Tíminn - 30.01.1957, Blaðsíða 5

Tíminn - 30.01.1957, Blaðsíða 5
TÍMINN^ migvikndaglnn 30. janúar 1957. í minningu 50 ára jafnréttisbaráttu Kvenréttindafélags Islands Ávarp forsetafráar Ðóru Þórhalls- dóttur viS opnun minnmgasýningar félagsins síðastliSinn sunnudag Áð liálfmiðum vetri GóSir gestir og félagskonur! í dag er minnst stofnunar Kvenréttindafélags íslands fyr- ir 50 árum. Ég er ófeimin við að segja, að þá var ég komin undir fermingu, og farin svo- lítið að' fylgjast með í heimi þeirra fullorðnu. t)m þetta leyti kom frú Bríet Bjarnhéðinsdóttir oft á heim- ili ‘foreldra minna í Laufási, og ég kynntist þá þegar hennar áhugamálum. Hún var gáfuð og einbeitt kona, og sætti á stundum háði af körlum og tómlæti af kon- um, fyrir sitt markvísa starf. Það hefði verið gaman, ef hún hefði getað verið hér og fund- ið, að vér erum nú öll, konur og karlar, orðin sama hugar. Það sem þá þótti frekja, er nú svo sjálfsagt, að oss hættir við að gleyma að nokkur bar- átta hafi átt sér stað. Nú dettur engum hér á landi annað í hug en að kona og karl eigi að hafa jafnan rétt í mann legu félagi. En þegar marki er náð, þá er þó gott að gleyma ekki baráttunni. Jafnrétti eigum vér að meta, þó að takmarkinu sé að mestu náð. Það er ótrúlegt að hugsa til baka ein fimmtíu ár, hvað þetta var þá fjarlægt. Og það er undarlegt, að karlar,' sem þo allir hafa átt móður, systur og konur, skuli ekki alltaf hafa lit ið á þær eins óg jafnmgja í öllu þjóðfélagsstárfi. ; Það var til úti í löndum, að talið var að konúr hefðu ekki sál. En um siíkt hefír aldréi verið að ræða hér á landi, eins og bert er af hinu glæsilega jafnrétti kvenna og karla í ís- lendingasögum, allt eftir mynd arskap og hæfileikum. Og þetta nægði máske með- an heimilið og ættin var næst- um þjóðfélag út af fyrir sig. — Þetta er líka skýringin á því, hvað þessi fimmtíu ár, hafa skilað oss fljótt áfram. Og þó kostaði þetta baráttu ágætra kvenna, sem vér minnumst nú með þakklæti og virðingu. En með réttindum koma skyldur. Sumum finnst máske að íslenzkar konur hafi ekki neytt til fulls sinna réttinda. En við því vil ég segja, að þær gæta ekki verr sinna skyldna en karlar, og skyldan er önnur hliðin á réttindum. í þessu er enginn metingur. Jafnræði er bezt, ekki sízt milli kvenna og karla. Forsetafrúin, frú Dóra Þórhallsdótt- ir, flytur ávarp við setrsingu sýn- ingar Xvenréttindafélagsins. Mér finnst mjög tilhlýðilegt, að fimmtíu ára kvenfrelsisbar- áttu sé minnst með viðhöfn. Og þessi sýning, sem mér er hér falið að opna, ber þess vott hvers konur eru megnugar, en þó vil ég bæta því við, að á því verður aldréi haldin sýning, sem konur vinna mest og bezt — á heimilum og í uppeldi komandi kynslóða. Að svo mæltu þakka ég Kvenréttindafélagi ísiands 50 ára jafnréttisbaráttu, sem hefir verið háð með svo glæsilegum árangri, —' og lýsi yfir því að afmælissýning félagsins er opnuð. í DAG er bóndadagurinn. Vet- urinn er hálfnaður. Fyrri helm- ingur hans hefur verið mildur, sumstaðar nokkuð umhleypinga- samur, en hvergi hefur hann verið gjafafrekur. En eftir er nú að sjá skepnunum fyrir fóðri til sum- armálanna og svo vorið alt, þar til grængrasið byrjar aftur að skjóta sprotum sínum upp úr móður jörð, og færa skepnunum lífgcösin. Bændurnir höfðu yfirleitt góð hey frá sumrinu, og margir líka mikil hey. Um fóðurskort ætti því ekki að vera í vor. Þó sézt af þeim j skýrslum, sem mér hafa bor-1 ist frá fóðurgæslumönnum, að enn j hafa verið bændur, í haust er leið, j er sett hafa óvarlega á heyin. Von-I andi sleppa þeir, -og svo var að sjá, sem hrepparnir hver um sig- sem heild, hefðu nægjanlegt fóð- ur, þó einstaklingar innan þeirra hefðu það ekki. EN ÞA-Ð er annað sem gæti brugðist til beggja vona í vor! Ymislegt bendir til þess að hey- in frá sumrinu hafi verið stein- efnalítil, ég skal ekki fara að telja það upp sem bendir í þá átt. Af þeim morgu fóðursýnishornum, sem hafa verið efnagreind, fæst þó ekki úr þessu skorið, því þau eru flest tekin með það fyrir augum, að fá upplýstan þann mismun sem er á sfeinéfnamagni töðunnar sem stafar af mismunandi áburði á nýræktartún, en ekki til að fá samanburð á mismunandi gæðum töðunnar á einum tíma eftir ár- ferði. Þyrfti í framtíðinni að hafa Orðið er frjálst: Sig. Ssgfússon: Teningakast Hjálmars Theodórs- sonar á Sauðárkróki Þakkir og leiíréttingar i. I septembermánuði 1956 kom að máli við mig háöldruð kona hér á Sauðárkróki, Sigurlaug Jónasdóttir að nafni, og tjáði mér að hún ætti atvinnulausan son, sem Hjálmar héti Theodórsson. Hafi hann um nokkurra ára skeið imnið á Keflavikurflugvelli, en nú verið sagt upp starfi. Segir gamla konan, að sig langi til að fá son sinn til sín og greiða götu hans, og spyr, hvort ég hafi ekki einhvern starfa hana Hjálmari. Um þessar mundir var hér tals verð vinna, bæði hjá þeim fyrir- tækjum, sem ég stjórna, svo og öðrum vinnuveitendum, svo að ég sagði við gömlu konuna, að hún skyldi láta soninn koma. Afleið- ing þessa samtals varð svo sú, að Hjálmar vann hjá mér fyrir kr. 9.288.77, og tel ég hæpið, að hann teiji til skuldar við mig út af þessum viðskiptum. Nú hefir þessi sami Hjálmar öslað út á ritvöllinn í Tímanum 5. janúar 1957 undir fyrirsögninni „Teningunum kastað á Sauðár- króki“. Ritsmíð þessi ber það nú raunar ekki sérlega glöggt með sér í hverju þetta teningakast er fólgið. En annað ber hún aftur á móti glöggt með sér, að höfund- ur hennar vill skóinn niður af mér og þeim fyrirtækjum, sem ég er meðeigandi í og stjórna. Og þótt það út af fyrir sig sé ekki þakkar vert, að reynt sé að níða niður af manni skóinn, þá er það nú svo um þessa ritsmíð Hjálmars, að ég er henni feginn, því að það er ó- líkt þægilegra að fá þessar skoð- anir opinberlega í Ijós, fyrst þær eru til, svo unnt sé að svara þeim, heldur en berjast við þær þar sem þær fara huldu höfði. Og þessi rit smíð Hjálmars er þann veg vax- in, að hún getur ekki orðið nein- um hættuleg, nema helzt sjálfum honum og þeim málstað sem hann vill þjóna. Hver maður sem les ritsmíð þessa af gaumgæfni, ætti að geta séð í gegn um falsvefjnn svo að ekki verði á villzt. Og til- gang getur hún ekki haft neinn annan en þann, að spilla fyrir þeim atvinnurekstri, sem ég hefi sett af stað á Sauðárkróki, hversu þarft sem slíkt nú annars yrði fyr ir bæ og byggð. Þar sem ég þykist ekki hafa orð ið meinamaður Hjálmars á néina lund, en aðeins gert litla tilraun til að greiða götu hans, þá finnst mér honum farast ekki ólíkt gauks unganum, sem sagt er að sparki fóstursystkinum sínum út úr þreiðrinu, þá er hann stálpast. Hjálmar þessi gerir aftur á móti lilraun til að „steypa undan“ þeim er um stund hefir veitt honum við urværi. En hann vill láta líta svo út sem hann geri þaþ vegna „fóst- ursystkinanna" vejrkafólksins á Sauðárkróki. — En hefir hann þá gætt þess, hvers þau kynnu að missa, ef „hreiðrið" það yrði sund ur tætt? Skal nú ritsmíð Hjálmars athug uð í einstökum atriðum nokkru nánar. það sjónarmið í huga, og taka líka töðusýnishorn til rannsókn- ar af sömu túnum árlega til að fá hugmynd um gæðin frá ári til árs, og sjá áramismuninn sem get- ur verið mikill, eftir því hvernig viðrar aðalsprettutímann. EN ÞVÍ BENDI ég á þetta nú, að hálfnuðum vetri, að sé þessi getgáta min rétt, má .vænta 'þess að ký(r~ geti orðið yenju- fremur kvillasamar ér á líður, svo og yngri ær og lambgimbrar með fóstri, verði ekki að gert í tíma. Ég vil því benda.bændum á að ég hýgg að sérstök ástæða sé til þess nú að gléyrria ekki að gefa þeim kúm :er vánár érú’ að mjólka vel eða komast í háa nyt eftir burðinn, fóðursaR, Og sama gildir lamb- gimbrarnar umræddu, og tvævetl urnar, sem gengu með lambi í fyrra. Fóðursalt mun fást á flest- um verzlunarstööum kringum landið. Það kostar ekki mikið, en ég hygg það geti verulega bætt fóðrið og trýggt afurðirnar, sé það gefið það sem eftir er vetr- ar. Og kúnum má oft forða frá doða með því að gefa þeim kalk sprautu 4—6 dögum fyrir burð. VERA MÁ, að ég með þessu, láti einhvern eyða fóðurbæti að óþörfu, en það er trú mín, að þeir verði fleiri, sem með gjöf þess tryggi sér auknar tekjur, og geti fyrrt sig skakkaföllum. Bóndadaginn 1957. Páll Zóphóníasson. II. Eitt aðal-ákæruatriði Hjálmars á mig er þetta (orðrétt tekið upp) „Árið 1956 greiddi Sigurður Sig- fússon starfsfólki, sem hjá hon- um vann, ekkert kaup.“ (Auð- kennt af Hjálmari sjálfum). Á- framhald þessarar fullyrðingar hans er svo það, að í ágúst hafi þetta verið komið í „algert óefni“ svo að hinn „17. ágúst hafi verið haldinn á Sauðárkróki almennur félagsfundur um málið.“ Úr þessu væri ekki óeðlilegt að spyrja: Var þá árinu 1956 lokið hinn 17. ág.? — Svo er að sjá af ritsmíð Hjálm ars, og er öll hans rökfærsla eftir því. En sannleikurinn í þessu máli er sá, að fyrir 17. ágúst voru fyr irtæki þau, sem við mig eru kennd á Sauðárkróki búin að greiða ná- lega 2 milij. króna í vinnulaun, og frá þeim tíma tii áramóta voru greiddar kr. 750.000,00. Alls hefir því verið greitt í vinnulaun kr. 2.750.000,00 á árinu 1958, en Hjálmar segir, að ég hafi ekkert greitt á árinu. — Málflutningur Hjálmars er því „með þeim end- emum að einsdæmi má teljast", svo að ég noti Hjálmars eigin orð um vanskil mín. m. Ákæru Hjálmars um vanskil mín í kaupgreiðslum og taxtabrot vil ég'svara í einu lagi með því sem nú skal tekið fram. Eins og kunnugt er, hefir at- vinnulíf á Sauðárkróki verið — vægast sagt — fremur dauft. Fer fjarri, að atvinnulíf hér hafi sam- svarað þeim ágætu starfskröftum, i sem bæyinn hefir á að skipa. Á | þessu varð veruleg breyting árið | 1955, þegar Hraðfrystistöðin hf., j fyrirtæki það, sem ég og félagar j mínir standa að hóf fisktöku. — ! Fiskur sá, sem stöðin tók, var i sumpart togarafiskur úr togaran- ' um Norðlendingi, sem Sauðár- krðksbúar ásamt Hraðfrystistöð- inni og Kaupfélagi Skagfirðinga voru þá orðnir eigendur að, á- samt Ólafsfirði og Húsavík. Sum- part var fiskur tekinn frá Akur- eyrartogurum. Vegna sameignar Hraðfrysti- stöðvarinnar og Kaupfélags Skag firðinga á togaranum Norðlend- ingi skiptu félögin með sér fiski úr fyrstu löndun hans. En síðan skeður það, að Kaupíélagið til- kynnir, að það vilji ekki, eða hafi ekki möguleika á að taka meiri fisk til verkunnar. Var þá um tvær leiðir að ræða fyrir Hrað- frystistöðina: Annað hvort að hætta allri fisktöku um sinn (með þeim afleiðingum sem það hlaut að hafa fyrir atvinnulíf bæjarins) eða að hún réðist ein í að taka á móti heilum togaraförmum til vinnslu, — hversu erfitt sem það mundi reynast. Var það ráð nú tekið. En þegar svo var komið, var það sýnilegt, að svo mikið starf varð ekki unnið í stöðinni, ófull- gerðri eins og hún var, nema taka upp vákta-skiptingu, og var unnið í tveim níu-klukkustunda vöktum eða 18 klst. á sólarhring. Unnu 45 —48 stúlkur á hvorri varkt, eða 90—96 stúlkur á sólarhring. Um þetta var samið við verkakvenna- félagið Ölduna, og tókust þeir sámningar mjög greiðlega, og hóíst vinna þegar í stað. Karlmenn unnu einnig í vökt- um, en að vísu langt um færri en konur, eða 10—12 á vakt. Liggur nú í hlutarins eðli, að ég taldi sjálfsagt, að karlmennirnir ynnu með hlutfallslega sömu kjör um og konurnar, það er: upp á vakta-kaup, enda hafði ég þegar í upphafi tal af formanni verka- mannafélagsins Fram í þessu skyni. Ákæra Hjálmars á hendur mér fyrir meint taxtabrot, byggist á því, að ég hélt framangreindu sjónarmiði fram á fundi þeim, er haldinn var á Sauðárkróki um þetta mál, en þar sem formlegir samningar um vaktaskipti karl- manna höfðu ekki verið gerðir hjá fyrirtækjum mínum. Þetta fólk veit betur en aðkomumaður- inn, hvernig er að fá fjármagn tii uppbyggingar slíkra atvinnutækja. Það veit einnig — að fenginni reynslu — hvað er að búa í bæ, sem vantar atvinnutæki og þá um leið lífsmöguleika. Þetta fólk gat ekki gengið að því gruflandi að um einhvern drátt á greiðslum hlyti að verða að ræða, meðan. fiskvinnslustöðin ekki fengi sín eðlilegu og sjálfsögðu stofnlán. Enda hefir verkafólkið á Sauðár- króki sýnt fyrirtækjum mínum velvild og skilning sem bezt sést á því, að það notaði ekki félags- samtök sín til þess að knýja fram kaupgreiðslu fyrr en það byggði á, að það með þeim aðgerðum ýtti á eftir afgreiðslu á þessum lánum til fyrirtækjanna. Þá sannar og greiðslufrestur sá, sem fyrirtæki mín fengu við verka fólkið, glögglega velvilja þess og skilning í minn garð, þar sem samningur sá var mér hagstæðari en ég að óreyndu hefði þorað að vænta, enda naut ég þar sérlegá góðrar fyrirgreiðslu forseta Al- þýðusambands íslands, Hannibals Valdimarssonar félagsmálaráð- herra, og meðstarfsmanna hans. - Eg vil hér nota tækifærið og þakka verkalýðsfélögunum og for seta Alþýðusambands íslands, á- fyrirfram, taldi lögfræðingur Al-jsamt meðstarfsmönnum hans fyr- þýðusambands íslands, að reikna ir gott samstarf við að leysa þessi vinnu, án tillits til vakta, og varð Hraðfrystistöðin að hlíta því. Var hér því aðeins um mismunandi sjónarmið að ræða, en hreint ekki tilraun til taxtabrots, enda óeðli- legt, að karlmenn þeir. sem unnu að fiskvinnslunni, ynnu með betri kjörum en konurnar: Þeir fengju næturvinnukaup, þegar þær fengju aðeins sitt vakta-álag. mál, um leið og ég óska, að at- vinnuleysi á Sauðárkróki geri sem, minnst vart við sig á komandi tím um. En til þes að svo megi verða eru stór og vel búin atvinnutæki óhjákvæmilegt skilyrði. IV. Hjálmar- lýsir fundi, sem forseti Alþýðusambands íslands, félags- Er því ekki trútt um, að mál- j málaráðherra Hannibal Valdimars færsla Hjálmars sé einnig hér SOn átti með verkalýðsfélögunum „með þeim endemum, að eins-j á Sauðárkróki hinn 17. ágúst 1956. dæmi megi teljast“. | Talar hann um fund þennan og í sambandi við „vanskil" mín i annan fund, sem haldinn var ár- við verkafólk á Sauðárkróki, reyn | jð 1955, eins og hann hefði verið ir Hjálmar að láta líta svo út, sem i staddur á þessum fundum. Sann- hann beri það mjög fyrir brjósti.: leikurinn er hins vegar sá, að En það situr illa á þessum upp- > Hjálmar kom fyrst til Sauðár- gjafa-verkamanni frá Keflavíkur-, króks eftir áðurnefnt samtal móð- flugvelli að setja upp merkissvip Ur hans við mig. Hann sat því og ráðleggja heimamönnum a Sauðárkróki, sem of vel vita, hvar skór atvinnuleysisins kreppir. Því vil ég segja þeim góða manni það að verkamenn og verkakonur hér á Sauðárkróki vissu vel, hvað þau voru að gera, þegar þau stofnuðu til inneigna á vinnulaunum sínum hvorugan þennan fund, sem hon- um er svo tíðrætt um. Eru skýrsl ur hans af fundunum einnig sam- kvæmt því. Þannig telur Hjálmar skuld mína við verkafólk kr. 700. 000,oo, þar sem kr. 609.000,oo var hið rétta. Þetta eina dæmi sýnir (Framhald á 8. siöu )

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.