Tíminn - 17.03.1957, Qupperneq 5

Tíminn - 17.03.1957, Qupperneq 5
. . ..UIPI! J.! t ÍMIN \, sunnudaginn 17. marz 1957. að þessari stuttu grein. Þó verður ekki hjá því komizt, að þræða yztu línur og þá sér- staklega að gera grein fyrir vígstöðunni. Vegna fátæktar þjóðarinnar voru blöð þau, sem íslending- ar hófu að rita og gefa út á 19. öid, aðeins vikublöð og smá í sniðum. — íslenzkir kaup- menn áttu, við hlið kaupfé- laganna, sinn heillavænlega þátt í því að stöðva fjárflutn- ing Dana út úr landinu og brjóta á bak aftur selstöðu- verzlanir þeirra hvarvetna um land. Ágóðinn af innlendum verziunarrekstri varð með þessum hætti, að verulegum hluta, umráðafé kaupmann- anna. Margir þeirra gerðust virkir áhugamenn í lands- réttincíabaráttunni við Dani og stóðu manna b.ezt að vigi, til þess að styrkja útgáfu blaða með augíýsingum og á annán hátt. — Með litl- i um undantekningum gerðustj blöð'ri ándstæð vaxandi hreyf- ingu sarrvinnúmanna í land- inu. — Hnigu öll rök mann- legi'ar óg almennrar hags- munab'aráttu til þeirrar nið- urstöðu, að kaupmenn verðu nokkru af verzíunargrnða sínum til varnar havmuna- aðstöðu sinni, enda hefir svo tekizt í sífellt vaxandi mæli allt fram á þennan dag. í ljósi þessarar forsögu má það verða bert, hversu til skipaðist um vígstöðvarnar, er Framsóknarflokkurinn var stofnaður og hóf að gefa út Tímann og síðar Dag á Akur- eyri, og blöð þessi tóku begar í öndverðu að sér málstað samvinnuhreyfingarinnar í landinu. — Öll hin eldri blöð, sem voru handbendi kaup- manna og stórútgerðar- manna, snerust öndverð gegn Tímanum og sókn hans, enda varð þess skatnmt að bíða, að kaupmenn ykju blaðakost sinn til varnar og sóknar. Vigstaðan varð því sú, í stuttu máli sagt, að mjög lengi framan af á uppvaxtar- skeiði sínu hafði Framsókn- arflokkurinn á að skipa tveimur fjögurra síðna viku- blöðum, smáum í sniðum, á móti aút að 10 blöðum and- stæðinga sinna. VII. Hversu mátti það nú verða, að Framsóknarflokkurinn, við svo mikla fátækt og svo lít- inn blaðakost, tækist þegar á á hendur forustuhlutverk í landsmálasókninni? — Til þess hnigu margháttuð rök: 1. Auk Jóns Sigurðssonar höfðu ýmsir stórmerkir hugsjóna- og athafna- menn fyrir, um og eftir aldamótin ýtt við okkar svefnugu þjóð og vakið nýtt öldurót í hugum manna. Af mjög mörgum þeirra geta hér orðið nafngreindir aðeins fáir einir, svo sem þeir Torfi í Ólafsdal, Tryggvi Gunn- arsson, Thor Jensen út- gerðarmaður, stofnendur Kaupfélags Þingeyinga og Sambands kaupfélag- anna, upphafsmenn síld- veiðanna, Otto Wathne og fl. Páll Briem amt- maður (fjárkláðinn o. fl.), Stefán Stefánsson kenn- ari á Möðruvöllum (Flóra íslands), Sigurður Sig- urðsson frá Draflastöð- um (Ræktunarfélag Norð- urlands). — Allir þessir menn og margir fleiri höfðu lagt út á nýjar leið- ir og opnað þjóðinni víð- ari sýn; glætt vonir . mánna um framfarir og bætt lífskjör. — Enda þótt hægt miöaði í fyrstu, var hugarorka fjölda manna komin í hreyf- ingu. — Þjóðin varð sér þess meðvitandi, að nú tók að líða undir rismál. 2. Upp úr aldamótunum fór Ungmennafélagshreyfing- in eldi um hugi ungra manna í landinu, karla og kvenna. Reis þar sterk alda ættjarðarástar og félagsstarfs, er hafði á stefnuskrá sinni ýmis nytjamál svo sem bind- indissemi, viðleitni til skógræktar, íþróttir o. fl. — í blaði félaganna, Skinfaxa, undir ritstjórn Jónasar Jónssonar frá Hriflu, tóku þessar æsku- hugsjónir á sig fvllri og raunhæfari þjóðmála- svip, sem átti sinn þátt í að undirbúa jarðveginn fyrir komandi sókn nvrr- ar landsmálahreyfingar. 3. Framsóknarflökkurinn hóf merki sitt í fvllingu tímans; í þann mund, er dreaur til nýrra úrslita í landsréttindádeilunni við Dani og elclri landsmála- samtök eru að þvi komin að leysast upp vegna skorts á ágreiningi og jafnframt skorts á hug- sj ónum og raunhæfum áhuga um innlend við- reisnarmál. — Framsókn- arflokkurinn færði þjóð- inni það, sem hún þráði og beið eftir: að risið yrði úr ösku^tó útbrunninnar orku stjórnmálaþrefsins við Dani. 4. Langmestu máli skifti þó um skjótan framgang þessarar landsmálastefnu, að hún var í öndverðu borin uppi af ósíngjarnri þjónustusemi og hug- sjónatöfrum ungra manna og að upphaflegir for- ustumenn hennar voru bæði vopndjarfir og kunnu vel til skylminga. Loks studdi það á óbeinan hátt framgang Framsóknar- stefnunnar, að sjómenn og verkamenn hófu um sömu mundir félagssamtök sín og stj órnmálasamtök undir for- ustu Ólafs Friðrikssonar. — Mátti því teljast vera um að ræða allsherjarvakningu vinn andi manna til sjávar og sveita. — Þessar tvær fylk- ingar urðu samflota, áttu margt sameiginlegt og studdu hvor aðra. — Enda þótt sam- vinnuhreyfingin íslenzka ætti, vegna staðhátta, upphaf sitt í sveitum landsins, gagnstætt því sem gerðist í iðnaðar- þjóðfélögum nágrannaland- anna, þar sem verkamanna- stéttin var bæði fjölmenn og langsoltin, voru íslenzk- ir verkamenn samvinnu- stefnunni hlynntir og stofn- uðu, er stundir liðu fram, eigin kaupfélög í fullri sam- vinnu við Samband islenzkra samvinnufélaga. — Og er Framsóknarflokkurinn tók forustu í stjórn landsins árið 1927, studdu verkamenn hann til valda. — Margar greinir hafa gerzt milli þessara fylk- inga, enda hafa andstæðing- ar beggja aldrei sparað við- leitni sína að bera eld í her- búðirnar. Jónas Hallgríms,son kvað: Hörðum höndum vinnur hölda kind ár og eindaga: Siglir særokinn, sólbitinn slær, stjörnuskininn stritar. Hversu sem falla kann um dægurviðhorf og rógmæli mun framleiðslustéttunum til sjávar og sveita jafnan renna blóðið til skyldunnar og finna til þess, sem þær eiga sameig- inlegt og enginn mun frá þeim taka: Þær legt. eiga stritið sameigin- VIII. Á 40 ára afmæli Tímans mætti það vera bæði forvitni- legt og fróðlegt, lesendum og nútíma blaðamönnum, að skyggnast til baka og líta nánar á vinnukjör og verk- brögð fyrstu ritstjóra flokks- ins. — Vöxtur blaðsins úr fjögurra síðna vikublaði í 12 síðna dagblað gerir allan samanburð torveldan. — Fjölbreytilegt efni nútíma dagblaða og mikið að vöxtum gerir verkskiptingu nauð- synlega. Ritstjórar og blaða- menn þeirra hafa nú margar skrifstofur til umráða og önn- ur verkskilyrði eftir því. Fyrstu ritstjórar Framsókn- arflokksins áttu um það sömu kjörum að sæta og allir rit- stjórar lítilla vikublaða bæði fyrr og síðar, aö öll störf við blaðið, nema afgreiðslan, hvíidi á þeim einum. — Eg minnist þess, að er eg hóf blaðamennsku, þótti mér til þess horfa, að leikur yrði ó- jafn, þar sem blöð flokksins voru aðeins tvö á móti allt að 10 blöðum andstæðinganna. Var því einsætt, að rúm blaðsins yrði að nota sem hagkvæmlegast. — Vegna málefnabaráttunnar varð eg að rita blað mitt sjálfur að mestu. Nokkru af rúmi þessa litla blaðs varð þó jafnan að verja fyrir auglýsingar, er mér tókst að elta uppi, til þess að hamla gegn fjárþroti. Efni blaðsins varð að jafnaði leiðari og stærri stjórnmála- greinar, fastur fréttadálkur og ýmiskonar laust efni svo sem andsvör, dánarfregnir, ritfregnir o. fl. Eins og liklegt var, mátti svo telja, að vopn stæðu á blöðum Framsóknarflokksins og ritstjórum þeirra hvaðan- æva. Eg uppgötvaði því fljót- lega hið sama og ritstjórar Tímans höfðu uppgötvað á undan mér, að skæruhernað- ur var óhjákvæmilegur. En skæruhernað kallaði eg dálka mína „Á víðavangi“, þar sem var skipað smágreinum um sem fjölbreytilegast efni til varnar og sóknar og komið upp sem víðast og óvæntast á breiðri víglínu. — Varð mér það og fullljóst, að engin vörn er sigursæl önnur en' sóknin. Mér þykir líklegt, að marg- ir hafi frá ýmsu að segja í þessu 40 ára afmælisblaði Tímans og að nauðsyn beri til, að stilla í hóf lengd þessarar greinar. — En margs er að minnast frá þessum fyrstu árum i;itstjórnar minnar á Akureyri og reyndar allt til loka hennar við ársbyrjun 1930, sem mér léki hugur að drepa á, bæði geðfellt og mið- ur geðfellt. — Nú er það skylt, að meta hvern mann eftir því sem hann hefir risið hæst og komizt lengst til góðra hluta. — Eftir sömu reglu ber að meta árangur hverrar málefnabaráttu eftir stærstu afrekum og heilla- vænlegustu, en líta á mistök- in og ósigrana sem einskonar úrgangsefni, sem ekki beri að hirða um öðruvísi en sem við- vörun. — Eg mun því aðeins drepa á sárfá atriði úr þess- um minningum og þau ein, sem eru mér geðfelld og á- nægjuleg. Stjórnmálabarátta þessara 10 ára var ákaflega hörð og óvægisöm bæði í ræðu og riti. Varð því ekki forðað, að hún hefði í för með sér megna persónulega óvild í garð rit- stjóranna og jafnvel fjand- skap þeirra, sem þannig voru skapi farnir. — Sem betur fer er því svo háttað, að þau sterku geðbrigði,, sem fylgja pólitiskum skylmingum, festa ekki að jafnaði djúpar rætur. — Eg hefi oft um ævina skoð- að hugarfarslegar eftirstöðv- ar mínar frá þessum árum og ekki getað fundið, að eg bæri í brjósti persónulegan kala til þeirra, sem eg átti í höggi við. — Enginn kemst hjá því á langri starfsæfi opinberra við- skifta að reka sig á lágkúru lega rætni og ódrengskap. — Ódrengjum er hverjum manni rétt að sneiða hjá og forðast; þeir bera sjálfir sinn dóm til eigin afplánunar. — í þessu sambandi langar mig til að geta þess til gamans, að okk- ur Gunnlaugi Tryggva Jóns- syni, aðalandstæðings míns í blaðamennskunni á Akureyri, var jafnan hlýtt í þeli hvor- um til hins. — Eg hafði þann hátt, að fara til Gunnlaugs Tryggva á Nýársdagsmorgun með litilsháttar gíaðningu. Drukkum við þá sáttaskál fyrir liðinn tíma og hétum jafnframt hvor á annan, að duga sem bezt í skylmingun- um á nýbyrjuðu ári. — Gunn- laugur Tryggvi var dreng- skaparmaður og allra manna vinsælastur. Mér er ljúft og skylt að minnast eins manns á Akur- evri frá þessum árum: Ingi- mars Eydals, en hann hafði verið fyrsti ritstjóri Dags. — Ingimar er óvenjulega vel gerður maður, bæði um gáfur og mannkosti. — Á byrjunar- árum minum í starfinu naut eg oftsinnis reynslu hans, gáfna og glöggskyggni, enda lét hann mér jafnan álit sitt í té af einlægri vináttu og hollustu við málstaðinn. •— Með okkur Ingimar Eydal tókst aldavinátta. Frá ritstj órnarárum mínum við Tímann langar mig til að minnast eins manns sérstak- lega: Jóns Þórðarsonar, prent- ara. — Tíminn var prentaður í prentsmiðjunni Acta í Mjóstræti. Allir starfsmenn prentsmiðjunar voru hinir ágætustu drengir og ljúfir 1 samstarfi. En minnisstæðast- ur er mér Jón frá mörgum og löngum samstarfsstundum þeirra ára. — Ritstjórnarað- staða mín var horn á borð- kríli við hliðina á setjaravél- inni. — Unnum við Jón löng- um saman, þannig að eg rit- aði, en Jón setti jafnhraðan. — Jón Þórðarson er greiður setjari, óbilandi í réttritun, smekkvís á mál og framsetn- ingu. — Minnist eg hans sem eins minna geðþekku tu sam- starfsmanna fyrr og síðar. .láfeti 1! <|13 IX. Eg hefi í VII. kafla hér að framan getið nokkurra stað- reynda, sem áttu sinn þátt í því, að framgangur stefnu Framsóknarflokksins var svo skjótur og baráttan sigursæl. — Þykir mér nú í lokakafla þessarar greinar hlýða að leggja áherzlu á meginástæð- una þá, að stefnan var rétt óg málstaðurinn góður. -—Flokk- urinn gekk þegar í l;ð með samvinnustefnunni, sem ein allra þjóðmálastefna kemst næst því meginboði siðakenn- inga Krists, að „það sem þér viljið, að mennirnir geri yður, skuluð þér og þeim gera “ —■ Flokkurinn tók sér fyrir hend- ur að fylkja vinnandi stéttum landsins til samtaka og sam- starfs um úrlausnir vanda- mála og framhrindingar stórra verkefna til viðreisnar landi og þjóð. Flokkurinn tók að sér málstað litilmagnans í þjóðfélaginu og æskunnar í landinu. — Á þessu merka af- mæli Tímans tel eg mig ekki geta borið fram honum til handa heilli ósk en þá, að honum megi, hér eftir sem hingað til, auðnast að móta stefnu sina og starf eftir þeim meginleiðum, sem upphafleg- ir hugsjónamenn og stofn- endur flokks og blaðs mörk- uðu fyrir fjörutíu árum. Jónas Þorbergsson. .'.W.V.V.V.V j! Kaupfélag Austfjarða j! sendir Tímanum beztu árnaðaróskir í til- efni af fjörutíu ára afmœli blaðsins og pakkar pví áratuga baráttu fyrir eflingu samvinnustefnunnar í landinu. í S I Kaupfélag Austf jarða ji Seyðisfirði .■.V.WV.V.W.VV.V.V.'AW^W.V.V.V.V.VAW.V.V.^

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.