Tíminn - 30.01.1957, Blaðsíða 1

Tíminn - 30.01.1957, Blaðsíða 1
ftrlgizt með tímanum og lesið TÍMANN. Áskriítarsímar 2323 of 81300. Tíminn ílytur mest og fjö)- breyttast almennt lesefni. 41. árgangur. Efni blaðsins í dag. 1 Fjórða síðan og íþróttir, -bls. 4. i Kashmír-deilan, bls. 6. ] TVA-mannvirkin í U.S.A., bls. 7. 24. biað* Gæzlulið S.Þ. fari til Akaba-flóa og Gaza — en ísraelsmenn fari þegar í stað frá egypzku Sandssvæði Lester Fearson leggnr fram málamiðlimartillögur fyrir ailskeriarþing S. þ. Gæzlulið S.þ. yrði fyrst um sinn að fara með stjórn við hina gömlu vopnahléslínu, en það yrði engin framtíðarlausn, gæzluliðið ætti ekki að verða neitt hernámslið. Rússneski fulltrúinn réðst harka lega á áform Bandaríkjanna við Miðjarðarhaf, og sakaði hann Vest urveldin um að reyna að fram- kvæma „nýlendustefnu“ í nýjum búningi. MEÐALVEGURINN f DEILUNNI. Fulltrúi Kanada, Lester Pearson skoraði á allsherjarþingið að fara meðalveginn í þessum málum. — Ekki væri nóg að krefjast brott- farar ísraelsmanna, heldur yrði einnig að leggja fram grundvöll undir framtíðarlausn þessara mála. Pearson Iagði til, að gæzlulið S.þ. tæki við stjórn á Gaza-svæð inu og héldi stöðugan vörð á hinni gönilu vopnahléslínu, til að tryggja, að ný átök brytust ekki út. Kanadiski fulltrúinn lagði einnig til, að gæzlulið S.þ. yrði sent til Akaba-flóa til að tryggja frjálsar siglingar um flóann. Fólksfjöldi sem á útifundi í stórhríð á Lækjartorgi Mikil wmferSatruflun í bænum oer ná- grenni í hríðarbylnum síídegis í gær Við Háskólann Þótt margir hafi Ijót orö um veðráttuna þessa dagana eru þó margir, sem eru í hæsta máta ánægðir og nota hverja stund til útiveru og leikja, en þaS eru börnin. Hins vegar er þeim meinilla viS þýSviSri og rigningu, þvl þá verða þau oft að halda kyrru fyrir inni og þar sem mannmargt er á heimiium, eru þau iðulega fyrir hir>> um eldri meS leiki sina og ærsl. — Myndin er tekin í hliði á Háskóialóðinni og þau þrjú, sem hanga í gránd. inni, hafa þarna fundiS hina ágætustu hringekju við sitt hæfi. (Ljósm.: Sv. Sæm.). Mikill ArabaleilStogi kommn vestur um haf { Saud Arabíukonungur ræðir ástandið í Mið-AusturSöndum við Eisenhower Mikil umferðatruflun varð í Reykjavík og nágrenni síð- degis í gær, aðallega á tímabilinu milli kl. 4 og 7 síðd. Stöðv- uðust þá strætisvagnaferðir í mörg hverfi, og um það bil sem fólk hætti vinnu, biðu hundruð manna, ef ekki þúsundir eftir strætisvögnum. Úr þessu greiddist svo þegar kom fram á áttunda tímann, því að þá var orðið þítt og veður miklu betra. HraSferSin austur- og vestur- bær stöðvaðist, svo og ferðir inn í Voga og Kleppsholt og ýmis út- hverfi. Um klukkan sex var mikill mannfjöldi á Lækjartorgi og minnti helzt á útifund, þótt lítið fundarveður væri. Bílar sátu fast- ir um allan bæ, og tafði það mjög ferðir strætisvagnanna, þótt þeir kæmust að lokum leiðar sinnar. Hafnarfjarðarleið teppist. Á tímabiiinu milli kl. 5 og 7 stöðvuðust Hafnarfj arðarvagnarn- ir einnig, mest vegna smábíla sem sátu fastir á veginum og hríðar- kófs. Einnig stöðvaðist Kópavogs vagn um sama leyti. Þessir vagnar hófu þó aftur ferðir í gærkvöldi og gekk þá vel eftir ástæðum. Guð mundur Jónasson ætlaði á einum hinna sterku bíla sinna upp að Vífilsstöðum í gærkvöldi, en komst ekki alveg alla leið, svo var ófærð in mikil þar. Fólk, sem beið lang- tímum saman á ýmsum stöðvum strætisvagna, hélzt ekki við úti, vegna veðurhörku og flúði á náðir fólks í næstu húsum. Ternen eim éíimdin Mikill fjöldi skipa og flugvéla leitaöi að skipinu, árangur eng inn, enda hin verstu leitarskil- yrði. KAUPMANNAIIÖFN - NTB, 29. jan.: — Danskar og bandarískar flugvélar leituðu í dag á mjög víðáttumiklu svæði fyrir utan suðausturströnd Grænlands, að danska eftirlitsskipinu Ternen, en þess liefir verið saknað síðan á föstudag með 80 manns um borð. Mikill fjöldi af stórum og smáum skipum tók einnig þátt í leitinni, sem enn hefir engan árangur borið, en ieitarskilyrði voru hin verstu í dag vegna dimm viðris. Bandarísku flugvélarnar eru frá herbækistöðvum Banda- ríkjamanna á Grænlandi. Flaggskipið Umanak, sem sakn að var fyrir skömmu, en var heilt á húfi, tók einnig þátt í leitinni. Ternen er talin hafa verið á svip uðum slóðum og Umanak er mik ið ofviðri skall á, sem gerði það að verkum, að loftnetið slitnaði á Umanak, svo að það varð sam- bandslaust við umheiminn í nokkra daga. ÓeirSir í Alsír PARÍS, 29. jan. — 4000 verka- menn í Frakklandi, ættaðir frá Alsír ,gerðu í dag verkfall til að leggja áherzlu á kröfur innborinna manna í Alsír um aukið sjálfstæði. I dag urðu nokkrar óeirðir í Alsír-borg. Frönsk lögregla lét opna allmargar verzlanir, með valdi og knúði verkamenn til að fara á vinnustað, þrátt fyrir boðun um allsherjarverkfall. Mjólkurbílarnir að brjótast austur yfir fjallið í gær Þeir voru 17 klukkustundir aí brjátast Knsuvíkurleiðina. Líklegt aí búm veroi farin í dag Mjólkurbílarnir, sem lögðu af stað frá Selfossi í fyrradag komust ekki til Reykjavíkur fyrr en klukkan hálfsjö í gær- morgun eftir mjög erfiða ferð. Mikill snjór var á Krísuvíkur- veginum og varð að moka töluvert með höndunum, þar sem stærri verkfæri voru þarna af skornum skammti. Einn bíl- anna brotnaði við Sveifluháls. Heiðin lokast á ný. En þegar leið á daginn skall á blindbylur á ný, og lokaðist allt rétt í þann mund, sem heiðin var að opnast. Voru bílarnir á austur- leið þá staddir í Svínahrauni og sátu þar um sinn. En um klukkan sjö var komin slydda og batnandi (Framhaid á 2. si'ðu). Um klukkan tvö í gær lögðu svo bílarnir af stað austur aftur, og voru þá stórvirk tæki, ýtur og plógar vegagerðarinnar, komin á stað til að ryðja Hellisheiðarveg- inn, þar sem mönnum þótti það ráðlegra en fara Krísuvíkurleiðina aftur. Forsetinn brýtur gamla hefð í hinum veglegu méítökum - Konungurinn fékk heldur kaldar kveðjur frá stjórnarvöldum New York NEW YORK, 29. jan. — Saud, Lodge, aðalfulltrúi Bandaríkjanna konungur Saudi-Arabíu kom til' á þingi S.þ. og ýmsir fleiri hátt- New York í dag, sjóleiðis, í opin-: settir embættismenn. Saud kon- bera heimsókn til Bandaríkjanna.! ungur sat kvöldverðarboð Hamm- Saud kom vestur um liaf með arskjölds, en síðan ávarpaði hann bandaríska stórskipinu Constitut | allsherjarþing S.þ. ion. Bandarísk flotadeild kom til' móts við skipið skammt fyrir utan New York og var skotið úr fall- byssum til heiðurs konungi og fylgdarliði hans, sem stigu um borð í lierskip er sigldi inn í New York höfn. ÁVARPAÐI ALLSHERJAR ÞINGIÐ. ' Meðal þeirra, sem tóku á móti Saud, konungi, var Henry Cabot ________________ __ , Færeyskor sjómaður drukkuar af Ólafsvíkurbát í fyrradag drukknaði færeysk- ur sjómaður af vélbát frá Ólafs- vík. Hét hann Janus Jensen og var stýrimaður á vélbátnum Þórði Ólafssyni. Þetta skeði í fiskiróðri og var iegið yfir línu. Háseti var uppi með stýrimanni, hásetinn að vinna aftur á, en stýrimaður- inn fram á. Vissi því enginn, hvernig þetta atvikaðist, en há- setinn tók eftir því, að Janus var liorfinn. Var þá þegar hafin leit að honum, en hún varð árangurs- iaus, þótt vitað væri að aðeins nokkrar mínútur voru liðnar síð- an hann sást frammi á bátnum. Janus var 36 ára að aldri og læt- ur eftir sig fjölskyldu. Saud og Eisenhower Richard Wagner borgarstjóri í New York lýsti yfir, áður en Saud kom, að af hálfu New York-borgaP yrðu engin hátíðahöld til að fagna konunginum. — Wagner lýsti því einnig yfir, að borgarstjórn New York myndi ekki heldur sýna Títá , einvaldsherra Júgóslafvíu neina- virðingu. i FORSETINN TEKUR Á . MÓTI SAUD. ' j Saud dvelst í New York í nótt, ' en á morgun fer hann flugieiðis ! til Washington í einkaflugvél [Eisenhowers forseta, Columbine. Forsetinn mun sjálfur taka á móti Saud á flugvellinum og er Saud fyrsti þjóðhöfðinginn, sem hlýtur slíkar móttökur af hálfu Bandaríkjaforseta. Dulies ntan,- ríkisráðherra og Radford forseti herráðsins munu eitinig taka á móti honum á flugvellinum. (Framhald á 2. sfðu).

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.