Tíminn - 30.01.1957, Blaðsíða 7

Tíminn - 30.01.1957, Blaðsíða 7
T í MIN N, miðvikudaginn 30. janúar 1957. 7 TVA stefnir að varðveizlu sígildra náttúruauðæfa Tennessee-dalurinn er um | þao bil í miSjum auslurhluta j Bandaríkjanna. Niður í dal-1 inn renne margar ár og eítir honum endilöngum stórfljót-i ið Tennessee, sem sameinastl Missis5ippi-f!jóti. Gróðurmoldin er yndirstaða auðsæidar þjóðanna og án hennar eru önnur náttúruauðæfi iítils virði — TVA er ríkisfyrirtæki, sem starfar á samvinnu i Þegar landnemarnir komu fyrst' í dal þennan, var hann einhver sá frjósamasti í Bandaríkjunum. Úr-j koman var þar mikil og regluleg og hann var allur skógi þakinn. En þá hófst rányrkjan. Skógurinn var óspart felldur. Regnvatnið flóði nú í stríðum straumum niður hlíðarnar og reif með sér gróður- moldina og flutti til sjávar. Nú naut ekki við sem áður skógarins og annars gróðurs til þess að halda saman jarðveginum og hægja á afrennslinu. I Úm aldamótin var svo komið, að þessi fagri. og frjósami dalur með sínar þrjár milljónir íbúa og landflæmi stærra en ísland, var að leggjast í eyði. Margir hugsandi menn gerðu sér þá þegar grein fyr ir því, að hér væri nauðsynlegt að ríkið gripi í taumana. Þá hófust hatrammar deilur, því að hvers konar afskipti ríkisins voru eitur í beinum margra, þó að smávegis framkvæmdir væru reyndar, komst ekki skriður á málið fyrr en Franklin D. Roosevelt forseti fékk lögin um uppbyggingu dalsins sam þykkt á þingi Bandaríkjanna árið 1933. Þá var Tennessee Valley Authority (kallað TVA) stofnað, sem þýða mætti Ráð Tennessee- dalsins. Um það sagði Roosevelt í boðskap sínum til þingsins: „Því á að vera falin sú ótakmarkaða skylda að skipuleggja raunhæfa uppbyggingu, notkun og viðhald náttúruauðæfa Tennessee-dalsins og næstu héraða, með almenna félagslega og þjóðhagslega vel- megun þjóðarinnar allrar í huga“. í lögunum voru TVA ákveðin ýmis verkefni. Þar má helzt nefna: 1) flóðvarnir, 2) eflingu siglinga á fljótinu, 3) fram- leiðslu raforku, sem afleiðingu af ofangreindum tveimur atrið- um, 4) rannsóknir í landbúnaði og eflingu hans, og 5) eflingu lífsskilyrða í dalnum. Þetta eru mörg og mikil verk- efni, en þó er starfssviðið raunar enn víðtækara, því að eins og Roosevelt sagði: „TVA á að vera íklætt valdi ríkisins, en með sveigj anleika og árvekni einkafyrirtækis Steingrímur Hermannssen verkfræSingur segir frá Norris-stíflan, sem var bygqð á árunum 1933 til 1936 er ein af fyrstu stíflum TVA. Þessi stífla er gott dæmi um hinar hærri stíflur kerfisins, sem loka hinum tiltölulega þröngu hliðardölum. Stíflan er 81 metri á hæð og S70 metra löng. Bak við hana má geyma allt að 2.850 milljónir teningsmetra af vatni. Við stífluna eru tveir rafalar og nemur rafmagnsframleiðslan um 100.000 kw. ins“. Þetta hefir markað semi TVA. Starfsemi TVA Að öllum líkindum er TVA bezt þekkt sem rafveita, enda er þetta stærsta rafveita Bandaríkjanna. Mesta álag kerfisins er næstum 10 milljónir kw. og árið 1956 voru framleiddar 57.500 milljónir kwst. Þessi raforka er einhver sú ódýr- asta í Bandaríkjunum. Árið 1953 var meðal heildsöluverð orkunnar tæpir 9 aurar hver kwst., sem er næstum helmingi lægra en meðal- starf- verð einkarafveitnanna í Banda- ríkjunum. TVA dreifir raforkunni ekki sjálft til neytenda. Það gera | 98 bæjarrafveitur, 51 samvinnuraf- Stíflukerfi TVA. Þegar rigningarnar hefjast í byrjun janúar geta stífiur TVA tekið við um það bil 15.000 milljónum teningsmetrum af vatni. veita og 2 einkarafveitur. TVA flytur raforkuna til þeirra. Árið 1956 var meðal heimilisnotkun á svæði TVA 5812 kwst. á árinu, sem er meira en helmingi meira en meðálnotkun í Bandaríkjunum öll- um. Meðalverð þessarar orku til heimilis var um 19,1 aurar hver kwst., en yfir Bandaríkin öll 42,7 aurar. Fram til þessa dags hafa fram- kvæmdir TVA kostað alls yfir 1,720 milljónir dollara (28,000 milljónir króna). Þetta fjármagn hefir að mestu leyti verið fengið að láni úr ríkissjóði. Það á að endurgreiðast á 40 árum. Þó að raforkusaian sé eina tekjulind TVA og þrátt fyrir hið lága verð, er TVA þó nokkuð á undan á- ætlun með endurgreiðslur. Jafn- framt hefir töluvert fjárniagn verið lagt til liliðar fyrir stækk- unum og endurbótum. TVA er rekið með hagnaði og án styrkja. Raforkuframleiðslan er þó ekki það verksvið, sem stofnendur höfðu einkum í huga. Einkaraf- veiturnar börðust hatrammt gegn slíkri starfsemi, þrátt fyrir lclega frammistöðu þeirra í Tennessee- dalnum. Um raforkuframleiðsluna var því mest deilt og hun afsökuð aöeins sem afleiðing flóðvarnanna og þess, sem gert væri fyrir skipa- siglingar. Mynd nr. 1 sýnir stíflukerfi 'VA. Alls hafa verið byggðar 30 stíflur í öllum meiriháttar hliðar- I ám og í fljótinu sjálfu. Þessar • stíflur eru gífurlegt mannvirki. Til í dæmis mundi steinsteypan, sem jnotuð hefir verið, nægja til þcss að fylla gat, sem væri þrír metrar aö þvermáli og næði þvert í gegn- um hnöttinn. Stíflur þessar eru tvenns konar sem og verlcefni þeirra. í hliðar- dölunum, sem eru dýpri og þrengri en aðaklalurinn, eru háar stíflur. jSlík stífla er sýnd á mynd nr. 2. Þeim er ætlað það verkefni að safna því vatni, sem streymir nið- ur fjöllin og hlíðarnar um rign- ingartímann. Því er síðan miðlað með það fyrir augum að halda vatnsrennslinu sem jöfnustu. I aðalánni eru 9 lágar stíflur, sem er ætlað að auðvelda siglingar um fljótið. Ein þessara stíflna er sýnd ó mynd nr. 3. Þær hafa allar skipa- stiga, og vatnsmiðlun þeirra er einnig töluverð. Nú óttast fóik ekki Iengur stór rigningarnar. Það treystir því, að TVA muni fyrirbyggja stórflóð. Margir hafa jafnvel gleymt því tjóni, sem þau ullu. Siðasta flóð- ið, sem olli miklu tjóni, varð ár- ið 1937. Þá urðu 4 milljónir manna heimilislausir. Síðan hefir iðulega rignt jafnmikið eða jafn- vel meira, en stíflurnar hafa haldið og árvekni starfsmanna TVA hefir verið með ágætum. TVA hefir náið samstarf við veðurstofurnar. Nauðsynlegt er að áætla sem nákvæmast, hvenær rigningarnar muni hefjast og hve mikið muni rigna og hvar mest. Mörgum vikum áður en þær hefj- ast er farið að lækka í stíflunum til þess að skapa nægilegt pláss fyrir það vatnsmagn, sem spáð er að sé í aðsigi. Mikið tjón gæti orð- ið, ef rigningarnar byrjuðu fyrr en varði eða ef miklu meira rigndi en spáð var. Aftur á móti er ekki gott að tæma stíflurnar það hratt og mikið, að vatnið nýtist ekki til raforkuframleiðslunnar. Enn önnur mikilvæg starfsemi TVA felst í eflingu siglinga á fljót- inu. Á aðalfljótinu hefir vatnið verið hækkað með stíflunum og er áin nú öll lygn og vel djúp. Eins og áður segir, hafa allar ! stíflurnar skipastiga. Sá hefir orð- ið árangurinn af þessu starfi, að siglingar um fljótið hafa meira en 50-faldazt síðan árið 1933. Það hefir ekki litla þýðingu fyrir land- búnaðinn og iðnaðinn í dalnum að geta flutt framleiðsluna með skip- um á markaðinn. Ofangreind starfsemi TVA verð- ur aldrei ofmetin. Þá hefir ekki enn verið minnzt á kjarna málsins. Hann er í rauninni ekki áin, held- ur jörðin, ekki tækni við fram- leiðslu raforku né í siglingum, heldur í landbúnaði. LandbúnatSurinn og TVA í Tennessee-dalnum rignir að meðaltali urn 1300 mm. á ári. Það er að vísu ekki meira en víða á íslandi, en aftur á móti rignir þessu vatnsmagni þar að lang- mestu leyti á fáeinum vikum. Þeg- ar þess er gætt, að þessi úrkoma samsvarar 13.000 tonnum af vatni á hvern hektara lands, en gróður- moidin á sama svæði er aðeins um 2500 tonn, er ækki að furða, þó að moldin lóti undan í hlíðunum, þeg- ar trén voru þar ekki lengur til að halda henni saman. Með rán- yrkju var jafnvægi náttúrunnar fært úr skorðum. Þegar TVA hóf starfsemi sína, höfðu heil héruð lagzt í eyði. Það er aðalverkefni TVA að vinna með náttúrunni og skapa að nýju það jafnvægi, sem áður var, og endurheimta þannig þau svæði, sem lögð voru í eyði. Síðan TVA hóf starfsemi sína hafa urn 16.000 ferkílómetrar lands verið endurheimtir, og meira á eft ir að bætast við. Þetta hefir verið gert með ýmsu móti. Mjög mikill skógur hefir verið ræktaður að nýju. Byggðar hafa verið áburðar- verksmiðjur og miklar tilraunir gerðar með notkun áburðar og framleiðslu. Við íslendingar höf- um jafnvel sótt töluverða reynslu til TVA í sambandi við okkar eig- in áburðarverksmiðju. Jafnframt hafa faglærðir menn ferðazt á meðal bænda og kennt þeim nýjar aðferðir við landbúnaðinn. Þeim hefir verið kennt að nytja ýmsar jurtir og að nota áburð. Þannig mætti lengi telja. Enginn bóndi var neyddur til að nota þessar nýju aðferðir og í byrjun voru und irtektir lélegar mjög. Margir vildu ekki trúa því, að lagt væri í allan þennan kostnað þeirra vegna og voru tortryggnir. Smóm saman tókst þó að fá nokkurn hóp bænda til að gera þessar tilraunir. Árang- urinn kom fljótt í ljós og aðrir fylgdust þá á eftir. Þó að enn finn- ist einstöku menn, sem ekki vilja (Framhaid á 8. siðu). Fyrir fáum árum voru þessir akrar báSir að leggjast í eyði. Eigandi bús- ins til vinstri gerðist þá þátttakandi að tilraunum TVA. Árangurinn talar sinu máli.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.