Tíminn - 26.03.1957, Síða 6

Tíminn - 26.03.1957, Síða 6
6 TÍMINN, þriðjudaginn 26. marz 1957, Útgefandi: Framsóknarflokkurlnn Ritstjórar: Haukur Snorrason, Þórarinn Þórarinsson (áb). Skrifstofur í Edduhúsinu við Lindargötu Símar: 81300, 81301, 81302 (ritsti. og blaðamenn). Auglýsingar 82523, afgreiðsla 2323. Prentsmiðjan Edda hf. Löggæzla á samkomum SIGURVIN Einarsson, þingmaður Barðstrendinga, flutti snemma á yfirstand- andi þingi frumvarp til laga um breytingar á áfengislög- unum. Aðalefni frumvarps- ins var að banna áfengis- neyslu á samkomum og mannfundum og gera stjórn endum þeirra skylt að fylgj ast með því að slíku banni væri hlýtt. Þá var lagt til að fella niður heimild lögreglu stjóra til að leyfa félögun- um vínveitingar á samkom- um s ínum og að auka refsingar fyrir ýmis brot á áfengislögunum. í greinargerð fyrir frum- varpinu segir Sigurvin m. a.: „ÞAÐ er á vitorði almenn- lngs, að mjög ber á ölvun á samkomum í landinu, og virðist hún fara vaxandi. Eru skemmtistaðir eftirsótt- ir af ölkærum mönnum, sem valda þar oft truflun, óspekt um og jafnvel tjóni. Með þess um hætti færist ómenning- arblær yfir skemmtanalíf þjóðarinnar, sem jafnframt hefur háskaleg áhrif á æsku lýð landsins. Framhald þess- arar þróunar leiðir til þess, að slikir mannfundir verða gróðrareitir áfengisböls. Þetta á sér stað bæði í þétt- býli og dreifbýli og veldur áhyggjum margra, ekki sízt foreldra, er sjá lítil ráð til þess að forða börnum sín- um frá áhrifum þessarar ó- menningar. Unglingar sækj- ast eftir skemmtunum, sem eðlilegt er, og þeir þurfa líka og eiga að skemmta sér. En þeir eiga fárra kosta völ. Þeg ar frá eru taldar kvik- mynda- og leiksýningar, er um fátt annað að velja fyr- ir unglinga en þær opinberu skemmtisamkomur, sem aug lýstar eru. En það er einnig kunn- ugt, að ýmsum þeim, er stjórnað hafa mannfundum til skemmtunar, hefur tek- izt að útiloka áfengisneyzlu. Hafa slíkar samkomur borið af um siðmenningu og verið til sæmdar þeim, er þar hafa málum ráðið. Þetta sýnir, að unnt er að halda uppi skemmtanalífi, sem samboð- ið er menningarþjóð, ef vilji er fyrir hendi. Það er því ærin ástæða til að gera þá kröfu til allra þeirra, er mannfundum stjórna, að þeir geri sitt ítrasta í því að halda þar uppi reglu.“ FRUMVARPI Sigurvins var vísað til allsherjarnefnd ar efri deildar. Hún vildi ekki fallast á það að sinni, en við urkenndi hinsvegar nauð- syn þess, að ráðstafanir yrðu gerðar til að hindra áfeng- isneyzlu á skemmtunum. Nefndin flutti því tillögu til þingsályktunar, þar sem skorað var á ríkisstjórnina að láta hið bráðasta fara fram endurskoðun á ákvæð- um laga um lögreglumenn, áfengislaga og annara laga um löggæzlu á skemmtisam- komum, einkum í héruðum, sem ekki hafa föstu lögreglu liði á að skipa. í greinargerð nefndarinn- ar fyrir tillögunni segir svo: Víða um land, þar sem ekki er fast lögreglulið, hefur hef ur þráfaldlega komið í ljós, að erfiðlega gengur að halda uppi reglu á skemmtisam- komum. Er það á allra vit- orði, að mjög ber á ölvun á slíkum mannfundum, og hljótast stundum af truflan- ir og vandræði. í 10. gr. laga um lögreglumenn, nr. 50 12. febr. 1940, eru heimildará- kvæði um löggildingu lög- reglumanna til þess að halda uppi reglu á mannfundum og samkomum innanhéraðs. Á ýmsum stöðum hefur á- kvæðum þesssum verið beitt en með mismunandi hætti. Tvær reglugerðir hafa verið settar um framkvæmd þess ara mála í tveim lögsagnar umdæmum, og eru þær nokk uð ósamhljóða. Heppilegast mundi vera að áliti flutnings manna þessarar þingsálykt- unartillögu, að reglur þess- ar verði samræmdar, löggjöf um þessi efni verði nokkru fyllri en nú á sér stað og regl ur, sem settar yrðu sam- kvæmt lögunum, gildi hvar- vetna um land, þar sem þær eiga við. EFRI deild hefur nú sam þykkt tillögur nefndarinnar, en vísað frumvarpi Sigur- vins frá samkvæmt því. Sú endurskoðun, sem til- laga nefndarinnar fjallar um verður án efa látin fara fram fljótlega og leiðir von- andi til endurbóta á þessu sviði. Sigurvin hefur því með flutningi umrædds frum varps komið til vegar, að reynt verður að koma meiri menningarsvip á samkomur víða um land en hægt hef- ur undanfarið vegna áfeng- isneyzlu. En þar þarf meira til en aukna löggæzlu, eins og líka kom fram 1 frum- varpi Sigurvins. ; Morgunblaðið og Iýðræðið MORGUNblaðið ver nú af öllu kappi einokun þá, sem Sölusamband ísl. fiski- framleiðenda hefur haft, og telur uppbyggingu þess fé- lágsskapar hina lýðræðisleg listu. Samkvæmt lögum þess jná eiixh maður fara með 8% af atkvæðamagninu eða sjö menn geta farið með meiri- hluta á aðalfundum þess. Langflestir þeirra, sem vinna að framleiðslunni, koma hér hvergi nærri, þar sem at- kvæðarétturinn er miðað ur við saltfiskmagn, sem er cRLENT YFIRLIT• Tekst Mollet enn að haida velli? Búizt vií sögulegri atkvæíagreiÖsíu í franska þinginu nú í vikunni I SEINUSTU viku hófust í franska þinginu umræður, sem hafa bæði snúizt um efnahags- og utanríkismál. Þessar umræður hafa gengið mjög á móti stjórninni og hefir hún hlotið gagnrýni margra þeirra, sem áður hafa stutt hana. í dag eða á morgun mun Mollet forsætisráðherra flytja aðalræðu sína og mun það mjög fara eftir því, hvernig honum tekst að rétt- jlæta gerðir sínar, hvort stjórnin heldur velli, þegar atkvæði verða I greidd um traustsyfirlýsingu síðar í vikunni. j Það væri ekki hægt að telja t’l I neinna óvæntra tíðinda, þótt | Mollet biði lægra n!ut við atkvæða- vgreiðsluna. Hinn 26. febrúar s. 1. tókst stjórn hans að setja það met að vera orðin langlífari en nokkur önnur frönsk stjórn, er hcfir verið mynduð síðan seinni heimsstyrjöld inni lauk. Hún hafði þá verið við jvöld í 392 daga, en gamla metið, sem var 391 dagur, setti stjórn Queilles á árunum 1948—49. Vafalaust er ýmsa stjórnmála- skörunga Frakka, sem hafa öðru hvoru tekið þátt í ríkisstjórn sein- ustu áratugina, farið að langa til að ná þeim sessi aftur, þótt ekki væri nema um skamma hríð. Þannig mun Mollet nú hafa alla fyrrverandi forsætisráðherra á móti sér, en þeir eru a. m. k. 7 á þingi. Það getur hins vegar hjálpað Mollet, eins og það hefir gert það hingað til, að menn óttast, að ekki verði hægt að mynda neina aðra stjórn, ef stjórn hans hrökklast frá. Ef hann sigrar við atkvæða- greiðsluna nú í vikunni, mun sig- urinn fyrst og fremst byggjast á þeirri forsendu. MOLLET ER NÚ búinn að vera það lengi við stjórnarstýrið, að hæfileikar”* hans sem stjórnanda eru nokkurn veginn komnir i ljós. Stjórn hans ber ho'num ekki vitnis- burð sem hugmyndaríkum og fram takssömum stjórnmálamanni, en hún ber vott um seiglu og vinnu- semi. Mollet kann bersýnilega vel ti! þinglegra vinnubragða. Hann gerir sér einnig vel grein fyrir því, hvað sé vinsælt meðal almennings. Þess vegna hefir hann fylgt miklu þröngsýnni þjóðernisstefnu en yfir- leitt er títt um foringja jafnaðar- manna annars staðar. Það hefir t. d. komið glöggt fram í Alsírmálinu og Súez-deilunni. Afskipti Mollets af þeim málum hafa ekki aukið veg hans utan Frakklands, en þau hafa unnið honum fylgi heima fyr- ir. Hann hefir ekki sízt grætt á innrásinni í Egyptaland. Þar urðu viðbrögð Frakka allt önnur en Breta. Frakkar lögðu almennt blessun sína yfir þá aðgerð stjórn- arinnar, og þegar hún neyddist til að draga herinn til báka, kenndu þeir Eden um það, en ekki Mollet. Persónulega græddi Mollet því heima fyrir á Súez-ævintýrinu. Frakkar drógu m. a. þá ályktun af því, að Mollet skorti ekki áræði, en þann hæfileika telja þeir marga foringja sína vanta. EF GERT ER yfirlit um störf (stjórnar Mollets, skiptast mjög á (jákvæð verk og neikvæð. Ef innan- landsmálin eru tekin sér, má (fyrst nefna, að stjórn Mollets hef- ir fengið lögfest þriggja vikna or- lof, ellitrygging hefir verið hækk- uð og sett ný löggjöf um íbúðabvgg ingar. sem er talin til fyrirmyndar, en áður ríkti algert öngþveiti í þeim efnum. Meðal launþega eru öll þessi verk stjórnarinnar vinsæl. En bau hafa líka sínar skuggahlið- ar. Þau auka á verðbólguhættuna, *en hún er nú talin mjög vaxandi. Stjórnin hefir ekki gripið til neinna róttækra ráðstafana til að vinna gegn henni. Alsír-styrjöldin afhent til útflutnings! Samtímis því, sem Mbl. berst fyrir þessu skipulagi, þykist það vera mikið lýðræð isblað. Sjá menn ekki í gegn um slík heilindi? M O L L E T og lokun Súez-skurðarins gera svo ástand fjárhagsmálanna enn erfið- ara. Öllum hagfræðingum kemur nú saman um, að Frakkar muni brátt standa frammi fyrir miklum og torleystum vanda á sviði efnahags- málanna. Margir íelja í'ellingu frankans óhjákvæmilega. f UTANRÍKISMÁLUM getur stjórn Mollets bent á mjög jákvætt verk, þar sem er samkomulag Frakka og Þjóðverja um Saarmál- ið og undirbúningur vaxandi sam- vinnu Evrópuríkjanna um við- skiptamál. Þetta verk, sem getur reynzt mjög mikilvægt í framtíð- inni, er framar öllum öðrum Mollet að þakka. Hann hefir jafn- an verið einn helzti fylgismaður þeirrar stefnu, að Evrópuríkin taki upp sem nánasta samvinnu. Þeirri stefnu hefir hann fylgt markvisst sem forsætisráðherra og tvímæla- laust náð miklum árangri á því sviði. í ALSÍRMÁLINU hefir stefna Mollets hins vegar verið jafn nei- kvæð og hún hefir verið jákvæð í Evrópumálunum. í þingkosning- unum í janúar 1956, lofaði Mollet að beita sér fyrir friði í Alsír. Hann lét það líka verða eitt fyrsta verk sitt sem forsætisráðherra að heimsækja Alsír. Það ferðalag reyndist mjög örlagaríkt. Mollet bognaði fyrir áhrifum Frakka þar. Hann tók upp aðra stefnu en hann hafði lofað í kosningunum. Það væri ekki hægt að semja við upp- reisnarmenn, heldur yrði að brjóta uppreisnina niður með hervaldi áð- ur en hægt væri að hefjast handa um nokkra uppbyggingu. í sam- ræmi við það var flutt stóraukið herlið til Alsír og sóknin gegn upp reisnarmönnum hert. Styrjöldin í Alsír kostar Frakka nú orðið meira en Indó-Kína-styrjöldin á sínum tíma. Fátt bendir tíl, að þar sé nokkur endir íramundan. Það mæl'tist í fyrstu heldur vel fyrir í Frakklandi, a. m. k. hjá meginþorra manna, að stjórn Moll- ets ætlaði að taka föstum tökum á Alsír-málinu. Nú virðist stefna stjórnarinnar hins vegar sæta vax- andi efasemdum og gagnrýni. Sú j skoðun virðist vaxandi, að hún hafi * ekki greitt neitt fyrir lausninni og fyrr eða síðar verði að leita nýrra úrræða. | Lacoste, sem fer með Alsírmál og talinn er hinn „sterki maður“ franskra jafnaðarmanna, biður hins vegar um, að menn sýni þolin- mæði enn um stund, því að upp- reisnarmenn geti ekki haldið , áfram lengi enn. Tvísýnt er, hvort þingið fellst á beiðni hans. í KOSNINGUNUM í janúar 1956 stóðu þeir Mollet og Mendes- France saman. í stjórninni, sem Mollet myndaði eftir þær, vildi Mendes-France verða utanríkisráð- herra, en Mollet vildi sjálfur hafa þar hönd í bagga og setti því við- ráðanlegri mann í það embætti. Mendes-France varð því ráðherra án sérstakrar stjórnardeildar. Það spáði ekki góðu um samstarf þeirra Mollets og Mendes-Frances, enda fór sá síðarnefndi fljótlega úr stjórninni vegna ágreinings um stefnuna í efnahagsmálunum og í Alsírmálinu. Mendes-France hefir I enn ekki snúizt beint gegn stjórn- inni, en líklegt þykir, að hann sé aðeins að bíða eftir hentugu tæki- færi. Ef Mollet heldur velli í atkvæða greiðslunni nú í vikunni, verður það fyrst og fremst að þakka því, (Framhald á 8. síðu). 'SAÐsrorAN Blaðamaturinn. ÞAÐ VAR hér á dögunum, að bréfritari, sem nefnir sig „Faxa“ deildi á blaðamenn fyrir takmark aða virðingu fyrir þjóðlífsháttum, starfi og baráttu íslenzkrar al- þýðu, eins og hann orðaði það. Taldi hann, að aðalatvinnuvegum þjóðarinnar væri ætlað minna rúm í blöðunum en léttvægara efni, og nefndi „skvaldur sam- kvæmislífsins, kvikmyndastjörn- ur, íþróttir o. 6. frv.“ Eg veit ekki hvort „Faxi“ hefir bókstaflega mælt þetta, en ég efa það. Því að mér virðist fullyrðingin röng. Eg er nærri viss um, þótt ég hafi heldur ekki mælt upp heila ár- ganga, að hin raunverulegu dag- skrármái atvinnuvega og þjóðlífs og fréttirnar sjálfar, það sem ger ist á degi hverjum, tekur miklu meira rúm í blöðunum en „skvald ur“ það, sem hann nefnir. En ef menn eru sérstaklega á móti efni eins og kvikmyndafrásögnum, í- þróttum og slíku, fer birting slíks efnis í taugarnar á beim og setur hlutlægt mat á heildarefn- inu úr skorðum. Þjóðlegt efni. VEL MÁ vera að blöðin ættu að birta meira af þjóðlegu efni, en þá er að útvega það. Til þess að fá slíkt efni þyrftu blaðamenn að vera meira á ferðinni um land ið en þeim gefst tækifæri til í dag. Þeir, sem deila á blaðamenn ina, mega ekki láta sér sjást yfir þá staðreynd, að kröfur tii ís- lenzkra blaða eru svipaðar þeim sem gerðar eru til blaða á Norð- urlöndum t. d., en hér hjá okkur vinna miklu færri menn við blöð in en hjá nágrannaþjóðunum, hlutfallslega miklu færri. Gefst þá Htill tími til að sinna ferða- lögum, og ýmsu öðru, sem vert væri. En það er fátæktin í blaða útgáfunni hér miðað við það, sem annars staðar gerizt, er þessu veldur. Blöð og lesendur. ÞESSI atriði þarf að hafa í huga, og það er ekkert réttlæti að kenna blaðamönnum einum, þótt ekki fari allt ætíð sem bezt úr hendi. Málið er alls ekki svo einfalt. En um fréttaflutninginn og tengsl blaðanna- við fólki, er það að segja, að Faxi hermir rétti lega að stundum eru fréttaritarar blaðanna úti um landið helzt til viðbragðsseinir eða daufir í dálk- inn, og eru þó margir ætíð ár- vakrir og duglegir. En þegar mönnum finnst, að of lítið sé sagt um atburði í héraði, ættu þeir að taka sig fram um að senda fréttir, eða kvarta yfir lé- legri þjónustu. Og enn er ástæða til að hvetja menn til þess að komast upp á það lag, að senda blöðunum stutt bréf um viðhorf og áhugamál. Eins og „Faxi“ gerði hér á dögunum. Stutt og gagnort bréf er oft áhrifameira en laust ofin ritgerð upp á marga dálka. FroitL _u

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.