Tíminn - 29.01.1957, Blaðsíða 9

Tíminn - 29.01.1957, Blaðsíða 9
58 búizt við. Hann var í fasta- Kvefni þegar síminn hringdi, og hann var klæddur en órak aður þegar Henry stöðvaði bif reiðina fyrir framan húsið. — Læknisstarfið hlýtur að vera erfitt. Klukkan er þrjú um nótt — ég þori að veðj a um að þetta kemur oft fyrir. — Það kemur mjög oft fyr ir, Harry. — Marian er að hita kaffi handá 'ýður. — Ágætt. Enginn svaf í Friðriks- götu númer 10, og í fyrsta sinn í 30 ár var það ekki Char lotta Chapin, sem réði öllu. Hún bar ekki meira traust til English læknis en annarra lækna, eða yfirleitt annarra Kianna. En læknar eru nú einu Sinni vanir að gefa skipanir og láta hlýða þeim. — Nú vil ég biðja ykkur öll að ungfrú Mcllheny og Mari- an undanteknum, að bíða niðri, sagði hann þegar hann yar kominn upp á fyrstu hæð. — Marian? sagði Char- lotta. —- Já, Marian. Það verður ekki timi til að láta móður Edithar ræða við hana fyrst, en þetta gerir kannske sama gagn. Og vilduð þið svo gjöra isvo vel að fara niður. Hann fékk kaffi og vindil í svefnherbergi Ben Chapin og leit við og við inn til Ed- ithar. Svo kom Marian inn Dg sagöi: ■— Systir Mcllheny . . . —Nú, það var fyrr en ég hafði ætiað. Þakka yður fyrir, Marian. Og viljið þér svo bíða úti á ganginum, svo við get! um kallað til yðar ef við þurf úm á aðstbð að halda. Hann leit aftur inn til Ed- Ithar. Það voru svitadropar á enni hennar. Fæðingin var hafin. Eftir tveggja tíma áreynzlu Edith ar, lögðu þau alúmíngrímuna yfir aldit hennar og dreyptu klóróformi í gasbindið. Hún muldraði óráðshjal þar til hún féll í svefn. —•. Ifátiö Marian segja þeim að þeim hafi fæðzt dóttir, í sagði læknirinn. Eða kannski ætti heldur að segja sonar- dóttir. Marian læddist á tánum niður stigann að dagstofunni þar sem faðirinn og afinn sátu alklæddir, amman var þar einnig klædd í náttkjól og slopp og inniskó. Marian leit af einum á annan og sneri sér síðan til Charlotte eins og af gömlum vana. — Það Varð ptúlka, frú, fall eg lítil stúlka. •— He|íirðú séð hana? spurði Charlotte. . — Neá, frú. — Hvenjig:: líður konunni minni? spurði 'Joe. — Hún- sefur, hr. Joe, sefur ífast. — rrKiY spfúr bara . . . ekki íieitt annað? — Nei, hún sefur, herra. — Hvað er barniö þungt?i spurði Ben Chapin. — Það fékk ég ekki að vita, herra, sagði Marian. — Hvað fékkstu að vita, Marian? spurði Charlotte hvasst. Og vertu svo góð að segja það vafningslaust. — Ég átti að segja yður að frú Joseph Chapin hefði fætt fallega stúlku . . . — Hver sagöi þaö? Hver sagði að hún væri falleg? spurði Charlotte. — Fröken Mc Ilhenny, syst- ir Mc Ilhenny, frú. — Og þú hefur ekki talaö við lækninn sjálfan? spurði Charlotte. .— Nei, frú. En hann stóð inni í herberginu meðan syst- ir Mc Ilhenny bað mig fyrir skilaboðin frammi á gangin- um. — Og þú áttir að segja okk- ur . . . ? sagði Charlotte. — . . . að það væri indæl, nei ég meina falleg stúlka og að frú Chapin svæfi, herra. Svæfi vært, herra Joe. — Þakka þér fyrir Marian, sagði Joe. — Augnablik, sagði Charl- otte. Farðu upp, Marian, og spurðu English lækni hvenær| við megum sjá barnið . . . og frú Chapin. — Billy English gerir okkur áreiðanlega viðvart, sagði Ben. — En það er líka hugsan- legt að hann gleymi því, sagði Charlotte. Gerðu eins og ég segi þér, Marian. — Já, frú, sagði Marian og fór út. — Til hamingju, sonur sæll, sagði Ben og þrýsti hönd Joes. — Þá ertu kominn í hinn stóra hóp feðranna. Velkom- inn. — Drengurinn minn, sagði Charlotte og kyssti Joe. — Ég er viss um að allt hefur gengið vel þótt Williams English hefði reyndar vel get- að ómakað sig hingað niður til að segja okkur frá því. — Eigum við að skála í kampavíni? spurði Ben. — Nei, sagði Charlotte. Mað ur drekkur ekki kampavín klukkan fimm að morgni. — Maður eignast heldur ekki börn á þeim tíma sólar- hringsins, sagði Ben. En þaö bað enginn þig leyfis til þess og enginn biður þig um leyfi til að drekka kampavínið. — Við skulum fresta því, pabbi, sagði Joe. Geyma það þangað til seinna. — Ég er ekki hræddur um barnið eða Edith. Ef einhver hætta væri á feröum, myndi Bill English hafa gert boö eft- ir þér, — ekki éftir okkur, heldur eftir þér. Og hann gerði það ekki, heldur sendi Marian niður til að segja okk- ur að allt væri í lagi. Ég vil skála í kampavíni fyrir fyrsta barnabarninu mínu og ég ætla að mölva glasið á arn- inum á eftir. Ég á ekki eftir að lifa það að hún gifti sig, en ég skal þó fjandakornið skála fyrir fæðingu hennar. Hann gekk fram í borðstof- una, þar sem hann vissi af kampavínsflösku. — Ó, góðan daginn, Harry, sagði Ben undrandi, þegar hann sá Harry sitja þar uppi á borði. — Það varð stúlka. Er það te eða viskí sem þú hefur í þessum bolla? — Það er viskí, herra. — Jæja. Náðu í dálítinn ís, við ætlum að fá eina kampa- vínsflösku, frú Chapin og Joe og ég. Þrjú glös af þeim beztu og kæli með ís. Komdu með þetta inn í dagstofuna en ég skal opna flöskuna sjálfur. — Má ég óska til hamingju, herra? — Þakka þér fyrir, Harry. Þér er það sannarlega óhætt. — Er enn of snemmt að segja um, hvernig hún lítur út? spurði Harry. — Ég hef ekki einu sinni séð hana ennþá. En ég er viss um að hún er nógu falleg. — Já, herra, sagði Harry. Hann lyfti bollanum sínum. — skál fyrir ungfrú Chapin. Það er ekki nema ein ung stúlka til með því nafni, er það ekki svo, herra? — Alveg rétt, sagði Ben. Ben sneri aftur til dagstof- unnar þar sem Joe sat í sóf- anum við hlið móður sinnar. — Nokkuð að frétta? spurði Ben. — Ekki enn, sagði Joe. — Er virkilega ekki hægt að sannfæra ykkur um að maður á að fagna barnsfæðingu, en ekki setja upp fýlusvip? spurði Ben. — Þú virðist eiga hægt um að gleyma, sagði Charlotte. — Hvað vogarðu þér? sagði Ben. — Svona, pabbi, sagði Joe. — Farðu upp og heilsaðu konunni þinni og barninu þínu, sagði Ben. Gerðu eins og ég segi þér. — Ég verð aö bíða hér . . . — Heyrðurðu ekki hvað ég sagöi? spurði Ben. Joe stóð upp og fór út úr stofunni og þegar hann var farinn staðnæmdist Ben frammi fyrir konu sinni. — Sjáum til . . . þú hefur veriö að reyna að hræða hann. — Ég hlusta ekki á þig, sagði Charlotte. — Ég veit hvað er á seyði og þú veizt vel að ég veit það, sagði Ben. — Þú ættir bara að sj á sj álf an þig núna, sagði Charlotte.. — Ég sé þig og það er mér alveg nóg ,sagði Ben. — Já, og ég sé þig. Þú lítur út eins og þú værir að fá slag. Það væri leiöinlegt ef þú feng ir slag einmitt núna. Verulega leiðinlegt. — Já, ég veit vel að það er þín heitasta ósk, en þér verður ekki kápan úr því klæðinu. Ég er við ágæta heilsu og verð það vonandi áfram, svo að ég á kannski eftir að lifa það að sonur minn verði karlmaður. — Það sem þú kallar karl- mann. — Alveg rétt, sagði Ben. — Hann er orðinn faðir, og vertu ! 5$S5555$5$$55S55S55S5555S55$5553555Í$5$5$S5555555555$555$$5$S5S5$5S55$5S3 Unglinga vantar ti! btaðburSar i eftirtatin hverfi: HýbýEaveg Scgamýri AFGREIBSLA TÍMANS. jiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiifiimiiimmiiiiiimiiiiimmiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiíiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiint . Til sölu § íbúð á hitaveitusvæðinu, fjögur herbergi og eldhús. n H Rannveig Þorsteinsdóttir, = 1 Fasteignasala, i I Norðurstig 7, sími 82960. i imiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiuiiiiiiiiiiiiiiiiimiililiiiiiiiiimiiiiiiiiimmiimiiiu imiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii'iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiimiimm | Jörð til sölu 1 E Jörðin Fjall í Kolbeinsdal í Hólahreppi í Skágafirði er | I til sölu og iaus til ábúðar í næstu fardöguin. — Jörðin | | er mjög góð sauðjörð. Tún og engjar girt, bílvegur | 1 heim í hlað. Sími á staðnum. — Semja ber við eiganda i 1 jarðarinnar er gefur nánari upplýsingar. i 1 Vígíundur Pétursson, 1 Skagfirðingabraut 10, Sauðárkróki. i .......................... •;W.V,,.V.V.%V.V.,.V.V.V.%V.V.V,V.V.W.V.,.%%V.VA\ Innilega þakka ég öllum þeim, sem á áttræðisafmæli £ í mínu glöddu mig' á margvíslegan hátt. v I; Lifið heil. ’.V.Vm' Gísíi Jónsson frá Saurbæ. .v.v MaSurinn minn Bjarni Ásgrímur EyjóSfsson frá Steinsmýri, andaðist á Landsspiialanum þann 26. þ. m. Fyrir mina hönd og barna okkar. KatrínDavíðsdóJtir; i

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.