Tíminn - 30.01.1957, Blaðsíða 6

Tíminn - 30.01.1957, Blaðsíða 6
T f MIN N, miðvikudaginn 30. janúar K959. ir~ SHtóm u Útgefandi: Framsóknarflokkurinn. Ritstjórar: Haukur Snorrason Þórarinn Þórarinsson (áb.). Skrifstofur í Edduhúsi við Lindargötu. Slmar: 81300, 81301, 81302 (ritstj. og blaðamenn), auglýsingar 82523, afgreiðsla 2323. Prentsmiðjan Edda h.f. ERLEN7 YFIRl.iT: Fuglarnir og olían SJÁLFSAGT er enginn maður til, sem talið getur upp allt það, er gengur að Sjálfstæðisflokknum um þessar mundir. Það er ó- teljandi eins og vötnin á Tvídægru. Veiklun flokksins týsir sér með mörgu móti: Ólafur Thors er að missa íjörið. Bjarna Ben. mistekst að skrifa Morgunblaðið, þótt allur sé hann þar af vilja gerður. Bæjarmálefnin gretta sig framan í Gunnar Thoroddsen, eins og þeim leiö ist núorðið hans snoturlegu ræður. — Og svo er olían, sem Hamra :fell flytur með niðursettu r'lutningsgjaldi, að gera út- af við Sjálfstæðisflokkinn. Reiði braskaranna yfir því að samvinnumenn höfðu íbæði framtak og lánstraust til þess að kaupa olíuflutn- ingaskip strax og landsstjórn inn veitti leyfi til þess, brenn úr liðsoddunum í geði, af íþví samkeppnisliðið skorti íramtakið og getuna. Til viðbótar kom það svo að sarnvinnumenn lækkuðu :tlutningsgjöldin um meira ,en fjórðungspart frá gild- andi heimsmarkaðsverði; auk þess að tryggja það, að olíuskortur yrði ekki í land inu. Ef flutningsgjöldin hefðu ekki verið lækkuð, hefðu Sjálfstæðismenn sennilega þolað mátið og þagað. En lækkun, sem allur landslýð- ur hlaut að skilja að var sam vinnumönnum að þakka, þoldu þeir alls ekki, réðust til atlögu og hrópuðu, að lækkunin hefði átt að vera miklu meiri. Mennirnir, sem aldrei höfðu látið sér um munn .fara að Eimskipafélagið ætti að slá af markaðsverði vöru flutninga og meira að segja höfðu leyft því félagi að hirða hækkunargróða af er- lendum skipum, sem ríkið leigði, en lét því eftir að reka, — þeir segja nú, þegar sam- vinnumenn lækka flutnings- gjöldin um fullan fjórða- part, — að þeir hagi sér sins og okrarar. Leynir sér nú sannarlega 2kki hatur liðsodda Sjálf- stæðisflokksins á samvinnu- stefnunni. ■ Aldrei framar ætti nokkur samvinnumaður aö þurfa að Saga deilunnar um Kashmír Sennilega verður láti<J sitja vi<J þau málalok, sem nú eru oríin 1 láta glepjast til að fela Sjálf s tæðismanni umboð til þess að fara meö atkvæði sitt á Alþingi, þótt Sjálfstæðis- menn tali stundum blítt til samvinunnar, þegar þeir eru í biðilsbuxunum. Broslegt er að heyra, þegar Sjálfstæðismenn leyfa sér að krefjast þess að rekstur Hamrafells slcili arði sínum til samkeppnismanna jafnt og samvinnumanna. Auðvit- að gengur arðurinn til félags manna, er að skipinu standa, og skiptist milli þeirra í hlut falli við viðskiptin. Hinsveg- ar getur hver sem vill gengið í samvinnufélag og notið arðs ins. Hversvegna hvetja Sjálf stæðismenn ekki fólk til að gera það? Samvinnumenn hafa samt gert það, sem samkeppnis- menn geta ekki bent á að þeir hafi nokkurntíma gert: að gefa eftir, andstæðingum sínum og keppinautum sem öðrum, fullan fjórðung flutn ingsgjalda. Og svo ærast þiggjendurn- ir — Sjálfstæðismenn — og hrópa: Gjöfin er of lítil! FYRIR nokkrum árum urðu nokkrir fuglar fyrir því hér á ReykjavíkUrhöfn að löðra sig í olíu. Þar á meðal voru nokkrir svartbakar og grámávar. Þessir kröftugu fuglar gátu með engu móti neytt vængjanna vegna olíu- brælunnar. Þeir báru sig illa, vældu eða góluðu langdregið annað slagið, en ráku svo upp einskonar org hinn sprett inn. Þeir áttu sannarlega bágt. Sjálfstæðismenn á Alþingi og í blöðum flokksins minna á þessa fugla. Þeir hafa löðr að sig í olíu Hamrafells. Svo væla þeir eins og Ingólf ur á Hellu gerði, þegar hann sagði: „Það er fagnaöarefni a'ö ís- lendingar hafa eignast olíu- skip“. (Morgunbl. 24. jan.). Eða þeir reka upp org, eins og felst í orðunum sem Morg- unblaðið, 26. jan., hefir eftir Sigurði Bjarnasyni, að hér sé um að ræða: „purkunarlausasta okur, sem um getur í viðslciptasögu síðari áratuga hér á landi“. Sannarlega eiga þessir fugl ar bágt, eins og komið er. I SEINUSTU viku gerðust tveir atburðir í sambandi við Kash- mírdeiluna svonefndu. Annað var það, að öryggisráð S. Þ. samþykkti á fimmtudaginn með 10:0 atkv. (Rússar sátu hjá), að endurnýja kröfu sína um þjóðaratkvæða- greiðslu í Kashmír um framtíðar- stöðu landsins, og að meðan hún hefði ekki farið fram, myndu S. Þ. ekki viðurkenna neinar breytingar á stöðu þess. Hitt var það, að á laugardaginn gekk í gildi í hinum indverska hluta Kashmír stjórnar- skrá, er sérstakt stjórnlagaþing hafði samþykkt á síðastliðnu ári, þess efnis, að Kashmír væri hér eftir hluti af Indlandi, en þó með nokkurri sérstjórn. Þar sem allmikið hefir verið rætt um þetta mál að undanförnu, þykir rétt að rifja hér upp for- sögu þess í aðaldráttum. ÞEGAR INDLANDI var skipt 1947, var furstadæminu Kashmír haldið utan við, þótt það hefði heyrt undir Indlandsstjórn Breta. Við það sköpuðust deilur um það, hver framtíðarstaða landsins skyldi vera. Sumir vildu sameina landið Pakistan, aðrir Indlandi og enn aðrir vildu gera það að sjálf- stæðu ríki. Það mælti með sam- einingunni við Pakistan, að megin- þorri íbúanna var múhammeðstrú- ar. Með sameiningu við Indland mælti það, að furstinn og aðrir helztu valdamennirnir voru Ilindú- ar. Með sjálfstæði Kashmír mælti það, að Kashmír var lengi búið að vera sérstæð ríkisheild og hafði ýms skilyrði til að gerast sjálfstætt ríki. Fram að þessu hefir þó ekki verið nein teljandi sjálfstæðis- hreyfing í landinu. Það fór eins og vænta mátti, að bæði Pakistanmenn og Indverjar myndu sælast eftir yfirráðum í Kashmír. Fyrst riðu á vaðið þjóð- flokkar í Norður-Pakistan, án þess að stjórnin í Pakislan stæði á bak við þá. Þeir gerðu innrás í Kash- mír með það fyrir augum að inn- lima landið í Pakistan. Her þeirra fór hins vegar fram með lítilli lægni og fékk því íbúana fremur á móti sér. Furstinn og stjórn hans sneri sér þá til indversku stjórn- arinnar og bað hana um liðveizlu. Hún sendi her til landsins, er hóf að reka Pakistanmenn í burtu. Pakisíanstjórn taldi sig ekki geta horft á það aðgerðalaust og sendi einnig her til landsins. Horfur voru á, að hér kæmi til styrjaldar milli Pakistans og Indlands. atkvæðagreiðslu í Kashmír myndu i fylgja æsingar og róstur í báðum ilöndunum, er gáetú haft alvarleg- ustu afleiðingar, en 40 millj. Mú- i hammeðstrúarm. eru í Indl. og 9 jmillj. Hindúa í Pakistan. Ef til ! æsinga kæmi, gæti það bitnað á þessum minnihlutum. Annars er mjjjg deilt um það, hvernig atkvæðagreiðsla færi, ef til hennar kæmi. Ýmsir kunnugir blaðamenn telja, að meginþorri í- búanna hafi ekki myndað sér skoS I un um málið, og úrslitin gætu því joltið á því, hverjir væru slyngast- ir í áróðrinum. ÞEGAR INDVERJAR tala uni breyttar aðstæður, sem geri þjóð- aratkvæðagreiðslu óþarfa, eiga Uppdrátturinn sýnir Kashmír nágrannaiönd þess. arstöðu þess. Alkvæðagreiðslan‘þeir fyrst og fremst við eftirfar- skyldi fara fram undir eftirliti og anc *' umsjá S. Þ. Af atkvæðagreiðslunni hefir hins vegar ekki orðið enn, því að ekki hefir náðst samkomulag milli deiluaðila um framkvæmd hennar. Um það efni eru búnar að standa mjög langar og flóknar samninga- viðræður og er erfitt fyrir báða aðila að dæma um það á hvorum aðilanum hefir strandað meira framan af. í seinni tíð hafa Ind- verjar hins vegar talið, að at- kvæðagreiðsla ætti ekki lengur við vegna breyttra aðstæðna. Pakistan stjórn hefir hjns vegar ekki sótt það af neinu verulegu kappi að undanförnu að atkvæðagreiðslan færi fram. Afskipti hennar af þeim málum hafa bersýnilega verið mest til málamyndar. Margir telja, að þessi afstaða stjórna Indlands og Pakistan markist á því, að þær búizt við að bæði löndin myndu tapa, ef at- kvæðagreiðsla færi fram, þ. e. að sú stefnan yrði ofan á, að Kashmír yrði sjálfstætt ríki. Hvorki Ind- verjar eða Pakistanmenn munu telja æskilegt að hafa sambýli við veikt smáríki, sem jafnframt yrði í nábýli við Rússa og Kínverja og gæti*því orðið kommúnistum auð- veld bráð. Loks munu svo stjórn ir Pakistans og Indlands óttast, aðt Þegar indverski herinn kom til Kashmír, var Sheik Abdulla for« sætisráðherra þar. Hann naut mik* -• I illa vinsælda, enda framfarasinn- aður, og naut jafnframt stuðninga stærsta stjórnmálaflokk landsins. Lengi vel var hann því fylgjandi, að Kashmír sameinaðist Indlandi, en síðan tók hann að hallast að því, að Kashmír yrði sjálfstætt. Indverjar komu því þá þannig fyr- ir, að honum var steypt frá völd- um og hefir hann setið í varðhaldi síðan. Eftirmaður hans varð Ghulam Mohammed, sem einnig nýtur vinsælda í Kashmír, enda at- hafnasamur stjórnandi. Hana' gekkst fyrir því að kallað var sam- an stjórnl^gaþing og samþykkti það á síðastliðnu ári stjórnarskrá, sem mælir svo fyrir um, að frá 20. janúar 1957 skuli Kashmír til- heyra Indlandi, en hafa allvíðtæka sjálfstjórn. Þessi stjórnarskrá gekk í gildi á laugardaginn, eins og ráð hafði verið fyrir gert. Vegna hennar telja Indverjar, að atkvæðagreiðsla um framtíðar- stöðu Kashmír sé ekki lengur tímabær. Erlendir fréttamenn, sem hafa ferðazt um Kashmír, segja að Ind- verjar hafi gert mikið til þess að (Framhald á 8. síSu). ‘BAÐSroMA! Mesti einokunarflokkurinn FYRSTU UMRÆÐU er :.iú lokið í neðri deild um • irumvarp ríkisstjórnarinnar várðandi sölu og útflutning sjávarafurða. Frv. er nú til athugunar í sjávarútvegs- . aefnd deildarinnar. Þessi fyrsta umræða um frv. var mjög lærdómsrík. — Hún leiddi það nefnilega í ljós, að Sjálfstæðisflokkur- . :inn, sem læzt hafa viðskipta- frelsi á stefnuskrá sinni, vill ann sem fyrr viðhalda einok :m á fiskverzluninni. Astæðan er einföld. Gæð- ingar flokksins hafa skapað sér þar arðvænlegt hreiður. Hag þeirra metur flokkurinn meira en að fylgja fram því, sem hann telur stefnu sína. HÉR HEFUR fengist ný sönnun um eðli Sjálfstæðis- flokksins. Hann er fyrst og fremst klíka nokkurra sér- gróðamanna. Hlutverk hans er fyrst og fremst að þjóna þeim. Stefnumálunum flagg- ar hann aðeins til að sýsiast, I TILEFNI af þessu sneri ind- verska stjórnin sér til öryggisráðs S Þ. í ársbyrjun 1948. Óskaði hún eftir því, að það beitti sér fyrir að stöðva vopnaviðskipti og léti íbúana síðan ákveða framtíðar- stöðu landsins með þjóðaratkvæða- greiðslu. Öryggisráðið tók málið , fljótt til meðferðar og náðist sam- ikomulag um vopnahlé frá 1. janú- ar 1949. Síðar á sama ári náðist samkomulag um vopnahléslínu. Samkvæmt henni fékk Pakistan í sinn hlut fjallahéruðin meðfram landamærunum og eru þar um 900 þús. íbúar. Indverjar fengu í sinn hlut Kashmírdalinn, sem hefir um 2 millj. íbúa, og Jammu-fylkið, sem hefir um 1,6 millj. íbúa. Báðir þessir landshlutar eru frjósamir, einkum þó Kashmírdalurinn, sem er einn frjósamasti blettur Asíu. Hann liggur meðfram Jhelum- fljóti og er um 135 km. langur og 40 km. breiður til jafnaðar. Hér- uðin, sem Pakistan fékk, eru frem ur ófrjó. Til þess var ætlazt, að þessi skipting Kashmír yrði aðeins til bi’áðabirgða. Báðir aðilar féllust á, að fram skyldi fara í öllu landinu þjóðaratkvæðagreiðsla um framtíð Þessvegna er Sjálfstæðis- flokkurnn í raun og sann- leika mesti einokunarflokk- ur landsins. Frelsistal hans er fyrst og fremst viðleitni til að leyna þeirri staðreynd. Eg ber og þú berð. ÉG TÖLTI í mjólkurbúðina með tösku og tómar flöskur og mæti nágrannanum, sem er á heim- leið úr sams konar erindisrekstri. Aðrir húsráðendur eða konur þeirra fara um svipað leyti í fiskbúöina, og e. t. v. er gerð þriðja ferðin í brauðbúðina. — Þetta gerizt allt í landi, sem sagt er þjást af vinnufólksskorti. Við höfum komið aðdráttum okkar til heimilanna svo óhaganlega fyrir, að vinnukraftur frá að kalla hverju heimili í borginni er upp tekinn við það nokkra stund á degi hverjum að sækja mjólk og fisk. En þéssar tvær vörutegund- ir eru helzta neyzluvara lands- manna. Alþjóðlegar skýrslur kalla okkur mestu mjólkur- drykkjumenn í heimi, og fisk neyziuna þarf ekki að efa.Hún er áreiðanlega líka mest. En þessar vörutegundir þurfum við að sækja, hver um sig. Aftur á móti getur maður látið senda heim til sín ýmis konar útlenda vöru. Ég verð að segja eins og er, að mér finnst hörmulegt skipulag á þessum hlutum. Stundirnar týnast. MENN geta gert sér það til dundurs að reikna , hve margar vinnustundir fara forgörðum á dag við mjólkur- og fiskburð hér í Keykjavík. Það er ekkert smá- ræði. Það má að vísu segja, að börn annist þessa flutninga að einhverju leyti. En þeir, sem oft koma í þessar búðir sjá þó, að börnin eru bar í miklum minni- hluta. Og svi er ösin og afgreiðsl an. Það er tkki nóg «S búa sig til feröa.- og fara. Nei, -jvo þarf maður að bíða. Mikið vatn renrb ur til sjávar á íslandi meðan ma3 ur bíður í mjólkurbúð eða fisk< búð. Það er ekki fátækt þjóðfé< lag, sem hefir efni á að farai þannig með tímann. Það blasic við öllum, sem um það hugsa, að aðdrætti þessa mætti skipuleggja' með allt öðrum og hentugri og ódýrara hætti fyrir þjóðfélagið, Fáir menn með bíla geta afkast- að því, sem þúsundir manna eru að bjástra við, hver í sínu lagi. í nágrannalöndum okkar, eu skipulag á heimsendingu mat- væla með fullkomnu sniði. — I Danmörk fær húsmóðirin allt* sem hún þarfnast, þegar fyrir kl. 8 á morgnana, og er skipulag Dana til fyrirmyndar. Sama er að segja í Hollandi og raunar 1 flestum menningarlöndum. ■I Annars manns eign. MAÐUR VERÐUR oft var við, hve fólk metur tíma náungang lítils. Það þykir ekki tiltökumál, að ræna af honum klukkustund af vinnu eða hvíldartíma me3 einskisverðu spjalli eða erindis- rekstri. Stofnun, sem á erindi við nokkra tugi manna, boðar þá til sín á sama tíma. Þar er ekki einui sinni húsaskjól fyrir alla. Menrj verða að norpa og bíða upp undl ir klukkutíma. Þetta er tillits- leysi af verstu tegund og skiln- ingsleysi, en er dæmi um viðhorí manna til tíma annarra. Tími er að vísu misjafnlega dýrmætur, og mönnum finnst e. t. v. sak- laust að hrifsa til sín klukku- stund, sem hefði hvort eð er far ið fyrir lítið. En þessi klukku- stund er eign náungans, og það er hans að ráðstafa henni. Þa3 gleymist stundum. —Finnur.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.