Tíminn - 28.12.1956, Blaðsíða 7

Tíminn - 28.12.1956, Blaðsíða 7
7 ÞJÓÐLEIKH ÚSIÐ: TÖFRAFLAUTAN Sviðsmynd úr Töfraflautunni. Sarastró (Jón Sigurbjörnsson) og hvítklæödir bræ'öur fyrir dyrum musterisins. TÍMINN, föstudaginn 28. desember 1956. Söngleikor í 2 þáttom eftir Mozart Frumsýning á 2. í jólum Að loknu jólahaldi við alls- nægtir ganga góðborgarar Reykjavíkur í þjóðleikhús til að horfa á óperu, til jafn- vægis og upplyftingar andan- um. Hér á árunum áður var, sýning jólaleikrits einn helzti viðburður á veraldlega vísu á þessari árstíð, nú er sýnd ópera með cllum búnaði. Þannig sækir borgin á í átt til þess að standa keik í sam- jöfnuði við evrópskar menn- ingarborgir. j Ekkert styður fremur þá veg-: ferð en starfsræksla þjóðleikhúss,! og eru þess þegar mörg merki í þjóðlífinu. Þar stendur öll þjóðin: að baki borgarinnar. Með sameig-j inlegu átaki þokast að því marki,' að ópera skipi verðugan sess í tón: og. leiklistarlífi landsins. En ein- hver stund mun þó líða unz ópera nýtur þeirra alrnennu vinsælda sem leiklist býr við. Á þeim vett-' vangi er samanburður við aðrar þjóðir erfiðari. Þær liafa notið ó- peru í aldir. Hér var ópera ókunn. öllum almenningi þangað til út- varpið hóf að kvnna lielztu verk meistaranna fyrir fáum áratunum. Að þeirri kynningu — þótt ófull-, komin sé — býr þorri landsmanna * enn í dag. Ferðalangar hafa að, vísu sótt erlend óperuhús í mörg-! um löndum, en eigi að síður er þessi listgrein framandi fjölda ís- lendinga. Verður þar varla breyt- ing á í skjótri svipan þótt hafinn sé óperuflut.ningur hér, fyrir ís- lenzkt framtak og af íslenzkum listamönnum. Þessi skoðun hlaut nokkurn stuðning' aí móttökum þeirn, sem óperan Töfraflautan hlaut á sviði þjóðleikhússins á 2. dag jóla. Þar var sett á svið eitt af helztu snilld- arverkum liðins tíma. Sýningunni var vel tekið, en án áberandi hrifh ingar. Ástæðan virtist fremur vera sú, að þetta listform hefir enn ekki fundið verulegan hljómgrunn í hjörtum áheyrenda en að söngv- arar, hljóðfæraleikarar og leikhús- menn hafi.ekki valdið þeim vanda, er þeir tókust á hendur. í erlend- um óperuhúsum, með langa sögu. að baki, er sýning sem þessi, brot úr heildarmynd. Að baki er þró- unin frá opera boufíon til þjóð- legra söngleikja, þar sem Töfra- flautan markar í nokkrum sldln- ingi upphaf tímabils; nær í timan- um eru svo rómantískir söngleikir ítala og Frakka. Enn munu líða mörg ár unz áheyrendur hér hafa fengið tækifæri til þess að lifa þessa sögu í óperuleikhúsi og kynn ast þar verkum hinna ýmsu tíir.a bila. En á meðan er við þí erfið- le'.ka að etja, að verk eins og Töfra flautan nióti e. t. v. e’cki þeirrar al- mennu hylli á leiksviði, sem verð- skuldað er. Ópera stendur líka höllum fæti á íslenzku lelksvið'. vegna þess, hve gildi söngleiks er að kalla einvörðungu reist á tón- um. En orðsins list er aldrai Iptt- væg í huga íslenzkra áheyrenda. í Töfraflautunni eru orðin hljómlít- il, efniviður ævíntýraleiksins lítill skáldskapur. En snilligáfa Mozarts l.iær vængina. Töfraflautan hefir flogi'ð aila leið til okkar tíma aít- an úr grárri móðu 13. aldar á vængjum töfrandi tóna. Litlaus ævintýraleikur er hafinn í æðra veldi. Þótt öll gerð leiksins, bæði tónar og orð, beri svipmót síns tíma, er list Mozarts í innsta eðli sínu ekki tímabundin, heldur talar til hjartnanna í dag eins og fyrr- um. Þannig verða áheyreitdur að sætta sig við það, að orðsins list er ekki æðst. Og það er talsverð raun á íslandi. Mozart samdi tónlistina við texta Schikaneders síðasta árið sem hann lifði, 1791. Verkið ber keim af ævintýraleikjum Ijóða og söngs, sem iim þær mundir nutu mestra hylli, en er að öllu leyti einfaldara í sniðum. Verk Mozarts er emn samfelldur dýrðaró'ður til ástsrinn- ar. Það er hinn rauði þráður söng- leiksins. Ást, fegur'ð og tilbeiðsla er uppistaðan, ívafið ör mystik og jtíknmál launhelganna fornu, sem ITa allí til þessa dags í siðakerfi frirr.úrara. En kunnugleiki texta- höfundar á því setur nokkurn svip á ytra form leiksins. Sjálfur Göthe hreifst svo af þessu dulmáli tais og tóna, að hann hóf að semja framhald leiksins, og Beethoven tald.i Töfraflautuna mesta snilldar- verk Mozarts. Áhrif verksins á list- sköpun seinni ára vcru því mikil. Tónfræðingar rekja þangað sögu þýzkrar óperulistar, sem undir því nafni stendur. SÝNING Þjóðleikhússins á þessu J verki er stórvirki. Þóít vandlátir | óperugestir gætu að ýnisu fundið, er heildarmyndin samt sú, að hún lyftir leikhúsmenningu þjóðarinn- ar að nýju útsýni. Hóðan i frá verð ur ekki aftur snúið, heldur sótt fram á við tii að raða brotunum saman, unz úr vcrður heildarmynd. Þegar hun er fundin verður mikl- um áfanga náð. í leikskrá Þjóðleikhússins er prentað með smáu letri, neðst á titilsíðu, að Sinfóníuhljómsveit Ts- landi leiki, og hefði það mát: vera- stærra letur, því að á þeim grunni í hvílir öll sýníngin. Dr. Urbancic stjórnar hljómsveit og kór, af smekkvísi og öryggi, en leikstj órn hefir Lárus Pálsson á hendi. Urngerð leiksins er að sumu leyti harla nýtízkuleg. Leikstjór- inn notfærir sór tæknimöguleika þjóðleikhússins sem mest hann má. Sýningin er því ekki nema að nokkru leyti af hefðbundinni gerð. Gætir t. d. nokkurs ósamræmis í baksviði og búningum, og í bún- ingum innbyrðis. Sumir eru í hefð- bundnum stíl, aðrir verða ekki Papageno (Kristinn Hailsson) og Pamína (Þuríður Pálsdóttir) tímasettir fremur en baksviðið. Mun ýmsum finnast, að annað tveggja hefði átt að gilda. En allt um það, er sviðsetning og umbún- aður allur með glæsibrag. Með hlutverk fara ýmsir af beztu söngmönnum þjóðarinnar, og að baki þeim stendur, auk hljómsveit- ar, fjölmennur kór. Er ágætlega æfður og- örugglega stjórnað af dr. Urbancic. Skal nú drepið með örfáum orðum á helztu hlutverk, í þeirri röð, sem prentuð eru í leik- skrá. Jón Sigurbjörnsson, bassi, syng- ur hlutverk Sarastró, hins mystiska æðstaprests og túlkanda hugsjóna frímúrara. Hann er mikilúðlegur yfirlitum, röddin þróttmikil og djúp. Jón sameinar að vera ágætur leikari og vaxandi söngvari. Stund-| um virðist vald hans yfir röddinni) tæplega nógu traust; oftast er söng I túlkun hans þó þróttmikil og hríf- andi. Þorsteinn Hannesson fer með hlutverk elskhugans Taminós, að- altenórhlutverk leiksins. Það krefst mikillar söngkunnáttu og veru- legra leikarahæfileika að gera per- sónuna skýra og lifandi. Þorsteinn fcr með þetta hlutverk af mikilli smekkvísi. Túlkun lians er í sam- ræmi við hinn létta og leikandi blæ Mozart tónlistar. Röddin er hár tenór, sem nýtur sín einkar vel í hinum einföldu og stílhreinu lög- um Mozarts. Þegar á reynir, syng- ur Þorsteinn af mikilli innlifun og dramatískum krafti, t. d. á sviðinu Þorsteinn Hannesson í hlutverki Tamínós. framan við musterið, þar er söngur Tamínós og Pamínu sterkur og hrífandi. Guðmundur Jónsson, hinn ágæti barytonsöngvari fer með hlutverk „þuls“, þess embættismanns, sem stjórnar leiðslu. gestanna um must- erið. Lítið hlutverk, reynir meira á leikara en söngvara. Guðmundur veldur því með prýði. Menn sakna þess, að hann syngur ekki oftar. Næturdrottningin er sænska óperu söngkonan Stina Britta Melander; söngvar hennar eru meðal kur.n- ustu laganna úr óperunni og krefj- ast mikilla hæfileika. Hún syngur mjög glæsilega, röddin er hár sópr- an og blæfallegur, kunnátta og þjálfun mikil. í „Söng næturdrottn ingarinnar1 nær ungfrú Melander að hrífa áheyrendur eftirminnilega. j Þessi leikkona virðist treysta mjcg | á handahreyfingar til að leggja á- | herzlu á það, sem í brjósti býr; I stundum virðist það tyaust um of. : En gerfi og látbragð söngkonunn- | ar er annars með ágætum. Dóttur ; hennar, Pamínu, leikur og syngur ! Þuríður Pálsdóttir. Þetta er eitt I stærsta og vandasamasta hlutverk ! söngleiksins. Þuríður ber það uppi ; með sæmd. Hún er ein hin fremsta | söngkona þjóðarinnar, virðist vaxa ' við hverja raun. Rödd hennar hef- i ir náð meiri fyllingu og þrótti í seinni tíð, og hún hefir áður sjnt það á óperuleiksviði, að hún kann ekki aðeins að syngja, heldur líka að leika. Pamína er glæsileg á sviðinu, og syngur sig inn í hjörtu áheyrcnda. Til þess mun Mozart líka hafa ætlast af henni. Þernur næturdrottningar leika María Markan, Sigurveig' Hjaltested og Svava Þorbjarnardóttir, eru það jlítil hlutverk, mjög sómasamlega af hendi leyst. Papageno fuglara leikur Krist- inn Hallsson. Þetta er e. t. v. þakk- látasta hlutverk leiksins. Því er ætlað að létta skap áheyrenda því að Papageno er spaugileg persóna og haldin mannlegum hreyskleika og veikleika. Hlutverkið krefst þó góðs söngvara og leikara til að ná tilgangi sínum. Kristinn Hallsson gegnir þessu tvíþætta hlutverki af miklum ágætum. Hann er í bezta máta spaugilegur og gamansamur á sviðinu, og syngur líka af hjart- ans list, grípur söngvana eins og fugla á flugi og færir þá í sinn bún ing og að brjósti áheyrenda. Hanna Bjarnadóttir, ung söngkona, leikur Papagenu, er það lítið hlut- verk og þó einkum lítið sönghlut- verk, en vel er á því haldið og söngur hennar gefur til kynna, að hún sé hin efnilegasta söngkona. Ævar Kvaran leikur Monostatos, blökkumann í þjónustu Sarastrós, Ævar er ágætur leikari og blæs lífi í þennan Svart með leik fremur en söng. Þrjá unglinga leika og syngja Eygló og Hulda Victorsdætur og Magnea Hannesdóttir. Þær syngja ljómandi fallega og smekklega og eru til prýði og ánægju á sviðinu. Loks eru minniháttar hlutverk, prestar, þrælar, herklæddir menn og fylgdarlið, og er eigi ástæða til að nafnkenna alla. En hin minni- háttar hlutverk eru mjög sómasam lega af hendi leyst, og er þar þó oft veikur hlekkur í fjölmennum sýningum hjá okkur. Þýðingu á texta Schikaneders hefir Jakob Jóhann Smári gert; er erfitt að átta sig á þýðingunni í heild, þótt hlýtt sé á sönginn, en ýmsar setningar festast þó í minni, og yfirleitt virðist textinn falla vel að lögunum. Leiktjalda- og bún- ingateikningar gerði Lothar Grund, og er þeirra að nokkru getið áður, í leikskrá segir að Erik Bidsted sé ballettmeistari sýning- arinnar, og er ekki ljóst, í hverju starf hans hefir einkum verið fólg- ið nema ef það væri að stjórna marséringu frímúrarabræðra í musterinu. Er hún óþarfleg'a lang- dregin. AÐ ÖLLU MÁ eitthvað finna, og víst mætti tína til sitthvað, sem betur mætti fara á þessari sýn- ingu, og bera fram einhvern óska- lista um glæsilegri söngkrafta í einhverjum hlutverkum. Mundi sá tími seint renna, að þar væri loku fyrir allt skotið. Það sem hér skipt ir mestu máli er, að Þjóðleikhúsi, Sinfóníuhljómsveit og söngfólki hefir tekist að sýna okkur Töfra- flautu Mozarts í þeim húningi, að vel hæfir, hvar sem er. Hér er slík sýning stórvirki og á að njóta þess. Sýningin er í heild þess verð, að hana sjái sem flestir landsmenn. Góð aðsókn greiðir götu frekari listkynningar á þessu sviði. — Ac. Baðstofan (Framhald af 6. síðu.) stæki, sáu, að undírrótin var dýpri og traustari. Hún var þrá mannsins að vera frjáls, og and- úðin á kúgaranum, sem setur sig upp á háan hest og kallar sig vitrari og réttlátari en aðra menn en styðst við pyntingar og of- beldi á veldisstóli sínum. Frjáisir menn una við sitt. HVERS VEGNA hiaupa tugir þús unda Ungverja úr landi, meðnn annað fólk situr um kyrrt jafnvel þótt um sárt hafi að binda? Hvers vegna flýja Austur-Þjóðverjar tug þúsundum saman til Vestur-Þýzka lands? Hvers vegna stekkur pólsk ur sjómaður fyrir borð út í svalt Eyrarsund og hættir lifinu til að ná landi í frjálsum heimi? Hvers vegna grípa tékkneskir borgarar til þess örþrifaráðs að ræna flug vél og komast á henni vestur fyr ir járntjaldið? Ævintýraþrá, ó- ábyrg öfl, fasistar, muldra rétt- trúaðir kommúnistar í barm sér, en heilbrigt fólk hristir höfuðið og vorkennir þeim, sem hafa feng ið ský fyrir augu. í frjálsum lönd um virðast menn una sæmilega glaðir við sitt. „Ævintýraþráin" rekur þá ekki þúsundum saman út á gaddinn þótt hún sé aðgangs hörð á stundum. Rétttrúnaðar- mennirnir fara á mis við ævir.týri frjálsrar hugsunar. Þeir eru ríg- bundnir á heimaslóðum, við kenni setninguna og fræðin, sem eru úrelt fyrir löngu og dæmd mis- heppnuð af sjálfri reynslunni. — Þeir liafa þörf fyrir skammt af heilbrigðri „ævintýraþrá“. —Finnur.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.