Tíminn - 15.03.1957, Blaðsíða 3
T í M I N N, föstudaginn 15. marz 1957.
3
DÁNARMINNING:
Bogi Ólafsson, yfirkennari
í dag er borinn til moldar einn
af svipmestu borgurum þessa bæj
ar, Bogi Ólafsson, yfirkennari.
Bogi fæddist í Sumarliðabæ í
Holtum 15. okt. 1879. Foreldrar
hans voru hjónin Guðl. Þóx-ðar-
dóttir og Ólafur Þórðarson, stór-
brotið fólk að aliri gerð.
Skömmu eftir fermingu fór Bogi
í verið, eins og þá var háttur ungra
manna. Stundaði hann sjó-
mennsku svo árum skipti og var
eftirsóttur til þeirra starfa, enda
lék það ekki á tveim tungum, að
sjaldan hafði skipsrúm verið jafn
vel setið og tæplega betur.
Hvorttveggja var, að maðurinn
var afarmenni að burðum og dugn
aður og kapp að sama skapi.
Árið 1900 settist Bogi í Möðru-
vallaskóla. Kom þá strax í ljós,
að hann var gæddur námshæfi-
leikum svo af bar. Hallaðist því
ekki á um andlegt atgerfi og líkam
legt.
Að loknu námi í Möðruvalla-
skóla, gekk Bogi í Lærða skólann
í Reykjavík og lauk stúdentsprófi
árið 1908 með glæsibrag og hafði
þó mun skemmri dvöl í skólan-
um en venja var. Sama ár sigldi
Bogi til Kaupnxannahafnar og inn
ritaðist í háskólann. Næstu fimm
árin stundaði hann þar nám og
var kjörgrein hans enska, en auka
greinar þýzka og saga. Árið 1913
hvarf Bogi heim til Reykjavíkur
og átti þar heima til dauðadags.
Eftir heimkomuna hóf Bogi
kennslustörf og gerðist stunda-
kennaiú við Menntaskólann í
Reykjavík. Ári síðar var hann sett
txr kennari og skipaður árið 1929
og var lengst af aðal enskukenn-
ari skólans, unz hann lét af störf-
um árið 1948.
Eins og sjá má af því, er nú
hefur sagt verið, var enskukennsla
aðal ævistarf Boga Ólafssonar.
Hann var mjög góður kennaiú og
agamaður með afbrigðum, svo að
ekki þótti nemendum fýsilegt að
koma lítt undirbúnir í kennslu-
stund hjá honum.
Bogi fékkst við fleira en ensku
kennsluna. Gegndi liann ýmsum
trúnaðarstörfum, var forseti Þjóð-
vinafélagsins frá 1941, átti sæti
í skólanefndum o.fl. Hann var og
einn af stofnendum fiskveiðafé-
lagsins „Hængur“ í Reykjavík.
Síðast en ekki sízt skal getið rit-
starfa Boga Ólafssonar, en þau
eru mikil bæði að vöxtum og gæð
um. Hann samdi margar kennslu-
bækur, og eru sumar þeirra notað-
ar enn í skólum landsins; og þýddi
einnig fjölda bóka af mikilli smekk
vísi og óbrigðulli málkennd, enda
]ék honum orð á tungu.
Bogi var sannur bókamaður og
átti bezta bókasafn í eins manns
eigu á íslandi.
Árið 1919 gekk Bogi Ólafsson
að eiga Gunnhildi Jónsdóttur,
útgerðarmanns á Akranesi, kunna
myndar- og hagleikskonu, og bjó
hún bónda sínum hlýlegt og
smekklegt heimili. Eignuðust þau
hjón tvo sonu, þá Agnar, ritstjóra
og Sigurð Örn, magister í enskum
fræðum.
Bogi Ólafsson gleymist ekki
þeim, er litu hann augum. Hann
var hærður manna bezt, röskur
meðal maður á hæð, breiður um
herðar, þykkur undir hönd og
allur samanrekinn. Andlit hans
var mikilúðlegt, svipurinn harður
og einbeittur, og allur var maður-
inn hinn skörulegasti.
í viðmóti var Bogi Ólafsson
xiokkuð hrjúfur, en þeir sem kynnt
ust honum, fundu fljótt ,að hann
var viðkvæmur að eðlisfari, hverj-
um manni hógværari og drengur
í raun.
Eg vil ljúka þessum minningar-
orðum meJ þvi að votta vanda-
mönnum Boga Óiafssonar samúð
mína og honunx sjálfum þakkir
fyrir margar ánægjulegar og lær-
dómsríkar stundir.
Ingvar G. Brynjólfsson.
Bogi Ólafsson fyrrv. yfirkennari
við Menntaskóiann í Reykjavík er
nýlega látinn, 77 ára að aldri, og
íer útför hans fram i dag.
Fyrir síðustu aldamót var ungu
fólki torsóttari leið til skólalær-
dóms en nú á dögum. Segja má
um flesta þá, sem nú sitja á náms
bekkjum í gagnfræða- og mennta-
skólum, að þeir séu tæplega komn
ir af barnsaldri, en áður voru þar
oft fullorðnir menn, þroskaðir og
hertir í lífsbaráttunni. Þeir höfðu
unnið árum saman að framleiðslu-
störfum á sjó og landi, áður en
skólaganga þeirra hófst, m. a. til
þess að afla þeirra fjármuna, sem
þurfti til greiðslu á námskostnaði.
í hópi þeirra manna var Bogi Ól-
afsson frá Sunxarliðabæ. Hann var
sjómaður á yngri árum. Var orðinn
rúmlega tvítugur þegar hann fór
til náms í Möðruvallaskóla. Og 28
ára gamall tók hann stúdentspróf.
Á unglingsárum mínum var ég
tvo vetur við nám í verzlunarskól
anum í Reykjavík. Bogi Ólafsson
var einn af kennurum þar, þá tæp-
lega fertugur. Hann var maður er
hlaut að vekja athygli hvar sem
hann fór og verða minnisstæður
þeim, er kynntust honum. Mikill
vexti og hetjulegui'. Hann var á-
gætur kennari. Það kom fyrir að
hann var dálítið napuryrtur, þeg-
ar við vanræktum námið og Jeyst-
um ekki rétt úr viðfangsefnum,
en svipur hans og viðmót breyttist
þegar hann fann vilja til framfara
og sá að vel miðaði í þá áttina.
Ekki var Bogi stöðugur í sæti í
kennslustundum. Gekk þá oft um
gólf hægum skrefum. Mátti sjá
að þar var sjómaður á ferð. Hann
hélt áfram að stíga ölduna, þó að
hann væri kominn utan af regin-
hafi inn í skólastofu við Vestur-
götu í Reykjavík.
Minning: Eyjólfur Guðmundsson
frá Grímslæk
í dag verður til moldar borinn ,
Eyjólfur Guðmundsson fyrrum'
bóndi að Grímslæk í Ölfusi. Hann i
var fæddur 15. marz 1867 að Gríms j
Iæk og eru því í dag liðin 90 ár ;
frá fæðingu hans.
Foreldrar hans voru hjónin Guð-!
rnundur Eyjólfsson bóndi á Gríms- j
læk og Helga Pálsdóttir frá Brúnar j
stöðum í Flóa. Hann giftist vorið j
1892 Herdísi Jónsdóttur fi'á Hrauni;
í sömu sveit. Þau byrjuðu búskap;
sama vorið að Hjallakróki í Ölfusi
og fluttu síðan búferlum að Gríms- j
læk vorið 1904. Konu sína missti i
hann 5. júní 1928. Þau eignuðust
5 syni og eru 4 þeirra á lífi og
eru þeir þessir: Hermann, hrepp-;
stjóri og bóndi, Gerðakoti í Ölfusi, j
Þoi'leifur arkitekt í Reykjavík, i
Guðjón, bóndi, Grímslæk, Hclgi,
húsasmíðameistari í Reykjavík. j <*
Eyjólfur var aðalhvatamaður að j má geta, að fyrsta sumarið, sem
stofnun rjómabúsins á Hjalla, j búið starfaði, fengu fátækustu fé-
„Hjallai'jómabúið", en til þess .lagsmennirnir 300—400 krónur fyr-
þurfti að útvega lán, því að flestir I ir sumar-smjörið, til samanburðar
voi'u þá peningalausir. Fór Eyj-
ólfur því til Reykjavíkur til að út-
vega lán í Landsbanka íslands.
Ilann hitti Ti'yggva Gunnarsson
Mér er sagt, að Bogi Ólafsson bankastjói-a og falar af lionum
hafi aðeins verið stundakennari I nauðsynlegt lán. „Já, peninga",
við verzlunarskólann í tvo vetur. svarar Tryggvi, „ég veit nú ekki
Eg tel það happ fyrir mig að svo
skyldi hittast á, að ég var í nem-
endahópi skólans þá vetur, því að
annars er óvíst að ég hefði haft
nokkur kynni af Boga. En mér
þætti nxiklu miður ef mynd hans
væi'i horfin úr safni mínu. Eg er
honum þakklátur fyrir viðleitni
hans til að fræða mig. Og þegar sá
gamli sægarpur hverfur héðan,
óska ég honum fararheilla og góðr
ar landtöku handan við hafið.
Sk.G.
Minning: Ásgeir Theódór Daníelsson
Hinn 9. marz s. I. lézt í Lands-
spítalanum í Reykjavík Ásgeir Th.
Daníelsson, á 71. aldursári.
Hann var fæddur að Yzta-Gili í
Langadal 20. júní 1886. Fluttist
hann kornungur að norðan, ásamt
foreldrum, Daníel Guðnasyni og
Ingunni Jósafatsdóttur, suður á
Stafnes á Miðixesi, þar sem hann
dvaldi frameftir æskuárunum.
Snemma fór hann að stunda sjó,
eða strax um fermingaraldur,
fyrst úr verstöðvum þar syðra, á
opnum bátum, en síðar á stærri j
skipum, skútum, vélbátum, línu-
veiðurum og togurum. Hafði hann
á köflum skipstjórn á hendi.
Eftir samfellt 30 ára sjó-
mennsku, sinnti hann um skeið
verzlunarstörfum, þar til hann
fluttist til Keflavíkur, þá úr
Reykjavík, fyrir rúmum 20 árum, j Rvík> Hrefna, látin fyrir 2 ár-
gerðist hann þá hafnsogumaður og um> og Hrafnkell, sem lézt ungur
umsjónarmaður vxð hina nýgerðu við háskólanánx í Þýzkalandi.
höfn í Keflavík. Þegar stofnað var Heimili Ásgeirs og Ólafar var ríkt
til landshafnar í Keflavík og Njarð j af samúð, hann uixni konu sinni
vík 1947, og ríkið tók við hafnar- mjög, börnum sínum og eigi síður
mannvirkjunum í Keflavík, varð
hann gjaldkeri og bókari þess fyr-
irtækis, og gegndi hann því stai'fi
til janúarloka 1956, er hann varð
að láta af því sakir heilsubrests.
Fluttist hann þá til Reykjavíkur.
Þá hafði hann starfað í þágu Kefla
víkurhafnar um full 20 ár, séð
það nytjafyrirtæki vaxa, stutt að
vexti þess í hvívetna, enda bar
hann það mál mjög fyrir brjósti.
Eftir að Keflavík fékk kaupstaðar-
réttindi 1949 var Ásgeir endurskoð
andi reikninga Keflavíkurbæjar
og fyrirtækja hans, og vann hann
að þeim störfum fram á þann dag,
sem hann hvarf að heiman
skömmu eftir áramótin síðustu, iil
þess að leggjast á sjúkrabeðinn. >
Ásgeir Daníelsson var tvíkvænt- [
ur. Fvrri kona hans var Jónína M.
Bergmann frá Fuglavík á Miðnesi.!
Með lxenni átti hann einn son,!
Daníel Bergmann, bakarameistara j
í Reykjavík. Síðari kona hans er
Ólafía Jóxxsdóttir frá Fögruhlíð á
Snæfellsnesi. Þau áttu eina dótt-
ur, Ingunni, sem gift er Valdimar
Jóhannssyni bókaútgefanda í Rvik.
Stjúpbörn Ásgeirs, börn Ólafíu
konu hans frá fyrra hjónabandi,
eru: Ragnheiöur Einarsdóttir gift
Sveini Jónssyni fórstjóra í Sarxd-
I gerði, Ragnheiður Þórkatla, búsett
nxá geta þess að 100 kg. sekkur a£
rúgmjöli kostaði þá kr. 8,50. Eyj-
ólfur var formaður Hjallarjómabús
ins á meðan það slarfaði eða til
ársins 1912. Hann pantaði allar
(Framlxald á 6. síðuj
Hyggími bóndi tryggir
dráttarvél stna
hvernig það er“. Hann fer síðan í
næsta herbergi og talar við gæzlu-
stjóra og segir honum, að hér sé
kominn Eyjólfur frá Grínxslæk til
þess að fá lán. Gæzlustjórinn segir,
að það sé óhælt að lána þeim á
Grímslæk og þar með var lánið
fengið.
Nú var hafizt handa og skilvind-
ur pantaðar handa öllum bændum
í Hjallasókn og komu þær á tilsett-
um tíma. Þá sögðu gömlu konurn-
ar að mjólkin úr þessunx rokkum
væri baneitruð.
Síðan þurfti að ákveða hvenær
hver bóndi skyldi flytja smjörið
til Reykjavíkur, sem miðaðist við
skipsferð til Englands, því að þar
var smjörið selt. Nú kom það fyrir
fyrstu sunxurin, að bændur neit-
uðu að fara, ef það bar upp á
þurrkdag, sem flytja þurfti snxjör-
ið og kom það þá venjulega í hlut
Eyjólfs að koma því til Reykjavík-
ur og mun hann þá hafa verið fljót-
ur að taka sig upp í ferðina. Þess
stjúpbörnum, enda naut hann af
þeii’ra hendi allra og maka þeirra
gagnkvæms trausts og virðingar.
Með Ásgeiri Daníelssyni er í val
inn hniginn merkur fulltrúi þeirr-
ar kynslóðar, sem nú er óðum að
ganga af sviðinu, og skila okkur
hinum yngri dýrmætri leyfð, ef
við kunnum með að fara. Ásgeir
var nxjög starfsfús maður og góð-
ur starfsmaður, nákvæmur og
trúr því sjónarnxiði, að gera hlut-
ina vel og rétt, svo að allt stæði
heima, svo að rök morgundagsins
nxætti án nokkurs fyrirvara byggja
á seinasta pennafari kveldsins á
undan..
Valtýr Guðjónsson
iimiiiiiuiimiiiiiiuuiiiiiiiumiiimiimiiuiiimmiiiimiiiiiuiimiiiiHiiiiuiHimiiHiiio
I ampep^
| Raftagnir — Viðgerðir
Simi 8-15-56.
jniiiiiisiiinumriuiinK'«»nmiiiniimtiunuiiimiiiiiinii'
*iiii«m«m»nmmmimi«mmiiii»w>mmr»iiiuui«iiM»n
( Kaupum
i gamlar og notaðar bækur. — ;
1 Einnig tímarit.
| Fornbókav. Kr. Kristjánssonar j!
i Hverfisgötu 26 — Sími 4179 j|
íuiunmiiiimniiiiiiiiiiiiniiiiuimiimuuuuniiniumj
kæíiskáparnir
8 og 9,1 kúbikfet
eru komnir.
Nokkur stykki
óseld.
Laugavegi 103
Sírrti 82945
aiiiHiiuiHuiiiiiiiiuiHiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiuiiiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiuiiiiiiiiiiiiHiiimiiuiiiiiumuiiuuiuiiuuiuHiuuiiuuiuiiimmiuiniiitniiiiiiiiniiiiiiiiuiuuuiiiuHiiiiiiitiQ