Tíminn - 15.03.1957, Blaðsíða 9

Tíminn - 15.03.1957, Blaðsíða 9
TÍMINN, föstudaginn 15., marz 1957. ■ "'l' tSKWB 92 öllu sem gerist. - Já. En þú fylgist ekki með ■— Hvers vegna í ósköpun- um segirðu mér þá ekki frá því? -— Af því að þá ertu á skrif stofunni eða einhvers staðar að leika golf við þessa stjórn málamenn. — Ef ég vanræki börnin mín vil ég fá að vita af því. — Dagurinn í dag er ágætt dæmi, sagði Edith. Það var hreinasta tilviljun að þú skyldir vera hér en ekki í Pittsburgh þegar Joby var sendur heim úr skólanum. — Það hefur aldrei komið iyrir áður, sagði Joe. — Ekki það sama beinlínis. En annað. Þetta er ekki í íyrsta skipti sem hann fær refsingu — og það sama á reyndar við um Ann. — Ætli okkur nægi ekki að halda okkur við Joby, sagði Joe. — Já, það viltu. Ann hefur líka verið staðin aö því að reykja, en þú fréttir ekkert af því vegna þess að þú varst hér alls ekki. — Ég var hér að minnsta kosti þegar ég var kominn heim aftur og þá hefðirðu vel getað sagt mér frá því, sagði Joe. — Þú ert nú alltaf heyrnar laus þegar um Ann er að ræða. — Hún er sextán ára, sagði Joe. Eftir því sem ég heyri utan að mér megum við telja okkur heppin ef dóttir okkar brýtur ekki annað af sér en reykja sígarettur. Ég mundi hafa meiri áhyggjur ef hún drykki. — Myndiröu það? — Já. En þú ert kannski að gefa í skyn að hún drekki líka? — Ég er ekki að gefa neitt I skyn. — Þá skulum við snúa okk ur aftur að Joby. Hvernig ætl arðu að refsa honum. Taka af honum vasapeningana hans? — Já, eða. lækka þá að minnsta kosti. Um helming minnst. En ég vil líka gera eitthvað annað sem veit bein línis að reykingunum. — Refsingin verður að svara til afbrotsins; maður verður alltaf að hugsa fyrir því, er ekki svo? — Ef við gerum ekkert í málinu láta þeir sér ekki hægja að reka hann um stund arsakir þegar hann kemur ein hverntíma í heimavistarskóla. Þar fleygja þeir honum á dyr fyrir fullt og allt. — Ég veit það, sagði Joe. Þeim kom saman um að lækka vasapeningana við Joby en fundu enga hæfilega refsingu fyrir reykingarnar. jOg viku síðar sneri Joby aft- jur til skólans. 1 Þótt hann sneri ekki til baka sem nein hetja var hann orðinn frægur í skólanum. „Halló, Joby, áttu sígarettu?“ hrópuðu drengirnir til hans. Um tíma fékk hann auknefn- ið Lucky, sem dregið var af sígarettunum Lucky Strike. Strákarnir skoruðu á hann að reykja, og hann gerði það ef það var ekki á yfirráðasvæði skólans. Smátt og smátt tók hann að teljast einn af vand ræðastrákunum í skólanum, en í þeim flokki voru einnig þeir, sem voru líkamlega van gerðir, þeir bólugröfnu, þeir feitu, gleraugnaglámarnir. Einn drengurinn hafði vana- lega klámmyndir i fórum sín- um; annar svaf að staðaldri hjá stofustúlku foreldra sinna; sá þriðji var stöðugt snuðrandi í skóginum um- hverfis til að geta horft á elskendur sem héldu sig þar; enn einn gekk með hlaðna skammbyssu á sér; annar hafði góð fjárráð því að hann fékk peninga hjá miðaldra garðyrkjumanni. Þessi síðast nefndi sagði strákunum að þeir gætu alltaf unnið sér inn fimmtíu sent ef þeir vildu, og það væri ekki vont, kitlaði nánast. En annar drengur sem eitt sinn hafði gengið að tilboðinu full yrti að þetta væri ekki það eina sem garðyrkjumaður- inn krefðist. Og tilboðið hvarf úr sögunni þegar garðyrkju- maðurinn var sendur í tukt- húsið þar sem hann hengdi sig, en drengurinn á fjarlæg- an heimavistarskóla, þar sem aðrir drengir, sem höfðu einn ig þekkt gjafmilda garðyrkju menn, voru fyrir. Hvarf garð yrkjumannsins og þessa drengs komu sér vel fyrir Joby, en um þessar mundir höfðu vasapeningar hans ein mitt verið lækkaðir niður í helminginn af þeim fimmtíu sentum, sem hann hafði get- að unnið sér inn hjá garð- yrkjumanninum. Nú safnaði hann stöðugt skuldum hjá Ann, Marian, frænda sínum, Cartie, og félögunum. Hann var skuldum vafinn upp yfir höfuð það sem hann átti ó- verið á Gibbsville-skólanum. Hann tilheyrði flokknum en forðaðist öll skammastrik sem komust upp; og hann lauk sæmilegum prófum. Hann var kuldalegur en kurteis við hr. Koenig (sem var harla glaður yfir að geta skýrt foreldrum drengsins frá að nú væri hann kominn inn á heppilegri brautir); hann gætti þess að koma ávallt vel fram í bekknum, og fyrst og fremst varaðist hann að gera nokkuð sem gæti oröið til þess að hann kæmist ekki i heimavistarskóla. Þar byði hans nýtt líf, nýtt fólk og skemmtileg tilvera. Og fyrstu þrettán ár ævi sinnar hafði hann ekki átt sérlega skemmtilega daga. • Joe Chapin hafði þann sið að tilkynna allar mikilvæg- ar ákvarðanir fyrir fjölskyld- una við miðdegisverðarborð- ið svo framarlega sem frétt- irnar voru ekki svo óþyrmileg ar að þær gætu haft truflandi áhrif á meltingarstarfsemina. Þessi siður varð til þess að umræður undir borðum voru þægilegar og skemmtilegar, og þá var auk þess eini tím- inn sem unnt var að treysta því að öll fjölskyldan kæmi saman. Kvöld nokkurt vorið 1928 breiddi hann þerruna yfir kné sér og sagði: — Það er JBC senior sem talar . . . Þau litu eftirvæntingarfull á hann. — Ég hef áríðandi fréttir að færa öllum hlustendum mínum umhverfis þetta borð. Ann og Joby hlógu. - Fyrst slæmar fréttir, sagði Joe. — Æ-æ, sagði Ann í vælu- tón. — En góðar fréttir koma strax á eftir ef ungfrú Chapin Gibbsville, Pennsylvaníu, vill vera svo góö að lyfta hökunni upp úr súpudiskinum svo að við getum haldið fréttalestrin um áfram. — Ég er búin að því. Og hún náði alls ekki niður í súp una, sagöi Ann. — Næstum því. Að minnsta kosti varstu skrýtin á svipinn þegar ég nefndi slæmar frétt ir. Jæja, þessar slæmu frétt- ir, sem eru reyndar alls ekki sem verstar, eru þær að við mamma ykkar höfum talað um að öll fjölskyldan ætti að fara til útlanda í sumar. — Við líka? spurði Joby. — Öll fjölskyldan. Hr. og frú Joseph B. Chapin, ungfrú Ann Chapin og Joseph B. Chapin junior. En hvorki hundar eða kettir eða önnur húsdýr. — Og svo förum við ekki eftir allt saman; það eru slæmu fréttirnar, sagði Ann. — Alveg rétt, ungfrú Ann Chapin .Þér trufliö að vísu útsendinguna, en þér hafið alveg rétt fyrir yður. Og á- stæðan ér sú að ég þarf að vera á landsþingi repúblik- anaflokksins í sumar, og það væri ekkert vit að ég færi til Kansas City upp úr þúrru þeg ar dvöl okkar erlendis er hálfnuð. Og nú erum við kom in að betri hluta fréttanna; við förum til útlanda að ári. — Við öll? spurði Joby. — Öll saman. Og ástæðan til að ég segi ykkur þetta strax er að ég vil að við öll hressum eitthvað upp á frönskuna okkar. Auk þess held ég að það geti verið gam an að við færum öll að kynna okkur eitthvað um England og Frakkland og Ítalíu svo að við vitum eitthvað um stað- ina sem við eigum eftir að sjá. Ég hef aldrei komið til Evrópu, mamma hefur aldrei komið til Evrópu . . . — Mamma hefur nú ekki Nú geta aliir iært ísienzka réttritun og máifræSi heima hjá sér á bréfanámskeiði, sem hófst s. I. haust í Tímaritinu SAMTÍÐINNI Nýir áskrifendur fá seinasta árgang í kaupbæti, ef þeir senda árgjaldið 1957 (45 kr.) með pöntun. Þeir geta því fylgzt með íslenzkunámskeiði okkar frá byrjun. — Samtíðin flytur auk þess: Ástasögur, kynjasögur, skopsögur, vísnaþætti, viðtöl, bridgeþætti, skákþætti, nýjustu dægurlögin, fjölbreytta kvennaþætti (tízkunýj- :: ungar og hollráð), verðlaunagetraunir, gamanþætti, úr- " valsgreinar, ævisögur frægra manna o. m. fl. 10 hefti áriega fyrir aSeins 45 kr. Póstsendið í dag meðfylgjandi pöntun; Ég undirrit.......óska að gerast áskrifandi að SAMTÍÐ- jj INNI og sendi hér með árgjaldið fyrir 1957, 45 kr. Nafn ............................................... S Heimili ............................................... | Utanáskrift okkar er: SAMTÍÐIN, Pósthólf 472, Rvik. ♦♦ 11 iimnimimimiiiimiiiiiiiimmiiimmmmmmimmimimiiiiiiiiimmminiiiiiiiimimmiiiminmini I Bændur! I Getum útvegað yður UNIMOG FAHR tractora fyrir voríð ef samíð er strax. RÆSIR H.F. SÍmi 82550 REYKJAVÍK miiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimmimiiiiiiiiiiiiimiiiiiimmiiiiiiiiiiuummiiimmiiiimiimiiiiiimiimiiiiiuimmiii luiiiiiiniiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimj | Sauðfjárbú til sölu 1 | nú þegar að Borgarholti við Engjaveg. Nánari upplýs- jjj | ingar í síma 80232 milli kl. 9 og 10 á kvöldin. Verðtilboð- § I um sé skilað í H Í Málflutningsskrifstofa Guðlaugs og Einars Gunnars Einarssona, Aðalstræti 18. = (Uppsölum) fyrir 26. þ. m. 1 liiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiinmiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiminiiiim -- Auglýsingasími Tímans er 82523--

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.