Tíminn - 26.03.1957, Síða 8

Tíminn - 26.03.1957, Síða 8
8' T f MI N N, þriSjudaginn 26. marz 1957. Þessi mynd er tekin á þjóðveginum handan Akureyrarpolls fyrir nokkrum dögum. Handan hins háa snjóruðn- ings við vegabrún, sést Pollurinn, og svo nokkur hluti Akureyrar og vesturfjöllin í baksýn. Ekki veidnr sá er varir þótt verr íari — Um æðarvarp, eitrun og íleira — Á ÞESSUM misserum eru uppi allmiklar deilur um eitrun fyrir refi. Nú mjög nýlega hefir verið 'kVeðíð upp úr með að hefja skipu- 'lagða eitrun fyrir svartbak. Hvað snertir eitrunina fyrir refi, þá hafa fjölmargir þeirra manna, sem mest hafa til brunns að bera og lengsta reynslu eiga að baki, mót- mælt þeim eitrunaraðgerðum með skýrum og óhrekjanlegum rökum. Eins og fyrr segir, hefir nú nýskeð verið hvatt til allsherjareitrunar fyrir svartbak og þá tiltekið hér við Breiðafjörð. Þetta er gert á vebtvangi búnaðarfræðslu Búnað- arfélags íslands og túlkað sem knýjandi nauðsyn fyrir varpbænd- ur við Breiðafjörð fyrst og fremst. Þegar svona er í pottinn búið, væri elcki ólíklegt að nokkurt til- lit yrði tekið til uppástungunnar og jafnvel hugsanlegt að til fram- kvæmda komi. Mér finnst því ærin ástæða að ræða þetta mál og láta koma fram þau sjónarmið, sem lítt var sinnt í nefndri búnaðar- fræðslu. Fyrst vil ég þó samþykkja það og undirstrika, að það er alveg rétt að svártbak hefir stórfjölgað og einnig hitt, að hann er alveg stórkostlegur vargur gagnvart æð- arfugli. EN HVER er svo ástæðan til þessarar miklu og öru fjölgunar svártbaksins? Eg spyr ekki af því að við Breiðfirðingar vitum það ekki. Það þarf varla að segja nein- um varpbónda við Breiðafjörð hver ástæðan er. Fjölgun svartbaksins er verk varpbændanna sjálfra og þeim í koll kemur. Þetta er sá beiski sann leikur, sem sniðgenginn var í bún aðarfræðslunni. Mörgum mun og alkunnugt hvar skórinn kreppir mest. Segja má að það sé eðlilegt hvað svartbakurinn kemst upp í stórum stíl, þegar haft er í huga hve mik- ils þarf með til að varna því. Ef vel á að vera, þarf að gera minnst þrennar leitir um öll varp lönd. Nú eru ástæður margra orðn Erlent yfirlit (Framhald af 6. síðu). að talið verður ógerlegt að mynda nýja stjórn, ef stjórn hans hrökkl- ast frá. Frakkar eru enn ekki und- ir það búnir að grípa til djarfra, róttækra aðgerða. Á meðan svo háttar til, eiga þeir vart völ á betri stjórnanda en Mollet, sem er seig- ur og traustur og vill áreiðanlega vel. En eigi að grípa til stórræða, þarf að leggja stjórnartaumana í hendur á manni, sem er hugmynda- ríkari, skjótráðari og harðfengari. Þá þarfnast Frakkar Mendes- Franees eða manns, sem er gerður líkt og hann. Þ. Þ. ar þannig, sökum annríkis og fólks fæðar að ekki mun fátítt að ein eða tvær leitir séu látnar nægja og þær þá fyrst og fremst farnar vegna æðardúnsins. Þegar það er og haft í huga, að dæmi eru til að þrjár og fjórar víðlendar og dreifð ar varpjarðir eru komnar undir umsjá eins og sama bónda, þá skylst fljótlega hvað er að gerast og hefir verið að gerast undanfar- inn áratug og lengur þó. Þótt það séu einkum fáir stærstu varpbændurnir, sem bera aðalsök- ina, þá er útkoman sú, að allir hljóta mein af. Við hinir, sem allt- af gerum okkur að skyldu að hreinsa lönd okkar árlega, verðum engu síður fyrir búsifjum, því hinn mikli svartbakssveimur breið ist út um allt frá hinum stórkost- legu griða- og uppeldisstöðvum og fer sífellt í vöxt. KRAFAN UM eitrun, og þær eitranir, sem þegar hafa verið framdar, eru afleiðing af því að varplöndin hafa verið vanhirt. Ef Búnaðarfélag íslands ætlar að fara að láta æðarvarpið til sín taka, og það væri sannarlega vel til fallið, þá held ég að væri rétt að byrja á byrjuninni og koma því til leiðar að varpbændur gegndu þeirri frumskyldu sinni að sinna um varpið og þá meðal annars að upp ræta gjörsamlega árlega viðkomu svartbaksins. Það er merkurinn málsins. Meðan þeirri frumskyldu er ekki fullnægt, hafa menn harla lítinn rétt til að krefjast eitrunar. Ekki dreg ég í efa að það er á- hrifaríkt að eitra fyrir svartbak- inn. Eiturhræin sem hafa flotið um ailan sjá hér undanfarin vor hafa vitnað. Þótt svartbakurinn megi missa sig, þá er þó á fleira að líta, ef búnaðarfræðslan og Búnaðarfélag fslands skyldu fara að reka þetta eiturtrúboð af postullegri áfergju og koma til leiðar skipulagðri eitr un víðsvegar. Ef svo færi, þá mætti hið háa unum, því það er Alþingi, sem hefir leitt eiturasnann í herbúð- irnar. ÞÁ VAKNAR og sú spurning, hvort ekki væri ráð fyrir þá að- ila að rumska, sem standa ættu vörð um náttúru landsins og heið- ur. Eg leyfi mér hér með að spyrja þá vísindamenn, sem hafa það starf m. a. að vaka yfir vernd ís- lenzkrar náttúru, hvort þeir ætli ekki að láta til sín taka nú, þegar sú beina og bráða hætta vofir yf- ir, að fágætasta og tignasta fugli fslands verði útrýmt fyrr en nokk- urn varir. Eða er nokkur sá náttúruvísinda maður, sem vill taka ábyrgð á því að örninn taki ekki eitrið ef far- ið yrði til og eitrað í hverri ey, hólma og tanga um gjörvallan Breiðafjörð og víðar þó? Eg held það vera sönnu nær, að 6—10 bændur gætu haft það á valdi sínu að útrýma örninum, ef til veldust þeir, sem verst gegndi. Ef þetta er rétt, sést bezt hvernig sakir standa og hvort ekki er ástæða til ýtrustu aðgæzlu, svo framarlega sem öll sóma og skyldu tilfinning er ekki aldauða. ÁSTÆÐULAUST er og að loka augum fyrir því, að til munu vera þeir menn, að ekki yrði örinn þeim harmdauði. Örninn þarf sitt, eins og hver önnur lífvera. Æðar- fuglinn fer ekki varhluta af að- sókn hans og hafa varpbændur oft orðið hart úti í þeim skiptum. Er vel hægt að skiija að það þykir hart aðgöngu þegar örninn sópar heilar eyjar ár eftir ár, að þola slíkt bótalaust. Eg fæ ekki betur séð, en að grípa verði til ákveðinna aðgerða og marka ákveðna stefnu í þessum ínálum. Svo framarlega sem hugur fylgir máli að friða örninn og koma í veg fyrir tortímingu hans, þá verður að forðast alla eitrun þar sem nokkur líkindi eru til að örn inn geti beðið tjón af. Gildir það um allt útbreiðslusvæði hans. Þá ætti og jafnframt að kosta nokkru til og bæta mönnum ein- hvern hlut af því tjóni, sem örn- in veldur hverju sinni. ÞAÐ VIRÐIST næstum óhugs- andi að Alþingi geti verið þekkt fyrir það til langframa, að allt reki sig hvað á annars hórn, sem það gerir í þessum málum. Með hinni áfjáðu eiturtrúboðsstefnu, sem nú er rekin með fulltingi þess, tekur það á sig hina þyngstu ábyrgð á öllum afleiðingunum. Á öskudaginn 1957. Játvarður Jökull Júlíusson. Páll Zóphóníasson (Framhald af 7. síðu). því tvennu, að jarðirnar, sem ekki eru byggilegar eins og nú er, séu bættar svo, að á þeim sé búandi og jafnframt sköpuð aðstaða til að komast í vegasamband og að á þeim sé rekin sá búskapur sem þar á bezt við og gefur bæði á- búanda og þjóðfélaginu í heild mest í aðra hönd. Þessu hefir varla verið nægilega sinnt, og því er nú talað um að framleiða vörur, t. d. sölumjólk, á stöðum þar sem enginn markaður er fyr- ir hana, og þess krafist að ríkið borgi hana. Víst er, að við öll fasteignamöt, ,sem gerð hafa verið, hefir ekki ver- ið tekið nægjanlegt tillit til mis- jafnra samgangna og misjafnrar aðstöðu til innanlandsmarkaðar og þarf að gera því máli öllu miklu betri skil í fasteignamati því, er * Attræður í dag: Magnús Þórarinsson fyrrum bóndi í Hrútsholti Magnús er fæddur 26. marz 1877 að Akurholti í Eyjahreppi og ólst þar upp til tvítugsaldurs. Hann tók snemma að vinna fyrir sér eins og títt var um pilta á þeim tím um, og stundaði hann sjómennsku á yngri árum jafnframt því sem hann vann við sveitastörf í ætt byggð sinni, og lengi fram eftir búskapar árum sínum, tók hann oft í árina, þegar róið var í Skógarnesi, og þótti því aðeins vel mannað farið að Magnús frá Hrútsholti réri með, en hann var mikill þrekmaður, og flestum van ari sjómennsku þar um slóðir. Árið 1904 kvæntist Magnús Önnu Sigurbrandsdóttir, ættaðri úr Ólafsvik og hófu þau búskap árið 1905 að Hrútsholti í Eyja hreppi. Þar bjuggu þau allan sinn búskap eða til ársins 1937, er Anna lézt. Árið eftir brá Magn ús búi, en synir hans tóku við búsforráðum í Hrútsholti og dvald ist Magnús hjá þeim og í Skógar nesi um nokkur ár á eftir, en hef ur átt heima í Reykjavík síðustu árin og dvalist hjá elsta syni sín um, Guðmundi Magnússyni, bif reiðarstjóra að Langholtsvegi 60. Þeim Önnu og Magnúsi varð 13 barna auðið, og eru tíu þeirra á lífi, 8 synir og tvær dætur, öll hið mannvænlegasta fólk. Eign iiðustu þau hjón þrenna tvíbura og voru allt piltar, en síðustu tví burarnir dóu ungir og einnig yngsta dóttir þeirra hjóna. Einn af sonum Magnúsar býr enn á föðurleifð sinni, Ilrútsholti, annar er bóndi í Borgarfirði, en hin systkinin eru öll búsett í Reykjavík, nema önnur dóttirin, sem býr í Keflavík. Magnús Þórarinsson hefur lokið miklu dagsverki — komið upþ stórum hóp myndarlegra og mann vænlegra barna, og meðan hann bjó í Hrútsholti bætti hann jörð sína og byggði þar upp. Hann vaí atorkumaður mikill, og vinsæll af sveitingum sínum, og munu marg ir þeirra verða til þess að senda hinum aldna bónda hlýjar kveðjur í dag. — I. K. Víðtæk endurskoðun á vörnum og her- kostnaði Vestur-Evrópu gerð á næstunni SamRcmulag það. sem náðist fyrr í þessari viku milli utan- ríkisráðherra V-Evrópubandalagsins um málamiðlun varðandi fyrirliugaða fækkun Breta 1 her sínum á meginlandinu, er byggt á þeirri forsendu, að undinn verði bráður bugur að víð- tækari endurskoðun á öllu varnarkerfi og herkostnaði Atlants- hafsbandalagsríkjanna af vörnum V-Evrópu. Verður reynt að ná sámkomulagi um hernaðarframlag hvers einstaks íúkis með tilliti til fjárhagsgetu og efnahagsástands þess. Verður jafnframt gerð endurskoðun á varnarkerfinu frá hernaðar- legu sjónarmiði og þá fyrst og fremst með tilliti til þess, hversu mikið skuli stuðzt við alls konar kjarnorkuvopn. Bretar féllust á að fækka aðeins í her sínum að sinni um 14500 manns, en þar eð þetta mun fyrst og fremst taka til annarra starfs- manna í hernum en þeirra, er gegna beinni herþjónustu á víg- velli, mun fækkunin hafa lítil á- hrif á hernaðarmátt bandalagsherj anna í Rínarlöndum. Víðtækara samstarf. Það var dr. Adenauer kanslari V-Þýzkalands, sem kom með mála- miðlunartillöguna og hugmyndina að víðtækari endurskoðun áður- nefndra atriða. Fréttaritarar segja, að helztu málin, sem rannsökuð verði, séu: Hversu öflugur þarf herafli banda- lagsins raunverulega að vera í Vestur-Evrópu, hvert á að vera hlutfallið milli þess sem nefnt er venjuleg vopn og hins vegar ný- tízku kjarnorkuvopna, svo sem eld flauga? Ennfremur hverja fjárhags lega möguleika einstök ríki hafi til að taka á sig byrðar af fram- leiðslu nýtízku kjarnorkuvopna? Reynt verði að ná samkomulagi um sameiginlega framleiðslu slíkra vopna og gjaldeyrisvandræði Vest- ur-Evrópuríkjanna m. a. vegna dval ar herja í öðru bandalagsríki verði leyst í heild en ekki aðeins fyrir hvert land um sig. Bretar létu undan síga. Fréttaritarar benda á, að óneit- anlega hafi Bretar orðið að láta undan síga í máli þessu fyrir sam- einaðri andstöðu bandamanna sinna. Þeir telji sig að vísu hafa óbundnar hendur enn um að fram- ■kvæma fyrirhugaða fækkun í herj- um sínum á meginlandinu, en hafa orðið að fresta henni í bili. Hins vegar fá þeir framkvæmda ýtar- lega endurskoðun á hervarnarmál- unum í heild og kostnaði hvers ríkis, en þeir telja sinn hluta af byrðunum alltof stóran. fram fer 1965, og sem sannarlega ætti að fara að undirbúa. Hinn mikii munur Eg vil að síðustu geta þess, sagði Páll Zóphóníasson, að ég hefi hér og þar sveigt að ýmsu, sem mér finnst mega fara betur í þessum eða hinum hreppnum, og ekki alltaf verið mjúkur í máli. Mér er það ekki tamt að segja ann að en meiningu mína, enda þótt ég viti að hún er stundum illa séð. Á þessu bið ég ekki velvirðingar en vona að menn athugi aðfinnsl- ur mínar vel. 'Víða reyni ég af lcunnugleik mínum að rekja orsakir til eins og annars, og má telja líklegt að þar bresti mig hér og þar kunnugleik til að sjá rétt. En ég vona að slík ar ágizkanir megi verða til þess, að kunnugir kryfji málið betur til mergjar, og það geti leitt til fram kvæmda sem gagn megi verða af. En hvað sem því líður vona ég að lesendur sjái af því yfirliti, er smám saman birtist á næstu mán- uðum, hvílíkur reginmunur er á því, hvernig jarðirnar í landinu eru setnar, og hve langt er frá því, að jafnvægi í byggðum landsins sé nú, og því verði þessi greinarflokk ur til þess að gerðar verði ráðstaf anir til að koma meiri jöfnuði á í sveitunum og skapa lífvænleg bú skaparskilyrði á þeim ca. 20% af jörðum landsins sem ekki hafa þau nú, sagði Páll Zóphóníasson að lokum. Tíminn mun hefja birtingu á skýrslu Páls á morgun. = Kaupum | gamlar og notaðar bækur. — | Einnig tímarit. | Fornbókav. Kr. Kristjánssonar | Hverfisgötu 26 — Sími 4179

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.