Tíminn - 17.03.1957, Qupperneq 2

Tíminn - 17.03.1957, Qupperneq 2
2 T í M I N N, sunnudaginn 17. marz 1957. Jónas Jónsson frá Hriflu lagði grundvöllinn að stofnun samvinnublaðanna Tímans og Dags. eins bent á fjögur mál, sem blaöið mun láta til sín taka, og lítur það svo á, að heppileg úrlausn þeirra geti verið hin bezta undirstaöa annara framfara. Er síðan í stuttu en ljósu máli gjörð grein fyrir hverju þessara fjögurra meg- inmála, en þau voru banka- mál, samgöngumál, verzlun- armál og andlegar framfarir. Að því er snertir andlegar framfarir segir orðrétt: Mun verða lögð stund á að benda á hverjir þættir séu sterkir og lífvænlegir í íslenzkri menn- ing, bg haldið fram máli þeirra manna, er vilja nema af öðrum þjóðum, þar sem þær standa íslendingum framar, og þá kostað kapps um að numið sé á hverju sviði af þeim, sem færastir eru og lengst á veg komnir. Síðan segir: Meðan hvers konar hættur og ófarnaður vofir yfir þjóðinni af völdum heimsstyrjaldarinnar, mun blaðið leggja meiri áherzlu á að ræða bjargráð yfirstand- andi stundar, fremur en fram- tíðarmálin. Er þar einkum tveggja hluta að gæta, fyrst að einkis sé látið ófreistað til þess að tryggja landinu næg- an skipakost og í öðru lagi að matvöruaðdrættir frá útlönd- um og skipting matvælanna hér á landi, verði framkvæmd með þeirri réttvísi og hagsýni, er frekast verður við komið. Nafnið á blaðinu þarf naumast skýringar við, eins og það er ekki aðeins nútíð og framtíð, heldur einnig for- tíðin, sem felst í hugtakinu tíminn, þannig mun blaðið hafa það fyrir augum, sem læra má af liðinni þjóðarævi, til leiðbeiningar i nútíð og framtíð. Síðan eru í fyrsta blaðinu þrjár greinar um skipakaup landssjóðs, skipaþörfina og loks fræðilegur samanburður á stórum skipum og litlum skipum. En um þessi mál hafði ritstjóri átt viðræður við hina Guðbrandur Magnússon, fyrsti ritstjóri Tímans, frá 1. tbl.—36. tbi. 1. árg. 11 m ííí fróðustu menn, Emil Nielsen og Sveinbjörn Egilsson. Þá er í blaðinu grein, sem ver þá ráðstöfun ríkisstjórn- arinnar, að sveitarstjórnum séu seldar lándsjóðsvörur. Að- send grein um „Almennings- álitið og bannmálið.“ „Frá út- löndum“, yfirlitsgrein eftir J. J. Siðan eru . þrjár struttar greinar og 16, fréttaklausur og upphaf á þýddri neðanmáls- sögu í þessu fyrsta blaði. — Ein verzlunaraúglýsing hafði borizt, en áú varð að bíða næsta bláðs sakir þrengsla, enda þessu blaði ekki ætlað að vera háð auglýsendum. III. í næsta blað skrifar J. J. aftur fremstu greinina. Og er þetta ein sú blaðagrein, sem mér hefir orðið minnistæðust. „Jafnvægi atvinnuveganna“ Sem ég nú les þessa grein að nýju, gef ég ritstjórn Tímans það ráð, að hann haldi upp á fertugsafmæli blaðsins með því að endurprenta í blaðinu nokkrar úrvalsgreinar frá fyrri árum, greinar, sem eru í fullu gildi enn í dag. Og þessi yrði hin fyrsta slíkra sígildra greina. En sá er hver mestur heiður Framsóknarflokksins, að hann hefir í framkvæmd sannað, að hann skilur mikil- vægi þess, að jafnvægi hald- ist með atvinnuvegum þjóðar- innar, enda hefir enginn ís lenzkra stjórnmálaflokka af meiri víðsýni og höfðingsskap stigið ölduna á þingi þjóðar- innar, einmitt til aö stuöla að þessu jafnvægi. Framsóknarflokkurinn verð- ur m. a. til fyrir þann háska, sem þjóðinni var búinn, þegar svo var komið, að bankarnir vörðu öllu sínu fjármagni í verzlun og sjávarútveg, og jafnvel bændurnir sjálfir, sem aurað höfðu einhverj u saman, voru margir hverjir hættir að hafa trú á að leggja fé í jarða- bætur, heldur hættu því í síldveiðar og sjávarútveg. En fyrir það, hversu ötullega flokkurinn gekk þá undir nauð landbúnaðarins, var honum brigzlað og hann tal- inn fjandmaður sjávarútvegs- ins! En hvað svo, þegar sá at- vinnuvegur stóð höllustum fæti 1939, þá var það Fram- sóknarflokkurinn einn, sem óklofinn stóð með gengis- breytingu, sem þá var fram- kvæmd sjávarútveginum til bjargar! Þegar í öðru blaðinu, sem út kom af Timanum, blaðinu með hinni stórmerku grein J. J. um jafnvægi atvinnuveg- anna, er grein eftir ritstjór- ann, sem heitir „Fiskiskipa- flotinn“, byggð á almanaki ísl. fiskimanna. Þar eru fyrst taldir Botnvörpungar, sem þá voru 21 talsins, Gufuskip af öðru tagi 11 talsins, seglskip 100 talsins, og loks mótorskip 86 að tölu. Greint frá saman- lagðri smálestatölu, hversu margir séu eigendur og hvar á landinu. Síðan er greint frá, að hver smálest í fiskiskipa- flotanum sé metin á 1000 kr. og flotinn allur þá að verð- mæti rúm hálf þrettánda milljón. En auk þessa eru vél- bátar undir 12 smál. og tala þeirra skipti hundruðum um- hverfis land. Síðan segir: Gróði útgerð- armanna er að sjálfsögðu misjáfn, en hins er getið, að sumir botnvörpungarnir hafi borgað sig á tveim árum, meðan þeir stunduðu þorsk- veiðar einar, en þó sé gróðinn enn meiri síðan síldveiðina var farið að stunda líka. Enda verið sagt frá því opinberlega, að sum útgerðarfélögin hafi greitt 100% í ársarð. „Þá Tryggvi Þórhallsson, var ritstjóri frá 1917—1927, lét af ritstjórninni, er hann tók við embætti forsætisráðherra í fyrsta ráðuneyti Framsóknarfl. munu sum mótorskipin, sem: haldið hefir verið út til síld- J veiða, hafa að fullu borgað sig fyrsta síldartímann, þ. e. á 2—3 mánuðum. Það er í nið- urlagi þessarar greinar, sem botnvörpungarnir eru kallað- ir „höfuðból sjávarbændanna, sem geta haldið sig í gras- veðrinu á vorin, þurrkinum á sumrin og hagbeitinni á vet- urna!“ Hvort hefir annað stjórn- málablað gjört elskulegri gæl- ur við mikilvirk atvinnutæki nokkurrar atvinnugreinar? í þessu sama blaöi, 2. tölu- blaðinu, er þá önnur athygl- isverð grein, Um láunakjör. j Sú grein er eftir ritstjórann og einnig verð uppprentunar.! í 3. tölublaðinu hefst greina- J flokkur Um verzlun, sem ent-' ist fimm næstu blöðin. Við þessar greinar hafði J. J. svo mikið, að hann endurprent- aði þær í Tímariti samvinnu-( félaganna, en lét síðan sér- j prenta þær ii smábæklingi. | „Næst heilsu og tíðarfari eiga| menn hvað mest undir verzl- j uninni.“ Með þessari setningu upphófst þessi greinaflokkur. I Að þessum greinaflokki loknum hófst annar Um land- búnað, og hélt áfram í sex næstu blöðum. Einnig eftir ritstjórann. „Að þykja vænt um fortíð- ina, vænna um nútíðina, en vænst um framtíðina, ætli að í þessu sé ekki fólgin bjart- sýnin!“ Slík voru upphafsorð- in að þessum greinaflokki. Og sem ég hafði lokið við fyrstu greinina, Um landbún- aðinn, man ég að ég hljóp með hana til vinar míns, Kristjáns Albertssonar, og óskaði að mega lesa greinina fyrir hann — „af því það væri svo mikið sólskin í henni!“ Blaðamennska í þá daga var ekki lik og nú. Fjögurra síðu blað einu sinni í viku. En það var þá alla jafnan held- ur ekki kastað til þess hönd- unum. Öðru sinni hefi ég lesið þessa grein — það var nú fyr- ir fáum dögum. Og þá fyrir sonardóttur Björns í Svínadal í Skaftártungu, en það var sveitaheimilið, sem kemur við sögu í greininni, og studdi heldur en ekki trúna á ís- lenzka gróðurmold! „Og hví skyldu íslendingar líka ekki vera bjartsýnir? Hví skyldu þeir ekki trúa öllu góðu um framtíðina?" heldur greinin áfram. Landið er gott, svo gott, að það hefir haldið lífinu í þjóð- inni gegnum alls konar óáran af völdum elds og ísa, gegn- um drepsóttir og einokun öld- um saman og siglingateppur í ofanálag — og gegnum þekk- ingarskort við að bjarga sér, hvort heldur var á sjó eða landi. Og sjórinn er góður, einhver allra auðugasti bletturinn á Hallgrímur Hallgrimsson, magister, gegndi ritstjórastarfi frá 30. ágúst 1927, er Tryggvi Þórhallsson hvarf frá blaðinu, til 8. október sama ár, er Jónas Þorbergsson tók við.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.