Tíminn - 30.01.1957, Blaðsíða 3

Tíminn - 30.01.1957, Blaðsíða 3
TÍM ÍNÍí,.jniðvilíudaginh 3ð. jánúar 1957. Minnzt tveggja nýlátinna syst Fyrir nær 100 árum byrjuðu búskap að Stóra-Fjarðarhorni í Strandasýslu, hjónin Sigríður Jóns dóttir og Þórður Sigurðsson. Sigríður var dóttir hjónanna í Stóra-Fjarö'arhorni, Guðnýjar Gísladóttur Arnfinnssonar og manns hennar Jóns Tómassonar. Þórður var sonur Sigurðar Sig- urðssonar bónda á Felli í Kolla- firði og konu hans Guðbjargar Magnúsdóttur. Þau Stóra-Fjarðarhorns-hjón voru góðum gáfum gædd, ráðdeild arsöm og framsýn. Þórður var hreppstjóri um árabil, en Sigríð- ur ljósmóðir — ein af þeim, er greiðslan var fljót og vel af hcndi leyst. Var það uppörvun að sitja á rúminu hjá henni, sjá handtök- in og spialla við hana, því þróttur hennar og gleði geisluðu frá henni. Fjögur af börnurn þeirra hjóna komust til fullorðins ára. Tvær stúlkur, báðar nú látnar, og tveir piltar. Þórður bóndi á Ljúfustöð- um, kvæntur Maríu Þorbjarnar- dóttur frá Steinadal og Halldór smiður, búsettur á Siglufirði, kvæntur Margréti Franklínsdótt- ur frá Litla-Fjarðarhorni. Eitt sinn sem oftar bar að garði á Ljúfustöðum ferðamann, sem Herselía Þóröardóttir ásamt manni sínum, Bjarna Oddssyiii og barni. gefin var sá hæineiki í vöggugjöf. | baðst gistingar, er fúslega var Er það í frásögur fært, að flestjveitt. Að morgni næsta dags var af því fólki, er fylgdi henni til > gesturinn veikur og kom brátt í grafar, hafi hún vafið ljósmóður- höndum. Þau hjón eignuðust 19 börn, og komust 11 til fullorðins ára. Öll voru þau Stóra-Fjarðar- hornssystkini prýðilegum gáfum gædd, dugmikil og athafnasöm. Hér verður þó aðeins getið tveggja þeirra, er létust á s. 1. hausti. Her- selíu húsfreyju á Ljúfustöðum og Sigurðar fyrrv. bónda í Stóra- Fjarðarhorni. Herselía Þórðardóttir var fædd 23. apríl 1868. Hún ólst upp hjá foreldrum sínum og móður sinni eftir lát föður síns. Varð hún snemma að vinna eftir því sem kraftar leyfðu til framdráttar heimilinu, því hagur þess krafðist allra handa til starfsins. Árið 1900 giftist Herselía Bjarna Oddssyni frá Litla-Fjarðar- horni, af mætu fólki kominn og dugnaðarmaður mikill. Hann hafði! um nokkur ár verið vinnumaður hjá stórbóndanum og athafna- ur Sigurðss0n fr4 FeHi f Kolla jnanninum Guðmundi Barðarsyni, f|rgj 0g sigríður Jónsdóttir kona í Kollafjarðarnesi, en um hann hans og var Sigurður 5. barn matti segja að ollum kom hann þeirra bjona. j bernsku varð liann í1* n°!íur,s Þr,oska ' B1-,arni , vai að leggja hönd að verki og hjálpa jafn liðtækur til vinnu hæði a sjo foreicjrum sinum að vinna fyrir ljós, að hér var um skarlatsótt að ræða. Lá hann þar í nokkra daga, en hélt svo ferð sinni áfram. En að venjulegum tíma liðnum veikt- ist flest heimilisfólkið, og eldri dóttir þeirra hjóna, Oddný, hlaut svo alvarlegar afleiðingar þessar- ar farsóttar, að hún var sjúkling- ur oft með miklum þrautum í 9 ár. Iljúkrun og umönnun kom að miklu leyti í hlut móðurinnar. Voru það erfið og löng ár að horfa á barnið sitt á sjúkrabeði, oft sár- þjáð, og bíða svo milli vonar og ótta, hver endir yrði þar á. En er þrauíum Oddnýjar var lokið — hun látin, veiktist hin dóttirin, Stefanía, af mjög þreytandi sjúk- dómi — taugakrampa -— er þjáði hana til hinstu stundar um 30 ára skeið. Margur myndi ætla, að móðirin hefði bugast af slíkum kringumstæðum, en Herselía hélt ætíð lífsgleði sinni og þróttmiklu skapgerð. Einu sinni var vinkona hennar að ræða við hana og undr- ast hversu mikiu andlegu þreki og glaðværð hún gæti miðlað öðrum. Hafði Herselía þá sagt meðal ann- ars: „Hver á að hlæja á Ljúfustöð- um, ef ég geri það ekki?“ Hún hefir skilið, að gleðin er geisli frá almættinu, sem hverjum einstakl- ingi og heimili er lífsnauðsyn. Bjarna mann sinn missti Her- selía árið 1950 eftir nær 50 ára hjúskap. Þá tók við allri jörðinni Þórður, sonur þeirra, en hún dvaldi hjá þeim hjónum og naut þar ástúðar og umhyggju þeirra og sonarbarna sinna, sem voru henni kærust og öll hennar hugs- un beindist að. Fyrir 5 ..rum varð Herselía fyrir því slysi að fótbrotna og haíðist það í fyrstu ekki vel við. En þrátt fyrir þrautir og ýnisa vanlíðan er þessu fylgdi, heyrðist aldrei til hennar æðruorð. Það var fyrst, er Stefanía dóttir hennar lézt, eftir margra ára þrautir, eins og áður er sagt, að sálarþrek hennar virt- ist raskast. Sá, er þetta skrifar, kom til Herselíu nokkru fyrir and lát hennar og ræddi við hana um liðna tíma. Var hugur hennar all- ur við Ljúfustaði, bæinn sem hún hafði dvalið á yfir 50 ár. Þar sem hún hafði unnið öll sín beztu ár mikið og óeigingjarnt starf i þágu barna sinna og framtíðarinnar. Herselia andaðist 14. sept. s. 1. og var með henni genginn til feðra sinna mætur fulltrúi þeirrar kynslóðar, sem hún taldist til. Eitt sinn, er við Herselía vorum að tala saman, fór ég með eftir- farandi erindi Matthíasar Jochums sonar, og fannst henni þar sagður mikill sannleikur og sem sér íil- einkað:. Móður sinnar á morgni lífs barn er brjóstmylkingur. En í vetrarhríð vaxinnar ævi gefst ei skjól nema' guð. Sigurður ÞórSarsoo, Stóra- FjarSarfiorni Sigurður var fæddur 18. marz 11872 og voru íoreldrar hans Þórð- ‘ ur Sigurðsson frá hinni stóru fjölskyldu, er fjölgaði og i landi. Margar vertíðir reri hann vestur í Bolungarvík, flest- “‘“g ári hveriu ar hjá Þórði Jónssyni á Lauga-i bóli. I Er Sigurður var á 12. ári dó Þrjú fyrstu búskaparár sín voru faðir hans. Elztur af systkinunum þau Herselía og Bjarni i Hlíð og var Jón síðar bóndi á Hvítadal. Þrúðardal í Kollafirði, en árið Var hann sjúklingur um þetta 1904 flytja þau að Ljúfustöðum, þar sem Guðjón alþingismaður Guðlaugsson hafði búið áður. Húsa kynni voru þar allgóð. Guðjón hafði byggt þar öll hús að nýju af smekkvísi. Er jörðin hæg til nytja en landrými lítið. Fyrstu búskaparár þeirra varð Bjarni að vinna að heiman. Á vorin reri hann vestur við ísa- fjarðardjúp, en á haustin stund- aði hann róðra við Steingríms- fjörð. Kom það þá í hlut Herselíu að hafa umsjón með búskapnum. En hjá þeim voru þá til heimilis tengdaforeldrar hennar, er hjálp- uðu eftir því sem heilsa og kraft- ar leyfðu. Fyrir dugnað og hagsýni þeirra hjóna urðu þau sæmilega efnuð. Bjarni hafði lært söðlasmíði, er hann stundaði á vetrum auk ann- arra smiöa, því hann var ágætlega hagur. Munu þessi störf hafa afl- að honum einhverra tekna. Herselía hafði lært á prjónavél og var það sú fyrsta, er kom liér í héraðið. Mun pessi iðn hennar hafa orðið henni mikill vinnulétt- ir við að koma bandi í ílík, og gott þótti nágrannakonunum að koma íoandviðu til hennar því að af- leyti. Kom það því í hlut Sigurð- ar, þótt ungur væri að sjá um skepnuhirðingu og önnur störf utan húss. Er Sigurður var 15 ára giftist Sigríður móðir hans Gísla Sigurðs syni bróður fyrra manns síns, og fluttu þau frá Stóra-Fjarðarhorni að Fossi í Hrútafirði, þar sem Gísli hafði búið. Sigurður fór )neö móður sinni. Milli þeirra var ást- úð mikil og tryggð, enda dvöldu þau saman mestan hluta ævinnar. Vorið 1903 flytur Jón Þórðarson frá Stóra-Fjarðarhorni að Hvíta- dal, en Sigurður kemur þá aftur heim. Er hann þá orðinn fjöl- skyldufaðir, og hafði búið um nokkur ár á ýmsum jörðum í Hrútafirði. Þetta umgetna vor var sem fleiri á því árabili kalt, og daginn, sem hann kemur með fé sitt yfir Bitruháls niður í Þrúð- ardalinn, er norðan stormur og kafaldshrannir. En er hann kom út á leitið milli Þrúðardals og Stóra-Fjarðarhorns kvað hann sér hafa sýnzt svo bjart og hlýlegt að líta heim og út hlíðina. Þarna voru bernskuvinir hans sjáanlegir og ósýnilegir að bjóða hann vel- kominn heim. vorið, þótt ckki væri það til fram- búðar fyrr en skurðgrafa var látin yinna þar fyrir nokkrum árum. Á síðustu búskaparárum sínum byggði hann íbúðarhús það, er nú stendur í Stóra-Fjarðarhorni. Er það með fyrstu steinhúsum í Strandasýslu og hið fyrsta með miðstöðvarkyndingu. Tveim ár- um seinna byggði hann fjárhús yfir 260 fjár. Fjós og hlöður hafði hann byggt áður. Sigurður hlaut verðlaun úr styrktarsjóði Krist- jáns IX. og töldu þeir, er til þekktu, að hann væri þeirra mak- legur. Eg hygg það ekki oflof þótt sagt sé, að Sigurður hafi verið bóndi í þess orðs fyllstu merk- ingu, því að ekkert, er að búskap lout, lét hann sér óviðkomandi. Hann lagði sig allan fram, taldi ekki eftir sér handtök eða spor og lagði nótt við dag, er þess þurfti við. Hann var afbragðs fjár maður þar sem fylgdist að ná- kvæmni við skepnurnar og snyrti- leg umgengni með fóður. Auk þess var honum mjög sýnt um að hjálpa skepnum, er veikar voru og koma líflitlu ungviði til heilsu og þroska. Var það haft að orðtæki, að gæti Sigurður í Fjarðarhorni ekki komið unglambinu á legg gæti það enginn. Sigurður var prýðilega greind- ur, fróður og minnugur svo undr- un sættii, þar sem hann virtist lítinn tima helga bóklestri frá bú- skaparstörfunum. Hann var ljóð- elskur, enda vel hagmæltur þótt lítið bæri á. Eftirlætis skáld hans voru Matthías, Steingrímur, Valdi- mar Briem og Þorsteinn Erlings- son. Er mér tjáð, að suma af kvæðaflokkum þessara skálda liafi hann kunnað utan bókar. Þessa varð sá fljótt var, er ræddi við Sigurð, því oft hafði hann vísur eða ljóðahehdingar á takteinum, er fallið gátu inn í samræðuefnið. Stefán frá Hvítadal og Sigurð- ur voru bræðrasynir. Er fundum þeirra bar saman þótti báðum fengur í og ræddu þá um málefni dágsins, skáldskap og fleira. Stef- án var gáfumaður, fróður og orð- slyngur og enginn veifiskati í orð- ræðum. Honum þótti því gaman að eiga tal við þá menn, er ein- hver veigur var í og þekkti Sig- urð frænda sinn sem einn af slík- um. í lok eins slíks samtals varð honum að orði: „Þú ert Sigurður sá versti skratti, sem ég hefi lent í.“ Þessi ummæli Stefáns sýna vel hve mikils hann mat Sigurð. Er ungmennafélag var stofnað hér í sveit, var Sigurður því mjög innan handar, þótt ekki væri hann beinn þátttakandi. Lánaði hann fé laginu húsnæði til fundahalda og skemmtana, meðan það átti ekki sjálft samkomuhús. í hreppsnefnd var Siguröur um 20 ár, formaður skólanefndar og póstafgreiðslu- var leiðin yfir Bitruháls mjög fjöl farin. Var það venja ferðamanna að á hestum sínum við túngarð- inn í Stóra-Fjarðarhorni og' fá hressingu, hvort heldur lagt var á fjallið eða komið yfir það. Sig- urður var einlægur gestgjafi, hjálpsamur að greiða fyrir ferða- mör.num og veitingar allar með rausn og myndarbrag. Sigurður var kvæntur Kristínu Kristjánsdóttur Ögmundssonar frá Fjarðarhorni í Hrútaifirði hinni ágætustu konu, er reisti með hon- um myndarlegt og traust heimili, þar sem æskan hafði skilyrði til þroska og manndóms og ellin skjól og hvíld. Þau hjón eignuðust 9 börn og komust 8 þeirra til fullorðins ára. Þau eru: Sigurður bóndi á Hvítadal. Guðrún húsfreyja á Hvítadal. Jón bóndi í Stóra-Fjarðarhorni. Þórður bóndi í Stóra-Fjarðar- horni. Sigríður húsfreyja í Kollafjarð- arnesi. Þorgeir húsasmíðameistari á Hólmavík. Hjörtur bóndi á Undralandi. Valdimar framkvæmdastjóri á Akureyri. Auk þess ólu þau upp bróður- dóttur Sigurðar, Aðalheiði, sem nú er búsett á Akranesi. Um margra ára bil átti Sigurð- ur við illkynjaðan sjúkdóm að etja. Varð hann og fyrir því slysi fyrir þrem árum að falla úr stiga, svo að hann gat ekki stigið í fót- inn. Varð að hjálpa honum til sætis síns, en vinnu sinni hélt hann áfram til venjulegs hættu- tíma. Morguninn eftir kom læknir til hans. Sagði hann, að lærlegg- urinn hefði brotnað. En hann komst fljótlega á sjúkrahús í Reykjavík svo þrautir hans urðu minni og skemmri en líkur voru fyrir. Sigurður andaðist 5. nóv. síðast liðinn á Hólmavík hjá Þorgeiri syni sínum og tengdadóttur Krist- björgu Pálsdóttur, er önnuðust hann með umhyggju og gjörðu honum síðasta áfangann sem auð- farnastan. Með Sigurði í Stóra-Fjarðar- horni er horfinn af sviðinu einn af þeim traustu bændum og mönn um hinnar eldri kynslóðar, sem ólst upp við erfið kjör. Varð að komast til efna og manndóms með iðni og sparsemi og oftast löng- um vinnudegi. Því skulu eftirfarandi ljóðlínur Þorsteins Erlingssonar verða kveðjuorð mín: Nú fer sól að nálgast æginn og nú er gott að hvíla sig. Og vakna aftur einhvern daginn með eilíft vor í kringum þig. G. B. Sigurður Þórðarson Er Sigurður kom að Stóra-Fjarð arhorni var sæmilega húsað þar, bær og peningshús nýlega byggð. Jón bróðir hans var athafnamað- ur, og stóð ávallt í fremstu röð sinna samtíðarmanna. Þrátt fyrir það voru næg verkefni fyrir hendi og Sigurður tók sannarlega íil höndunum. Túnið var þýft og grundirnar yfir með fjarðarbotn- inum buðu sig fram til aukins arðs ef girtar væru og borið á þær. Var það því með fyrstu verkurn Sigurðar að hlaða grjótgarð fyrir neðan túnið og yfir á grundirnar, sem hvorttveggja varð til skjóls fyrir særoki og stormum og til vörzlu. Fyrir framan og ofan tún- ið þurfti að grafa skurði til að ná vatninu burt. Var það gert eitt maður um árabil. A þeim árum lyiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiitliiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiinuiiuiiiiuiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiiniiiBn 1 Alummíum þakplötur | 8, 9 og 10 feta. | | EGILL ÁRNAS0N ( | Klapparstíg 26. — Sími 4310. 1 liiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiimiiiiiiiii| | Lausar stöður [ hjá Vegagerð ríkisíns 1 Tvær stöður byggingaverkfræðinga og ein staða véla- | | verkfræðings eru lausar til umsóknar. | | Launakjör eru samkvæmt kjarsamningi Stéttarfélags | | verkfræðinga við ríkisstjórnina frá 25. júlí 1955. | Umsóknir, ásamt upplýsingum um menntun og fyrri | | störf, sendist samgöngumálaráðuneytinu fyrir 25. febr- | | úar næstkomandi. | WiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiinnaD 1 Blaðburöur I = Ungling vantar til blaðburðar í Suðurbænum í I Hafnarfirði. |; | Upplýsingar í síma 9356. öiniiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiinuininiiiiinniiininiiiiininiiiiiiiiniiniuni

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.