Tíminn - 28.12.1956, Blaðsíða 6

Tíminn - 28.12.1956, Blaðsíða 6
6 T í MIN N, föstudagimn 28. desember 1956« Útgefandl: rramsóknarflokkurlnn. Kitstjórar: Haukur Snorrason Þórarinn Þórarinsson (áb.). Skrifstofur 1 Edduhúsi við Lindargötu. Bfmar: 81300, 81301, 81302 (ritstj. og blaöamenn), auglýsingar 82523, afgreiðsla 2323. PrentsmiSjan Edda h.f. t,ri.-----------------------------------w— -----— HvaS vildu beir gera? SÍÐUSTU DAGANA fyr- ir jólin var rysjótt veðrátta hér um suðvesturland. Gekk á með útsynningséljum og var hvasst í hryðjunum. Veðráttan endurspeglaðist að nokru leyti í stjórnmálabar- áttunni og blaðaskrifunum þessa sömu daga. Nokkru fyr ir jól rauk Morgunblaðið upp með vonzkukast út af efna- hagsmálaráðstöfunum ríkis- stjórnarinnar. Blaðinu hélt við að springa af geðvonzku. Á þingi fluttu Sjálfstæðis- menn Morgunblaðsþuluna úr ræðustól. Veðurstofan spáði því að lægja mundi á jóladag, og það þurfti engan spámann til að sjá, að brátt mundi sljákka í Morgunblaðinu. Því að þrátt fyrir öll stóru orðin, þrátt fyrir skrifin og ræðurn ar og útreikningana í anda genginnar stj órnarandstöðu, skorti í allt saman höfuðat- riðið, og um það fékkst aldrei nein vitneskja, þrátt fyrir ítrekaðar fyrirspurnir: Hvað œtlaði Sjálfstœðisflokkurinn að gera í efnahagsmálunum? Ætlaði hann að leysa vanda útgerðarinnar með skömm- um í Morgunblaðinu einum saman? Allt til þessa dags hafa úrræði Sjálfstæöis- flokksins í efnahagsmálum hvergi birzt. Þar gerðist það síðast, að Ingólfur á Hellu íramdi vísitöluspeki sína á þingi í vetur er leið. Síðan það var, gaf Ólafur Thors út víxlana til síldarútvegsins og mörg fleiri loforð til fram- leiðslunnar og á þeim flaut hún fram á haustið. En hvað átti þá að taka við? Þeirri spurningu hefur Mbl. ekki svaraö. Um það er engar upp- lýsingar að hafa í mörgum ströngum þingræðum. Um það er grafarþögn meðan Mbl. heldur áfram að skamm ast út af því, að stjórnin tryggir vinnufrið og óhindr- aða framleiðslu. En spurning in dynur á þeim eins og á kommúnista fyrir framan hljóðnema í áheyrn alþjóð- ar: Hvað ætluðu þeir að géra? Ætluðu þeir kannski að halda að sér höndum og gera alls ekki neitt ef þeir ■hefðu verið í stjórnarað- stöðu? Það væri í mestu samræmi við yfirlýsingarn- ar fyrir kosningarnar um að hér væri allt í himnalagi og skipið vaggaði mjúklega á bárum og sæti alls ekki á neinu skeri. RAUNAR MÁ ætla, af skrifum Mbl. að foringjar Sjálfstæðisflokksins hafi í senn ætlast til þess, að stjórn in gerði eitthvað og hún gerði ekki neitt. Mörgum dög um áður en frumvarpið um út flutningssjóð kom fram byrj- aði Mbl. að kyrja sönginn um að hér væri ekkert nýtt, bara gömul „íhaldsúrræði“ og þóttist heldur montið af. En þegar svo frumvarpið sér dagsins ljós, snýst Mbl. ekki á sveif með „íhaldsúrræðun- um“ heldur hamast gegn þeim sem mest það má. Þá rann það upp fyrir lesendum Mbl. að allt talið um „ihalds- úrræði“ var blekking, lætin í Mbl. sýndu ótvírætt, að nýj- ar ráðstafanir voru á ferð, og að þær féllu ekki í geð milli liða og braskara. í öllum mál flutningi Mbl. er svo mikið af mótsögnum, að ekki fer fram hjá harðvítugustu flokksmönnum, hvað þá öðr um. Við'orögð Mbl. út af efna hagsráðstöfununum voru í stytztu máli þau, að það hafði þar allt á hornum sér. Er það lítið uppbyggileg af- staða í mikilvægu hagsmuna máli þjóðarinnar. ALLIR landsmenn vita, að ekki varð hjá þvi komizt að tryggja óhindraða útflutn ingsframleiðslu. Það varð ekki gert með neinu „penna- striki“ eða töfrabrögðum. Til þess þurfti raunhæfar aðgerð ir, sem að sjálfsögðu styðj- ast við þjóðarbúið sjálft. Vandi stjórnarinnar var, að gera þær þannig, að sem rétt látast væri og í sem mestu samræmi við hagsmuni alls vinnandi fólks. Hin nýju lög eru til þess sniöin, eftir því sem unnt er, og þær ráðstaf- anir, sem boðaðar hafa verið til viðbótar eiga að fyrir- byggja það, sem hent hefur áður, er gerð hefur verið til- færzla fjármuna til fram- leiðslunnar: að milliliðirnir skjóti sér undan að bera rétt látan skerf. Nú er ekki Sjálf stæðisflokkur til að hlífa sér- hagsmunum og stórgróða. Viljann vantar ekki, heldur getuna, eins og nú er ástatt. Þar er þá líka fólgin skýring- in á þvi, hve illa hefur staðið í ból Mbl. upp á síðkastið. Nú finnst þeim, sem þar ráða húsum, vera berangur þar sem áður var skjól. „Allt í dýrðarljóma... “ FYRIR JÓLIN voru nokkrir staðir tengdir við orkuver og fengu birtu og yl ffá sameiginlegum aflgjafa þjóðarinnar, fossum og fljót um. Einum bónda varð að orði, er ljósin kveiknuðu á 'bænum hjá honum og á bæj unum í kring: „Hér er allt í dýrðarljóma . . .“ Þessi orð lýsa viðhorfi fólksins úti um sveitir til raforkumálanna loetur en löng greinargerð. Þegar Ijósin blika á bæjunum eru þeir umvafðir dýrða|r- ljóma í augum þeirra, sem lengi hafa búið við erfiðleika ófullkomins ljósaútbúnaðar og skort orku til húsverka og hitunar. Framtíöin er hér eft ir full af fyrirheitum í huga þcirra. Það er rétt að minna á þetta á slíkum tímamótum. Þeir, sem lengi hafa búið við þægindi, hætta aö lokum að Pistlar frá New York: Viðræður Eisenhowers og Nehrus Breytt viShorí Bandaríkjanna til óháSu Jjjóíanna í Asíu ] New York 20. des. f DAG var birt í Washington stuttorð tilkynning um viðræður þeirra Eisenhowers forseta Banda- ríkjanna og Nehrus, forsætisráð- herra Indlands. Meginefni hennar er, að nánar einkaviðræður þeirra hafi leitt í ljós, að stjórnir Banda ríkjanna og Indlands séu sammála í öllum höfuðatriðum um afstöð- una til lýöræðis og mannréttinda. Jafnframt lýsa þeir yfir þeirri trú sinni, að viðræður þeirra muni verða til þess að treysta viðleitni Bandaríkjanna og Indlands til að vinna að friðsamlegri og vinsam- legri sambúð allra þjóða á grund- velli sáttmála S.þ. Þótt tilkynning þessi sé stuttorð og segi ekki mikið, kemur blöð- unum yfirleitt saman um, að mikill árangur hafi orðið af viðræðum þeirra Eisenhow.ers og Nehrus. Að vísu hafi ekki verið gengið frá sam komulagi um neitt sérstakt mál, heldur rætt um málin á breiðum grundvelli. Þær viðræður mun óefað verða til þess að bæta og treysta sambúð Bandaríkjanna og Indlands í framtíðinni. Öll eru blöðin sammála um það, að allt annar andi hafi ríkt á fund- um þeirra Eisenhowers og Nehrus en á fundum þeirra Trumans og Nehrus, er þeir hittust í Washing- ton 1949. Nehru er þá sagður hafa farið heim sem vonsvikin maður. Nú er talið, að hann sé mjög á- nægður yfir viðræðunum við Eisen hower. Það var sérkennandi við viðræð- ur Eisenhowers og Nehrus, að þeir ræddust mest við einslega, en venja er að viðræður slíkra þjóðar leiðtoga fari fram að viðstöddum fulltrúum þeirra. Margir blaða- menn telja, að hér sé um að ræða hyggilegt form fyrir viðræður þjóð arleiðtoga í framtíðinni. Viðræðurn ar verði einlægari og opinskárri með þessum hætti. Eisenhower sýndi Nehru á ýms- an hátt meiri sóma en öðrum þjóðar leiðtogum, er hafa heimsótt hann. Meðal annars bauð hann honum á einkabúgarð sinn og átti þar við hann löng einsleg samtöl. Alls stóðu viðræður þeirra í fjóra daga og ræddust þeir við meira og minna einslega alla dagana. TILHÖGUNIN, sem var á við- tölum þéirra Eisenhowers og Nehrus, er ein út af fyrir sig vís- bending um verulega breytingu á utanríkisstefnu Bandaríkjanna. — Fyrir ári síðan gætti mjög vaxandi andstöðu í Bandaríkjunum gegn Indverjum — og Nehru þó sér- staklega — fyrir svokallaða óháða stefnu þeirra, sem litið var á meira og minna sem hálf kommúnistíska. Andstaða Nehrus gegn hernaðar- bandalögum og herbækistöðvum stórvelda í öðrum löndum, ýtti mjög undir þessa skoðun. I Á síðari hluta þessa árs — og þó i einkum eftir að Súez-deilan hófst, — hefur orðið stöðugt meiri og meiri breyting á afstöðu Bandaríkja stjórnar til Indlands og annarra taka eftir því, hver þau eru, eða muna, hvernig þau eru til orðin. Rafvæðingin úti um byggðir landsins er eitt stærsta mál þjóðarinnar í dag. Dýrtíð og fjármálaöng- þveiti stefndi þessu mikla máli í óvissu um tíma. All- ar áætlanir gengu úr skorð- um vegna aukins kostnaðar. Fyrir aðgerðir þingmeiri- hluta og stjórnar hefur nú aftur birt í lofti, og ætlun- in er, að hraða sem mest þess um framkvæmdum. Þegar þeim er lokið, hefst nýtt tíma bil íslandssögunnar. Þá verð ur framtíðin bjartari fyrir augum þess fólks, sem vill augum landið allt og sýnir viljann í verki. Nehru kemur á fund Eisenhowers í Washington hinna svonefndu óháðu ríkja í Asíu. Bandaríkjastjórn virðist hafa gert sér ljóst, að með því að sýna þessum þjóðum andúð og kulda, áynni hún ekki annað en að hrekja þær nær kommúnistaríkj- unum. Segja má, að allt fram á þetta ár, hafi það verið stefna Banda- ríkjastjórnar að fá sem flestar þjóð ir í varnarbandalög gegn kommún- istaríkjunum. Þær þjóðir, sem fylgt hafa óháðri stefnu og ekki hafa viljað ganga í nein bandalög, hafa verið taldar vargar í véum, er ekki ættu að vera neinnar hjálpar aðnjótandi. Reynslan af hernaðarbandalögunum héfur hins vegar orðið önnur en búizt var við. Atlantshafsbandalagið, sem er traustast þessarra bandalaga, hefur sýnt ýmis veikleikmerki í seinni tíð. Bagdadbandalagið er enn hvorki fugl né fiskur og hið sama er að segja um varnarbandalag Austur-Asíu. Þessi reynsla hefur knúið Bandaríkjastjórn til að end- urskoða fyrri stefnu. Niðurstaðan hefur orðið sú, að það sé engu þýð ingarminna fyrir Bandaríkin að hjálpa hinum óháðu þjóðum Asíu til að treysta sjálfstæði sitt og verj ast þannig kommúnismanum en að efla ósamstæð hernaðarbandalög. ÞESSI NÝJA stefna Bandaríkj- anna hefur mjög ljóslega komið fram á þingi Sameinuðu þjóðanna er nú situr að störfum. Réttilega hefur verið sagt, að baráttan milli Bandaríkjanna og Sovétríkjanna þar stæði um hylli hinna óháðu Asíuþjóða. Á þinginu í fyrra virt- ist Rússum veita mun betur ed Bandaríkjunum í þessum efnum, Nú hefur þetta verið öfugt. Bandá« ríkjunum hefur nú veitt stórumi betur. í fyrsta lagi veldur því aí« staða þeirra í Súez-málinu, en i öðru lagi framkoma Rússa í Ung« verjalandi. sem mjög hefur spillí áliti þeirra í Asíu. Sá blær, sem hvíldi yfir viðræð* um þeirra Eisenhowers og Nehrus, einkendist miög af þessu nýja við* horfi Bandaríkjanna. Vegna þessa °r líka talið, að viðræður þessarra höfuðleiðtoga tveggja stærstu lýð« væðisþjóða heimsins muni reynast miklu árangursríkari en þegar ec komið í ljós. ! VEGNA ÞESS, að viðtöl þeirra Eisenhowers og Nehrus voru mest einsleg, hafa blaðamenn orðið að láta sér nægja ágizkanir um þau. Blöðin hafa gizkað á, að þau hafi m.a. snúizt um þessi atriði: Nehru hafi hvatt Eisenhower til þess að Bandaríkin færu með að- gætni í Ungverjalandsmálinu og reyndu helzt að gera eitthvað það, sem auðveldaði Rússum að draga her sinn frá Ungverjalandi. Eisen hower hafi lofað að taka þetta til athugunar. Eisenhower hafi hvatt Nehru til þess. að hann beitti áhrifum sínum við Nasser til að stuðla að sam- komulagi í Súez-deilunni, en Nass- er er talin taka meira tillit til Nehrus en nokkurs annars manns. Nehru er talin hafa lofað að reyna að gera sitt bezta. Eisenhower hafi hvatt Nehru til að halda áfram þeirri viðleitni sinni að fá Peking-stjórnina til að láta lausa þá ameríska flugmenn, sem hún hefur í haldi, en Banda- ríkjastjórn hefur lýst yfir því, að hún geti ekki aukið samskipti við Peking-stjórnina meðan hún haldi þessum mönnum. Báðir hafi lýst sig því eindregið fylgjandi, að alþjóðleg deilumál yrðu sem mest leyst fyrir atbeina Sameinuðu þióðanna og Bandarík- in og Indland skyldu vinna að þvl sameiginlega að stærkja þær. i Á FUNDI allsherjarþings S.þ., sem haldin var í dag, flutti Nehru ræðu. þar sem hann gerði grein fyrir afstöðu sinni til alþjóðamála. Hann lagði áherzlu á að allar þjóðir ættu að vera frjálsar. Hann lýsti sig andvígan hernaðarbandalögum og herbækistöðvum stórvelda f löndum annarra þjóða. Með slíkum bækistöðvum væri frelsi viðkom« andi þjóðar skert. Hernaðarlega væru slíkar bækistöðvar líka að (Framhald á 9. síðu.) VAÐSroMtV Ævintýraþráin. MIKIL ER ævintýraþráin. Nú um jólin komu nokkur þúsund flótta- menn frá Ungverjalandi til Aust- urríkis. Yfirgáfu eignir, ættingja, vini, lögðu út í óvissuna. Bætt- ust í hóp meira en 130.000 flótta- manna, sem fyrir voru. Líti hver og einn í eigin barm. Mundi æv- intýraþrá ein saman duga? Náms maður, sem valdi að !esa hagvís- indi í Búdapest meðan þeir voru enn á veldisstóli Rakosi og Gerö, sagði íslenzkum útvarpshlustend- um það m. a. hér a dögunum, að ævintýraþrá mundi hafa rekið fjöida manna yfir ungversku landamerkin. Það var helzta skýr- ingin sem maður fékk. Hlustend- ur eru ýmsu vanir, en þarna höfðu þeir alls ekki við að trúa. Illa ber þessari heimild saman við aðra útlenda sjónarvotta í Búdapest. Maður gæti freistast til að halda, að þessi áhorfandi hafi kynnt sér atburðina með því að horfa á þá í gegnum blað með á- prentuðum kennisetningum. Ef hann hefir rétt fyrir sér, þá er þarna um að ræða þá mestu „æv- intýraþrá", sem um getur í seinni tima sögu, og er þó ekki „ævin> týra“ vant í henni. Er frá minna að hverfa? EITTHVAÐ ERU Ungverjar öðru vísi en annað fólk, ef þeir hlaupa frá heimkynnum og vinum og hverfa út í heim hálfgert að gamni sínu. Eða þeir hafa frá minnu að hverfa en það fólk, sem við þekkjum. Vel má vera, að þar sé einhver hluti skýringarinnar. Þegar menn búa við fátækt og ó« frelsi og sjá enga skímu dögun- ar í þeim efnum, finnst þeim vafalaust _ ekki frá miklu að hverfa. Á stríðsárunum siðustu flýði hver sem gat frá Danmörk og Noregi til hins frjálsa heims, Ekki hefir maður heyrt þess get. ið, að ævintýraþrá hafi verið helzta undirrótin þar. Leppar Þjóðverja í Danmörk og Noregi atyrtu þessa flóttamenn og sögðu þá flýja frá erfiðleikunum og vera óábyrga, kannske sögðu þeir líka að þeir væru haldnir ævln- týraþrá. En úti um heim tók eng inn mark á slíku skrafi. Allir, sem ekki eru blindaðir einhverju ob (Framhald á næstu síöu), ífcSai'-.. ; aíSTSfcv.-!rr^3 333 •

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.