en „austur-
svæðið“ tilheyrir Grensásstöðinni, sem er ný sjálfvirk stöð með 3000 núm-
erum. Mörkin milli fyrrnefndra svæða liggja austan Stakkahlíðar og aust-
an Laugarnesvegar að Sigtúni og þaðan stytztu leið til sjávar.
VESTURSVÆÐI. MIÐBÆJARSTÖÐIN.
Símanúmer þeirra notenda á vestursvæðinu, er nú hafa 4ra tölustafa
númer, breytast yfirleitt þannig, að tölustafurinn 1 bætist við fyrjr fram-
an núverandi númer, en símanúmer þeirra er nú hafa 5-tölustafa númer
breytast þannig, að í stað tveggja fremstu núverandi tölustafanna 80, 81
og 82 koma tölurnar 10, 18 og 19, þannig að 80 breytist í 10, 81 í 18 og
82 í 19. Aukning Miðbæjarstöðvarinnar verður alls 3000 númer, númera-
röðin 22000—24999.
AUSTURSVÆÐI. GRENSÁSSTÖÐIN.
Símanúmer notenda á austursvæðinu breytast þannig, að 3 öftustu tölu-
stafirnir í núverandi númeri verða yfirleitt óbreyttir, en framan við þá
bætast svo tölurnar 32. 33 og 34. Það skal þó tekið fram, að Grensásstöðin
er nú meira en fullskipuð, svo að nokkur hundruð símnotenda á austur-
svæðinu verður að tengja við Miðbæjarstöðina og fá þeir notendur þá fyrst
um sinn númer, sem tilheyra vestursvæðinu, þar til lokið er við frekari
stækkun Grensásstöðvarinnar. En áætlað er að því verki verði lokið
haustið 1958. Verður þessum símanúmerum þá breytt í númer tilheyrandi
austursvæðinu.
HAFNARFJÖRÐUR.
Símanúmer notenda í Hafnarfirði, breytast þannig, að þrír öftustu tölu-
stafirnir í núverandi númeri verða óbreyttir, en framan við þá bætist talan
50 í stað tölustafsins 9, eins og nú er.
Athygli skal vakin á því, að skáleturs- og feitleturslínum verður því
miður ekki komið við í þetta skipti, en í stað þess geta notendur látið auð-
kenna nöfn sín með gleiðletri í hinni nýju skrá, ef þess verður óskað. Það
skal tekið fram, að nöfn þeirra símnotenda, sem nú eru prentuð með
feitu letri, verða auðkennd með gleiðletri í nýju skránni, nema því aðeins
að þeir tilkynni skriflega, að þeir óski ekki slíkrar auðkenningar. Breyt-
ingar verða nú gerðar á atvinnu- og viðskiptaskránni þannig, að yfirskriftir
með einstökum vöruheitum verða ekki teknar í skrána, en að öðru leyti
verður atvinnu- og viðskiptaskráin með svipuðu sniði og áður. Hver blað-
síða í hinni nýju símaskrá verður 3ja dálka í stað 2ja áður.
Vegna undirbúnings að útgáfu hinnar nýju símaskrár 1957 fyrir
Revkjavík og Hafnarfjörð, er nauðsynlegt að símnotendur tilkynni sem
allra fyrst, eða í síðasta lagi fyrir 7. janúar n. k., þær breytingar, sem
orðið hafa á heimilisfangi þeirra o. þl. frá útgáfu síðustu símaskrár.
Notendur í Reykjavík eru beðnir að senda leiðréttingar sínar skriflega
til skrifstofu bæjarsímans í Reykjavík, auðkenndar með árituninni „Síma-
skrá bæjarsímans í Reykjavík“. Notendur í Hafnarfirði eru beðnir að
senda leiðréttingar sinar skriflega til skrifstofu bæjarsímans í Hafnarfirði,
auðkenndar með árituninni „Símaskrá bæjarsímans í Hafnarfirði“.
Bæjarsíminn í Reykjavík og Hafnarfirði,
28. des. 1956.
Endið miðdegismáltíðina á hátíðarétti
t>að cr sannarlega ómaksins vert að bera
á borð eitthvað girnilegt, sem setur veizlu-
brag á hversdagslega máltíð. 0tkerbúðingur
er rétti hluturinn!!
0tkers búðingar eru frábærlega bragðgóðir,
og það er fijótlegt og kostnaðarlítið að búa
þá til. Af þeim eru margar ljúffengar teg-
undir.
SUKKULADI — VANILJU
ROMM — MANDELLU
og LUXUS
BÚÐIN GSDUFT