Tíminn - 28.12.1956, Blaðsíða 9
Tí M I N N, föstuðaginn 28. dfcsember 1956.
n’ua sa
33
— Gefðu mér aðra sígar-
iettu.
— Gerðu svo vel.
— Hvar býrðu eiginlega?
'Alltaf á hótelinu?
— Já.
•— Það var slæmt, sagði
hún. Ferðu nokkurn tíma úr
bænum? Til Philly eða New
york.
— Ég hef aðeins farið einu
Sinni síðan ég kom hingað.
— Ég vildi gjarna vera með
þér í almennilegu rúmi. Og
þá þyrftum við heldur ekki
að flýta okkur svona.
— En það er ekkert að, er
það?
— Auðvitað ekki. Þú ættir
að vita það, þú ert læknir.
— Ekki alltaf.
— Það gleður mig. En ef ég
yrði nú ófrísk?
— Tja . . . en það verður
þú vonandi ekki.
— Vonandi ekki, nei.
Fannst þér það gott?
— Já.
— Og vilt þú hitta mig aft-
.ur?
— Auðvitað.
j — Hvenær?
— Á . .. ja, það veit ég ekki.
Þú verður að ákveða það.
— Eftir viku?
— Á mánudag? Það er á-
gætt.
— Á ég að koma hingað —
út af þessum fingri?
— Komdu frekar seinna.
Klukkan rúmlega hálfníu.
— Alveg eins og þú vilt. En
heyrðu, ég vil ekki frekar en
þú að nokkur sjái mig. Ég er
heiðarleg ekkja og þarf líka
að hugsa um verzlunina mína.
Ég vil ekki að neinar kjafta
Sögur komist á kreik.
— Ágætt.
1 — Og þú ert yngri en ég.
Mér hefur annars alltaf fund
Izt að kona sem . . . jæja skítt
með það, það skiptir ekki máli
eða hvað?
— Það skiptir engu máli.
— Kysstu mig aftur. Svoj
Verð ég víst að fara heim á
leið.
Hann kyssti hana létt á
munninn.
— Ég fer að finna til þess
hverju maður hefur misst af
Síðustu árin. En það er víst
ekki svo langt um liðið þín
megin.
— Nei, sagði hann.
— Karlmenn eiga gott,
sagði hún. Ef þú verður kall-
aður til sjúklings á mánudag
inn, hentar þér þá næsti mánu
dagur?
— Ég verð hér.
j — Áreiðanlega?
— Já, nema það verði slys
eða eitthvað slíkt.
— Ég fer strax að hlakka til
mánudagsins — og þá verður
það bara þessi mánudagur. Ég
yildi ég gæti farið með þér
heim á hótelið.
*— Hvar býrð þú?
— Hjá foreldrum mínum.
En þau eru á grafarbakkan-
um bæði tvö og það er alltaf
hjúkrunarkona hjá þeim.
Næstum því heilt ár full-
nægðu þau Lottie og Ingram
þörfum sínum án þess að nokk
ur í Gibbsville hefði minnstu
hugmynd um það. Hann var
fyrsti og langtímum saman
eini karlmaðurinn sem heim-
sótti hana í íbúð hennar en
hann var aldrei með í þessum
smásamkvæmum sem hún
hélt — spilaboðum þar sem
veitt var viskí og öl. Það var
aldrei um neina ást að ræða
milli þeirra og þegar hann
sagði henni að hann ætlaði
sér að kvænast stúlku úr
Lantenengo street varð hún
í rauninni fegin í hjarta sínu,
samlíf þeirra var orðið vana
bundið og þess utan hafði hún
fengið áhuga á Lloyd Will-
iams sem orðinn var fastur
gestur við pókerborðið hjá
henni.
Hún var fjörutíu og eins árs
þegar hún giftist Williams er
var jafnaldri hennar og á brúð
kaupsnóttina gerði hún þá
undarlegu uppgötvun að hann
var næsta fákunnandi í öllum
ástalistum. Og eftir nokkrar
vikur var henni orðið ljóst að
með Williams átti hún ekki í
vændum að kynnast öðru en
ytra borði ástarinnar, aldrei
sjálfum raunveruleikanum.
Hún hafði reyndar vitað að
slíkir menn voru til, — nú var
hún sjálf gift einum þeirra.
Tvö ár umbar hún atlot hans
sem gerðu ekki annað en æsa
hana upp en veittu henni
aldrei neina fullnægingu.
„Hvað er eiginlega að þér“,
sagði hann stundum. „Þér
hlýtur að finnast það gott, öll
um finnst þaö gott.“ Hann
varð vonsvikinn yfir van-
þakklæti hennar.
Pistlar frá New York
(Framhald af 6. síðu)
verða úreltar. Iíann kvaðst hins-
vegar ekki gera sér vonir um, að
öll hernaðarbandalög yrðu leyst
upp í einni svipan né allar hernað
arbækistöðvar stórvelda í öðrum
löndum lagðar niður fyrirvara-
laust. Slíkt tæki eðlilega sinn tíma,
en byrja ætti undirbúning að þessu
nú þegar. Hann kvatti eindregið
til samkomulags um afvopnun og
að deilumálin yrðu jöfnuð fyrir at-
beina Sanieinuðu þjóðanna. Ekkert
ætti því að láta ógert til að efla
þær. Hann varaði við því að
„kalda stríðið“ yrði endurvakið,
því að ekkert gott gæti leitt af
því. Hann minnti í því sambandi
á þá vinnuaðferð Gandhis, að loka
aldrei leiðinni til samkomulags við
andstæðinginn, þótt hann væri
óbilgjarn um skeið.
Ræðú Nehrus var vel tekið og
hlýddi mikið fjölmenni á mál hans.
Hann talaði handritslaust og varð
ræðan því nokkuð sundurlaus. —
Nehru er bersýnilega létt um að :
tala og að setja fram hugsanir i
sínar á ljósan og einfaldan hátt. |
Vafalaust getur hann átt það til
að vera aðsópsmikill ræðumaður,
en á þessum stað hefur honum vafa
laust þótt hlýða að ræða málin
með hógværð og látleysi.
AÐ SJÁLFSÖGÐU ber enn
talsvert á milli stjórna Bandaríkj-
ana og Indlands, þrátt fyrir við-
ræður þeirra Eisenhowers og
Nehrus, en bilið hefur áreiðanlega
minnkað við þær frá því sem áður
var. T. d. munu Bandaríkjamenn
enn ófúsir til að fallast á kenn-
ar Nehrus um afnám allra hernað-
arbandalaga. Það er hinsvegar
vottur þess, að einnig dragi sam-
an á því sviði, að sama daginn
og Nehru talaði á þingi S. þ.,
varpaði einn leiðtogi demokrata,
Humphrey öldungadeildarmaður,
fram þeirri tillögu, að Bandarík-
in byðust til að draga her sinn frá
Þýzkalandi, ef Rússar drægjú
her sinn til baka í Austur-Evrópu.
Þennan sama dag lét stjórn Banda
ríkjana einnig tilkynna í afvopn
unarnefnd S. þ., að hún myndi
taka til gagngerðrar athugunar
seinustu tillögur Bulganins um
hlutlaust belti í Evrópu, en al-
mennt hafði verið búizt við, að
þeim yrði ekki sinnt, heldur yrði
litið á þær sem áróðursbragð.
Viðræður þeirra Eisenhowers og
Nehrus eru staðfesting þess, að
verulegar breytingar eru nú í að-
sigi í alþjóðamálum. Margt bendir
til, að þær eigi eftir að hafa mik-
ilvæga þýðingu. Ef til vill reynist
það rétt, sem Nehru sagði á þingi
S. þ., að þrátt fyrir allt hefðu
atburðirnir í Egyptalandi og Ung-
verjalandi aukið friðarvonir og
opnað nýjar leiðir til samninga,
því viðbrögð almenningsálitsins í
jheiminum hefðu orðið með þeim
i hætti, að sérhvert stórveldi myndi
j hugsa sig um tvisvar áður en það
I gripi til slíkra ráða aftur og Bret-
j ar og Frakkar í Egyptalandi og
jRússar í Ungverjalandi. Aukin
samstaða tveggja stærstu lýðræðis-
j ríkja heims skapar til viðbótar
; aukna trú á það, að þróunin bein-
| ist í rétta átt, þrátt fyrir áföll eins
' og þau er gerzt hafa í Egypta-
landi og Ungverjalandi.
i Þ. Þ.
iiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiimiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiii
| Nýja |
| Vasa- |
| samla gni nga vélin j
I Bændur, skólafólk og aðrir, I
{Iátið samiagningavélina I
í létta yður störfin.
Kr. 224.00 j
| Vélin er ódýr, örugg 1
i og handhæg |
í Sendið pantanir í Postbox |
287. Reykjavík.
Tiiiiiiiiniiifiiiiitiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiinuiiiiiiiiiiii
V.V.V.V.V.V.W.VASW.V
•fc Steinar í kveikjara
•fc Kveikir í kveikjara
•fc Lcgur á kveikjara
TQBAKSBUBÍH í KOLASUNDI
.W.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.
Auglýs
frá ímtfíufningsskrifsíöfuriaJ um
endurútgáfu Eeyfa c. 0.
Öll leyfi til kaupa og innflutnings á vörum, sem háðar
eru leyfisveitingum svo og gjaldeyrisleyíi eingöngu,
falla úr gildi 31. desember 1956, nema að þau hafi verið
sérstaklega árituð um, að þau giltu fram á árið 1957,
eða veitt fyrirfram með gildistíma á því ári.
Skrifstofan mun taka til athugunar að gefa út ný leyfi
í stað eldri leyfa, ef leyfishafi óskar, en vekur athygli
umsækjenda, banka og tollyfirvalda á eftirfarandi at-
nðum:
1) Eftir 1. janúar 1957 er ekki hægt að tollafgreiða
vörur, greiða eða gera upp ábyrgðir i banka gegn
leyfum, sem fallið hafa úr gildi 1956, nema að
þau hafi verið endurnýjuð.
2) Endurnýja þarf gjaldeyrisleyfi íyrir óloknum
bankaábyrgðum, þótt leyfi hafi verið árituð fyrir
ábyrgðarfjárhæðinni. Endurnýjun þeirra mun
skrifstofan annast í samvinnu við bankana, séu
leyfin sjálf í þeirra vörzlu.
3) Engin B-leyfi verða framlengd, nema upplýst sé
að þau tilheyri yfirfærslu, sem þegar hafi íarið
fram. Ef um er að ræða vöru, sem ber að greiða
af 16% „yfirfærslugjald“ samkvæmt lögum nr. 86
frá 1956, verða leyfin ekki afhent nema gegn
greiðslu á gjaldinu. Sama gildir um B-Ieyfi fyrir
vörum, sem greiddar eru án þess að yfirfærslan
hafi farið um hendur bankanna.
4) Ef sami aðili sækir um endurnýjun á íveimur eða
fleii'i leyfum fyrir nákvæmlega sömu vöru frá
sama landi, má nota eitt umsóknareyðuhlað. Þetta
gildir þó ekki um bifreiðaleyfi.
5) Eyðublöð undir endurnýjunarbeiðnir fást á Inn-
flutningsskrifstofunni og hjá bankaútibúum og
tollyfii’völdum utan Reykjavíkur. Eyðublöðin ber
að útfylla eins og formið segir .til um.
Allar beiðnir um endurnýjun levfa frá innflytjend- 1
urn í Reykjavík þurfa að hafa borizt Innflutnings- /)
skrifstofunni fyrir 20. janúar 1957. Sams konar
beiðnir frá innflytjendum utan Reýkjavíkur þarf Á
að póstsenda til skrifstofunnar fyrir sama dag. h
Leyfin verða endursend jafnóðum og endurnýjun
þeirra hefir fai’ið fram.
Reykjavík, 27. desember 1956.
íimfíuteÍHgsskrifstŒlam,
Skólavörðustíg 12.
Vi3 þökkum ínnilega samúöarkveSjur cg hluilekningu vi3 and-
láf og jarSarför
Ólafar KrisljánsdóHur Eldjárn.
Sérstaklega þökkum vi3 læknum og hjúkrunariiöi sjúkrahússins á
Akureyri fyrir frábaera umönnun.
Þórarinn Eldjárn,
systur og frændfólk.
Minningarathöfn um móSur mína,
Helgu Jónsdótlur,
BergstaSastræli 73,
sem andaöist 24. þ. m., fer fram i Fossvogskirkju iaugardaginn 29.
þ. m. kl. 10,30 f. h.
Fyrir hönd vandamanna,
ViSar Björgvinsson.
Maöurinn minn.
Gísli Ó. Thorlacius,
andaöist 21. desember. Bálför hans fer fram frá Fossvogskapeifu,
fösfudaginn 28. desember kl. 1,30 e. h. Blóm og kransar afþ3kka6ir.
KóImfríSur Pétursdóttir.
FésIurmóSir mín,
Guðrún Jónsdóttir,
andaðlst annan dag jóla.
Fellsmúla, 27. des. 1956.
Hannes Guömundsson.