Tíminn - 12.03.1957, Page 12

Tíminn - 12.03.1957, Page 12
Vftðurútlit Allhvass austan og norðaustan, i, úrkomulitið, frostlaust. Hiti kl. 18: Eeykjavík 4 st., Akureyri 0 st., Kaupm.höfn 1 st., London 15 st., París 17 st., New York 8 stig. Þriðjudagur 12. marz 1957. CfrægagarsSríSi3 esdurtekið; Mbl. símaði „fréttina“ um austur- þýzira skrifstofuna úr lanJi Birtist í Danmörku og e. t. v. víðar á laugardag Á laugardaginn birti Mbl. lygafrétt um að íslenzka ríkis- stjórnin hefði veitt levfi til að stofnsetja austur-þýzka stjórn- arskrifstofu í Reykjavík. Frétt þessi er samin á skrifstofu Mbl. á föstudag, og starfslið blaðsins beið ekki eftir að frétt- in kæmi á prent heldur símaði hana rakleitt til útlanda þegar á föstudaginn. Fór því eins og spáð var hér í ast væri að hún væri þegar komin Þlaðinu, er lygafréttin var borin út um lönd og álfur í krafti um- til baka á sunnudaginn, að líkleg-1 boðsmennsku Mbl. fyrir útlendar fréttastofur. Góð þátttaka í skíða- göngumii á Isafirði ÍSAFIRÐI í gær: — Landsgangan á skíðum hófst hér á ísafirði í gær. Var hríðarveður og skóf mjög í slóðina. Varaforseti bæjarstjórn- ar, Bjarni Guðbjörnsson, bankastj., setti mótið og hóf gönguna ásamt formönnum íþróttafélaga og nokkr um gömlum keppnismönnum. í gær luku göngunni 241. Gangan fer fram dag hvern á ísafirði kl. 5—7 síðd. — GS. Tímínn hefir fengið úrklippur úr dönsku blaði, sem út kom laugardaginn 9. marz og þar er svohljóðandi frétt: REYKJAVÍK, föstudag, RB: (Ritzaus Bureau, umboðsmaður Mbl.) íslenzka ríkisstjórnin hefir veitt austurþýzka verzlunarmála- ráðuneytinu leyfi til að opna skrifstofur í Reykjavík. Tilkynn- ingin um þetta hefir.vakið eftir- tekt af því að stjórnin hefir áð- ur neitað orðrómi um þetta efni. Skrifstofurnar eru við aðalgötu Reykjavikur, Austurstræti, og er sagt að þær séu leigðar austur- þýzku stjóruinni til 5 ára. — Bregið í happdrætti HáskóSa íslands í gær var dregið í 3. fl. happ- drættis Háskóla íslands um 636 vinninga, samtaís 835 þús. kr. — Stærsti vinningurinn, 100 þús. kr. kom á miða nr. 9586, fjórðungs- miða, sem seldir voru í Vestmanna eyjum þrír, en einn á Flateyri. — 50 þús. kr. komu á nr. 10151, heil- iniða, seldan í Reykjavík í umboð inu á Vesturgötu 10. — 10 þús. kr. komu á nr. 8027, fjórðungsmiða, eem seldir voru á Akureyri, Ólafs- vífc, Stykkishólmi ög Eskifirði, 22504, fjórðungsmiða, sem seldir voru í Bankastræti 11, Banka- stræti 8, Ilafnarhúsinu og í Kefla- vík, og á nr. 30404, heilmiöa sem seldur var í Bankastræti 11. — 5 þús. kr. komu á eftirtalin núm- er: 962 — 9561 — 20526 — 25562. (Birt án ábyrgðar) Ófrægingarstríðið enn. Þarna hafa menn starfsaðferðir Mbl.-manna: Fyrst búa þeir til fréttir að sínu höfði og síðan síma þeir þær til útlanda eins og þær væru stórisannleikur. Fréttaflutn- ingur þessi er áreiðanlega til þess ætlaður að skapa tortryggni er- lendis, einkum í Vestur-Þýzkalandi. MbL hefir fyrr vegið í þennan sama knérunn. Það birti að til- efnislausu í sumar svipaða frétt, og símaði út um allar jarðir. Þetta athæfi vekur furðu og fyrirlitn- ingu allra heiðarlegra íslendinga. Venjuleg verzlunarsambönd. Eins og rakið var í blaðinu á sunnudaginn, hefir íslenzka ríkis- stjórnin ekki veitt nein leyfi til að opna austurþýzka stjórnarskrif- stofu hér. Tilefni það, sem Mbl. finnur sér til að skrökva þessu upp, er að austurþýzk verzlunar- fyrirtæki, sem lengi hafa skipt við ísland, hafa komið sér upp um- boðsskrifstofu hér í bænum, svip- aða þeirri, er þau reka víða um lönd, t. d. í Belgíu og Hollandi. Ungversku þ jóðinni skip að að vinna 15. marz Kadar svíkur enn loforð sín VÍNARBORG - NTB, 11. marz. — Leppstjórn Kadars liefir nú svikið fyrri loforð sín er hann lét þá tilskipun út ganga að bylt ingarafmælið 15. marz skyldi vera almennur helgidagur. í nýrri tilskipun Kadar-stjórn- arinnar segir nú, að byltingaraf- mælið skuli halda hátíðlegt sem „opinberan hátíðisdag“. Leyfi verður gefið í skólum, en uniiið verður í verksmiðjum og skrif- stofum eins og á virkum degi. Sú ástæða er gefi nfyrir breyt- ingu þessari, að „gagnbyltingar- menn“ hafi skipulagt nýja upp- reisn þennan dag, sem skuli hefj- ast með mótmælagöngum og upp- þotum. MINDSZENTY DÆMDUR í LÍFSTÍÐAR FANGELSI. Ungverska menntamálaráðuneyt ið gaf í dag út yfirlýsingu þar sem sagt var að lífstíðar fangelsisdóm urinn yfir Mindszenty kardínála væri enn í fullu gildi. Því var enn fremur lýst yfir, að kardínálinn fengi aldrei framar að koma ná- lægt trúmálum í Ungverjalandi. Ungverska lepplstjórnin hefir borið fram mótmæli til stjórna Bandaríkjanna og Kanada vegna póststimpla á bréfum frá þessum lönduin, sem ungverska stjórnin telur að ætlaðir séu til að koma af stað æsingum og mótþróa í garð Kadar-stjórnarinnar, jafnvel uppreisn í landinu. HLÆGILEG MÓTMÆLI. Á Ameríkubréfum er m.a. stimplað: Styðjið baráttuna fyr- ir frelsi, en kanadiskum bréfum: „Hversvegna að bíða til vorsins, gerið það núna strax". í Kanada hafa menn hlegið sig hása yfir þessuin mótmælum Kadar-stjórnarinnar, þar sem á- skorun þessi er beint til Kanada manna sjálfra, þar sem skorað er á þá að láta gera við hús sín nú þegar vegna núverandi at- vinnuleysis byggingaverka- manna. Pearson utanríkisráð- herra hefir lýst mótmælunum sem „fjarstæðum, furðulegum og barnalegum“. Fékk 34 lestir í fyrstu tveira róðru?,im Þetta er vélskipið „Jökull" frá Ólafsvík, 54 lestir að stærð, sem nýlega er kominn til Ólafsvíkur frá Akureyrl, Báturinn er.smíðaður í Skipasmíðastöð KEA þar og þykir hið ágætasta skip. „Jökuíl" fór í sinn fyrsta róður frá Ólafsvik í s. I. viku og reyndist fengsæll, fékk 11 lestir í fyrsta róðrinum og 23 lestir í þeim næsta. Eig. endur eru Víglundur Jónsson og Tryggvi Jónsson í Ólafsvík, og er Tryggvi formaður. Þeir bræður eru mjög ánægðir með bátinn og telja vinnu við smíðina mjög vandaða og ánægjulega. (Ljósm.: B.) Verðfaíl á erlendum markaði veld- ur Dönum 670 milljóna króna tjóni Mnn haía djúptæk áhrif á efnahag] þjéðarheildarinnar - tekjur meSal- hús minnka nm 4909 kr. á ári Kaupmannahafnarblaðið Politiken skýrir svo frá á sunnu- daginn 10. þ. m., að mikið verðfall, sem orðið hafi á helztu útflutningsvörum Dana á erlendum mörkuðum síðan um ára- mót muni hafa mikil áhrif á efnahag landsins. Þetta séu hin alvarlegu.stu tíðindi, bæði fyrir landbúnað Dana og þjóðina í heild. Blaðið telur að verðfallið á smjöri, fleski, eggjum og kjöti á útflutningsmarkaðinum nemi um 425 milljónum danskra króna. Fullvíst er, að verðfall þetta mun hafa mikil áhrif á fram- leiðslu landbúnaðarafurða á heims markað, og hefur þennig í för með sér aukin útgjöld þjóðarinn- ar. 670 MILLJ. KRÓNA TAP. Talið er að tap það, sem land búnaðurinn verður fyrir vegna þessa' verðfalls á fjórum lielztu Þorsteinn Hannesson heldur hljómleika Þorsteinn Hannesson, óperu- söngvari, mun halda tvenna hljóm- leika í þessari viku á vegum Tón- listarfélagsins. Verða þeir í Aust- urbæjarbíói kl. 9 á miðvikudags- kvöldið og fimmtudagskvöldið. Við hljóðfærið verður Árni Kristjáns- son. Á söngskránni eru verk eftir Schuman, Schubert, Sibelius, Jón Þórarinsson og Emil Thoroddsen. f kvöld verður frumsýning f Þjóðleikhúsinu á leikritinu „Brosið dularfulla". Er það leik- rit alverlegs eðlis og hefir Ævar Kvaran sett leikinn á svið. Þetta er fyrsta leikritið, sem Ævar Kvaran setur upp á svið í Þjóðleikhúsinu, ef undan er skilið Lénharður fógeti, sem Ævar stjórnaði þar á öðru leik- útflutningsvörunum muni nema um 630 millj. kr., en þar sem verðfall á smjöri mun hafa áhrif á verð mjólkur, má gera ráð fyrir 670 millj. króna lieildar- tapi. Áhrif þessa verðfalls verða enn Ijósari þegar þess er gætt, að þessar 670 millj. krónur jafn gilda hvorki meira né niinna en 10% af framleiðsiuverðmæti landbúnaðarins eða 25% af sam- eiginlegum persónuleguin tekj- uin bæudastéttarinnar í lieild. HÆTTAN EKKI ÚTI ENN. Politiken telur ennfremur, að öll hætta sé ekki úti enn þar sem með aukinni framleiðslu á árinu megi búast við enn meira verð- falli en orðið er og hljóti það að hafa djúptækar afleiðingar. Áætl að er að verðfall það sem orðið er, muni minnka tekjur meðalbús í landinu um 4000 krónur á ári. Ekki er þó talið, að halli sé yfirvofandi í rekstri landbúnaðar ins á þessu ári. Fullvíst er, að þetta eru hin alvarlegustu tíðindi fyrir danskan landbúnað og miklir erfiðleikar framundan. Þetta mun þó valda mestum erfiðleikum lijá ungum í kvöld ári Þjóðleikhússins, en því leik- riti liafði hann stjórnað áður. Brosið dularfuila er leikrit, sem þýtt liefir verið á mörg tungumál og víða flutt við góðar undirtektir. Það fjallar um af- brot og er um efuið fjallað á sál fræðilegan hátt. Ævar Kvaran hefir þýtt leikritið úr ensku. bændum, sem nýlega hafa stofnað bú og keypt sér jörð með miklum tilkostnaði. VERRI LÍFSKJÖR í VÆNDUM. Blaðið telur, að mörg teikn séu á lofti, sem gefi það til kynna, að landbúnaður Dana standi nú á tímamótum og þess megi vænta, að hann muni nú á næstunni búa við verri kjör en fyrr. Styrkjastefna Breta, Þjóðverja og Frakka liefir haft þau álirif að framleiðsla álfunnar á land- búnaðarvörum hefir stóraukizt að undanförnu og ekkert bendir til að þessar þjóðir hyggist Iáta af þessari stefnu. Ríkisstyrkir til landbúnaðarins í þessum löndum hefir þau álirif, að verðfall hefir lítil sem engin áhrif á sjálf fram leiðslumagnið. Politiken telur að lokum mjög vafasamt ,að duglegustu bændur Evrópu þurfi að bera byrðarnar, sem stafi af styrkja-kerfi ann- arra Evrópuríkja, sem sýnilega muni hafa liinar alvariegustu af leiðingar fyrir allan efnahag Danmerkur. Þýzkir styrkir til j háskólanáms ] Sambandslýðveldið Þýzkaland hefir, samkvæmt tilkynningu frá sendiráðinu 1 Reykjavík, ákveðið að veita tveimur íslendingum styrk til háskólanáms í Þýzkalandi háskólaárið 1957—8 og nemur styrkurinn 3.725 þýzkum mörkum til hvors, miðað við tíu mánaða námsdvöl í landinu frá 1. nóvem- ber 1957 til 31. ágúst 1958. Styrkþegar ráða sjálfir við hvaða háskóla þeir nema innan Sam- bandslýðveldisins eða í Vestur-Ber lin, en skilyrði er, að þeir kunni vel þýzka tungu og geti lagt fram sönnunargögn fyrir hæfileikum sínum til vísindastarfa þ. e. náms- vottorð og meðmæli prófessora sinna. Auk þess er lögð áherzla á, að umsækjendur hafi þegar stað- izt háskólapróf eða verið a. m. k. fjögur misseri við háskólanám. Að öðru jöfnu ganga þeir fyrir, sem ælla að búa sig undir að Ijúka dokt orsprófi. Þeir, sem kynnu að hafa hug á að hljóta styrki þessa, sendi um- sóknir um þá til menntamálaráðu- neytisins fyrir 5. apríl n. k. (Frá menntamálaráðuneytinu.) „Brosið dularfulla“ frumsýnt í Þjóðleikhúsinu

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.